Morgunblaðið - 23.12.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.12.1989, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 1989 Ovíst um stuðning við ríkisstjórn - segir Stefán Valgeirsson STEFÁN Valgeirsson segist ekki hafa tekið ákvörðun um hvort hann láti af stuðningi við ríkissljórnina eftir að hafa ekki náð endurkjöri í bankaráð Bún- aðarbankans en segist telja að með kosningunni haíl ríkis- stjórnin framið skýlaust brot á samkomulagi við sig. Það sam- komulag hafl ekkert breyst við inngöngu Borgaraflokksins í ríkisstjórnina. „Það væri nær að spyrja forsæt- isráðherra og ríkisstjórnina hvort þeir séu að reyna að losa sig við mig,“ sagði Stefán, sem sagðist mundu ráðfæra sig við sína stuðn- ingsmenn um málið. „Ég er enginn einræðisherra í Samtökum um jafnrétti og félagshyggju. Ég á marga stuðningsmenn og það er víst að þeim fer ekki fækkandi," sagði hann. Sjá frétt á þingsíðu bls 25. Morgunblaöið/Þorkell Þingmenn íjólaleyfi Þingmenn fóru í jólaleyfi í gær eftir að hafa samþykkt fjárlög fyrir næsta ár. Hér sjást Þorsteinn Pálsson og Ólafur Þ. Þórðarson kveðj- ast en Birgir Isleifur Gunnarsson og Guðmundur G. Þórarinsson fylgjast með. Bandaríski sendiherr- ann greiddi fyrir veiði- heimildum við Alaska - segir Jón Baldvin Hannibalsson JON BALDVIN Hannibalsson, utanríkisráðherra, segir að Char- les Cobb, sendiherra Bandaríkjanna á íslandi, hafi greitt fyrir því að Islenzka úthafsútgerðarfyrirtækinu hf. var úthlutaður kvóti til veiða á Alaskaþorski í Kyrrahafi. Jón Baldvin segir að sér hafi þorist neyðarkall um aðstoð frá Ragnari Halldórssyni, fram- kvæmdastjóra íslenzka úthafsút- gerðarfyrirtækisins, eiganda frystitogarans Andra I BA, vegna þess að skipið fékk ekki ráðrúm til að vinna um borð úthlutaðan kvóta af Alaskaþorski í Kyrrahafi fyrir þetta ár, en bandarísk stjórn- völd höfðu veitt Andra I heimild til að vinna 30.000 tonn af Alaska- þorski um borð árið 1989. Miklar breytingar þurfti að gera á skipinu í Bretlandi og dróst á langinn að það kæmist til veiða og útséð um að tækist að veiða upp í úthlutaðan kvóta, enda er ekki áætlað að það komi á miðin fyrr en á morgun, aðfangadag. Jón Baldvin sagði að hann hefði verið staddur í Brussel vegna að- Friðrik Sophusson í bankaráð Landsbanka: Kaupín á Samvinnubanka ástæð- an tyrir ákvörðun þingflokks - segir Pétur Sigurðsson PÉTUR Sigurðsson, fráfarandi formaður bankaráðs Landsbankans, segir að raunveruleg ástæða þess að hann fékk ekki stuðning Sjálf- stæðisflokksins til áframhaldandi setu í ráðinu, séu fyrirhuguð kaup Landsbankans á hlutabréfúm Sambandsins í Samvinnubankanum. Forusta Sjálfstæðisflokksins hefiur gagnrýnt þau kaup. Pétur segist vonast til að hægt verði að ganga frá kaupunum áður en hann hættir í bankaráðinu um áramótin. í kosningum í bankaráð Búnaðar- banka og Landsbanka á Alþingi í gær kom einn fulltrúi í hlut Sjálf- stæðisflokksins en flokkurinn hafði tvo áður. Á þingflokksfundi sjálf- stæðismanna fyrir kosninguna í gær, skýrði Þorsteinn Pálsson for- maður flokksins frá því að fyrir lægi tillaga um að Friðrik Sophusson yrði fulltrúi flokksins í bankaráði Lands- banka. Matthías Bjarnason lagði á móti til að Pétur Sigurðsson héldi sæti sínu í bankaráði, og í leynilegri kosningu sem á eftir fylgdi fékk Borgaraflokkurinn: Deila um bankaráðs- sæti í Búnaðarbanka Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir alþingismaður var kjörin í bankaráð Búnaðarbankans á Al- þingi í gærbsem fulltrúi Borgara- flokksins. Guðmundur Ágústsson þingflokksformaður Borgara- flokksins segir að gengið hafi verið frá því að hann fengi þetta embætti en Júlíus Sólnes formað- ur flokksins segir það ekki vera rétt. Borgaraflokkurinn fjallaði um tilnefningu í bankaráð Búnaðar- bankans á _ þingflokksfundi á fimmtudag. Á þeim fundi segir Guðmundur Ágústsson að hafi ver- ið ákveðið að hann yrði tilnefndur í bankaráðið og þeirri ákvörðun hafi ekki verið breytt meðan hann sat fundinn. Júiíus Sólnes sagði við Morgun- blaðið að mjög margir hefðu verið í boði um bankaráðssætið eins og reyndar hjá öðrum þingflokkum, og ekkert hefði verið frágengið með þetta fyrr en seint á fimmtudags- kvöld. Hann sagði að á tímabili hefði litið út fyrir aðra lausn á málinu en raun varð á, sem hefði haft það í för með sér að Guðmund- ur færi í bankaráðið, en sú lausn hefði ekki gengið upp. Guðmundur mætti ekki á Alþingi í gær, en þá fór meðal annars fram kosning í bankaráð. Þegar Guð- mundur var spurður hvort það væri í tengslum við bankaráðstilnefning- una sagði hann það ekki ólíklegt. Hann vildi ekkert segja til um hvort þetta hefði áhrif á störf hans fyrir Borgaraflokkinn í framtíðinni. Friðrik 11 atkvæði og Pétur 7. Þá lá fyrir að bæði Friðjón Þórðarson og Halldór Blöndal sóttust eftir end- urkjöri í bankaráð Búnaðarbanka. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins fékk Halldór 10 atkvæði en Friðjón 6 í leynilegri kosningu í þing- flokknum. Pétur Sigurðsson sagði við Morg- unblaðið að það væru ráðamenn í Sjálfstæðisflokknum sem teldu að stærsti banki þjóðarinnar ætti að vinna eftir pólitískum línum. „Þeir sem eru fullir af hatri í garð sam- vinnuhreyfingarinnar gleyma því að það eru fleiri viðskiptavinir við Landsbankann því það eru mörg gullskipin þar og þeim hefur orðið vel að verki núna því það vita allir að ég hef hugsað um málefni Lands- bankans. Það væri hreint utan- gamakjaftæði að tala um að neitt annað hafi ráðið hjá forustu Sjálf- stæðisflokksins en þetta,“ sagði Pét- ur. Þegar Friðrik Sophusson var spurður hvernig hann vildi túlka breytinguna í bankaráðinu, sagðist hann telja þetta sýna vilja flokks- forustunnar til að fylgja eftir stefnu flokksins, að gera ríkisbankana að Fjársöfnun vegna brunans í Álfabyggð: „Viðbrögðin afar sterk“ „VIÐ erum ákaflega þakklátar og hrærðar yfir hversu vel Akur- eyringar hafa tekið söfnuninni og raunar eru það ekki bara bæj- arbúar sem hafa lagt sitt af mörkum heldur hafa framlög einnig komið víðar að af landinu," sagði Þorbjörg Ingvadóttir sjúkra- liði, en Sjúkraliðafélag Akureyrar hefur eftit til söfnunar til að- stoðar fjölskyldunni í Álfabyggð 8. Eldur kom upp í húsinu í fyrra- dag og er það óíbúðarhæft sökum skemmda af völdum elds, reyks og vatns. Fjölskyldan í Álfa- byggðinni á um sárt að binda, heimilisfaðirinn lést í vinnuslysi fyrir hálfum mánuði og ekkjan ásamt þremur börnum sínum hef- ur nú misst húsnæði sitt um sinn. Reikningur var opnaður í Spari- sjóði Glæsibæjarhrepps á Akur- eyri í gærmorgun og sagði Dísa Pétursdóttir sparisjóðsstjóri að viðbrögð við söfnuninni hefðu ver- ið afar sterk. Fólk hafði strax safnast saman fyrir utan spari- sjóðinn áður en hann var opnaður og afgreiðslan var full allan dag- inn. Hún sagði að fjölmörg starfs- mannafélög hefðu gefið fé í söfn- unina bæði á Akureyri og einnig út um land allt, áberandi væri hversu mörg félög starfsmanna í bönkum hefðu lagt fram fé. „Það komu hér börn og öryrkjar til okkar, einn aðili sem eingöngu hefur styrk til að lifa á gaf 10 þúsund krónur, fólk sýndi mjög sterk viðbrögð," sagði Dísa, Þorbjörg Ingvadóttir sjúkraliði sagði að söfnuninni yrði haldið áfram eftir jólahátíð, en í kvöld, Þorláksmessukvöld, verða skátar úr Skátafélaginu Klakki í göngu- götunni á Akureyri og munu þeir taka á móti framlögum í söfnun- ina á milli kl. 20. og 23. Þeim sem Ieggja vilja fjölskýldunni lið er einnig bent á tékkareikning núm- er 5761 í Sparisjóði Glæsibæjar- hrepps á Akureyri og einnig hefur verið opnaður reikningur í útibúi Búnaðarbankans á Sauðárkróki og er hann númer 263221. „Undirtektir hafa verið mjög góðar og við viljum gjarnan koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem lagt hafa okkur lið, bæjarbúa og landsmanna allra,“ sagði Þorbjörg. draganda fundar utanríkisráðherra Atlantshafsbandalagsins er honum barst neyðarkall útgerðarfyrirtæk- isins. Þar átti utanríkisráðherra fund með þremur háttsettum bandarískum embættismönnum, þar á meðal McAllister, aðstoðar- viðskiptaráðherra Bandaríkjanna. Jón Baldvin kvaðst hafa tekið málið upp á þessum fundi og skömmu síðar við James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. „Charles Cobb, sendiherra Bandaríkjanna á íslandi, kom á þann fund og fól Baker honum að ganga frá þessu máli og fylgdi sendiherrann því eftir við banda- ríska viðskiptaráðuneytið," sagði Jón Baldvin Hannibalsson. Þorbjörn Jónsson hjá íslenzka úthafsútgerðarfélaginu sagði að sendiherrann hefði ekki haft aðra milligöngu í viðskiptum fyrirtækis- ins og Bandarikjamanna en þá, sem eðlileg væri í viðskiptum við bandarískar ríkisstofnanir. „Það hefur verið leitað eftir samstarfi við þá aðila, sem málið varðar,“ sagði hann. „Sendiherrann hefur ekki gert neitt nema að sinna sinu starfi og gert það vel.“ hlutafélögum, fyrst í eigu ríkisins en síðan verði hlutabréfin seld á al- mennum markaði. Hann sagði síðan að sér fyndist einnig fuli ástæða til að fara ofan í hugsanleg kaup Landsbankans á Samvinnubankanum og kanna ræki- lega hvort bankinn ætti að standa að þeim kaupum á grundvelli þess bráðabirgðasamkomulags sem þar hefur verið gert. „Ég leyfi mér að efast um það,“ sagði Friðrik. Þorsteinn Pálsson vildi ekki tjá sig um ástæður þess að Sjálfstæðis- flokkurinn skipti um bankaráðs- mann í Landsbankanum. Halldór Blöndal vildi ekki tjá sig um atkvæðagreiðsluna í flokkunum um bankaráð Búnaðarbankans. Frið- jón Þórðarson sagði hins vegar, að hann hefði verið felldur úr banka- ráðinu eftir 29 ára starf þar, en hann hefði farið í bankaráðið að ráðum Ólafs Thors og Bjarna Bene- diktssonar. „Ég hef alltaf verið end- urkosinn síðan og veit varla hvers vegna ég var felldur núna,“ sagði Friðjón. Sjá einnig á þingsiðu, bls. 25. Landsbanki — Samvinnubanki: Sameining möguleg fyrir jólin „ÉG TEL möguleika á að klára þetta fyrir jól,“ sagði Guðjón B. Ólafsson, forstjóri Sambandsins, i samtali við Morgunblaðið í gær, eftir að fúndi með samninga- nefndum Landsbanka íslands og SÍS um kaup Landsbankans á hlut SÍS i Samvinnubankanum lauk. Sverrir Hermannsson, banka- stjóri Landsbankans, sagði í gær- kvöldi að ekkert væri um þetta mál að segja að sinni, en ljóst væri, að þokazt hefði í samkomulagsátt og næsti fundur yrði haldinn í dag. Sámningasviðræður Landsbank- ans og SÍS um kaup Landsbankans á 52% hlut SÍS í Samvinnubankan- um hafa staðið um alllanga hríð og engin niðurstaða er í það mál kom- in ennþá, en stefnt var að því að hún lægi fyrir eigi síðar en í októb- eriok. Reykjavík: 7,2% hækkun á rafinagni BORGARRÁÐ hefiir samþykkt 10% meðaltalshækkun á gjaldskrá Rafmagnsveitu Reykjavíkur frá og með 1. janúar. Að sögn Aðalsteins Guðjohnsen raftnagnsstjóra er gert ráð fyrir 7,2% hækkun til almennra notenda, þar á meðal heimila. Iðnaðarráðuneytið hefur óskað eftir því að hækkuninni verði fre- stað. Rafmagnsstjóri segir að borg- aryfirvöld hafi ekki orðið við tilmæl- unum og svarað erindi ráðuneytisins með því að senda inn gjaldskrána og óska eftir staðfestingu hennar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.