Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 1989
Morgunblaðið/Þorkell
Ráðherrarnir Steingrímur J. Sigfússon, Jón Sigurðsson og Ólaí'ur
Ragnar Grímsson voru ánægðir með lambakjðtið sem nú er farið
að selja á tilboðsverði.
Mikið keypt af „lamba-
kjöti á lágmarksverði"
„LAMBAKJÖTIÐ á lágmarksverði" stendur á merkimiðum poka með
völdu kjöti sem farið var að dreifa í verslanir um allt land í gær. Þar
með hófst söluátak sem efnt var til í kjölfar ákvörðunar ríkisstjórnar-
innar um verðlækkun lambakjðts. Stefnt er að sölu á 500 til 600 tonn-
um af kjöti á tilboðskjörum til ágústloka. Mikið hafði verið keypt af
kjötinu í þeim verslunum sem Morgunblaðið hafði samband við síðdegis
í gær.
Lambakjötið, sem er úr stjörnu-
flokki og fyrsta flokki, er selt í sex
kílóa pakkningum. Kílóverðið er 365
krónur fyrir kjöt úr fyrsta flokki en
383 krónur fyrir stjörnuflokkskjöt.
Pokamir kosta því tæpar 2.200 eða
2.300 krónur eftir gæðaflokki og er
verðið alls staðar hið sama. í frétta-
tilkynningu segir að verðlækkun á
þessu lambakjöti sé um 25%.
I hverjum poka er hryggur, læri,
rif og frampartur. Velja má um að
allt sé skorið í sneiðar, eða að lærið
Staðgengill utan-
ríkisráðherra:
Aðstoðar-
maður, ekki
ráðherra
„ÞAÐ hefur ekki hvarflað að
nokkrum manni að skipa annan
utanríkisráðherra. Spurningin
sem upp hefur komið hefur ver-
ið sú að kveðja til aðstoðarmann
þegar og ef þörf krefur," sagði
Jón Baldvin Hannibalsson, ut-
anrikisráðherra. Morgunblaðið
spurði hann í gær h vernig skilja
bæri það sem hann sagði í sam-
tali sl. laugardag, að það hefði
komið til álita að hann kallaði
til staðgengil í utanríkisráðu-
neytið þann tíma sem hann
gegndi formennsku í ráðherra-
nefnd EFTA, vegna þess að það
starf yrði meginviðfangsefni
hans næsta hálfa árið, eins og
hann komst að orði.
Eiríkur Tómasson, hæstaréttar-
lögmaður, sem kennt hefur stjórn-
skipunarrétt við lögfræðideild Há-
skóla íslands, sagði aðspurður, að
skipan staðgengils bryti í bága við
stjórnarráðslögin. Þar segði, að
sama ráðuneyti skuli lagt óskipt
til eins ráðherra.
Góðar heimtur
hjá Vogalaxi
Á ÞRIÐJA þúsund laxar hafa
nú skilað sér á heimaslóðir hjá
hafbeitarstöðinni Vogalaxi á
Reykjanesi, þar af komu 500
laxar á sunnudagskvöldið.
Drjúgt hefur skilað sér af
tveggja ára fiski úr sjó, en að
undanförnu hefur smálaxinn farið
að sýna sig' í ríkari mæli. Þetta
munu vera nokkuð eðlilegar
heimtur og ekki rýrar. Bendir það
til að laxinum hafí reitt vel af í
hafmu og því gætu laxveiðiárnar
farið að koma til á næstunni.
sé heilt' og hitt skorið. Aukafita hef-
ur verið fjarlægð og bitar sem ekki
nýtast. Þegar nýju lambakjötspok-
arnir voru kynntir fjölmiðlafólki og
fulltrúum launþega í gær sagði Jón
Sigurðsson, viðskiptaráðherra, að um
600 milljónum hefði verið varið auka-
lega í niðurgreiðslur á lambakjötinu.
Ólafur Ragnar Grímsson, fjár-
málaráðherra, sagði að ef þessari
nýjung yrði vel tekið mætti auka
magn af kjöti á tilboðsverði. Þá
kvaðst hann undirstrika að þetta
væri ekkert afgangskjöt.
Steingrímur Sigfússon, landbún-
aðarráðherra, kvaðst vona að fram-
hald gæti orðið á sölu þessari. Hér
væru farnar nýjar leiðir, kjötið unnið
meira en neytendur hefðu átt að
venjast. Verðlækkunin væri að hluta
til bein, en jafnframt hefði meira
verið fjarlægt af kjötinu en venju-
lega.
Sannleiksgildi íslendingasagna:
Rannsóknir staðfesta frá-
sögn í Breiðdælingasögum
FRÁSÖGN úr Breiðdælingasög-
um um lélega silfurpeninga Har-
alds konungs harðráða (d. 1066)
hefur verið staðfest með mynt-
rannsóknum í norsku kjarn-
orkustofnuninni. Þetta kom
fram í fyrirlestri dr. Kolbjörns
Skaare, prófessors, á þingi norr-
ænna myntfræðinga sem haldið
var í Reykjavík í síðustu viku.
Þar hittust fulltrúar myntsafna
og myntsambanda, helstu mynt-
fræðingar Norðurlanda.
I Breiðdælingasögum eru tveir
kaflar kenndir við Halldór Snorra-
son. í hinum síðari er stutt frásögn
af því að Halldór hafí fleygt frá
sér peningum sem hann fékk í
kaup frá Haraldi Sigurðssyni kon-
ungi. Peningi sem Haraldur lét slá
er síðan þannig lýst: „Var meiri
hlutr kopars, þat besta kosti, at
væri helmings silfr" og á Halldóri
að hafa þótt lítið til koma.
Dr. Kolbjörn Skaare er forstöðu-
maður konunglega myntsafnsins í
Osló og sérfróður um peninga frá
víkingaöld. Hann hefur látið rann-
saka peninga frá tímum Haralds,
svokallaða Haraldssláttu, með
tækjum norsku kjarnorkustofnun-
arinnar.
í ljós kom að sögn Kolbjörns
að Haraldur konungur hefur verið
spar á silfrið í peningana sem hann
lét slá. Þeir munu í fyrstu hafa
verið næstum hreinir silfurpening-
ar, eða að 90 hundraðshlutum. Æ
meiri kopar hefur svo verið notað-
ur í Haraldssláttu, uns aðeins tæp-
ir 18 hundraðshlutar af hverjum
peningi voru silfur.
„Haraldur harðráði hefur verið
verðbólgukonungur og komist
býsna vel upp með það," segir
Kolbjörn. „Hann hefur hagnast á
að klípa sífellt meira af silfrinu í
39o   zm   m
Morgunblaöið/Sverrir
Myndin sýnir silfurmagn í Har-
aldssláttu, peningum frá dögum
Haralds harðráða Noregskon-
ungs. Til hægri er Kolbjörn
Skaare, forstöðumaður Kon-
unglega myntsafnsins í Osló.
peningunum en þar sem hann var
svo valdamikill gat hann komið því
á að norsk mynt var hin eina gjald-
genga í Noregi."
í Mannkynssögu Páls Melsted
segir að Haraldur harðráði hafi
verið hreystimaður mikill og veí
vitur, ríklundaður og refsingasam-
ur, ágjarn til fjár og landa. Harald-
ur var fyrsti norski konungurinn
til að láta slá umtalsvert magn
myntar, en varðveist hafa í Noregi
um 250 peningar með nafni hans
á. Myntslátta í Noregi hófs't hins
vegar á dögum Ólafs Tryggvason-
ar. Af peningum Ólafs hafa ein-
ungis þrír varðveist en þrettán frá
dögum nafna hans Haraldssonar
helga.
Kristinn Sigtryggsson framkvæmdastjóri Arnarflugs:
Auknar líkur á að Arnar-
flug endurheimti þotuna
70 milljónir safhast í hlutafé á tveimur mánuðum
KRISTINN Sigtryggsson fram-
kvæmdasljóri  Arnarílugs  stað-
festi í samtali við Morgunblaðið
að líkur hefðu aukist á því að
Arnarflug endurheimti Boeing
737 þotu þá er ríkíð leysti til sín
Flugleiðir:
Tillögur um sam-
drátt í leiguflugi
FLUGLEIÐffi kauna nú hag-
kvæmni þess að auka við áætlun-
arflug á leiðinni yfir N-Atlants-
haf, en jamframt að draga úr
öðrum verkefnum og þá einkum
leiguflugi og flugi til sólarlanda.
Að sögn Einars Sigurðssonar
blaðafuUtrúa Flugleiða hafa enn
engar ákvarðanir verið teknar
um þetta, en ef um einhvern sam-
drátt í verkefnum verði að ræða
sé Ijósi að fækka þurfi flugáhöfn-
um hjá félaginu.
Einar sagði í samtali við Morgun-
blaðið í gærkvöldi að sumaráætlun
Flugleiða fyrir næsta ár væri nú til
athugunar hjá sérstökum vinnuhóp
innan fyrirtækisins, og væru þessar
tillögur meðal hugmynda sem þar
hefðu verið ræddar, en þær hefðu
ekki verið unnar til enda, og ekki
verið kynntar í stjórn Flugleiða.
Hann sagði að einnig hefði verið
rætt hvert framhald yrði varðandi
áætlanir um flugvélakaup, en mjög
fljótlega þyrfti að taka ákvarðanir
um hvort bætt yrði við flugvélaflota
félagsins. „Lokaniðurstöður varð-
andi þessar tillögur og aðrar sem
til umfjöllunar eru liggja væntan-
lega fyrir á næstunni, en þangað
til er ekki hægt að slá neinu föstu
um hvort til uppsagna starfsfólks
þarf að koma," sagði Einar Sigurðs-
son.
Lesbók í
sumarfríi
LESBÓK Morgunblaðsins er
komin í sumarfrí og kom
þess vegna ekki út um
síðustu helgi.
Næsta  Lesbók  kemur  út
laugardaginn 29. júlí.
í vetur. Að sðgn Kristins mun
þotan að likindum ganga að ein-
hverju leyti í áætlunarferðir Arn-
arflugs á næstu dögum eða vik-
um, auk leiguflugs þess sem Arn-
arflug annast á henni fyrir hönd
Samvinnuferða-Landsýnar. Þá
sagði Kristinn að yfir sjötíu milH-
ónir króna hefðu safnast í hlutafé
þá tvo mánuði sem hiutafjárðflun
hefur staðið hjá félaginu.
„Þetta mál mun skýrast á næst-
unni, en leigusamningurinn við
Samvinnuferðir-Landsýn var mikil-
vægur í því tilliti að hann gaf okk-
ur kost á að ræða málin við fj'ár-
málaráðuneytið í ró og næði," sagði
Kristinn. „Hins vegar munum við
tryggja endanlega fjármögnun þot-
unnar áður en nokkuð verður
ákveðið endanlega." Aðspurður
sagði Kristinn að hann teldi ólíklegt
að ríkið gengi til samninga við er-
lenda aðila um kaup á þotunni fyrr
en niðurstaða úr umleitunum Arn-
arflugs lægi fyrir, en fyrst og sein-
ast yrði félagið að sýna fram á að
það hefði bolmagn til viðskiptanna.
„Hlutafjáraukningin hefur geng-
ið afar vel, og á þessum tveimur
mánuðum hefur fjölgað um átta til
níu hundruð manns í hópi hluthafa
í félaginu. Þessari hlutafjársöfnun
er ekki að fullu lokið, en þó mun
hún ekki standa lengi enn," sagði
Kristinn.
Þess má geta að í dag eru sjö
ár liðin frá því Arnarflug hóf áætl-
unarflug til útlanda.
Bankastræti:
Leigubílar á
akrein S VR
Umferðarnefnd Reykjavíkur-
borgar heftir samþykkt að leigu-
bifreiðir megi aka á sérakrein í
Bankastræti sem hingað til hefur
aðeins verið ætluð Strætisvögnum
Reykjavíkur. Haraldur Blðndal,
formaður umferðarnefhdar, stað-
festi þetta í samtali við Morgun-
blaðið. Að sögn Ingólfs Ingólfs-
sonar, formánns Bifreiðastjórafé-
lagsins Frama, hefur félaginu
ekki borist formlegt svar við
beiðni þess um að leigubilar fái
að aka á sérleiðum SVR.
Ingólfur Ingólfsson segir að hann
hafi ritað bréf til borgarráðs síðast-
liðið haust og óskað þess að leigubíl-
stjórar fengju að aka á sérleiðum
SVR. Bnn hafi ekki borist formlegt
svar. „Það þekkist víða erlendis að
sérmerktar akreinar séu ætlaðar til
fólksflutninga," sagði Ingólfur. „Við
hjá Frama teljum eðlilegt að þetta
sér reynt á einhverjum leiðum hér í
Reykjavík, t.d. um Bankastræti og
Aðalstræti. Það er alls ekki ætlun
okkar að tefja fyrir umferð strætis-
vagna, þvert á móti viljum við greiða
fyrir umferð í borginni.'-'-
\
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52