Morgunblaðið - 28.07.1989, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 28.07.1989, Blaðsíða 5
DB 25 MOKGÚNKLABÍf) ^ÖSflÍDAGIÍft 28.' .ÍÚÍÍÍ 1080 Fendi Casa framleiðir þennan brúna og svarta sófa sem ber heitið Farnese Club, en hann er hannaður hjá Studio Metropolis. -v vintýraleg aó lögun & lit og til hefur húsgagnahönnun birst hér á síðum Daglegs ífs og við getum ekki stillt okkur um að leita enn á ný j ítalskra húsgagnahönnuða. Sjáum hér nokkur dæmi ivernig helsta stofustássið — sófinn — kemur ævintýraleg lögun og lit úr þeirra höndum. Edra framleiðir þennan sérstæða sófa sem nefnist Projection Sofa hannaður af Zaha Hadid. ■mm Þessi blái er framleiddur hjá LEV og LEV, hannaður af Antonio Occhiuto og ber heitið Daphne. Dido heitir hann, framleiddur hjá Altana og hannað- ur af Guido Galet. Víkingaslóðir og Ungverjaland Þegar víkingar lögðu út á Atl- antshaf á vit ævintýranna er talið að þeir hafi varið andlitshúðina fyrir særoki og geislum sólarinnar með því að sletta á sig vænum gusum af lýsi og fitu úr síld, þorski og laxi. Enn þann dag í dag er lýsi notað í fegrunarlyf en í því er mik- ið af E-fjörefni sem talið er vinna gegn hrukkumyndun. Ungverskar konur eru annálaðar fyrir fagra húð og margar hverjar eru þær lausar við hrukkur allt fram á sjötugs- og áttræðisaldur. Skýr- ingin? Kannski er hún fólgin í stilk- um sólblómanna. Ungverskar kon- ur kunna líka skil á notagildi safa úr fagurfífli, kamillu og lofnarblóm- um. Margar búa þærtil fegrunarlyf úr þessum safa, rétt eins og þær 'búa til aldinmauk handa fjölskyld- unni. j Ungverjalandi er líka nokkuð um það að safi úr jurtum sé eimað- ur og síðan hafður til að styrkja húðina. Loks er ein" mikilvæg ástæða fyrir því hve konur í þessu landi halda húð sinni lengi ung- legri: Þaer kunna að meta þessa gersemi og fara aldrei í sólbað. Ítalía Á Ítalíu eru frægar heilsulindir þar sem vatnið er sagt hafa yngj- andi áhrif. Ein slík er í Terme di Montecatini, skammt norður af Flórens. Mikil ásókn er í leir- bakstra sem þar eru blandaðir og seldir vítt og breitt. Uppskriftin er ævagömul. I bakstrana eru notuð steinefni og ýmis lífræn efni og eftir að þeir hafa verið lagðir við húðina er hún rök og silkimjúk. í daglegu fæði ítala er mikið af ólífu- olíu sem talin er eiga sinn þátt í að halda húðinni mjúkri og blóm- legri. í olíunni er lítið af kóleste- róli en mikið af E-fjörefni sem margir telja að örvi myndun húð- fitu, hindri það að húðin þorni og viðhaldi teygjanleika hennar. Frakkland og England Helsta fegrunarráð franskra kvenna er að nota aldrei sópu þar sem hú,n þurrkar húðina. Til að mýkja húðina og styrkja nota margar franskar konur blómasafa áður en þær bera á sig rakakrem. Handan Ermarsunds býr enska rósin víðfræga en frá ómunatíð hafa enskar konur verið rómaðar fyrir fagra húð. Gráminn og sólar- leysið sem hefur viljað loða við Bretlandseyjar á e.t.v. sinn þátt í þessu. Loftið er rakt og það hefur auðvitað sín áhrif á húð fólksins eins og annað í umhverfinu. Þá er þess að gæta að í Bretlandi er ekki venja að kappkynda og þar við bætist að notkun rakagjafa inn- anhúss er algengari þar í landi en víðast hvar annars staðar. Víst eru mikil hlunnindi fólgin í hveravatninu en þau geta verið tvíeggjuð. Þessi ódýri hitagjafi á eflaust sinn þátt í því að mikill hiti er hér að jafnaði í híbýlum. Notkun rakagjafa er sjaldgæf og af þessu leiðir að víða er loftið innanhúss mjög þurrt. Þar að auki eru sumir sem halda því fram að kísillinn í hveravatni þurrki húðina. Úr öllu þessu má auðveldlega bæta án þess að skerða hlunnindin. Raka- gjafi þarf ekki að vera neitt merki- legri en skál með vatni sem látin er standa ofan á miðstöðvarofni. Kranavatnið þarf ekki heldur að þurrka húðina.sé kalda vatnið not- að til skolunar að loknum þvotti og húðin loks þurrkuð með grófu handklæði. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.