Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						48 SIÐUR B
tvttnnMftfeUk
STOFNAÐ 1913
237. tbl. 77. árg.
MIÐVIKUDAGUR 18. OKTOBER 1989
Prentsmiðjá Morgunblaðsins
Tékkósló vakía:
Ofiirvaldi
kommún-
ista ögrað
Prag. Reuter.
FÉLAGAR í tVeimur tékknesk-
um stjÖrnmálaflokkum, sem
lengi hafa aðeins verið sjálfstæð-
ir að nafninu til, hafa krafist
þess, að undirgefninni við komm-
únistafiokkinn verði hætt og lýð-
ræði komið á í Tékkóslóvakiu.
Rúmlega 70 fulltrúar Þjóðar-
flokksins víðs vegar að af landinu
hafa látið frá sér fara yfirlýsingu
þar sem segir, að almennir flokks-
menn vantreysti flokksforystunni
vegna gagnrýnislausrar hlýðni
hennar við kommúnistaflokkinn.
Er skorað á forystumennina að
segja af sér tafarlaust og aðra þá
flokksmenn, sem standa í vegi
framfara og breytinga.
Félagar í Prag-deild Sósíalísta-
flokksins hafa einnig krafist þess,
wð tékknesku stjórnarskránni verði
bVeytt og felld út ákvæði um for-
ýiítuhlutverk kommúmstaflokksins.
j£remur""þetta fram í nýju frétta-
bréfi, sem heitir „Lýðræðissinninn",
og er þar hvatt tií einkarekstrar í
landinu og virðingar fyrir mannrétt-
indum.
Þjóðarflokkurinn og Sósíaiista-
flokkurinn og tveir smáflokkar í
Slóvakíu eru hlutí af Þjóðfylking-
unni, flokkasamsteypu, serri komm-
únistar hafa stjórnað að öllu leyti.
Logandi eiturtankur
Reuter
Óttast er, að þrír menn hafi látist þegar tankur með eitruðum efnum
sprakk í Rotterdamhöfn í Hollandi í gær. Voru sex menn að gera við
tankinn þegar slysið varð og komust þrír lífs af, tveir mikið brenndir.
Hefur lík eins manns fundist en tveggja er saknað. Á myndinni stígur
reykjarmökkurinn frá tankinum til himins en hann var látinn brenna
upp þar sem ekki þótti á hættandi að reyna að slökkva eldinn.
Flugleiðir fljúga frá Stokkhólmi til Washington;
Nýja flugleiðin vek-
ur athygli í Svíþjóð
- en SAS reynir ekki að leyna gremjunni
Stokkhólmi. Frá Erik Liden, fréttaritara Morgunblaðsins.
Forsvarsmenn SAS-flugfélagsins gnísta tönnum af bræði yfir að
íslenska fiugfélagið Flugleiðir skuli hafa fengið leyfi bandarískra
stjórnvalda fyrir beinu flugi milli Stokkhólms og Washington. Sjálft
hefur SAS reynt í 20 ár að komast yfir þessa flugleið en ávallt ver-
ið neitað vegna þess, að vestra finnst mönnum hlutur SAS í flugi
milli Norðurlanda og Bandaríkjanna vera allt of stór.
Þrátt fyrir óánægju SAS-for-
stjóranna geta flugmálayfirvöld í
Svíþjóð og samgönguráðuneytið
ekkert aðhafst í málinu. Flugleiðir
hafa um margra ára skeið flogið
milli Reykjavíkur og Stokkhólms
og í umsókninhi til bandarískra yfir-
valda voru nefndir flugtímar, sem
falla vel að framhaldsflugi til Was-
hington.
Þessi nýja flugleið hefur þegar
vakið athygli sænskra kaupsýslu-
og stjórnmálamanna og annarra,
sem erindi eiga til Washington, og
bókanirnar streyma inn á skrifstofu
Flugleiða' í Stokkhólmi. Það tekur
nú skemmri tíma að komast til
Washington með Flugleiðum en
öðrum flugfélögum og það á einnig
við um heirnferðina þratt fyrir milli-
lendingu á íslandi. Áður þótti ein-
faldast að fara frá Stokkhólmi til
Frankfurt eða Amsterdam og þaðan
vestur og því má búast við, að Luft-
hansa og KLM missi einnig spón
úr aski sínum.
SAS hefur ávallt verið neitað um
beint flug til Washington vegna
þess, að það hefur nú þegar helm-
ing alls flugs milli Norðurlanda og
Bandaríkjanna. Stóru, bandarísku
flugfélögin Ameriean Airlines,
TWA og PanAm halda því fast
fram, að 30% séu meira en nóg
fyrir eitt flugfélag.
Þeir hjá SAS reyna ekki að leyna
bræðinni en talsmenn Flugleiða í
Stokkhólmi segjast fylgjast spennt-
ir með þróuninni. Gangi allt vel
verður flugtíðnin hugsanlega aukin
á þessari leið.
Óvissa á verðbréfamörkuðum
vegna viðskiptahallans vestra
New York, London. Reuter.
HALLINN á viðskiptum Banda-
ríkjanna við útlönd jókst í ágúst-
mánuui um 31% frá fyrra mánuði
og höfðu fréttirnar þau áhrif, að
hlutabréf lækkuðu nokkuð í verði
í kauphöllinni í Wall Street í New
York. Þá féll gengi dollarans
einnig. í flestum kauphöllum í
Evrópu og víðar hækkaði hluta-
bréfaverð lítillega frá því, sem
það var lægst í fyrradag, en al-
mennt er mikil óvissa ríkjandi á
verðbréfamörkuðunum.
Viðskiptahallinn í Bandaríkjun-
um í ágúst var 10,77 milljarðar
dollara eða 31% meiri en í júlí, þeg-
ar hann var 8,24 milljarðar. Er
hann miklu meiri en búist hafði
Mikis Theodorakis
orðinn hægrimaður
Aþenu. Rcuter.
GRÍSKA tónskáldið Mikis Theodorakis, sem samdi meðal annars tónlist-
ina við „Grikkjann Zorba", hefur tekið sinnaskiptum í pólitíkinni og
ætlar að bjóða sig fram til þings fyrir hægrimenn, Nýja demókrataflokk-
ihn.
Theodorakis og Konstantin Mitso-
takis, formaður Nýja demókrata-
flokksins, áttu með sér fund á mánu-
dag og sögðu að honum loknum, að
Theodorakis yrði skipað á bekk með
forystumönnum flokksins og þar með
tryggt öruggt kjördæmi í kosningun-
um eftir fáar vikur.
Theodorakis hefur til þessa verið
kommúnisti og margoft setið í fang-
elsi fyrir skoðanir sínar. Þingmaður
kommúnistaflokksins var hann frá
1981-87. Á valdadögum herforingja-
stjórnarinnar,    1967-74,    voru
tónsmíðar hans bannaðar í Grikk-
landi.
„Enn einu sinni hef ég ákveðið
að leggja listina á hilluna og helga
mig stjórnmálunum. Að þessu sinni
til að uppræta með öllum ráðum
PASOK-ástandið," sagði Theodorak-
is og átti þá við arfleifð sósíalista-
fiokksins, sem var við völd frá 1981
og fram í júní sl. Eins og kunnugt
er hafa Andreas Papandreou, for-
maður PASOK, og aðrir frammá-
menn flokksins, verið sakaðir um
stórkostlega spillingu í embætti.
verið við og sá mesti síðan í desem-
ber fyrir tæpu ári. Þá var hann
10,80 milljarðar dollara. Hátt doll-
aragengi og minni hagvöxtur er-
lendis eru talin valda þessum aukna
viðskiptahalla en tíðindin urðu til
þess, að gengi dollarans lækkaði
nokkuð.
Verðfallið í Wall Street á föstu-
dag vannst að nokkru upp á mánu-
dag en fréttirnar um viðskiptahall-
ann urðu til þess, að í gær lækkaði
hlutabréfaverð dálítið frá deginum
áður. í gærmorgun bentu kauphall-
arviðskipti í Evrópu og víðar til, að
verðfallið á mánudag gengi til baka,
en viðskiptahallinn vestra varð til
að stemma þá á að ósi. Yfirleitt
hækkaði verðið þó örlítið, mest í
Tókýó, en verðbréfasölum ber sam-
an um, að mikil óvissa sé á mörkuð-
unum. Óttast margir, að ástandið
muni einkennast af verðsveiflum á
næstunni.
Ókyrrðin á verðbréfamörkuðun-
um hefur vakið upp spurningar um
hvort þeir séu sá spegill efnahags-
lífsins, sem þeir eiga að vera. Segja
sumir, að tölvutæknin hafi ekki
aðeins auðveldað kauphallarvið-
skipti, heldur einnig ýtt svo undir
spákaupmennsku og áhættusöm
viðskipti, að markaðirnir séu farnir
að lifa eigin lífi án tengsla við raun-
veruleikann. Aðrir draga úr þessu
og segja, að markaðirnir séu eins
og 17 ára drengur, sem fengið hafi
bíl í afmælisgjöf. Það geti tekið tíma
að gerast ábyrgur ökumaður.
Bretland:
Mikið tap á
Sky-stöðinni
St.  Andrews.  Frá  Guðmundi  Heiðari
Frímannssyni.
RUPERT Murdoch, aðaleigandi
News International, sem á Sky-
gervihnattasjónvarpsstöðina,
sagði um síðustu helgí að yrði
stöðin ekki farin að skila hagn-
aði eftir fimm ár yrði henni lok-
að eða hún seld. Sky sendir út
á fjórum rásum og tapar nú jafn-
virði um 200 milljóna króna á
viku.
Búið er.að setja upp hálfa millj-
ón mótttökudiska í_ Bretlandi og
um 300 þúsund á írlandi. Stöðin
þarf nokkrar milljónir áskrifenda
til að bera sig og gaf Murdoch
berlega í skyn að sala á mótttöku-
diskum nú yfir vetrarmánuðina
myndi ráða framtíð sjónvarps-
stöðvarinnar.
Reuter
Hornsteinn að ólympíuþorpi
í Barcelona á Spáni er undirbúningur sumarólympíuleikanna 1992 í
i'ullum gangi og í gær var lagður hornsteinn að ólympíuþorpinu við
hátíðlega athöfn. Tveir menn með ólympíufána sigu með steininum á
réttan stað en áætlað er, að þorpsbúarnir, íþróttamennirnir á leikun-
um, verði 15.000 talsins.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44