Morgunblaðið - 15.12.1989, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.12.1989, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1989 8 C ÞJÓÐLÍFSÞANKAR HALFMANINN ER / A UND ANHALDI Eg tel ekki nokkrum vafa und- irorpið að hálfmáninn er á undanhaldi á l’slandi. Þeim konum fer stöðugt fækkandi sem setja metnað sinn í að baka hálfmána fyrir jólin. Þegarég var barn þá fann ég alltaf til ákveðinnar spennu í hvert sinn sem ég smakkaði hálfmána á nýjum stað, skyldu þeir vera með sveskjusultu, rabarbarasultu eða jafnvel jarðarberjasultu. Á þeim árum var spurningin ekki hvort konur bökuðu hálfmána, það gerðu þær all- flestar, spurningin var bara um tegund sultunnar. Eftir að ég hóf sjálf að halda heimili þá bakaði ég samviskusamlega hálfmána fyrstu jólin en svo reið yfir þetta land mikil kvenfrelsisalda og i henni drukknuðu ýmsar gamlar hefðir, svo sem hálfmánabastur minn og margra annarra kvenna. Við tókum upp alls kyns undarlegar uppskriftir ættaðar héðan og þaðan úr heiminum, margar konur hölluðu sér að amerískum hentu- kökum með súkkulaðibitum og svo kok- oskúlum, sömuleiðis með súkkulaðibit- um. Samt verð ég að viðurkenna að ég sakna hálfmánanna og reyndar spe- síanna líka, en hjólum sögunnar verður ekki snúið við, allt á sinn tíma og nú virðist tími hálfmánanna allur. Ég veit ekki nema Grýla, Leppalúði og allt þeirra hyski sé að fara sömu leið og hálfmánarnir. Ótætislegt glott þeirra sést nú æ sjaldnar á myndum og börn eru orðin furðulega óttalaus um hag sinn fyrir Grýlu og Jólakettinum sem áður voru helstu ógnvaldar íslenskra barna. En aðrir ógnvaldar og kannski ægilegri hafa tekið völdin. Nú eru þáð alls kyns himpigimpi úr veröld teiknimynda og kvikmynda sem herja á huga íslenskra barna þegar þau sitja ein í rökkrinu og finna til smæðar sinnar í ríki myrkrar ímyndunar. Meira að segja jólasveinarnir hafa smám saman verið að breyta um svip og eðli. Áður voru þetta slægir hrekkjalómar sem vert var að vara sig á. Jólasveinarnir í dag eru góðlátlegir og virðast ekki reiða vitið í þverpokum. Þeir eru líka mun fínni til fara en áður var og er það í samræmi við bættan klæðaburð íslenskraral- þýðu. Þegar ég var stelpa vann ég eitt sinn í snyrtivörubúð fyrir jólin. Þangáð lögðu leið sína á Þorláksmessu eiginmenn þeirra erinda að kaupa ilmvötn handa sinni útvöldu. Þó ég væri undir kvöld búin að steinka mig og spreyja" alla útí aðskiljanlegum ilmvatnstegundum var þefurinn samt aldrei svo megn að hann yfirgnæfði vínlyktina sem var af æði mörgum viðskiptavinunum. Á þess- um árum var nefnilega ekki ótítt að menn fengju sér neðan í því á þorláks- messu, svona til þess að afbera búð- arrápið. Mér finnst einhvern veginn að færri drekki á Þorláksmessu en áður var. Hins vegar hefur áfengisneysla því miðurekki minnkað, hún hefur aðeins færst til. Síðustu árin hefur orðið æ tíðara að haldin séu svokölluð „jóla- glöggpartý" á vinnustöðum. Þetta fer þannig fram að sett er saman í pott rauðvín með alls kyns kryddtegundum og síðan á að vera slurkur af vodka með. íslendingar eru stórtækir til allra hluta og líka til vodkans. Þess vegna hefur þessi útlendi siður verið betrum- bættur hér myndarlega og vodkamagn- ið orðið æ stærri skerfur af jólaglögg- inu. Af þessum stórhug íslendinga hef- ur leitt að fólk verður hér til muna drukknara af jólaglögginu en víða ann- ars staðar. Af þessum auknu áfengis- áhrifum leiðir líka umsvifameira og lengra skemmtihald en tilefni þetta veldur á öðrum breiddargráðum. Þessi jólaglöggssiður hefur leitt huga minn að þeirri staðreynd að hlutur vinnustaðarins hefur aukist mjög á síðari árum í lífi margs fólks en viðveran á heimilinu minnkað að sama skapi. Áður borðaði fólk heima, nú borðar fólk á mötuneytum. Áður eyddi fólk frítíma sínum með fjölskyldu sinnr, nú eyðir það æ stærri hluta frítímans með vinnufé- lögum, ég velti því stundum fyrir mér hvenær skrefið verði stigið til fulls og fólk flytji svefnstað sinn í vinnusalina. Það virðist miklu einfaldara. Þá sparar það sér bæði ferðir og svo sparar það í heimilishaldi sem er víst nógu dýrt eins og það er. Þetta virðist ífljótu bragði hafa allt með sér nema kannski það að þá verða krakkagreyin ein líka á nóttunni og fá kannski enn síður und- urstöðugóðan mat. En auðvitað mætti bregðast við þessu með því að láta þau fá enn betra úrval af myndböndum svo þau sakni síðurforeldranna og hugsan- lega mætti stofna hverfamötuneyti sem þau gætu þá borðað í. Svo gætu sam- viskusamir foreldrar skotist heim helgi og helgi til þess að athuga hvernig búskapur barna þeirra gengi. Með þessu móti myndi atvinnurekandinn fá eins mikið út ú_r vinnukraftinum og hugsanlegt væri, launþegar myndu ekki hafa ama af krakkagargi og uppeldis- 'amstri þær fáu stundir sem þeir eru ekki við vinnu sína og síðast en ekki síst þá gætu börn fullnumað sig í þeim fræðum sem vinsælustu myndböndin bjóða uppá. Lögreglan yrði svo stórefld og gæti þá væntalega haldið í skefjum unglingaflokkunum sem streyma myndu í bæinn hvenær sem frí yrði frá skólanámi til þess að reyna í verki það sem augu og eyru hefðu nýlega numið úrsmiðjum erlendra hugmyndafræð- inga kvikmyndanna. Við höldum núna jól í skugga atvinnu- leysis og slæmrar stöðu allra helstu atvinnuveganna. Ofbeldið um helgará götum Reykjavíkurborgar endurspeglar þá örvæntingu sem ríkir í hugum margra manna í dag. Á sama tíma sem fólk hefur gengið æ nær sér í vinnu til þess að halda uppi þeirri neyslu sem tók að viðgangast að marki á síðustu áratugum í krafti erlendra lánaóg mikill- ar þennslu, þá hefur börnum þessa lands verið boðið uppá minni umhugsun og rýrara andlegt fóður en nokkurn tíma virðist hafa viðgengist á þessu landi fyrr. Ástleysi og afþreyingarefni af léleg- asta tagi er andlegt hlutskipti alltof margra barna í dag. Hætt er við að þeir sem halda dauðataki í efnislegt gæði og bæta á sig æ meiri vinnu til þess að viðhalda neyslu sinni á því sviði missi um leið út úr höndum sér það sem öllu máli skiptir í þessum heimi, nánum tengslum við sína nánustu, börn og aðra ættingjá. Það er engu líkara en fólk hafi gleymt þeirri staðreynd að lífið er stutt og stöðugt er nauðsynlegt að velja óg hafna. Taki fólk efnisleg gæði og umgengni við vinnufélaga fram yfir samfélag við börn sín, foreldra og systkini þá verður það að vera viðbúið því að stand'a án mikils andlegs stuðn- ings þegar ellin færist yfir eða þegar fyrirtækið verður tekið til gjaldþrota- skipta. Mjög líklega uppskera menn eins og þeir sá í þessum efnum einsog öðrum. Guðrún Guðlaugsdsóttir Bók um fyrirbura Það getur skapað mikið álag fyrir foreldra þegar barn kemur í heim- inn fyrir tímann. Fyrirburar er yfir- skrift bókar sem Mál og menning hefur gefið út og er hún hugsuð sem handbók fyrir foreldra sem og starfsfólk sjúkrahúsa sem vinn- ur við nýburameðferð. Sigríður Sigurðardóttir þýddi bókina og staðfærði, en bókin er skrifuð af W.H. Kitchen, M.M. Ryan, A.L. Rickards og J.V. Lissenden. Við grípum hér niður í þessa bók, þar sem fjallað er um tilfinningar for- eldra, meðgöngu og fyrstu við- brögð. Flestum finnst það erfið reynsla að eignast fyrirbura og eru óviðbúnir henni. Starfsfólk sjúkra- húsa gerir sér Ijóst að það ber ekki aðeins ábyrgð á velferð barnsins heldur einnig líðan foreldranna. Það er mjög mikilvægt að þeim takist að vinna úr tilfinningum sínum þeg- ar álagið er sem mest. Fagfólk, þ.e. læknar, hjúkrunarfræðingar, fé- lagsráðgjafar og aðrir, getur oft veitt góðan stuðning. Einnig geta aðrir foreldrar sem öðlast hafa sams konar reynslu veitt ómetan- lega hjálp. Þið eigið fullan rétt á aðstoð. Engar tvær fjölskyldur hafa sömu þarfir og starfsfólkið mun vissulega leitast við að veita ykkur þá aðstoð sem þið þurfið þegar þið eruð tilbúin að taka á móti henni. Með öðrum orðum, þið þurfið sjálf að gera ykkur grein fyrir hverjar þarfir ykkar eru. Það er ekki ætlunin hér að segja ykkur hverjar tilfinningar ykkar og viðbrögð eiga að vera. Engar tvær manngskjur takast á við erfiðleika á nákvæmlega sama hátt. Reynsla fólks og skynjun getur stuðlað að mismunandi viðbrögðum við sömu eða svipuðum atburðum. Samt sem áður eru nokkur almenn viðbrögð sem foreldrar fyrirbura ættu að kannast við. Það er oftast þægilegt að verða var við að aðrir hafa upp- lifað sömu hugsanir, tilfinningar og áhyggjur og það sem meira er þess- ar áhyggjur munu líða hjá. Það eru margar aðferðir til að takast á við þessar tilfinningar, Það hjálpar oft að tala um áhyggjur sinar og við viljum hvetja ykkur til að ræða áhyggjur ykkar við velviljað fagfólk. Það getur líka hjálpað að tala við foreldra sem hafa svipaða reynslu að baki. Meðgangan Á meðgöngutímanum draga for- eldrar oftast I huganum upp mynd af barninu sem beðið er eftir. Þessi mynd þróast eftir því sem líður á meðgönguna og við lok hennar framkallast hún oftast í þybbnu, heilbrigðu og kröftugu ungbarni sem foreldrar fyllast stolti yfir. Það er klætt i falleg föt, það er ánægju- legt að gefa því og hugsa um það og foreldrarnir gera sér vonir um að barnið muni í framtíðinni öðlast eitthvað sem þeir hafa sjálfir farið á mis við. Þessar hugmyndir um bamið þróast smátt og smátt og móðirin myndar sterk tilfinninga- tengsl við barnið sem hún gengur með. Ákveðnar jákvæðar vænting- ar eru til fæðingarinnar með þátt- töku föðurins og stundum fjölskyldu og vina í huga. Þegar líður að fæð- ingunni eru foreldrarnir orðnir óþol- inmóðir eftir að óþægindum með- göngunnar Ijúki. Sumir foreldrar eru ekki eins jákvæðir og vilja vera við- búnir því að barnið geti verið af- brigðilegt á einhvern hátt. Það eina sem létt getur þeim áhyggjum af foreldrum er fæðing heilbrigðs barns. Fæðing fyrirbura setur þess- ar tilfinningar allar á ýmsan hátt úr skorðum. Fyrstu hugsanir og viðbrögð Mörgum foreldrum finnst mjög lítill fyrirburi hreint ekki aðlaðandi eða fallegur. Þeir segja þó eins og. ósjálfrátt: „Er hún ekki sæt,“ eða hrósa barninu á annan hátt af því þeir vilja þóknast starfsliðinu eða vilja vera „eðlilegir" foreldrar. Margir þeirra eru ekki tilbúnir að horfast í augu við áfallið. Fyrr eða seinna viðurkenna þó margir að þeim brá þegar þeir sáu barnið í fyrsta sinn. Þeir likja barninu oft við afkvæmi dýrs, eða fuglsunga. „Hún var eins og flegin kanína og ég hugsaði: en hræðilegt, eins og fið- urlaus fuglsungi sem kastað hefur verið úr hreiðrinu!" Önnur mamma sagði okkur seinna: „Ég gat ekki horft á hana. Ég horfði alltaf á eitthvað rétt fyrir ofan hana svo enginn sæi hvernig mér leið." Blendnar tilfinningar eru algeng- ar. Annars vegar vilja foreldrarnir elska barnið sitt en hins vegar eru þeir hræddir, annaðhvort við útlit barnsins eða við það að barnið deyi og þá liði þeim enn verr ef þeir væru orðnir tilfinningalega bundnir barninu. Smám saman tekst þó foreldrum að sigrast á þes6um tllfinningum. Ein mamman sagði okkur seinna: „Ég fór að þekkja andlit hans, svip- brigðin. Það var eins og ég hefði alltaf þekkt hann." Eftir sex vikur er útlit barnsins orðið miklu skárra. Grannir fótleggir, höfuð í stærra lagi, alltaf sofandi en flestum foreld- rum mesta augnayndi. Leiðrétting við laufabrauð Vegna tæknilegra mistaka vantaði uppgefið magn I laufabrauðsupp- skriftir í matarblað Daglegs lífs og til þess að ekkert fari á milli mála birtum við þær hér í heild sinni. Laufabrauð með heilhveiti 800 g hveiti og 200 g heilhveiti eða rúgmjöl, 1 'Atsk. lyftiduft, 1 tsk. salt, um 1 lítri mjólk, Laufabrauð 1 '/z-2 kg hveiti, 1 'Atsk. lyftiduft, 3A lítrar snarheit mjólk, 'U lítri heitt vatn, 50 g smjörlíki, 2 msk. sykur, 2 tsk. salt, Laufabrauð með rúgmjöli 500 g hveiti, 500 g rúgmjöl eða heilhveiti. 2 tsk. lyftiduft, 70 g smjörlíki, 2 msk. sykur, 2 tsk. salt, ’/z lítri snarpheit mjólk, 'U lítri heitt vatn, dálítið kúmen hitað með mjólk- inni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.