Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						48 SIÐUR B
tfttunHaMfe
STOFNAÐ 1913
6. tbl. 78. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 9. JANUAR 1990
Suður-Afríka:
Mandela
látinn laus
innanör-
farra vikna?
J&hannesarborg. Reuter, Ðaily Telegraph.
NELSON Mandela, leiðtogi
Afríska þjóðarráðsins (ANC),
sagðist í gær vongóður um að
hann yrði látinn laus úr fang-
elsi innan örfárra vikna, að sögn
eiginkonu hans, Winnie Mand-
ela.
Þetta er í fyrsta sinn sem slík
ummæli eru höfð eftir Mandela frá
því hann var handtekiiín árið 1962
og dæmdur í lífstíðarfangelsi 1964
fyrir að hafa skipulagt uppreisn
gegn minnihlutastjórn hvítra
manna í Suður-Afríku. Sjö blökku-
mannaleiðtogar voru handteknir á
sama tíma og hann en þeir voru
látnir lausir í fyrra. Mandela er í
haldi í bóndabæ um 60 km frá
Höfðaborg.
Winnie Mandela sagði að eigin-
maður sinn hefði sagt sér að und-
irbúa heimkomu hans. Hún kvaðst
ekki vita gjörla hvenær hann yrði
látinn laus en sagði það ekki leng-
ur spurningu um mánuði, heldur
örfáar vikur.
Suður-afrískir embættismenn
segjast búast við því að Mandela
verði látinn laus í lok þessa mánað-
ar eða f ljótlega eftir að þing lands-
ins kemur saman á ný eftir jóla-
hlé 2. febrúar. Afríska þjóðarráðið
og ýmsir leiðtogar blökkumanna
hafa sagt að samningaviðræður
við stjórnvöld komi ekki til greina
fyrr en Mandela verði látinn laus.
Chris Hani, yfirmaður skæruliða-
sveita Afríska þjóðarráðsins, sagði
í gær að búast mætti við hörðum
árásum skæruliðanna í Suður-
Afríku í ár.

to<
\ «&.
Reuter
Azerar hrópa til vina og skyldmenna yfir Arax-fljót, sem skilur íran og Sovétríkin. Tæpar sex milljón-
ir Azera búa í Sovétlýðveldinu Azerbajdzhan en 4 milljónir í samnefndu héraði í norðurhluta írans.
Þeir krefjast þess að landamærin verði opnuð og hafa rifið niður landamæragirðingar og eyðilagt varð-
stöðvar á svæðinu.
Prentsmiðja Morgunblaðsins
N ATO haftiar
aiVopnunartil-
lögum Gysis
Brussel. Reuter.
TALSMENN Atlantshafsbanda-
lagsins (NATO) höfnuðu í gær til-
lögum Gregors Gysis, leiðtoga
austur-þýska kommúnistaflokks-
ins, um að þýsku ríkin fækkuðu í
herliði sínu um helming á næstu
tveimur árum og allir erlendir
hermenn yrðu fluttir af þýskri
jörð fyrir aldamót.
Talsmennirnir sögðu að bandalag-
ið væri andvígt því að samið yrði um
afmörkuð afvopnunarsvæði. Þeir
sögðu að aðeins kæmi til greina að
fjalla um slíkar hugmyndir í Vínar-
viðræðunum um fækkun hefðbund-
inna vopna. Hans Klein, talsmaður
vestur-þýsku stjórnarinnar, tók til-
lögunni einnig fálega. „Ráðlegt væri
fyrir Gysi að einbeita sér að vanda-
málum Austur-Þýskalands frekar en
að vekja á sér athygli með tilkomum-
iklum hugmyndum í fjölmiðlum,"
sagði talsmaðurinn.
Upplausnin í Sovétríkjunum:
Götubardagar brjótast
út í Nagorno-Karabakh
Medvedev fordæmir kommúnista í Litháen - Vaxandi þjóðaólga í Azerbajdzhan og Georgíu
Moskvu. Reuter og dpa.
BARIST var með vélbyssum á
götum Stepanakert, höfuðstað
Nagorno-Karabakh, og brú var
sprengd í loft upp í héraðinu, að
því er sovéska sjónvarpið skýrði
frá í gær. Mótmæli Azera héldu
áfram við landamærin að íran og
hermenn voru sendir til Georgíu
vegna vaxandi þjóðaólgu. Nefnd
háttsettra sovéskra embættis-
manna kom til Litháens í gær til
viðræðna við kommúnista Sovét-
lýðveldisins, sem hafa ákveðið að
slíta öll tengsl við móðurflokkinn
í Moskvu. Oddviti nefndarinnar,
Vadím Medvedev, helsti hug-
myndafræðingur kommúnista-
flokksins,   fordæmdi   litháíska
Rúmenía:
Fylgismenn Nicolae
Ceausescus fyrir rétt
Búkarest. Reuter.
FYRSTU réttarhöldin hófust í gær yfir þeim félögum í rúmensku
öryggissveitunum sem héldu áfram að berjast eftir að Nicolae Ceau-
sescu, fyrrum einræðisherra Rúmeníu, var steypt af stóli 22. desem-
ber. Þjóðarráðið, sem farið hefur með völdin í landinu frá bylting-
iiiini, lofaði samningaviðræðum við nýstofhaða stjórnmálaflokka
landsins um hvernig koma megi á lýðræðis
Reuter
Talsmaður Þjóðarráðsins, Aurel
Munteanu, sagði að sérstakur her-
réttur hefði hafið yfirheyrslur yfir
nokkrum liðsmönnum öryggissveit-
anna í bænum Sibiu. Einn þeirra
var dæmdur í níu ára fangelsi.
Á sunnudaginn var þeirra
minnst í Búkarest, sem féllu í
byltingunni gegn Ceaucescu.
Myndin sýnir minnisvarða um
hina látnu. Kveikt var á kertum
og brugðið upp táknrænum
borðum og spjöldum eins og
þeim, sem leggja kommúnisma
og nasisma að jöfnu. Á krossin-
um stendur: Hyllum hetjur okk-
ar að eilífu.
Fleiri yrðu dregnir fyrir rétt síðar
í ýmsum borgum landsins. Enginn
þeirra verður dæmdur til dauða.
Munteanu sagði einnig að Þjóð-
arráðið væri reiðubúið að ræða við
fulltrúa nýstofnaðra flokka um
framkvæmd frjálsu kosninganna,
sem áformaðar eru í apríl. Fram-
bjóðendur allra flokka fengju að
koma fram í útvarpi og sjónvarpi
þegar kosningabaráttan hæfist.
Hann sagði að Þjóðarráðið myndi
standa við loforð sín um kosningar
í apríl. Hann lagði ríka áherslu á
að Þjóðarráðið hygði ekki á fram-
boð en hins vegar yrði lagður fram
listi yfir frambjóðendur úr öðrum
flokkum, sem ráðið styddi.
Sjá fréttir á bls. 18-19.
kommúnista og sagði þá stofiia
umbótastefnu Míkhaíls Gorb-
atsjovs Sovétforseta í hættu.
Engar upplýsingar hafa fengist
um mannfall í bardögunum í Nag-
orno-Karabakh, héraði sem Azerar
vilja að sameinað verði Azerbajdzhan
á ný. Allir vegir til héraðsins eru
lokaðir og lestasamgöngur hafa legið
niðri mánuðum saman. Flytja þarf
öll aðföng loftleiðis og mikill^ skortur
er á ýmsum matvælum. „Ástandið
er mjög alvarlegt og gífurlegur ótti
ríkir á meðal íbúanna," sagði í sov-
éska sjónvarpinu.
Málgagn sovésku stjórnarinnar,
ízvest/a, skýrði frá því að hópar
Azera hefðu lent í átökum við verði
á landamærum Azerbajdzhans að
Tyrklandi og íran. Næstum allar
varðstöðvar á landamærunum að ír-
an, sem eru um 150 km, hafa verið
eyðilagðar frá því á nýársdag.
Hermenn voru sendir til Georgíu
í gær vegna óeirða sem brotist höfðu
út eftir að níu mánaða barn hafði
verið skotið til bana. Georgíumenn
sökuðu þjóðernissinna í fjallahérað-
inu Suður-Ossetíu um morðið. Oss-
etíumenn berjast fyrir auknu sjálf-
ræði og þess að tunga þeirra verði
opinbert      mál      héraðsins.
Georgíumenn hindra nú samgöngur
til héraðsins.
Míkhaíl Gorbatsjov kemur í sína
fyrstu heimsókn til Litháen á
fimmtudag, degi síðar en áformað
var í fyrstu. Um helgina var sam-
þykkt á fundi Sajudis, fjöldahreyf-
ingar sem berst fyrir aukinni sjálf-
stjórn, að taka á móti Gorbatsjov
með mótmælum og kröfum um frjálst
Litháen. Frelsisfylking Litháens, sem
vill tafarlausan og algjöran aðskiln-
að, áformar einnig mótmæli með
slagorðinu: „Farðu heim Gorbí!"
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40