Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						64 SIÐUR B/LESBOK
tvgunftliifrUk
STOFNAÐ 1913
228. tbl. 77. árg.
LAUGARDAGUR 7. OKTOBER 1989
Míkhaíl Gorbatsjov forseti Sovétríkjanna á 40 ára afmæli Þýska alþýðulýðveldisins:
Vandamálin verða leyst í
A-Berlín en ekki í Moskvu
Hersveitir kommúnistaflokksins segja
þolinmæði sína vegna sífellds andófs
„gagnbyltingarsinna" á þrotum
Austur-Berlín. Reuter.
MÍKHAÍL Gorbatsjov forseti Sovétríkjanna sagði í ræðu í Austur-
Berlín í gær að Austur-Þjóðverjar yrðu sjálfir að gera upp við sig
hvort breytingar ættu sér stað. „Vandamálin verða leyst í Austur-
Berlín en ekki í Moskvu. Austur-Þýskaland er sjálfstætt ríki," sagði
Sovétleiðtoginn en hann er í Austur-Þýskalandi í tilefni þess að í
dag eru 40 ár síðan Þýska alþýðulýðveldið var stofnað. Austur-
þýskar sjálfboðaliðahersveitir, sem heyra undir kommúnistafiokkinn
(Kampfgruppen), sendu frá sér viðvörun til umbótasinna í landinu í
gær. Tilkynning birtist í dagblaðinu Leipziger Volkszeitung þar sem
sagði að vikuleg mótmæli í Leipzig yrðu ekki liðin öllu lengur. „Við
erum reiðubúnir til að verja árangur okkar og stöðva þessa gagn-
byltingarsinna fyrir fullt og allt. Ef nauðsyn krefur verður það gert
með vopn í hendi."
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Míkhaíl Gorbatsjov, forseti
Sovétríkjanna, heilsar Erich
Honecker, flokksleiðtoga í
Austur-Þýskalandi. Auk leið-
toga ríkja Varsjárbandalagsins
eru meðal hátíðargesta á 40 ára
afmæli Austur-Þýskalands
Daniel Ortega, forseti Nic-
aragua, Yasser Arafat, leiðtogi
Frelsissamtaka Palestínu, og
Yao Yilin, aðstoðarforsætisráð-
herra Kína.
Síðdegis í gær hélt Gorbatjsov
ræðu í Lýðveldishöllinni í í Austur-
Berlín. Þar hvatti hann stjórnvöld
til að hefja viðræður við alla þjóð-
félagshópa um stjórnmálalegar og
efnahagslegar umbætur. Hann
sagði að ekkert ríki kæmist hjá því
að laga sig að breytingum sem nú
ættu sér stað í heiminum. Fyrr um
daginn hafði Gorbatsjov lagt blóm-
sveig á leiði óþekkta hermannsins
í Austur-Berlín. - Nokkur þúsund
ungmenni, aðallega félagar í æsku-
mí
100.000 ungmenni gengu eftir
götum A-Berlínar í gær til að
fagna afmæli A-Þýskalands.
Flugrán í Búrma:
Ollum gísl-
unum sleppt
TJ-Tapao, Tælandi. Reuter.
ÖLLUM gislum um borð í
búrmískri farþegaþotu af gerð-
inni Fokker F-28 var sleppt í
gærkvöldi. Tveir stúdentar
rændu þotunni í innanlandsflugi
í Búrma í gær og neyddu flug-
mennina að fijúga í il Tælands.
Flugvélin var í innanlandsflugi
frá Mergui til Rangoon. Hermenn
úr víkingasveitum tælenska hersins
umkringdu hana við komuna til
U-Tapao, sem er skammt suður af
Bangkok. Eftir átta stundir gáfust
ræningjarnir upp og höfðu þá sleppt
öllum gíslunum, 85 að tölu.
lýðssamtökum austur-þýska komm-
únistaflokksins, fylgdust með at-
höfninni. Nokkrir hrópuðu: „Gorbi,
Gorbi, við ætlum að vera," til að
sýna að þeir ætluðu ekki að fylgja
fordæmi tugþúsunda landa sinna
og flýja land. Gorbatsjov brosti föð-
urlega til ungmennanna og sagði:
„Ekki örvænta, verið þolinmóð og
haldið áfram að vinna að upp-
byggingu sósíalismans."
Viðvörun hersveita kommúnista-
flokksins birtist daginn eftir að fjöl-
menn mótmæli áttu sér stað í Leipz-
ig. 10.000 manns söfnuðust þar
saman á fimmtudag og kröfðust
umbóta. Á miðvikudagskvöld var
hersveitunum sigað á andófsmenn
í Dresden með þeim afleiðingum
að 90 manns voru fluttir á sjúkra-
hús.
Reuter
Ungverjaland:
Ráðamenn deila um hvort
leggja eigi flokkinn niður
Búdapest. Reuter.
LEIÐTOGI stjórnarflokks kommúnista í Ungverjalandi, Rezso
Nyers, hvatti til þess í setningarræðu á aukaflokksþingi í gær að
flokkurinn yrði lagður niður. Stofna þyrfti nýja tegund sósíalista-
flokks sem ekki yrði beint framhald þess gamla og hefði ekki
kommúnisma á stefnuskránni.
Tveir af helstu forystumönnum
flokksins, Miklos Nemeth forsæt-
isráðherra og Imre Pozsgay,
líklegur forseti landsins, styðja til-
lögu Nyers en hinn fjórði, Karoly
Grosz, sem hratt umbótastefnunni
af stað er hann tók við flokks-
forystu af Janos Kadar, varar við
kollsteypunni. Auknar líkur eru
nú taldar á klofningi stjórnar-
flokksins.
Margir flokksmenn telja nú að
of langt hafi verið gengið í breyt-
ingaátt en stjórnvöld hafa tekið
upp stóraukinn einkarekstur og
ferðafrelsi til útlanda. Einnig hafa
þau heitið frjálsum forsetakosn-
ingum í vetur og þingkosningum
á næsta ári þar sem stjórnarand-
stöðuöfl keppi á jafnréttisgrund-
velli við stjórnarliða. Er búist við
að harðlínumenn snúist til varnar
á þinginu, sem stendur í þrjá daga,
og stjórni Grosz þeirri baráttu.
Hann gagnrýndi í gær „ofstækis-
menn" sem ekki vildu vinna með
öðrum flokksfélögum og sagði
jafnframt að rangt væri að segja
skilið við hugsjónir kommúnis-
mans þótt framkvæmd stefnunnar
áður fyrr væri gagnrýnd.
Reuter
Miklos Nemeth, forsætisráðherra Ungverjalands (t.v.), og Karoly
Grosz, aðalritari kommúnistaflokksins, greiða atkvæði á flokks-
þinginu í gær. Þeir eru ekki sammála um hver skuli vera framtíð
flokksins.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44