Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						56 SIÐUR B/C
*r$uuftbifeife
STOFNAÐ 1913
245.tbl.77. árg.
FOSTUDAGUR 27. OKTOBER 1989
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Gorbatsjov í Finnlandi:
Eldflaugakafbátar
Sovétmanna verða
fluttir úr Eystrasalti
Helsinki. Frá Lars Lundsten, fréttaritara Morgunblaðsins. Reuter.
MÍKHAÍL Gorbatsjov Sovétforseti sagði í gær að allir sovéskir
eldflaugakafbátar, sem búnir eru langdrægum kjarnorkueldflaug-
um, yrðu fluttir úr Eystrasalti fyrir árið 1991. Sovétleiðtoginn
minntist hins vegar ekkert á 32 árásarkafbáta í Eystrasalti, sem
að áliti vestrænna sérfræðinga eru búnir stýriflaugum með kjarna-
odda. Gorbatsjov sagði einnig að Sovétmenn hefðu flutt allar
skammdrægar.*kjarnorkueldflaugar sínar frá norð-vesturhluta
Sovétríkjanna, þannig að ekki yrði hægt að skjóta þeim á skot-
mörk í Norður-Evrópu.
„Við Sovétmenn hyggjumst
halda áfram að útrýma ákveðnum
tegundum kjarnorkuvopna í Eystra-
salti," sagði Sovétforsetinn, sem
kom í heimsókn til Finnlands í
fyrradag. „Eins og þegar hefur
verið skýrt frá höfum við eyðilagt
tvo kafbáta af Golf-gerð og hið
sama verður gert við þá fjóra kaf-
báta, sem eftir eru, fyrir lok næsta
árs," bætti hann við. Gorbatsjov
sagði að kjarnorkuvopn kafbátanna
yrðu einnig eyðilögð án þess að ný
kæmu í staðinn.
Golf-kafbátarnir eru um 30 ára
gamlir og eru að renna sitt skeið.
Þeir voru fyrst sendir í Eystrasaltið
árið 1976. Richard Sharpe, ritstjóri
Jane's Fighting Ships, sagði að sov-
ésk stjórnvöld hefðu skýrt frá því
í júlí að Golf-kafbátarnir yrðu eyði-
Kommúnist-
ar auka fylgi
sitt á Spáni
Madrid. Reuter.
Kommúnistar á Spáni hafa
aukið fylgi sitt að undanförnu
samkvæmt nýjustu skoðana-
könnunum og þykir nú harla
óvíst hvort sósíalistaflokkurinn
haldi þingmeirihluta sínum.
Kosið verður til spænska
þingsins á sunnudag og hefur
Pelipe Gonzales forsætisráð-
herra reynt að blása nýju lífi í
kosningabaráttuna til að stöðva
fylgisaukningu kommúnista.
„Eg spyr kommúnista hvort þeir
vilji að vinstrisinnar skipti at-
kvæðum sínum á milli flokkanna
til að hægrimenn geti komist til
valda á ný eða tryggi sterkan
meirihluta og stuðli að frekari
framförum," sagði Gonzales á
kosningafundi í fyrrakvöld.
Sósíalistaflokkurinn. hefur
misst stuðning verkalýðssam-
taka vegna deilna innan flokks-
ins um verkalýðsmál. Sam-
kvæmt skpðanakönnunum vant-
ar þó lítið á að flokkurinn fái
þau 176 þingsæti sem hann
þarf til að halda hreinum meiri-
hluta.
Fylgi helstu hægri- og mið-
flokka virðist hafa haldist
óbreytt eða minnkað, ef marka
má kannanirnar. Líkur eru á að
kommúnistar fái 18 þingsæti en
þeir fengu sjö sæti í síðustu
kosningum.
Sjá:     „Sósialistar     stefna
. . ." á bls. 19.
lagðir. „Gorbatsjov er aðeins að slá
sig til riddara fyrir nokkuð sem
varð að gerast hvort sem Var. Sovét-
menn eiga fjöldann allan af úreltum
skipum," sagði ritstjórinn.
Gorbatsjov hvatti einnig til auk-
innar efnahagssamvinnu austurs og
vesturs. Hann sagði að það væri
til að mynda hægt með því að stofna
þríhliða nefnd sérfræðinga frá Evr-
ópubandalaginu (EB), Fríverslunar-
bandalagi Evrópu (EFTA) ög Efna-
hagsbandalagi         Austur-Evrópu
(Comecon).
Sovétforsetinn fjallaði einnig um
málefni Norður-Evrópu almennt.
„Við erum reiðubúnir að taka upp
bein sambönd við Norðurlandaráð.
Við leggjum til að efnt verði til
fundar sendinefndar ráðsins og full-
trúa Æðsta ráðs Sovétríkjanna.
Ennfremur verði haldinn fundur
Norðurlandaráðs og fulltrúa frá
þjóðþingum sovétlýðvelda og sjálf-
stjórnarsvæða í norðurhluta Sov-
étríkjanna," sagði Gorbatsjov.
Keuter
Á fíl um götur Brussel
Þessi belgísku hjón fóru um götur Brussel í Belgíu á fíl eftir
að hafa verið gefín saman í gær. Þau starfa bæði í fíölleikahúsi.
Bresk könnun:
Eyðing ózon-
lagsins mesta
áhyggjueftiið
Lundúnum. Daily Telegraph.
.FÓLK hefur mestar áhyggjur af
eyðingu ózon-lagsins, mun meiri
en af kjarnorkustyrjöld og fátækt
í heiminum, samkvæmt nýrri
könnun, sem birt hefiir verið á
Bretlandi.
Næstmesta áhyggjuefni fólks er
fátækt og þar á eftir kemur grimmd-
arleg meðferð á dýrum. Mengun í
ám og höfum veldur fólki einnig
áhyggjum en í fimmta sæti er kjarn-
orkustyrjöld ef marka má könnunina.
Flugslys á Tævan:
Ottast um
líf 54 manna
BOEING 737-200 þota flugfélags-
ins China Airlines fórst á Tævan
í gærmorgun. Að sögn Johns
Wheelers, blaðafulltrúa Boeing-
verksmiðjanna, er óttast að allir
um borð hafi farist, 47 farþegar
og 7 manna áhöfh.
Flugvélin var í innanlandsflugi á
leið frá Hualien á Austur-Tævan til
höfuðborgarinnar Taipei þegar hún
rakst á fjallshlíð. Að sögn Reuters-
fréttastofunnar hindraði mikil rign-
ing björgunarstörf svo ekki var vitað
fyrir víst um afdrif þeirra sem um
borð voru. Að sögn sjónarvotta
kviknaði í flugvélinni um leið og hún
rakst á fjallið.
Alvarlegur vandi fyrir Thatcher:
Lawson hættir vegna ágrein-
ings við efhhagsráðgjafann
NIGEL Lawson sagði af sér embætti fjármálaráðherra Bretlands í
gær. Segir breska útvarpið BBC, að afsögn ráðherrans hafi skapað
alvarlegasta stjórnmálavandann fyrir Margaret Thatcher forsætis-
ráðherra í tíu ára sljórnaríð hennar. Pundið féll í kauphöllinni í
New York og einnig hlutabréf í breskum fyrirtækjum. Er búist við
óvissu á fjármálamörkuðum í dag, þótt John Major fráfarandi ut-
anríkisráðherra sem nú hefur tekið við embætti fjármálaráðherra
fylgi sömu stefhu og Lawson. Fjármálaráðherrann sagði af sér vegna
ágreinings við sir Alan Walters, efhahagsráðgjafa Thatcher, um
gengisstefhu og tengsl pundsins við evrópska myntkerfið. Sir Alan
sem er á fyrirlestraferð í Bandaríkjunum, ræddi við Thatcher í síma
og sagði starfi sínu lausu um klukkstund eftir afsögn Lawsons. Stjórn-
arandstaðan telur að Thatcher hafi misst tökin á eigin ráðuneyti
og st jórn efhhagsmála. Hún hefði því fremur átt að hætta en Lawson.
Kenneth Baker, formaður breska
íhaldsflokksins, sagði í samtali við
fréttamann sjónvarpsstöðvarinnar
Sky News, að Thatcher hefði sýnt
það með skjótum viðbrögðum sínum
og ráðstöfun embætta í ráðuneyti
sínu, að hún hefði örugga hönd á
stjórnvelinum. Hún skipaði John
Major fjármálaráðherra en hann var
aðstoðarráðherra hjá Lawson áður
en hann tók við utanríkisráðuneytinu
fyrir þremur mánuðum. Douglas
Hurd innanríkisráðherra var skipað-
ur utanríkisráðherra í stað Majors
en Hurd starf aði í utanríkisráðuneyt-
inu áður en hann hóf beina þátttöku
í stjórnmálum. David Waddington,
sem hefur verið forystumaður þing-
flokks íhaldsmanna í neðrí deild
breska þingsins, var skipaður inn-
anríkisráðherra.
Sídegis i gær svaraði Thatcher
fyrirspurnum í breska þinginu og
gagnrýndi Neil Kinnock, leiðtogi
Verkamannaflokksins, hana harð-
lega fyrir lélega efnahagsstjórn sem
ekki yrði betri fyrir þá sök, að fjár-
málaráðherrarnir væru tveir, Lawson
Nigel Lawson
og sir Alan. Haft er eftir stjórn-
málamönnum að Lawson hafi ekki
sætt sig við svar forsætisráðherrans,
þótt hún hafi lýst yfir því að Lawson
ætti stuðning sinn allan. „Ráðgjafar
veita ráð en ráðherrar ákveða," sagði
hún með áherslu í svari sínu.
Þessum umræðum var lokið, þegar
Lawson sendi Thatcher bréf, þar sem
hann sagðist ekki geta haldið áfram
í embætti fjármálaráðherra á meðan
Sir Alan væri efnahagsráðgjafi for-
sætisráðherrans. „Það er best fyrir
ríkisstjórnina að ég segi umsvifalaust
af mér," segir í bréfínu. „Það er
aðeins hægt að ná árangri í efna-
hagsmálum þegar fullkominn ein-
hugur ríkir á milli forsætisráðherra
og fjármálaráðherra og almenningur
velkist ekki í vafa um að svo sé,"
skrifaði Lawson ennfremur.
í svarbréfi til Lawsons segist
Thatcher hafa orðið fyrir vonbrigðum
með að hann skuli hafa ákveðið að
ganga úr stjórninni „áður en starfi
þínu er lokið," eins og segir í bréf-
inu. Eru þessi orð túlkuð á þann veg
að með þeim gefi Thatcher til kynna
að Lawson hafi hlaupið undan merkj-
úm, en hún segir einnig: „Okkur
greinir ekki á í efnahagsmálum í
aðalatriðum og efnahagur landsins
hefur styrkst stórlega vegna þeirrar
stefnu sem við bæði höfum mótað
og fylgt."
Lawson hafði gegnt embætti fjár-
málaráðherra í sex ár og hefur hann
sætt mikilli gagnrýni fyrir að hækka
vexti til að stemma stigu við verð-
bólgunni. Hann hafði einnig átt í
deilum í rúmt ár við Sir Alan um
þátttöku Breta í evrópska myntkerf-
inu, sem ráðgjafinn lagðist gegn.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40