Morgunblaðið - 22.10.1989, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 22.10.1989, Blaðsíða 21
hjálparstarf á sinni könnu. Ég hef unnið að ýmsum verkefnum fyrir þá og hef meðal annars farið nokknim- sinnum fyrir þá til Kamerún. Við höfum stungið upp á aðgerðum til forvama en það vantar svo víða pen- inga í þriðja heiminum. Hér er um merkilegt fyrirbæri að ræða, gas sem kemur úr möttli jarðar þar sem kvik- an er, og safnast þannig fyrir, en líklega er þessi hætta einungis fyrir hendi í hitabeltislöndunum. Annars staðar em hitasveiflurnar það miklar að vötnin snúast við á löngum tíma, hvolfa sér hægt og sígandi. í hita- beltinu getur þetta hins vegar safn-. ast fyrir á hundmðum ára eða jafn- vel þúsundum án þess að nokkur umtalsverð umbylting eigi sér stað í vatninu. Bylting í kenningum frá 79 f. Krist Eitt af þeim verkefnum sem ég hef unnið við er á Santorin-eyju í Miðjarðarhafi. Þar varð mikið gos um 1600 fyrir Krist, gosið sem eyddi Minos-menningunni og kom líklega af stað sögninni um Atlantis, horfna landið. Allt bendir til þess að það hafi átt sér stað þarna. Gígur Santor- in-eyju í Eyjahafinu er nú á 390 metra dýpi í hafinu en tvær eldfjalla- keilur rísa upp úr bugtinni. Frá Sant- orin fór ég til Pompei. Mér fannst strax og ég sá jarðlögin þar að þau segðu sína sögu og reyndar allt aðra sögu en sú hefðbundna sem vitnað hefur verið til hingað til um atburða- rás náttúmhamfaranna sem lögðu Pompei í eyði. Upp úr þessari ferð, eða árið 1975, hóf ég rannsóknir í Pompei þar sem bjuggu um 20 þús- und íbúar þegar gosið dundi yfir og í Herkulaneum sem var hverfi um 5.000 ríkra Rómverja. Þarna vann ég til 1983 öðru hvom, en árið 1982 varð mikill fundur í Herkulaneum, því við fundum jarðneskar leifar borgaranna. Áður höfðu aðeins fund- ist 10 beinagrindur, fólk í mmi, börn í vöggum, en það var greinilegt að fólk hafði verið að flýta sér. Lyklar voru í læsingum, peningar á borði, brauð í ofni, en árið 1982 var grafið í fýfsta skipti niður þar sem talið var að ströndin hefði verið. Ströndin fannst og þar vom íbúarnir. Þeir höfðu flúið undan gosinu niður að sjó en lentu þar milli steins og sleggju þegar öskuflóðið og helskýið flæddu yfir borgina og sjóinn. Á aðeins 100 metra strandlengju fundust nokkur hundmð beinagrindur, en 23 metra þykkt lag af-öskuflóði var yfir fjö- mnni. Núverandi strönd er hálfum kílómetra utar en gamla strandlengj- an, en harka jarðvegsins var slík að það þurfti loftpressur til þess að komast niður á gömlu ströndina þar sem sagan birtist svo ótrúlega. Ösku- flóðsmyndun sem þessi er til á ís- landi í Þórsmörk frá fomu gosi í Tindfjöllum á ísöld. Öskuflóðið féll þá til suðurs yfir í Eyjafjallajökuls- svæðið og er víða tugir rrietra á þykkt. Þetta öskuflóð er grunnurinn í Þórsmörk, meðal annars hæðirnar í kring um skálana. Þarna hefur sem sagt skapast helský með öskuflóði og þarna er um að ræða yngsta fyrir- bærið af þessari tegund á íslandi. Við skiljum hins vegar ekki hvers vegna þessi fyrirbæri em ekki al- gengari í eldljallásögu íslands. Stundum nær strókurinn mikilli hæð í þessari tegund eldgosa, myndar gosbrann og flæðir niður, en slík gos era hættulegust af öllum eldgosum. Öskuflóð en ekki vikurfall Það hafði verið ríkjandi kenning að íbúar Pompei hefðu grafist í ösku- falli og vikri smátt og smátt, en þar sem leifarnar voru var öskulagið af allt annarri tegund en búast mátti við samkvæmt þeirri kenningu. í öskulaginu í Pompei ofan á vikurfall- inu var viðurinn kolaður og glerið bráðið, en það hefur gerst í öskuflóð- inu eftir vikurfallið sem hefur staðið í um það bil 12 klukkustundir. Mik- ill massi hefur því fallið á stuttum tíma í þessu fræga eldgosi 79 fyrir Krist. Pliníus yngri varð vitni að því samkvæmt heimildum. Hann var þá 17 ára gamall, sá gosið og lifði það af, en hann mun hafa verið í um 30 km íjarlægð frá gosstöðvunum. Plin- íus lýsti gosinu í tveimur bréfum til rómverska sagnfræðingsins Takitus- ar, en bréfaskriftirnar voru vegna Pliníusar eldri, fósturföður hans, sem stjómaði rómverska flotanum, en hann var náttúrufræðingur og fórst MÖJÍGUNBLADID 'SUNNIÍDAGUR 22.DKTUhMr.L 21- NYOS-VATNIÐ í KAMERÚN I Nyos-vatninu í Kamerún varð gassprenging sem olli dauða 1500 manna - einnig stráféll búpeningur. Haraldur fann ástæðuna. í eldgosinu. Pliníus eldri fór á galeið- um í átt að gosinu fyrir forvitni sak- ir og komst á land 20 km frá eld- stöðvunum, en hann lenti i helskýi og kafnaði. Vegna þess að hér var um háttsettan mann að ræða var málið rannsakað og skýrslur skrifað- ar, ella væri ekkert um þetta vitað. Ef maður ber saman lýsinguna og öskulögin gefa þau nákvæmlega sömu upplýsingar. Þar með var eld- gos skráð í fyrsta skipti og eldfjalla- fræðin byijar. Pompei var um 10 km suður af eldijallinu, en Herkulaneum um 6 km norðvestur af því. Allt öskufallið stóð fyrst á Pompei, en síðan breytt- ist gangur eldgossins og það hefur tekið öskuflóðið um 5 mínútur að komast frá ijallinu niður í bæ. í þessu eldgosi grófust 8 borgir. Þijár hafa fundist í uppgreftri, Oplontis, Pom- pei og Herkulaneum. Hinar borgirnar em týndar, en hins vegar höfum við fundið sveitabæi í hlíðum ijallsins og vínakra tengda þeim i uppgreftr- inum. Það hefur verið gaman að grúska í þeim, en við þessa vinnu hef ég aðallega verið styrktur af National Geographic Society og vísindasjóði Bandaríkjanna. Eldgos hafa mikil áhrif á loftslagjarðar Upp á síðkastið hef ég beitt mér meira að öðrum gosum, sérstaklega í Indónesíu og þá aðallega sprengi- gosum. Stærsta sprengigos á jörð- inni, sem vitað er um, var í Tambora á.Sumbawa árið 1815. Fimmtíu rúmkílómetrar komu upp í því gosi, en í Lakagígum 1783 komu upp um tólf rúmkílómetrar. Ástæðan fyrir könnun á þessu gosi er sú að það hafði svo mikil áhrif á loftslagið víða um jörð. Spurningunni um gróður- húsaáhrifin er enn ósvarað og það er margt sem kemur til greina í því sambandi bæði til lengri og skemmri tíma. Klór frá eldfjöllum getur til dæmis haft áhrif á ósonlagið alveg eins og kælivökvinn úr kæliskápum, freon eða CFC, klórflúorkarbon, á sprautubrúsunum. í Tambora-eld- gosinu fórust 92 þúsund manns og loftslagið varð fyrir ýmsum áhrifum. Það kólnaði mikið í norðurhluta Norður-Ameríku, og árið eftir, 1816, snjóaði þar og frysti í öllum sumar- mánuðunum. Einnig varð algjör upp- skembrestur víða í Evrópu. Hung- ursneyð varð í Þýskalandi og menn reyndu ýmislegt. Hann varð frægur prófessorinn sem ætlaði að sanna það hvernig hægt væri að búa til brauð úr sagi. Hann notaði hundinn sinn í tilraunina og hundurinn fitnaði og fitnaði, þangað til hann sprakk. Kjarnorkuvetur má forðast en ekki eldíjallavetur Sennilega verða svona stærri sprengigos á 200 ára fresti, þannig að þetta er nokkuð sem jarðarbúar verða að búa við, eins konar eldfjalla- vetur eða kjarnorkuvetur eins og nú er sagt. Slíkt ástand getur orðið að staðreynd við mikinn bmna á jörð- inni, sprengingu, skógarelda, olíu- brana í borgum og fleira. Brenni- steinssýra úr eldfjöllum myndar úða í heiðloftunum og hann endurkastar sólargeislum frá jörðinni og veldur kólnandi loftslagi. Kjarnorkuvetur er hægt að forðast, en ekki eldfjallavet- ur. Það, sem ég hef verið að gera í sambandi við Tambora-gosið, er að þróa aðferð til þess að mæla magn brennisteinsgassins í gosinu. Það er það sem hefur áhrifin, en ekki ask- an. Brennisteinsgasið fer í 40 km hæð og þéttist þar í brennisteinssým eða úða og myndar þokur af brenni- steinssým í heiðhvolfinu. Þar hangir efnið í 2-4 ár, en fellur síðan til jarð- ar smátt og smátt og verður áhrifa- laust, en í heiðhvolfinu endurkastar það sólarljósinu. Ég hef unnið að því að mæla hvað kom mikið af brenni- steini upp úr eldfjallinu í Tambora- gosinu og nú veit ég hvað þarf mik- ið magn til þess að hafa þessi áhrif á loftslagið, því 26 milljónir tonna af brennisteinsgasi komu upp úr Tambora. Ég segi stundum í gamni að brennisteinsgasið sé í ættinni. Langalangafi minn frá Noregi, Nik- ulás Buch, stjómaði brennisteins- vinnslu í Mývatnssveit 1750, og nú er ættin komin aftur í brennisteininn. Áhrif eldgosa á þjóðlíf, mannlíf og efnahagslífþjóða Það sem ég hef lagt áherslu á að undanförnu í starfi mínu er að kanna áhrif eldgosa á þjóðlíf, mannlíf og efnahagslíf þjóða. Ég byijaði á því áþreifanlega ef svo má segja, í Pom- pei, en hef síðan farið út í víðtækari áhrif eldgosa á loftslag jarðarinnar. Rannsóknir á Tambora eru liður í því, en það er erfitt fjall að glíma við. Tambora er 4.000 metra hátt fjall, en askjan sem myndaðist í eld- gosinu er 6 km í þvermál og 1.250 metra djúp. Næst mun ég rannsaka Krakatá við Jövu. Krakatá gaus 1883, en stærð gossins var ekki nema einn fimmti af gosinu í Tambora. Krakatá er þó miklu frægara gos en Tambora því það hefur verið skrifað svo mikið um það.í sprengigosinu í Krakatá fannst hljóðbylgjan sjö sinn- um kring um jörðina og gosið heyrð- ist í Ástralíu og víðar um Kyrrahaf- ið. í því eldgosi fómst 36 þúsund manns. Meiningin er að kanna goð- söguna um Krakatá, því sagan er alls ekki klár. Til þess að reikna út umfang eldgossins höfum við þróað aðferð með því að mæla vikurfallið út frá kornastærð eftir því sem fjær dregur gígnum. Þannig getum við mælt hæð vikurstróksins, en hæð gossins er grundvallaratriði og mæli- kvarði á rennsli úr gígnum. Við emm að safna gögnum um goshraða og gosmagn frá sem flestum gosum í heiminum og þannig emm við einnig að koma upp gagnaskrá. Það er mikil þörf á þessum mælingum á -íslandi. Við höfum mælt Öskjugosið frá 1875 og ég hef mikinn áhuga á að mæla eldri Heklugosin, til dæmis gosið sem eyddi Þjórsárdal 1104. Hvers eru eldfjöllin megnug í framtíðinni? í eldfjallafræðinni emm við rétt að komast á það stig að geta mælt styrkleika gömlu stóm gosanna með því að kanna jarðlögin og þá fyrst komumst við í góða aðstöðu til þess að segja fyrir um hvað getur gerst í framtíðinni, hvað þessi eldfjöll eru í rauninni fær um að gera. Ég er aðeins búinn að fá upplýsingar urir 50 gos í heiminum, sprengigos sem öll hafa orðið síðustu 10 þúsund ár- in. Það er nauðsynlegt að koma upp gögnum um eldfjallasvæði heimsins, spá í stærð gosa, hættur og svo fram- vegis. Þetta ætti að vinna í alþjóða samstarfi og það tekst vonandi á næstu 20 áram. Hinumegin við þröskuldinn er hins vegar rannsóknin á Krakatá eins og ég sagði. Krakatá var ein stór eyja, 2.000 metra há, en hún sprakk í marga hluta. Hluti úr eyjunni stendur upp úr hafinu, en aðrir hlutar sukku í sæ. 1 miðri _ öskjunni byijaði lítið eldgos árið 1927 og segja má að það hafi mallað mik- ið til síðan. Lítil eyja er risin úr haf- inu, Anak Krakatá, eða sonur Krak- atáar. Þetta gos gæti fyllt upp gos- öskjuna á nokkur hundrað ámm, en næsta stórverkefnið er að kanna þetta svæði. Osonlagið og eldgos Þú spyrð um samband á milli eld- gosa og ósonlagsins en það er nokk- uð sem ég er ekki sérfræðingur í, en því hefur verið haldið fram að eldgosið í Mexíkó 1982 í E1 Chichon eigi einhvem þátt í gatinu á ósonlag- inu yfir suðurskautinu; í því gosi kom. upp mikið af brennisteini og kiór. Hins vegar virðist margt benda til að ósongatið tengist frekar mengun en eldvirkni. Við skulum einnig hafa það í huga að gos eins og E1 Chic- hon er að stærð aðeins um 1% af Tambora-gosi. í stórgosum má gera ráð'fyrir miklum áhrifum á ósonlag- ið og loftslagið. Loftslagið getur kólnað, en þau áhrif þurfa ekki að vera slæm, því segja má að þau geti unnið um skeið gegn gróðurhúsa- áhrifunum. Þeirri hugmynd hefur verið varpað fram að úða brennfc _ steini í heiðhvolfið til þess að mynda hjúp sem endurkastaði sólarhita frá jörðinni og kæla þannig umhverfi jarðarinnar, en gróðurhúsaáhrifin em þveröfug vegna þess að kolsýran í andrúmsloftinu er eins og teppi sem hleypir sólargeislunum í gegn, en hitinn kemst ekki út aftur alveg eins og á sér stað í glerrúðu. Það hefur til dæmis verið bent á það að með því að taka um 10% af herkostnaði Bandaríkjanna mætti senda 200 Bo- eing 747-þotur á loft daglega og dæla hundmðum tonna af brenni- steini út í loftið til þess að ná kæl- ingu, en það er hins vegar langt í frá að öll kurl séu komin til grafar hvað sriertir gróðurhúsaáhrifin. Þekktar em loftbólur í ísnum á suð- urskautinu og það em til gögn um breytingar á kolsýrumagni síðustu 100 þúsund árin. Komið hefur í ljós að það era miklar sveiflur í þessu og þær fylgja lofthita samkvæmt öllum mælingum þótt ekki sé ljóst hvort kolsýramagnið komi til á undan eða eftir hitanum. Flestir telja að breytingin á kolsým valdi hitabreyt- ingum, en hvort eitthvert þriðja afl valdi kolsýmbreytingum, eins og til dæmis svif í sjó, er ekki vitað. ískjamarannsóknir skipta miklu máli í þessu sambandi en á því sviði em Frakkar og Rússar fremstir. Nú er búið að bora 2 kílómetra niður i ísinn nálægt suðurskautinu. Vildi gjarnan geta verið meira heima Jú, verkefnin eru óþijótandi og það liggur sitthvað fyrir. Um árabil hef ég til dæmis verið að safna efni um eldijallalist. Ég hef safnað mynd- um um allan heim, myndum af mál- verkum frá eldgosum allt aftur til 6000 fyrir Krist, en þar er um að ræða landslagsmynd með eldgosi. Ég er að vinna handrit að bók með þessum myndum með bandarískum listfræðingi, en einnig er ég langt kominn með bækur um Vesúvíus og Pompei. Ég vildi gjaman geta verið meira heima á íslandi og vonandi getur það orðið. Ég vil geta unnið jöfnum höndum við að skrifa og rannsaka og það em svo margir góðir kollegar sem ég vildi gjarnan fá tækifæri til þess að vinna með. Manni líður lang best þegar heim er komið.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.