Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						18
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. NOVEMBER 1989
Sltagtiiiltf*frife
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
MatthíasJohannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst IngiJónsson.
BaldvinJónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift-
argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið.
Skipasmíðaiðnaður
Sjávarútvegurinn er horn-
steinninn í þjóðarbúskap
okkar. Auðlindir sjávar eru
megin undirstöður að þjóðar-
tekjum, lífskjörum og efna-
hagslegu fullveldi.
Þessar auðlindir hafa á hinn
bóginn nýtingarmörk, sem
ekki má yfir fara, ef við viljum
varðveita æskilega stofnstærð
nytjafiska — þ.e. helztu
lífsbjörg þjóðarinnar — til
framtíðar.
Fiskifræðilegar niðurstöður
færa heim sanninn um, að
helztu nytjastofnar eru full-
nýttir, jafvel ofnýttir sumir
hverjir. Fiskiskipastóllinn er
of stór — veiðigeta hans er
of mikil — miðað við veiðiþol
stofnanna. Þessvegna höfum
við gripið til veiðitakmarkana.
Við getum sótt þann afla,
sem hyggilegt er að taka úr
helztu nytjastofnum, með mun
minni fiskiflota en nú er til
staðar, það er með minni til-
kostnaði. Það á að vera keppi-
kefli okkar að sækja þann afla,
sem fiskifræðilegar stað-
reyndir leyfa, með sem
minnstum tilkostnaði og vinna
í sem verðmætasta vöru.
Stærð fískiskipaflotans
veldur því að nýsmíði fiski-
skipa fyrir íslenzkan útveg
verður mjög takmörkuð, ef
nokkur, um sinn, þ.e. næstu
árin. Það er- máske megin-
vandinn sem blasir við inn-
lendum skipasmíðaiðnaði í
næstu framtíð, þótt fleira
komi til, eins og almenn
rekstrarskilyrði framleiðslu-
fyrirtækja,    sem    hafa
hríðversnað síðustu misserin,
m.a. vegna rangrar efnahags-
stefnu stjórnvalda.
Staða íslenzks skipasmíða-
iðnaðar verður vart aðskilin
frá stöðu sjávarutvegsins í
heild, stöðu fiski- og farmskip-
aútgerðar, og þeirri eftir-
spurn, sem þaðan er að vænta
um viðhald og nýsmíði.
Nýsmíði verður, sem fyrr seg-
ir, lítil sem engin í allra næstu
framtíð, og meðan erlend sam-
keppnisríki greiða niður skipa-
smíði, eins og nú er gert víða,
er líklegt að aðþrengdur út-
vegur leiti í einhverjum mæli
út fyrir landsteina með verk-
efni. Hinsvegar er að því
stefnt innan EB og trúlega
einnig innan EFTA að afnema
styrki til skipasmíða. Jslenzk
skipasmíði kann því 4ð eiga
framtíðarland  á  erlendum
samkeppnisvettvangi, en ekki
er raunhæft að reikna með
umtalsverðri erlendri mark-
aðssetningu hennar í allra
næstu framtíð.
Mikilvægt er engu að síður
að varðveita þá umfangsmiklu
verkþekkingu sem byggð hef-
ur verið upp á löngum tíma í
íslenzkum skipasmíðaiðnaði
og öðrum iðnaði og tækniþjón-
ustu er tengist sjávarútvegi
og auka við hana á tímum
örrar þróunar á sviði þekking-
ar og tækni. Viðhaldsþörf
farm- og fiskiskipa, sem er
viðvarandi, kallar áfram á
þjónustu af þessu tagi. Það
er mikils virði fyrir sjávarút-
vegsþjóð að hægt verði að
mæta viðhaldseftirspurn hér
eftir sem hingað til á heima-
slóðum.
Talsmenn íslenzks skipa-
smíðaiðnaðar telja og að
stjórnvöld geti sitt hvað gert
til að styrkja samkeppnisstöðu
greinarinnar. Meðal þess sem
þeir hafa nefnt og fram hefur
komið í umræðum á Alþingi
síðustu daga má nefna: 1)
Útvegsmenn og opinberir sjóð-
ir semji ekki um nýsmíði skipa
eða viðhaldverkefni erlendis
án undangengins útboðs, þar
sem innlendir aðilar keppi á
jafnréttisgrundvelli hvað varð-
ar meðferð tilboða og fjár-
magnsfyrirgreiðslu. 2) Að til-
boð verði metin á viðskiptaleg-
um grundvelli áður en lán-
veitingar eru ákveðnar. 3)
Settar verði staðlaðar reglur
um útboð, veðskilmála og til-
boð í skipaiðnaðarverkefni. 4)
Að bankar veiti sambærilegar
ábyrgðir vegna skipaiðnaðar-
verkefna innan lands og veitt-
ar eru þegar verkefni eru unn-
in erlendis. 5) Að atvinnuleysi
hafi aukizt svo undanfarið hér
á landi að ekki sé á það bæt-
andi með lokun vinnustaða
hundruða manna.
Iðnaðarráðherra hefur boð-
að að hann muni leggja fram
á haustþingi skýrslu um stöðu
og framtíð íslenzks skip-
asmíðaiðnaðar. Margþættur
vandi atvinnugreinarinnar
verður að vísu ekki leystur
með skýrslugerð af þessu tagi
eða opinberri forsjá. Fróðlegt
verður engu að síður að líta,
hvers konar stefnumörkun
skýrslan geymir, en mótuð
atvinnustefna hefur ekki verið
sterka hlið núverandi ríkis-
stjórnar.
HEIMSOKN FRANCOIS MITTERRANDS FRAKKLANDSF
Kvennaskólastúlkur sungu við Ráðherrabústaðinn:
Velkominn til Is-
lands, Mitterrand!
Rambouillet, einkaþota Francois Mitterrands Frakklandsforseta
af gerðinni Falcon 900, lenti á Reykjavíkurflugvelli á hádegi í gær,
nánar tiltekið klukkan 12.04. Forsetinn, sem er fremur lágvaxinn,
73 ára gamall, var klæddur dökkbláum ullarfrakka, ljósum jakkafBt-
um og var með rauðröndótt bindi. Á móti forsetanum tóku Steingrím-
ur Hermannsson forsætisráðherra og Guðmundur Benediktsson,
ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins. Við landgang flugvélarinnar
heilsuðu sendiherra Frakklands á íslandi, Jacques Mer, og Sveinn
Björnsson prótókollstjóri Mitterrand. íslenskir lögregluþjónar stóðu
heiðursvörð á flugvellinum.
Frá Reykjavíkurflugvelli var Ráðherrabústaðarins við Tjarnar-
haldið rakleiðis í 14 bifreiða lest til   götu.  Mitterrand og Steingrímur
Francois
Mitterrrand.
Morgunblaðið/Þorkell
sátu hlið við hlið í fjórðu bifreið-
inni, svörtum Mercedes Benz númer
R 4123, ásamt túlki og bílstjóra.
Aftast í bílalestinni var sjúkrabif-
reið til reiðu. Fyrir utan Ráðherra-
bústaðinn var samankominn fríður
flokkur ungra stúlkna úr fyrsta
frönskuáfanga í Kvénnaskólanum
sem söng Bænvenu en Islande! (Vel-
kominn til íslands!)
Mikil þröng skapaðist í Ráðherra-
bústaðnum í upphafi fundar Mitt-
errands með íslénskum ráðamönn-
um. Steingrímur Hermannsson
heyrðist láta þau orð falla á meðan
yerið var að taka myndir að hér á
íslandi væru tvær sjónvarpsstöðvar,
ein ríkisrekin og ein í einkaeigu.
I Ráðherrabústaðnum var
snæddur hádegisverður. Á boðstól-
um var matur frá Óðinsvéum,
reyktur lax og grafinn, ofnsteiktir
humarhalar, gufusoðin smálúðuflök
með rækjufarsi og skyr í eftirmat!
Auk Mitterrands, Steingríms Her-
mannssonar og Jóns Baldvins
Hannibalssonar utanríkisráðherra
voru viðstaddir Hannes Hafstein,
ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneyt-
isins, Þorsteinn Ólafsson, efnahags-
ráðunautur forsætisráðherra, Elisa-
beth Guigou, ráðgjafi Mitterrands
í Evrópumálum, og Hubert Vedrine,
talsmaður forsetans.
Klukkan 14.40 lauk fundi Mitt-
errands og íslensku ráðherranna.
Tíu mínútum síðar hófst frétta-
mannafundur á Hótel Sögu. Um
það bil fjörutíu erlendir fréttamenn
komu til landsins í gærmorgun. í
tilefni heimsóknar Mitterrands. Þeir
komu með sérstakri flugvél frá
París og héldu aftur til baka í gær-
Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra:
Skilningur Mitterrands
á sérstöðu okkar hejfur
stórpólitíska þýðingu
JON Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra var mjög ánægður með
fiind þann sem hann og forsætisráðherra áttu í gær með Frakklands-
forseta. „Það sýnir lógík Frakklandsforseta, að hann sagði: „Tómar
undanþágur, enginn samningur. En samningur án undanþága —
óhugsandi." Þetta er einfaldlega kjarni málsins," sagði Jón Baldvin
er hann var spurður um það að loknum fundinum hvernig hann
mæti afstöðu Frakklandsforseta til þess að íslendingum verði veitt
undanþága, hvað varðar tollfrelsi fyrir sjávarafurðir innan EB-EFTA
svæðisins, án þess að þurfa að veita erlendum aðilum aðgang að fisk-
veiðilögsögu sinni, þegar og ef samningar um sameinað evrópskt
efhahagssvæði hafa tekist.
Jón Baldvin sagði í samtali við
Morgunblaðið er hann var spurður
hvort hann hefði reynt að tengja
sérstöðu okkar í efnahagslegu tilliti
við hernaðarlegt mikilvægi, vegna
hnattstöðu Iandsins, í viðræðum
sínum við Frakklandsforseta: „Nei,
við höldum okkur náttúrlega við
efnið í þessum viðræðum. Við erum
hér sem formennskuland í Fríversl-
unarbandalagi Evrópu (EFTA) að
koma skilaboðum til Frakklands-
forseta um umræðu- og samninga-
svið EFTA og Evrópubandalagsins
(EB). Það lýtur náttúrlega að þess-
um viðskiptasamruna og samstarfs-
verkefnum og þeim stofnunum sem
við þurfum að koma upp sameigin-
lega til þess að það gangi. Hins
vegar lét forsætisráðherra Frakk-
landsforseta í té minnisblað, þar
sem hann gerði í stuttu máli grein
fyrir sérstöðu Islands og meginrök-
um okkar fyrir því að þurfa að óska
eftir sérstökum ráðstöfunum á
nokkrum sviðum, sérstaklega að
því er varðar auðlindanýtinguna.
Þar var að sjálfsögðu vikið að þeirri
staðreynd að íslendingar óska eftir
því að fá staðfest það hlutverk sitt
að þeir eru Evrópuþjóð. Við látum
í ljós þá von að það sé skilningur
á því í Evrópu að þar sé um gagn-
kvæma hagsmuni að ræða og við
viljum taka þátt í þessu samstarfi
bæði á sviði efnahagsmála, menn-
ingarmála og öryggismáia," sagði
utanríkisráðherra.
„Að því er varðar sérstöðu ís-
lands, sem byggir ekki bara á und-
anþágum, heldur á viðurkenningu
á sérstöðu, sem Mitterrand kallaði
„realitet", þá er sérstaða okkar
þessi: Við erum eina þróaða landið
Morgunblaðið/Þorkell
Jón Baldvin Hannibalsson.
í Evrópu, sem byggir atvinnulíf sitt
í svona miklum mæli á fiskveiðum
og fiskiðnaði, eða 75% af útflutn-
ingstekjum okkar," sagði Jón Bald-
vin, „Þetta þýðir að það eru ákveðn-
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36