Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ ÞiUÐJUDAGUR 2S. NÓVEMBER 1989- . .
________     •¦ " ¦ n»lfWrr*'>yn< « •
27
Morgunblaðið/Þorkell
Jón Sigurðsson, iðnaðarráðherra, ræðir tillögur til eflingar skipasmíða-
iðnaðarins á blaðamannafundi í gær. Við hlið hans eru Páll Flygen-
ring, ráðuneytisstjóri, og Örn Friðriksson, formaður Málm- og skipa-
smíðasambands íslands.
skipasmíðaiðnaðinn og nauðsynlegt
væri að minnka sveiflur í nýsmíði
og endurbótum. „Við verðum að
ná fleiri verkefnum og þessar tillög-
ur styrkja stöðu okkar í samkeppn-
inni. En ég vil minna á að fyrir
þremur árum voru sams konar til-
lögur, um bankaábyrgð og fleira,
samþykktar en þeim hefur ekki
verið fylgt," sagði Þorleifur.
Vestur-Skaftafellsýsla:
Fimm hreppar
sameínast í
eitt sveitarfélag
ÍBÚAR fimm hreppa í Vestur-
Skaftafellssýslu samþykktu í at-
kvæðagreiðslu um helgina að
hrepparnir yrðu sameinaðir í eitt
sveitarfélag. Þetta eru Álftavers-
hreppur sem í voru 40 íbúar 1.
desember sl., Hörgslandshrepp-
ur með 180 íbúa, Kirkjubæjar-
hreppur með 282 ibúa, Leiðvalla-
hreppur með 72 íbúa og Skaftárt-
unguhreppur með 86 íbúa.
í atkvæðagreiðslu um sameining-
una greiddu 310 af 474 atkvæðis-
bærum íbúum hreppanna atkvæði.
222 samþykktu sameininguna en
80_voru á móti.
í einstökum hreppum varð niður-
staðan eftirfarandi: í Álftavers-
hreppi greiddu 23 atkvæði af 26
sem voru á kjörskrá. 12 voru með
en 10 á móti. í Hörgslandshreppi
greiddu 86 atkvæði af 133 á kjör-
skrá. 64 voru með en 21 á móti. I
Kirkjubæjarhreppi greiddu 112 at-
kvæði af 197 á kjörskrá. 99 voru
með en 12 á móti. í Leiðvallahreppi
FIMMí
EINN
HREPP
(      k'  *¦ >      Horgslanos-

v-*u~ Leiðvalla-/5s;
"i hreppurygp1
,Álft;iveis-\
hrcppur
*i&ÞW'*W'
^æF^  ¦ ¦¦¦ ^m      ^Æ&>
Morgunblaðið/Emilia
maður Hvatar
Einarsdóttir vararitari, Katrín
Gunnarsdóttir varagjaldkeri og
meðstjórnendur Anna Borg, Hrefna
Ingólfsdóttir og Sigríður Sigurðar-
dóttir. I trúnaðarráð voru kosnar
32 konur.
(Fréttatilkynning)
voru 55 á kjörskrá en 43 greiddu
atkvæði._ 18 voru með en 24 voru
á móti. I Skaftártunguhreppi voru
65 á kjörskrá en 46 greiddu at-
kvæði. 30 voru með en 13 voru á
móti.
Fyrir lá að ef sameiningin yrði
felld í einum hreppi yrði ekki af
henni. Fyrst var talið að Leiðvalla-
hreppur hefði fellt sameininguna,
en síðan kom í ljós, að samkvæmt
sveitarstjórnalögum þarf helmingur
atkvæðisbærra manna að vera á
móti sameiningu sveitarfélaga til
að hún falli í atkvæðagreiðsslu.
Samkvæmt sömu lögum hefði
Álftavershreppur þó átt að samein-
ast öðrum hreppi hvort eð er, en
miðað er við 50 íbúa.
Húnbogi Þorsteinsson skrifstofu-
stjóri     félagsmálaráðuneytisins
sagði að tillagan um sameiningu
hreppanna fimm hefði komið frá
Byggðastofnun sem falið hefði ver-
ið að kanna atvinnumál hreppanna,
en þessir hreppar hefðu þegar
allvíðtæka samvinnu á mörgum
sviðum. Húnbogi sagði að víða um
landið væru minni sveitarfélög að
kanna möguleika á að sameinast í
hagræðingarskyni.
Ekki Iíggur fyrír hvenær samein-
ing hreppanna verður, hvað nýja
sveitarfélagið muni heita eða hvar
hreppsskrifstofan verður. Þó er
stefnt að því að sameiningunni verði
lokið fyrir sveitarstjórnakosning-
arnar í vor. Hanna Hjartardóttir
oddviti Kirkjubæjarhrepps sagði að
í næstu viku yrði sameiginlegur
fundur hreppsnefnda hreppanna og
í kjölfar hans myndu málin skýrast.
Deilur stjórnarliða um virðisaukaskattinn:
Kratar telja samstarfs
flokkana hafa horfíð
firá málefiiasamningi
UPP er kominn alvarlegur agreiningnr í ríkisstjórn um virðisauka-
skattlögin og hvenær þau skuli taka gildi. Alþýðuflokkurinn telur
ekki koma til greina að virðisaukaskattur taki gildi fyrr en athugun-
um á tveimur þrepum í virðisaukaskatti er lokið og niðurstöður
fengnar sem njóti stuðnings þingmeirihluta ríkisstjórnarinnar, en
þeir Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra og Ólafur Ragnar
Grímsson, fjármálaráðherra telja að eðlilegt sé að lögin taki gildi
um áramót, en síðan verði unnið að því að breyta lögunum á næsta
ári, þannig að tvö skattþrep verði komin á fyrir árslok 1990.
Jón Baldvin Hannibalsson ut-
anríkisráðherra segist ekki gera
ráð fyrir að brestur sé kominn í
ríkisstjórnarsamstarfið     vegna
þessa máls. Miðstjórnarfundur
Framsóknarflokksins hafi ákveðið.
að hverfa frá því samkomulagi um
virðisaukaskatt sem gert hafi verið
við málefnasamning ríkisstjórnar-
innar. Sömuleiðis landsfundur Al-
þýðubandalagsins og samskonar
yfirlýsingar hafi heyrst frá forystu-
mönnum Borgaraflokksins.
„Meira að segja fjármálaráð-
herrann, sem hefði átt að flytja
frumvarpið um virðisaukaskatt,
samkvæmt málefnasamningi og
samkomulagi um fjárlög, hefur lýst
því yfir í viðtölum í fjölmiðlum, að
hann telji tvö þrep æskilegri," sagði
Jón Baldvin í samtali við Morgun-
blaðið. „Samstarfsflokkarnir hafa
því horfið frá því samkomulagi sem
_gert var. Auðvitað verður því ekki
trúað að þeir hafi ætlast til þess
að frumvarpið yrði samt sem áður
lagt fram, þannig að það yrði á
ábyrgð Alþýðuflokksins eins. Það
er samstarfsregla í ríkisstjórninni
að flytja ekki stjórnarfrumvarp sem
nýtur ekki stuðnings þingflokka
stjórnarinnar," sagði utanríkisráð-
herra.
Utanríkisráðherra sagði að ljóst
væri að frumvarpið eins og það er
nú, nyti ekki stuðnings meirihluta
þingliðs ríkisstjórnarinnar og því
yrði að fresta gildistökunni og sölu-
skattskerfið að vera áfram við lýði,
þar til niðurstaða í skoðun á
tveggja þrepa virðisaukaskatti væri
fengin. „Við erum einfaldlega að
heimta spilin á borðið, því okkur
líkar ekki þetta laumuspil. Við segj-
um ósköp kurteislega, en ákveðið:
Úr því að þið hafið snúið baki við
þessu samkomulagi og boðið aðra
stefnu, þá er það lágmarkskrafa
okkar að þið sýnið okkur tillögurn-
ar. Það verða þá að vera tillögur
sem fullnægja þeim skilyrðum sem
við höfum sett í sameiningu," sagði
Jón Baldvin.
Steingrímur Hermannsson, for-
sætisráðherra sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær að hann skildi
Alþýðuflokkinn mætavel eftir sam-
þykktir fjölda félagasamtaka, eins
og VSÍ, ASÍ, BSRB, neytendasam-
taka og bændasamtakanna að
hann teldi að fresta bæri gildistöku
laganna um virðisaukaskatt og
skoða tveggja þrepa skatt í stað-
inn. „Allir samstarfsflokkarnir
hafa einnig lýst yfir vilja til þess
að fara þá leið svo mér finnst þessi
samþykkt hjá Alþýðuflokknum í
engan máta óeðlileg," sagði
Steingrímur. Hann sagðist ennþá
vera þeirrar skoðunar að skynsam-
legast væri að framkvæma skatt-
kerfisbreytinguna nú um áramótin,
eins og undirbúið hefði verið, en
síðan væri hægt að nota tímann
til þess að skoða málið nánar og
breyta yfir í tveggja þrepa skatt.
Hann sagðist þó ekki sjá neina al-
varlega erfiðleika í því að fresta
gildistökunni um þrjá til fjóra mán-
uði, á meðan málið væri skoðað.
Forsætisráðherra kvaðst ekki
telja að neinn brestur væri kominn
í stjórnarsamstarfið, þrátt fyrir
þennan ágreining og aðspurður um
það atriði í ályktun þingflokks Al-
þýðuflokksins þar sem segir að
samstarfsflokkarnir hafi horfið frá
málefnasamningi ríkisstjórnarinn-
ar sagði forsætisráðherra: „Það
segir í málefnasamningnum um
virðisaukaskatt að hann skuli koma
til framkvæmda um næstu áramót
og með einu þrepi, en það segir
ekkert um það, að því megi ekki
breyta síðar meir. Ég held því að
þetta sé misskilningur."
Ólafur Ragnar Grímsson fjár-
málaráðherra telur að ekki eigi að
fresta gildistöku virðisaukaskatts-
ins. Upptaka hans sé mikið hags-
munamál fyrir útflutnings- og sam-
keppnisgreinar og styrking fyrir
íslenzkt atvinnulíf. Hann segir að
Alþýðubandalagið hafi verið fylgj-
andi því í mörg ár að algeng inn-
lend matvæli verði í lægra þrepi. í
sumar hafi náðst málamiðlun milli
stjórnarflokkanna, um virðisauka-
skatt í lægra þrepi með endur-
greiðslum á nokkrum innlendum
matvælum, sem myndi leiða til
verulegrar lækkunar á þeim mat-
vælum strax í janúar, eða 9-10%.
„Ég er þess vegna eindregið þeirr-
ar skoðunar, bæði með tilliti til
hagsmuna atvinnulifsins og þess
að hægt er að ná fram strax í jan-
úar lækkun á verði matvæla að
ríkisstjórnin eigi að standa við það
samkomulag sem allir stjórnar-
flokkar stóðu að og láta það koma
tii framkvæmda um áramót," sagði
Ólafur Ragnar. „Nú hefur Alþýðu-
flokkurinn hins vegar opnað á það
í fyrsta sinn að ræða virðisauka-
skatt sem á varanlegan hátt yrði
í tveimur þrepum. Það skapar
grundvöll til að ná á næsta ári
öðrum áfanga í lækkun matvæla-
verðs í landinu, hvort sem það kem-
ur til framkvæmda á seinni hluta
ársins eða um önnur áramót. Það
þarf auðvitað að vera svigrúm í
ríkisfjármálum til þess að það sé
hægt og geti tekist með árang-
ursríkum hætti. Það getur tekið
ákveðinn tíma að skapa það svig-
rúm."
Er Ólafur var spurður hvort með
þessu ætti hann við að hann sam-
þykkti það skilyrði Jóns Baldvins
fyrir tveggja þrepa skatti að hann
ylli ekki auknum halla á ríkissjóði
án aukinnar tekjuöflunar, sagði
hann að það væri mjög mikilvægt.
Yrði lægra þrep tekið upp yrði að
skera niður annars staðar eða tíma-
setja það þannig að það hefði ekki
áhrif á ríkisfjármálin og þar með
efnahagsstefnuna á næsta ári.
„Við ætluðum í fjárlögum næsta
árs að nota 1.000 milljónir til þess
að ná fram þessari sérstöku 13%
lækkun. Til þess að breikka þann
grunn þarf meira fjármagn," sagði
Olafur.
Hann viðurkenndi að ósam-
komulag væri í stjórninni en sagði
að stjórnarflokkarnir væru byrjaðir
að ræða saman um leiðir til að
sætta sjónarmið sín. Hann vildi þó
ekki tjá sig um þær viðræður.
Samþykkt þingflokks Alþýðuflokksins um virðisaukaskatt:
Horfið hefur verið frá sam-
komulagi um framkvæmd
Eftirfarandi samþykkt um virð-
isaukaskatt gerði þingflokkur
Alþýðuflokksins á fundi sínum
í gærmorgun:
Virðisaukaskattur hefur lengi
verið á stefnuskrá Alþýðuflokks-
ins til þess að bæta samkeppnis-
stöðu íslenskra atvinnuvega og
tryggja bætt skattskil.
Þingflokkur Alþýðuflokksins
er hins vegar þeirrar skoðunar
að frumvarpi um meiriháttar
skattkerfisbreytingu megi ekki
fylgja yfirlýsingar stjórnarflokka
sem ganga gegn meginstefnu
frumvarpsins og veikja traust á
breytingunni.
Þingflokkurinn bendir á að
nú hafa samstarfsflokkarnir með
samþykktum og yfirlýsingum
horfið frá samkomulagi því um
framkvæmd virðisaukaskatts um
næstu áramót sem gert var með
málefnasamningi   ríkisstjórnar-
innar og ítrekað við afgreiðslu
fjárlagafrumvarps fyrir árið 1990.
I samkomulaginu var'gert ráð
fyrir einu skatthlutfalli en endur-
greiðslu á hálfum skattinum af
helstu matvælum.
Fjármálaráðherra hefur áætl-
að að eins þreps virðisaukaskattur
með endurgreiðslu skili 9—10%
verðlækkun á mjólk, dilkakjöti,
fiski og fersku innlendu græn-
meti og að heildaráhrifin til lækk-
unar á matvælaverði nemi um 2%.
Samstarfsflokkarnir og for-
ystumenn samtaka á vinnumark-
aði og neytenda- og bændasam-
taka hafa lýst því yfir að þeir
telji að með tveggja þrepa virðis-
aukaskatti megi ná meiri lækkun
matvælaverðs en með samkomu-
laginu í málefnasamningnum. Við
þessar aðstæður verður virðis-
aukaskatti ekki komið á sam-
kvæmt gerðu samkomulagi.
Þingflokkur Alþýðuflokksins
fer því fram á að fjármálaráð-
herra leggi fram tillögur sínar um
tveggja þrepa virðisaukaskatt
sem haldið er fram að nái mark-
miðinu um meiri lækkun á verði
matvæla án þess að til komi auk-
inn halli á rfkissjóði eða önnur
skattlagning.
Þingfiokkurinn lýsir sig reiðu-
búinn til þess að skoða slíkar til-
lögur enda verði sýnt fram á að
skattsvik aukist ekki og lækkun
matvælaverðs skili sér örugglega
til neytenda.
Þingflokkur Alþýðuflokksins
minnir jafnframt á tillögur um
undanþágulausan virðisaukaskatt
í einu þrepi með mun lægra skatt-
hlutfalli en nú er gert ráð fyrir.
Þennan kost þarf einnig að kanna.
Eins og mál hafa þróast getur
virðisaukaskattur ekki tekið
gildi fyrr en þessum athugun-
um er lokið og niðurstöður
fengnar sem njóta stuðnings
þingmeirihluta ríkisstjórnar-
innar.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52