Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						56 SIÐUR B/C
*v9unliliifeife
STOFNAÐ 1913
3. tbl. 78. árg.
FOSTUDAGUR 5. JANUAR 1990
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Tékkneska stjórnin:
Leggja til að Com-
econ verði leyst upp
Mun segja sig úr bandalaginu ella
Varsjá. Reuter.
TÉKKNESK sljórnvöld ætla að
leggja til, að Comecon, Efnahags-
bandalag              Austur-Evrópu-
ríkjanna, verði lagt niður og segja
sig úr því verði ekki á tillöguna
fallist. Kom þetta fram hjá Vaclav
Klaus, fjármálaráðherra Tékkó-
slóvakíu, í viðtali við pólskt dag-
blað í gær.
Klaus, sem verið hefur í Varsjá
til viðræðna við pólsk stjórnvöld,
Svíþjóð:
Rausnargjöf
til vísinda-
rannsókna
Stokkhólmi. Frá Erik Liden, fréttaritara
Morgunblaðsins.
GÖRAN Gustafsson, einn af mestu
fasteignaeigendum í Svíþjóð, hef-
ur gefið sænsku vísindaakade-
míunni rúmlega 2,7 miujarða ísl.
kr. Er hér um að ræða mestu gjöf
frá einum einstaklingi, sem um
getur í landinu, ef undan er skilið
framlag Alfreds Nobels til Nóbels-
verðlaunasjóðsins.
Gjöfin verður notuð til að stofna
sjóð í nafni Gustafssons og veitt úr
honum til ýmissa raunvísindarann-
sókna. Er hugmyndin sú, að styrk-
þegar geti helgað sig rannsóknunum
einum í fimm ár samfleytt.
Göran Gustafsson er sjötugur að
aidri, fæddur í Norðurbotni þar sem
hann ólst upp við kröpp kjör ásamt
14 systkinum sínum. Hann sneri sér
snemma að fasteignaviðskiptum en
á þessum áratug hefur fasteignaverð
hækkað mikið og Gustafsson notaði
hagnaðinn til að styrkja vísindarann-
sóknir. Hefur hann samtals gefið til
þeirra rúmlega 4,4 milljarða ísl. kr.
sagði í gær í viðtali við stjórnarmál-
gagnið Rzecspospolita, að hann
myndi leggja tillöguna fram á árs-
fundi Comecons í næstu viku og
yrði hún felld myndu Tékkar segja
sig einhliða úr bandalaginu. Sagði
Klaus, að pólska stjórnin ætlaði að
styðja tékknesku tillöguna og hann
kvaðst telja, að Comecons biði ekk-
ert annað en að brotna upp í ríkja-
hópa, sem byggðu á tvíhliða samn-
ingum sín í milli.
Aðildarríki Comecons eru 10, Sov-
étríkin, Búlgaría, Tékkóslóvakía,
Austur-Þýskaland, Ungverjaland,
Pólland og Rúmenía og að auki
Kúba, Mongólía og Víetnam.
Nokkrir pólskir þingmenn hafa
látið í ljós þá skoðun, að Pólland og
Tékkóslóvakía ættu að taka upp
náið samband sín í milli með tilliti
til hugsanlegrar'sameiningar Þýska-
lands. Leggja þeir áherslu á, að þeir
óttist ekki um landamæri ríkjanna,
heldur sé ástæða til að stilla saman
strengi gagnvart pólitískum og efna-
hagslegum mætti Þýskalands.
Bandaríkin:
Reuter
Manuel Noriega, fyrrum einvaldur i Panama, í höndum tveggja starfsmanna bandaríska eiturlyfjaeftir-
litsins. Er Noriega þarna kominn um borð í flugvélina, sem flutti hann til Bandaríkjanna þar sem hon-
um hafa verið birtar ákærur um eiturlyfjasmygl.
Noriega leiddur fyrir rétt
sakaður um eiturlyfjasmygl
Miami, Washington, Panamaborg. Reuter.
MANUEL Noriega, fyrrum ein-
valdur í Panama, kom í gær fyrir
rétt í Miami í Bandaríkjunum þar
sem honum voru birtar ákærur
um eiturlyfjasmygl. Svaraði hann
sakargiftunum með því að bera
brigður á lögsögu bandarísks
dómstóls í málum sínum. Uppgjöf
Noriega, sem gaf sig fram við
bandaríska hermenn, hefur verið
fagnað ákaflega í Panama og þá
ekki síður í Bandaríkjunum ehda
var það einn megintilgangur
íhlutunarinnar að hafa hendur í
hári hershöfðingjans.
Það var í fyrrinótt, sem Noriega
gafst upp eftir 10 daga dvöl í sendi-
ráði Páfagarðs í Panamaborg, en
þá hafði erkibiskupinn í Panama
gert honum ljóst, að hann ætti að-
eins tveggja kosta völ: að hírast
áfram í húsinu umsetinn og eins og
fangi eða reyna að verja sig fyrir
bandarískum dómstól. Það, sem reið
Leiðtogi rúmenskra útlaga:
Hundurinn drepinn en keðjunni haldið
Búkarest. París. Moskvu. Reuter.
SOVÉSK sljórnvöld hafa neitað því að þau
hafi heitið stuðningi við byltingu gegn Nic-
olae Ceausescu. Þjóðarráðið í Rúmeníu og
talsmenn þess neitaðu þvi einnig í gær að
samsæri hefði verið gert til að steypa harð-
stjóranum af stóli. Ion Ratiu, leiðtogi sam-
taka rúmenskra útlaga, sagði hins vegar í
gær að kommúnistar færu með völd i Þjóðar-
ráðinu og þeir væru að reyna að stela bylt-
ingunni. Hann vitnaði í rúmenska skrýtlu
og sagði að „hundurinn hefði verið drepinn
en keðjunni haldið".
Petre Roman, forsætisráðherra Rúmeníu,
sagði í gær í viðtali við franska dagblaðið Le
Monde að byltingin í Rumeníu hefði verið fyrir-
varalaus og hann hefði fyrst heyrt getið um
Þjóðarráðið 22. desember, daginn sem Ceauses-
cu var steypt. Hins vegar hefði rúmenska örygg-
islögreglan komist að því að Ion Iliescu, núver-
andi forseti Rúmeníu, og Nicolae Militaru, nú-
verandi varnarmálaráðherra, hefðu hist fyrir
Reuter
Margir Rúmenar njóta um þessar mundir
frjálsra fjölmiðla í fyrsta skipti á ævinni.
Hér sjást þrír borgarar taka sér hvíld frá
snjómokstri til að lesa nýjustu fréttir.
hálfu ári til að ræða óánægju sína með Ceauses-
cu. Þetta kynni að valda þeim misskilningi að
byltingin hefði verið skipulögð.
Silviu Brucan, talsmaður framkvæmdanefnd-
ar Þjóðarráðsins, sagði í gær að í ríki Ceauses-
cus hefði verið útilokað að skipuleggja byltingu.
Á miðvikudag sagði Brucan hins vegar að Sovét-
menn hefðu heitið sér stuðningi við byltingu í
lok nóvember. Gennadíj Gerasímov, talsmaður
sovéska utanríkisráðuneytisins, vísaði þessari
staðhæfingu á bug í gær.
Ion Ratiu, forseti Heimssambands frjálsra
Rúmena, fagnaði á fundi með fréttamönnum
þeim breytingum sem orðið hefðu í Rúmeníu
en sagði að allir félagar í Þjóðarráðinu væru
sannfærðir kommúnistar. Ratiu sem hefur verið
útlægur í hálfa öld sagðist ætla að snúa heim
innan tíðar og ganga í Smábændaf lokkinn með
það fyrir augum að bjóða sig fram í kosningun-
um í apríl. Einnig var tilkynnt í gær að nokkr-
ir félagar i Þjóðarráðinu ætluðu að bjóða sig
fram fyrir ráðið en ekki undir nafni neins ákveð-
ins flokks.
Sjá „Byltingin . . . " á bls. 21.
baggamuninn, var þó líklega, að á
miðvikudag söfnuðust tugþúsundir
Panamamanna saman fyrir utan
sendiráð Páfagarðs til að krefjast
framsals Noriega til Bandaríkjanna
og þegar fréttin um uppgjöf hans
var f lutt þusti fólk út á götur til að
fagna tíðindunum.
Noriega var umsvifalaust fluttur
til Homestead-flugbækistöðvarinnar
skammt frá Miami og í gær var
honum birt ákæra um eiturlyfja-
smygl. Var um að ræða sömu ákær-
urnar og birtar voru að honum f jar-
stöddum fyrir tveimur dómstólum á
Flórída í febrúar 1988 en verði hann
fundinn sekur um öll ákæruatriði á
hann yfir höfði sér fangelsi í 145 ár.
Ströng gæsla var um Noriega
þegar hann kom til réttarsalarins
og er honum höfðu verið birt ákæru-
atriði í spænskri þýðingu lýsti verj-
andi hans yfir, að um hefði verið
að ræða ólöglega innrás í Panama
og sem þjóðhöfðingi landsins væri
hann undanþeginn lögsókn í Banda-
ríkjunum. Túlkaði dómarinn þá yf ir-
lýsingu þannig, að Noriega segðist
vera saklaus. Fyrr í gær hafði verj-
andi Noriega lýst yf ir, að skjólstæð-
ingur sinn myndi krefjast þess, að
lögð yrðu fram „nokkur viðkvæm
skjöl" um fyrri tengsl sín við CIA,
bandarísku leyniþjónustuna.
Bandaríkjamenn, almenningur
sem embættismenn, fögnuðu í gær
uppgjöf Noriega og þykja lyktir
málsins ávinningur fyrir George
Bush forseta.
Sjá „Uppgjöf . . . " á bls. 18.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40