Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						40
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. AGUST 1989
fclk i
fréttum
HAMINGJA
Stenmark
trúlofar sig
Skíðakappinn sænski, Ingemar
Stenmark, trúlofaði sig á dög-
unum. Unnusta hans heitir Anna-
Karin en hún er frá Borás í Svíþjóð.
Ingemar segist nú hafa höndlað
hamingjuna og er ánægður með
lífið og tilveruna. Hann hefur búið
í Mónakó í mörg ár og hyggst gera
það áfram því þar fær hann að
vera í friði fyrir forvitnum blaða-
mönnum.
Ingemar skrapp í heimsókn til
Ekki er annað að sjá en að Ingemar sé ánægður með stúlkuna sína.
foreldra sinna í Svíþjóð nú í ágúst
og kynnti þau fyrir unnustu sinni.
Þegar heim kemur ætlar hann að
taka við starfi í viðskiptalífinu en
VEGG-
TENNIS
Fjórir glæsilegir
veggtennissalir.
Innritun hafin í símum
68770} og68780}.
ATHUGIÐ!
Þeir, sem ganga frá fyrir
1. september, fá
5% afslátt.
IÞROTT A UPPLEIÐ
LTUT
>*  687701
Engjateigur 1 • 105 Reykjavik         **  687801
því fylgja mikil ferðalög. Hann seg-
ist þó bara hlakka til því hann ætli
að taka Önnu-Karin með sér hvert
sem hann fari.
LISA BONET
með
Cosby
Leikkonan Lísa Bonet
mun í haust aftur fá
hlutverk í þáttunum um
fyrirmyndarföðurinn Bíll
Cosby en hún varð að
hætta í fyrra vegna þess
að hón var barnshafandi.
Þessí mynd var tekin á
götu í New York af henni
með dóttur sínni Zoe sem
aðeins er átta mánaða
gömul.
VEIÐIKEPPNI
Veiddu 174 marhnúta
- og enginn þeirra dó
Marhnútaveiðikeppni var
haldin í annað sinn í
blíðskaparveðri í byrjun ágúst við
Suðureyrarhöfn. Keppnin er fyrir
11 ára börn og yngri og er tak-
markið að veiða sem flesta mar-
hnúta á einum klukkutíma. Hug-
myndina að keppninni átti Ævar
Einarsson. Hún var haldin í fyrsta
sinn á síðasta árin en tókst það
vel að hún var gerð að árlegum
viðburði.
Fjöldi fólks fyígdist með þegar
marhnútaveiðikeppnin byrjaði.
Reglurnar voru kynntar fyrir
keppendum 22 og síðan var klukk-
an sett af stað. Spúnarnir voru
látnir síga í snatri niður í sjóinn
og allir biðu spenntir eftir fyrsta
mansanum. Þegar fáeinar mínút-
ur voru liðnar lágu nokkrir mans-
ar í karinu hjá dómaranum og
þeim fjölgaði óðum. Hann sá um
að vigta og skrá hvern veiddan
marhnút, aðrar fiskitegundir voru
ekki taldar með. Búið var að setja
sjó í karið og gátu því mansarnir
synt um sprelllifandi. Síðasta
stundarfjórðunginn var mesta
veiðin og var mikið um að vera á
þeim tíma. Þegar 60 mínúturnar
voru liðnar hífðu allir inn og farið
var að reikna út fjölda og þyngd
fiskanna og úrslit gerð kunn.
„Þetta er hápunktur sumarsins
hjá börnunum, það er alveg á
hreinu," sagði Ævar Einarsson
sem sá um keppnina. Hugmyndin
kviknaði þegar ég fór niður að
höfn eitt kvöldið í fyrra til að fylgj-
ast með börnunum veiða. Þá sá
ég að mansinn, eins og hann er
kallaður, var mjög óvinsæll á öng-
ulinn. Honum var slengt inn fyrir
og síðan var hann stappaður í
klessu og sparkað útí sjó. Þetta
varð að stoppa svo ég ræddi við
krakkana og sagði þeim að þegar
ég var á þeirra aldri hefðu strák-
arnir hrækt uppí mansana og
sleppt þeim lifandi í sjóinn. Það
átti að merkja, að marhnúturinn
átti að borga lífgjöfina með því
að láta annaðhvort þorsk eða kola
bíta á næst. Þessu áttu þau bágt
með að trúa svo ég stakk upp á
því að veiða þá í keppni," sagði
Ævar.
Alls veiddust 174 marhnútar á
þessum eina klukkutíma og vó
heildaraflinn samtals 46 kg og
386 grömm. Sigurvegarinn var
Bjarki Rúnar Arnarsson með 5
kg og 580 g, 19 marhnúta, í Öðru
Ævar Einarsson.
sæti varð Antonyo Aquilar með 4
kg og 036 g, 16 marhnúta, og í
þriðja sæti varð Hjörtur Steingr-
ímsson með 4 kg og 017 g, 16
marhnúta, og var hann jafnframt
yngsti keppándinn. Þá hlaut An-
tonyo Aquilar aukaverðlaun fyrir
þyngsta marhnútinn sem vó 626
g. Verðlaunaafhending fór fram
á hafnarsvæðinu við mikinn fögn-
uð viðstaddra.
- R. Schmidt.
Nýveiddur marhnútur sem Arinbjörn Sigurðsson
veiddi.
Hér eru þeir Bjarki Rúnar Arnarsson t.v. sem
varð sigurvegari og Antonyo Aquilar sem varð
í Sðru sæti og hiaut að auki veglegan bikar fyr-
ir þyngsta marhnútinn í keppninni.i
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48