Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						ei
18
68GI flaaOTJIO .fcS HUOACÍUIGISM GEIQAJSWUOfiOM
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR-24: OKTÓBER 1989
Brotsjór á Heklu á Húnaflóa
Strandferðaskipið Hekla verður
fyrir brotsjó á siglingu frá Norð-
urfirði og vestur um, kl. 3:00 á
laugardag. Sendir út neyðarkall
og heldur inn á Húnaf lóa fyrir
eigin vélarafli.
Olíuskipið Kyndill
kemurtilmótsvið
Heklukl. 17:30
oglóðsarinntil
Hólmavíkur.
Tryggvi skipstjóri stendur frammi við stefni og
horfir upp brúnna, bogið mastur og búið að
byrgja flesta glugga sem brotnuðu undan brot-
sjónum.
Sjórinn sem æddi þarna inn í klefa brytans hafði
fyrst farið í gegnum eina íbúð skipverja, yfir
gang og inn í klefann, en loftþrýstingurinn
sprengdi gat á vegginn inn í borðsalinn eins og
sjá iná. Brytinn var í kojunni til vinstri og sjór-
inn náði í borðhæð þegar hann var mestur í
þessum klefa.
„Hurðin á klefanum
kom æðandi inn"
var við var að hurðin á klefanum
kom æðandi inn og sjór með og
sama mund sprakk veggurinn
beint á móti hurðinni inn í borðsal-
inn. Sjórinn náði í borðhæð, en
ég held að það hafi aðallega verið
loftþrýstingurinn sem braut vegg-
inn niður. Það greip mig engin
hræðsla og ég fór strax fram úr
kojunni að glugganum og lokaði
honum. Ég hafði látið rifa þar sem
hann var hlémegin og inni á þilfar-
inu. Síðan fór ég fram á gang á
nærfötunum til þess að kanna
stöðuna, því maður vissi auðvitað
ekkert hvað var framundan. Eftir
það gengu menn til þeirra verka
sem hægt var að vinna og nauð-
syn bar til."
Siglingatæki Heklunnar urðu
óvirk eftir brotsjóinn, en vélar og
stýri voru í lagi. Skipverjar hug-
uðu fyrst að því að skipið bæri
ekki í áttina að Óðinsboða, en um
það bil tveimur klukkustundum
eftir áfallið kom Kyndill Heklu til
aðstoðar og fylgdi skipinu inn til
Hólmavíkur á laugardagskvöld.
Hugað var að meiðslum skipverj-
anna sem meiddust, en bátsmað-
urinnkomst aldrei til meðvitundar
eftir að brotsjórinn reið yfir.
Farmur skipsins haggaðist ekki
við brotsjóinn. Ekki er ljóst hve
mikið tjón varð á skipinu.en allt
bendir til að það nemi milljónum
og jafnvel tugum milljóna króna.
-áj.
ÞAÐ VAR engu líkara en grjót, en ekki sjór, hefði skollið á fram-
mastri Heklunnar og kengbeygt það siðastliðinn laugardag. Skip-
ið varð fyrir brotsjó á utanverðum Húnaflóa, með þeim afleiðing-
um að einn skipverji beið bana og stórtjón varð á stjórnbúnaði
skipsins og innréttingum í vistarverum skipverja.
Heklan var efst á stórri öldu     braut rúðurnar og ruddist inn
þegar brimhnefi reis enn hærra
úr hafínu og hnúturinn skall fram-
an á brú skipsins þannig að nær
allir gluggar í brú og margir
gluggar á vistaifverum splundruð-
ust og sjór fossaði inn með ógnar-
krafti. Skipverjar, sem voru í
nokkrum kle'fum við þilfar neðst
í brúnni, slösuðust lítillega, en
klefar þeirra ýmist fylltust eða
hálfylltust af sjó um stund. Loft-
þrýstingurinn undan sjónum sem
sprengdi þilveggina fram á gang-
irfh í nokkrum klefanna. Suma
skipverjana nánast skolaði fram
á ganginn með straumnum, en
síðan náðu skipverjar að opna
hurðir út á þilfarið og þá fjaraði
út. Skipstjórinn, .Tryggvi Sveins-
son, var kominn í brúna skömmu
eftir að brotsjórinn gekk yfh% en
stýrimaður og annar skipverji
voru á vakt.
Þvert yfir skipið í þilfarshæð
undir brúnni voru fjórir klefar
skipverja og þvert yfir skipið fyr-
ir aftan þessa klefa var gangur.
í einum framklefanum bakborðs-
megin brotnaði hurð vegna þrýst-
ings af sjó og lofti, barst yfir
ganginn og braut hurð inn í klefa
brytans, Bjarna Þórðarsonar. Af-
lið var slíkt að þriðji veggurinn,
inn í borðsal skipsins, gaf sig einn-
ig. Bjarni var í koju þegar brot-
sjórinn réið yfir skipið: „Mér brá
ekki þegar ógæfan dundi yfir,
þetta gerðist svo hratt að maður
gerði sér ekki einu sinni grein
fyrir hávaðanum sem hlýtur að
hafa fylgt brothljóðunum," sagði
Bjarni. „Það fyrsta sem ég varð
Morgunblaðið/Ragnar Axelsson
Sjórinn fossaði inn um gluggana framan á þilfarsklefum skip-
verja og hálffyllti klefana, en sjórinn og loftþrýstingurinn ruddu
burtu veggjum sem skildu að ibúðir skipverjaog ganga.
Ungverjar leita eftir samstarfí við EFTA:
Miklar breytingar í átt til
markaðsbúskapar nauðsyn
Erindi þeirra þó tekið með velvilja, segir Jón Baldvin Hannibalsson
„FULLTRÚAR ríkisstjórna í Mið- og "Austur-Evrópu, einkum
Póllands, Ungverjalands og Júgóslavíu, hafa nú hver á fætur
öðrum komið á framfæri þeim vilja sínum að efla tengsl sín við
EFTA," segir Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra, en
hann átti, fyrir hönd ráðherranefndar EFTA, fund með viðskipta-
ráðherra Ungverja, dr. Tibor Melega, síðastliðinn sunnudag í
Genf, í september síðastliðnum ræddi hann við fulltrúa Pólverja
og næstkomandi fimmtudag er ráðgerður fundur með fulltrúum
Júgóslavíu. Fundur verður í ráðherranefndinni í Genf á föstudag.
J6n Baldvin segir að miklar breytingar þurfi að verða í Ungverj-
alandi í átt til markaðsbúskapar áður en þeir geti fengið aðild
að fríverslunarbandalagi, en erindi þeirra sé litið með velvilja
innan EFTA.
„Dr. Melega óskaði eftir við-
ræðum við formann ráðherraráðs
EFTA og boðaði að hann vildi
koma á framfæri skriflegri orð-
sendingu, sem hann gerði á okkar
fundi. í henni lýsir ungverska
ríkisstjórnin þeim vilja sínum, að
hún vilji í náinni framtíð efna til
nánara og formfasts samstarfs
við EFTA með það í huga að koma
á einhvers konar fríverslunar-
samningi," sagði Jón Baldvin.
Þessari orðsendingu sagði Jón,
að hann mundi koma á framfæri
við fulltrúa fastanefnda EFTA-
ríkjanna í Genf og að hann mundi
reifa málið á ráðherrafundi
EFTA-ríkjanna í Genf næstkom-
andi föstudag.
„Hins vegar benti ég honum
á, að EFTA væri ekki yfírþjóðleg
stofnun eins og Evrópubandalag-
ið, heldur viðskiptasamtök sjálf-
stæðra ríkja og tvíhliða samskipti
milli ríkja væru þess vegna á vett-
vangi ríkisstjórna en ekki EFTA,
þótt ekkert kæmi að vísu í veg
fyrir að EFTA fjallaði um málið
og lýsti afstöðu sinni við ríkis-
stjórnirnar," sagði Jón. Þá kvaðst
hann hafa gert Melega grein fyr-
ir hvernig komið væri könnunar-
viðræðum EFTA og Evrópu-
bandalagsins, sem hefðu það að
markmiði að koma á einu sameig-
inlegu markaðssvæði ríkjanna átj-
án, tólf Evrópubandalagsríkja og
sex EFTA-ríkja.
Nú í haust er þess að vænta
að teknar verði pólitískar ákvarð-
anir um framhald þessa, hvort
samningar byrjuðu á næsta ári
og af því leiðir, segir Jón Baldvin,
að EFTA-ríkin eiga óhægt um vik
að taka afstöðu til nánara sam-
starfs við þriðja aðila fyrr en vitað
verði hvernig þessum viðræðum
reiðir af. Þessu gerði utanríkisráð-
herra dr. Melega grein fyrir.
„I viðræðum okkar kom það
fram að vandi Ungverja er út af
fyrir sig ekki mikill varðandi við-
skiptin við EFTA-ríkin. Útflutn-
ingur Ungverja til Vestur-Evró-
puríkja er að mestu leyti Iand-
búnaðarafurðir, EFTA-ríkin hafa
yfirleitt afnumið tolla og tækni-
hindranir í þeim viðskiptum,
þannig að það er lítið sem við
getum gert til viðbótar til þess
að greiða fyrir þessum viðskipt-
um, þau eru hindrunarlaus. Hins
vegar kom það fram í máli hans,
að vandi Ungverja gagnvart Evr-
ópubandalaginu er mikill. Þar
reka þeir sig á mikinn vegg, sem
heitir hin sameiginlega landbún-
aðarstefna Evrópubandalagsins.
Hún er að sjálfsögðu ekki fríversl-
unarstefna, heldur verndarstefna
og felur í sér risavaxinn ríkis-
stuðning í formi niðurgreiðslna,
styrkja og hindrana á innflutn-
ingi, meðal annars í formi kvóta.
Þannig hafa Ungvérjar á undanf-
örnum árum tapað þessum mark-
aði af þessum sökum. Þeim er því
auðvitað ennþá meiri nauðsyn á
því að ná samkomulagi við Evr-
ópubandalagið og hafa í hyggju
að gera það samtímis."
Jón Baldvin segir að Ungver-
jarnir hafi gert honum grein fyrir
þeim breytingum sem þar eiga sér
nú stað, „og gerast satt að segja
svo hratt að maður á fullt í fangi
að fylgjast nieð frá degi til dags."
Þrátt fyrir allar breytingarnar
eiga Ungverjar þó enn aðild að
efnahagsbandalagi Austur-Evr-
ópu, COMECON. „Framleiðslu-
fyrirtæki Ungverjalands eru enn
í ríkiseigu og verðmyndunarkerfi
þess vegna ekki markaðskerfi,
það er að segja það styðst að
verulegu leyti við niðurgreiðslur
og ríkisstyrki. Meðan þetta tvennt
er enn við lýði geta Ungverjar
eðli málsins samkvæmt ekki átt
fulla aðild að fríverslunarbanda-
lagi markaðsríkja þar sem meðal
annars það er ein af skuldbinding-
unum að ríkisstyrkir sem hafi
skrumskælandi áhrif á verðmynd-
un eru bannaðir," segir utanríkis-
ráðherra. Hann kveðst því hafa
sagt dr. Melega að þótt þróunin
hafí gerst hratt, þá þurfi enn um
sinn að bíða þess að hlutirnir
breytist enn frekar. „Hins vegar
fullvissaði ég hann um það að í
hópi forystumanna EFTA eins og
annars staðar í Vestur-Evrópu
væri mikill pólitískur velvilji gagn-
vart þessari þróun í átt til lýðræð-
is, fjölflokkakerfis og markað-
skerfis í Ungverjalandi og við
værum með á okkar borðum ýms-
ar hugmyndir og vissum af þeim
hugmyndum sem ræddar væru
innan Evrópubandalagsins um
það hvað við gætum, hvorjr í sínu
lagi og í sameiningu, gert til þess
að greiða fyrir þessari þróun,"
sagði Jón Baldvin Hannibalsson.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56