Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						16
MORGUNBLAÐIÐ; ffÖSTUDAG.UR; 6. pKTÓBER 1989
ALDAMÓTANEFND SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS
Evrópubandalagið:
Ósk um inngöngu hugsan-
lega skynsamlegur kostur
í DRÖGUM að greinargerð aldamótanefndar Sjálfstæðisflokksins
er minnt á að íslendingar taki nú þátt í viðræðum við Evrópubanda-
lagið (EB) með öðrum EFTA-ríkjum. Þar kunni að nást samkomu-
lag sem Islendingar geti sætt sig við til frambúðar. Hugsanlega
verði þó skynsamlegast að óska beinlinis eftir viðræðum um inn-
göngu íslands í Evrópubandalagið, þótt menn séu um leið réiðubún-
ir að láta inngönguna ráðast af því, hvort þau skilyrði, sem henni
kunna að fylgja, þyki aðgengileg eða ekki.
í greinargerðinni sem lögð er
fram á landsfundi Sjálfstæðis-
flokksins án þess að þar verði form-
lega tekin afstaða til hennar, segir
að gjaldeyris- og gengismál, pen-
ingastjórnun og lagaleg atriði varð-
andi eignarhald fyrirtækja og
skattalega meðferð þeirra hljóti að
þurfa að færast í átt við það, sem
viðurkennt er og best þykir til brúk-
unar í þeim löndum, sem viljum
skipta við. Við getum ekki treyst
því að endalaust verði horft í gegn-
um fingur við okkur af því að við
séum lítil og skrítin og hernaðar-
lega mikilvæg þjóð á norðurhjara.
í drögunum segir: „Hugsanlega
verður þó skynsanilegast að óska
beinlínis eftir viðræðum um inn-
gðngu íslands í Evrópubandalagið,
þótt menn séu um leið reiðubúnir
að láta inngönguna ráðast af því,
hvort þau skilyrði, sem henni kunna
að fylgja, þyki aðgengileg eða ekki.
Verði sú niðurstaðan, að þau séu
óaðgengileg talin, hafa menn held-
ur engar brýr brotið að baki sér.
Og þrátt fyrir allt er líklegt að
smæð okkar verði okkar styrkur
ásamt með því að við erum að véla
við bandalagsþjóðir okkar í Atl-
antshafsbandalaginu og' margar
hefðbundnar vinaþjóðir, þar sem
við njótum trausts.
Það er því óheppilegt að borið
hefur á því, að við séum sjálfir að
búa okkur til skilyrði og mála
skrattann á vegginn og þar með
að veikja okkar eigin samnings-
stöðu er við mætum með sjálfskap-
aða annmarka til viðræðna við
Evrópubandalagið...
í væntanlegum samningum við
Evrópubandalagið í hvaða formi
sem þeir verða, hvort heldur með
öðrum EFTA-ríkjum eða á tvíhliða
grundvelli, hljótum við að hafa það
hugfast, að við náum fram því sem
við viljum, ef sæmilega fast er fylgt
á eftir og sanngirni beitt. Með þess-
um hætti unnum við að lokum full-
an sigur í landhelgisbaráttu okkaf
með fullu forræði á 200 mílna efna-
hagslögsögu."
Erlendar landbúnaðaramrðir:
Óhjákvæmilegt er að opna
stærri glufu á innflutningi
í DRÖGUM að greinargerð aldamótanefndar Sjálfstæðisflokksins,
sem starfar undir formennsku Davíðs Oddssonar segir, þegar fjallað
er um landbúnaðarmál, að ekki sé vafi á að í náinni framtíd sé
óhjakvæmilegt að opna smám saman stærri glufu fyrir erlendar
landbúnaðarafurðir en nú er. 'Slíkan inhflutniug verði að tolla til
verndar innlendum landbúnaði. Þá komi til álita að þéttbýlissveitar-
félög kaupi nokkra tugi eða hundruð jarða og leigðu þær út eða
seldu tíl sumarbústaðastarfsemi og ræktunar.
í drögum að greinargerð nefnd-
arinnar sem liggur frammi á lands-
fundi Sjálfstæðisflokksins er of-
stjórn og forsjárhyggja í land-
búnaðarmálum gagnrýnd. Fram-
leiðsla íslenskra bænda hafi hrokk-
ið úr sambandi við neysluþarfir
innanlands. Almenningi blöskri
verð og geri háværar kröfur um
frjálsan innflutning á landbúnaðar-
vörum. Bændur sjálfir hafi flestir
þegar gert sér grein fyrir því að
forsjárhyggjan hafi ekki verið
nema að litlu leyti til góðs, þegar
til lengri tíma sé litið, og þeir hafi
með margvíslegum hætti verið
hafðir að féþúfu og fjármunum
þeirra verið veitt inn á aðrar braut-
ir en til þeirra sjálfra sem framleið-
enda. Styrkjakerfið í landbúnaðin-
um, bætur til útlendinga, sem islen-
skar afurðir kaupa, sé eitur í bein-
um íslenskra neytenda sem greiði
dýrustu landbúnaðarvörur í heimi.
Afar  háskalegt  sé   að   kenna
bændastéttinni um, hvernig komið
sé og ráðast á hana í reiði og
hneykslun yfir hinni miklu sóun,
sem menn þykist verða vitni að.
Þá sé enginn vafí á því, að í þess-
um efnum séu bændur sjálfír
stærstu fórnarlömbin og eigi í raun
um stærri sár að binda en skatt-
greiðendur og neytendur. Bændum
hafi með opinberum ráðstöfunum
gegn vilja þeirra verið breytt að
mestu úr sjálfstæðum atvinnurek-
endum í ófullgert ígildi opinberra
starfsmanna, án þess öryggis þó,
sem slíkir starfsmenn almennt
njóti.
í drögunum segir: „Ekki er vafi
á að í náinni framtíð er óhjákvæmi-
legt að opna smám saman stærri
glufu fyrir erlendar landbúnaðaraf-
urðir inn á innlendan markað en
nú er. Við höfum alls ekki ráð á
að halda jafnháum eða svipuðum
lífskjörum og nágrannaþjóðirnar,
ef heimilin þurfa að greiða helm-
ingi hærra verð fyrir lífsnauðsynjar
en gerist með þeim þjóðum. Á hinn
bóginn væri afar ósanngjarnt að
opna fyrir hömlulausan innflutning
landbúnaðarvara án þess að hafa
gert bændum kleift að laga sig að
þeim veruleika. Gera þarf þeim
kleift að stækka bú sín, hverfa frá
kotungsbúskap, nýta nálægðina við
markaðinn, komast til arðbærra
starfa í öðrum atvinnugreinum með
tryggingti fyrir því að verk þeirra
um langan aldur og bú þeirra verði
ekki með nýjum opinberum aðgerð-
um gerð verðminni eða jafnvel
verðlaus með öllu."
Síðar segir í greinargerðinni:
„Þegar að því kemur að innflutn-
ingur á landbúnaðarvörum verður
leyfður er óhjákvæmilegt að leggja
toll á slíkan innflutning til verndar
innlendum landbúnaði, en slíkur
tollur getur smám saman lækkað,
þótt hann hljóti ætíð að verða tölu-
verður. Með sama hætti þarf að
kaupa jarðir af bændum, sem
bregða búi, á sannvirði. Til álita
kæmi að þéttbýlissveitarfélög, ekki
síst á höfuðborgarsvæðinu, keyptu
nokkra tugi eða hundruð jarða og
leigðu þær út eða seldu til sumar-
bústaðastarfsemi og ræktunar."
Utanríkisráðherra á Allsherjarþingi SÞ:
Gerður verði alþjóðasamn-
ingur um umhverfisvernd
JÓN BALDVIN Hannibalsson utanríkisráðherra flutti ræðu á nýhöfnu
Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York á miðvikudag. Hann
gerði sérstaklega að umtalsemi umhverfisvernd og afvopnunarmál, m.
a. afvopnun á höfunum. Ráðherra Iagði til að á vettvangi samtakanna
yrðu gerð drög að nýjum alþjóðasamningi þar sem kveðið yrði á um
réttindi og skyldur ríkja á öllum sviðum umhverfismála.   .
Jón Baldvin sagði að heimsbyggð-
in gerði sér æ betur grein fyrir þörf-
inni á aðgerðum í umhverfismálum.
„Meðal iðnvæddra þjóða lítum við inn
í hinn skuggalega bakgarð þeirrar
menningar sem við höfum skapað,
hvort sem er á landi, á hafi eða í
andrúmsloftinu. Það er að verða öll-
um Ijóst, ekki síst leiðtogum þróunar-
landanna, að hagvöxtur næst ekki
nema dregið verði úr fátækt og
umhverfið verndað... Líta má á
hinar lifandi auðlindir hafsins sem
varaforða heimsins. Vaxandi meng-
un hafanna, sem ekki er sist að kenna
geislavirkni og þeim ósið að nota
úthöfin sem sorphaug, er þvi veru-
legt áhyggjuefni, ekki einungis
strandríkjum, heldur einnig öllum
heimi."
Ráðherrá ræddi um þær skyldur
sem sáttmáli SÞ legði á herðar aðild-
arþjóðunum varðandi samvinnu og
nefndi ýmsar ályktanir sem sam-
þykktar hafa verið á vettvangi sam-
takanna um náttúruvernd. Hann
sagði Hafréttarsamninginn frá 1982
geta orðið aflvaka til frekari aðgerða
á þessu sviði. Ákvæði hans um bann
við losun úrgangsefna og mengun
andrúmsloftsins ættu, að mati ís-
lendinga, að fá lagagildi. Setja ætti
reglur sem giltu um rétt allra manna
til heilbrigðs umhverfis, kvöðina til
að varðveita náttúruauðlindir og við-
halda líffræðilegri fjölbreytni. Meta
skyldi ástand umhverfisins eftir stöð-
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Einar Kárason, formaður Rithöfundasambands íslands, ávarpar
Bokaþihg.
Bókaþing 1989 haldið í gær:
Eindregin andstaða
gegn vii ðisankaskatti
FULLTRÚAR á Bókaþingi 1989, sem haldið var á Hótel Loftleiðum í
gær, voru einhuga í andstöðu gegn skattlagningu á íslenskar bækur.
Þingið samþykkti ályktun þar sem skorað er á ríkiss^jórn og Alþingi
að falla frá áformum um virðisaukaskatt íslenskar bækur, jafht á
vinnslu- og sölustigi og minnt á einstakt hlutverk bókmennta í varð-
veislu íslensks þjóðernis og menningar. Umræður um skattlagninguna
og áhrif hennar á bókmenningu þjóðarinnar voru áberandi á þinginu
en einnig voru þar til umræðu málefni. er varða bókasöfn og íslenskra
bókmenningu almennt.
í ávarpi sínu á þinginu varpaði
Svavar Gestsson menntamálaráð-
herra meðal annars fram hugmynd
um að tekjum ríkissjóðs af virðis-
aukaskatti á bækur, sem hann vill
einnig að nái til tímarita, dagblaða
og auglýsinga mætti nota til að
styðja við bak þeirra bókaútgefenda
sem ráðast vildu í metnaðarfull „mer-
iriháttar verkefni" eins og ráðher-
rann orðaði það. Hugmyndir þessar
hlutu dræmar undirtektir þeirra
þingfulltrúa sem tóku til máls um
þær og sagði Jón Karlsson formaður
félags bókaútgefaenda meðal annars
að það væri fráleit ráðstöfun að ætla
sér að nota þær um það bil 300
milljóna króna tekjur sem áætlað er
að ríkið hafi af skattlagningu bóka
til setja á stofn sjóð sem kommisarar
mundu úthluta úr, auk þess sem
reynsla sýndi að Alþingi mundi sjálf-
sagt ekki telja sig bundið af slíku
heldur ráðstafa þessum peningum í
annað þegar þurfa þætti.
í ávarpi Heimis Pálssonar kom
fram að hvergi í heiminum væri nú
hærris kattur lagður á bækur en
hérlendis þar sem greiddur væri 25%
söluskattur. Hann nefndi að í nokkr-
um löndum, meðal annars Noregi,
Bretlandi og írlandi væru bækur
undanþegnar sölugjaldi og en í flest-
um löndum Evrópu væri greiddur af
þeim mun lægri skattur en af ann-
arri neysluvöru. Önnur Norðurlönd
en Noregur skera sig úr hvað varðar
skattlagningu á bækur og þar trónir
ísland á toppnum. Heimir sagði á
þá leið að hér á landi hefðu ráða-
menn menningu að mjólkurkú.
I pallborðsumræðum um áhrif
neysluskatta á bókakaup almennings
gagnrýndi Sigurður A. Magnússon
tvískinnung ráðamanna sem á tylli-
dögum hömpuðu mikilvægi bóka fyr-
ir íslenska menningu en í verki væru
bækur skattlagðar umfram tímarit,
dagblöð og ljósvakamiðla. Gjá væri
milli orða og athafnar þjóðarinnar
sem kallaði sig bókaþjóð.
Fulltrúar bókaútgefenda og -selj-
enda í pallborðsumræðunum, Jón
Karlsson og Katrín Árnadóttir, töldu
engan vafa á því að hækkað bóka-
verð hefði í för með sér minni bó-
kakaup almennings. Jón Karlsson
sagði að jafnvel þótt Alþingi mundi
ákveða í haust að bækur bæru 22%
virðisaukaskatt væri ekki ástæða til
að ætla annað en að það gilti aðeins
í skamman tíma. Bæði mundu útgef-
endur, rithöfundar og aðrir berjast
gegn skattinum og einnig væri skatt-
lagning af því tagi ekki í samræmi
við það sem gerðist í löndum EB,
þar sem bækur bæru 0-6% yirðis-
aukaskatt. Til lengdar gæti ísland
ekki skorið sig úr hvað þetta varðaði.
Auk einróma andstöðu við skatt-
lagningu á bækur ályktaði Bókaþing
á þann veg að styrkja bærí þær stofn-
anir sem hefðu það hlutverk að varð-
veita og miðla íslenskri bókmenn-
ingu. Því var beint til menntamála-
ráðherra að hann taki af skarið um
tölvuvæðingu og samskráningu á
íslenskum söfnum og heimildum og
að ákveðið verði með lögum hver
skuli hafa á hendi samræmingar-
hlutverk í bókasafna- og upplýsinga-
málum á landinu. Þá var einnig sam-
þykkt tillaga um að skora á ríkisvald-
ið að endurskoða reglur um greiðslur
fyrir afnot af bókum í bókasöfnum.
Jón Baldvin Hannibalsson.
luðum viðmiðunum.    ,
Jón Baldvin vék að breytingum í
kommúnistaríkjunum: „Þróun mála
sýnir, sérstaklega í Póllandi og Ung-
verjalandi, að þjóðir Austur-Evrópu
eygja nú tækifæri til að kasta fyrir
róða pólitísku og efnahagslegu kerfi,
sem var þröngvað upp á þær í kjöl-
far síðari heimsstyrjaldarinnar; kerfi
sem var menningararfleifð þeirra
öldungis framandi og stórskaðlegt
fyrir efnahagslegar framfarir
þeirra." Ráðherra hvatti til stuðnings
við umbótaðflin; þannig yrði mögu-
legt að leggja grunn að varanlegum
friði.
Utanríkisráðhera sagði íslendinga
hafa lagt sérstaka áherslu á nauðsyn
þess að þegar náðst hefði árangur í
viðræðum um fækkun hefðbundinna
vopna yrði athyglinni beint að
vígbúnaði á og í höfunum. „Endur-
tekin slys sovéskra kjarnorkukafbáta
minna okkur á hinar ægilegu afleið-
ingar sem af þeim gæti leitt ef þau
ættu sér stað á mikilvægum fiskimið-
um eins og þeim sem eru umhverfis
ísland. Við leggjum til að sem upp-
hafsskref setji Alþjóðakjamorku-
málastofnunin' öryggisreglur um
kjarnorkuknúnar aflvélar á höfunum.
Þessar reglur ættu að ná til allra
skipa," sagði Jón Baldvin Hannibals-
son.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40