Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						64 SIÐUR B
0rgniiH*feife
STOFNAÐ 1913
12.tbl.78.árg.
ÞRIÐJUDAGUR 16. JANUAR 1990
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Hernaðarástand í Kákasuslöndum Sovétríkjanna:
Liðsmenn hers, flota og
KGB sendir á vettvang
Sovésk öryggissveit á eftir-
litsferð um götur Bakú, höf-
uðborgar Sovétlýðveldisins
Azerbajdzhans, þar sem
meira en 30 Armenar voru
myrtir um helgina. Hernað-
arástand er nú í Kákasus-
löndum Sovétríkjanna og
hafa liðsmenn hers, flota og
KGB verið sendir á vettvang
til aðstoðar öryggissveitum
innanríkisráðuneytisins.
Harðorðasta tilskipun um hernaðar-
viðbrögð innan Sovétríkjanna frá 1917
Moskvu. Reuter, Daily Telegraph.
SOVÉSK stjórnvöld ákváðu í gærkvöldi að senda liðsmenn hers, flota
og KGB til tveggja Sovétlýðvelda við rætur Kákasusfjalla, Armeniu
og Azerbajdzhans, og sögðu að reynt hefði verið að binda enda á
sovésk yfirráð í lýðveldunum með valdi. Þetta kom fram í tilskipun
forsætisnemdar Æðsta ráðsins í Moskvu og þykir hún harðorðustu
fyrirmæli um hernaðarviðbrögð innan Sovétrílyanna frá borgara-
styrjöldinni eftir byltingu bolsévíka árið 1917. Lýst var yfir neyðar-
ástandi í héraðinu Nagorno-Karabakh, sem aðallega er byggt Armen-
um en undir stjórn Azerbajdzhans, og á svæðum í grennd við hérað-
ið. Atök hafa brotist þar út á milli Armena og Azera og báðar fylk-
ingarnar eru sagðar beita þyrlum og brynvögnum í bardögunum.
Talið er að Azerar og Armenar
hafi náð þyrlum, brynvögnum og
byssum af öryggissveitum sovéska
innanríkisráðuneytisins, sem hafa
verið á svæðinu í tæp tvö ár.
Krasnaja Zvezda, málgagn sovéska
hersins, sagði að Azerar færu um
í vopnuðum f lokkujn og hefði hver
þeirra sinn fána. í Armeníu hafa
verið stofnaðar vopnaðar sveitir til
að verja Armena í Nagorno-Kara-
bakh. Sveitir fylkinganna skipta
hundruðum að sögn útvarpsins í
Moskvu. Þær hafa lokað vegum til
að'tefja fyrir hermönnum, sem sov-
ésk stjórnvöld haf a sent á vettvang.
Níkolaj Ryzhkov, forsætisráð-
herra Sovétríkjanna, sagði að sov-
ésk stjórnvöld væru staðráðin í að
koma í veg fyrir borgarastyrjöld og
það væri aðeins hægt með því að
beita hervaldi. Nokkrum klukku-
stundum síðar kom forsætisnefnd
Æðsta ráðs Sovétríkjanna saman í
Moskvu og lýsti yfir neyðarástandi
í Nagorno-Karabakh, á ýmsum
stöðum í Armeníu og Azerbajdzhan
í grennd við héraðið og einnig við
landamærin að íran. Forsætis-
hefndin tilkynnti einnig að sveitir
frá hernum, flotanum og KGB
hefðu verið sendar til þessara svæða
til að stilla til friðar. „Tilraunir
hafa verið gerðar til að binda enda
á sovésk yf irráð á svæðinu og koll-
varpa með valdi því stjórnkerf i sem
kveðið er á um í stjórnarskránni,"
segir meðal annars í'tilskipun for-
sætisnefndarinnar.
. Uppþot brutust út í Bakú, höfuð-
borg Azerbajdzhans, á laugardag,
sama dag og Míkhaíl Gorbatsjov
Sovétleiðtogi hélt heim úr árangurs-
lausri ferð til Litháens. Sovéska
sjónvarpið sagði að óeirðirnar hefðu
hafist eftir að tveir Azerar hefðu
ruðst inn á heimili armenskrar f jöl-
skyldu í borginni. Varði húsbóndinn
sig með öxi með þeim afleiðingum
að annar Azerinn særðist alvarlega
en hinn lést. Var skýrt frá þessum
atburði á fjöldafundi og réðust þá
Azerar á Armena í borginni og
myrtu meira en 30 manns. Kveiktu
þeir í sumum lifandi og þar á meðal
í ófrískri konu.
Forsætisnefndin áskildi sér rétt
til að banna fjöldafundi í Kákasus-
löndunum. Sovéska sjónvarpið
skýrði frá því að Azerar hefðu enn
safnast saman í Bákú í gærkvöldi.
Komsomolskaja Pravda, dagblað
sovésku æskulýðssamtakanna, seg-
ir að vopnaðir Azerar hafi rænt
allri forystu kommúnistaflökksins í
Shaumjan-héraði. Það er í Az-
erbajdzhan en byggt Armenum.
Stjórnvöld segja að 34 hafi fallið í
átökunum síðustu daga en áætlað
er að nokkur hundruð manna hafi
látið lífið síðan Azerar og Armenar
tóku að deila um Nagorno-Kara-
bakh.
Sjá fréttir á bls. 24.
Reuter
Tugþúsundir Austur-Þjóðverja mótmæla njósnum:
Ráðast inn í aðalstöðv-
ar öryggislöffreglunnar
Austur-Berlín. Reuter, dpa og Daily Telegraph.
Tugþúsundir Austur-Þjóð-
verja réðust inn í höfuðstöðvar
öryggislögreglunnar í Austur-
Berlín i gær, brutu þar rúður og
rifu skjöl í tætlur. Austur-þýska
stjórnin og fulltrúar stjórnarand-
stöðuflokka slitu hringborðsvið-
ræðum sinum til að hvetja fólkið
til að sýna stillingu. „Lýðræðið
er í stórhættu," sagði meðal ann-
ars i yfirlýsingu stjórnarinnar,
sem flutt var í sjónvarpi.
Reuter
Austur-þýskir mótmælendur gengu berserksgang í höfuðstöðvum
austur-þýsku öryggislögreglunnar í Austur-Berlín í gær. Á mynd-
inni sjást nokkrir þeirra við brotna rúðu á hurð í aðalinngangi bygg-
ingarinnar.
Fólkið ruddist inn um allar dyr
höfuðstöðvanna, ógnaði starfs-
mönnum         öryggislögreglunnar,
brutu hurðir og köstuðu húsgögn-
um út um glugga. Ýmis vígorð og
illyrði voru máluð á veggina, svo
sem „nasistasvín" og „Gestapó".
Nýr vettvangur, helsta stjórnarand-
stöðuhreyfing landsins, lét síðar
loka svæðinu til að koma í veg fyr-
ir að fleiri mótmælendur kæmust
inn. Aðalinnganginum var lokað
með múrhleðslu.
Um 100.000 manns tóku þátt í
mótmælum í Leipzig, þar sem hróp-
uð voru vígorð gegn kommúnistum
og krafist var sameiningar þýsku
ríkjanna. Efnt hefur verið reglulega
til mótmæla í borginni frá því í
haust.
Nokkrum stundum áður en mót-
mælin í Austur-Berlín brutust út
var skýrt frá því að 109.000 upp-
ljóstrarar hefðu starfað fyrir örygg-
islögregluna. Fastráðnir starfs-
menn hefðu verið 85.000, þar af
hefðu rúmlega þúsund starfað við
símhleranir, 2.100 við að opna bréf
og um 5.000 við að fylgjast með
ferðum manna. Er þetta í fyrsta
sinn í fjörutíu ár sem skýrt er frá
umsvifum öryggislögreglunnar.
Erich Honecker, fyrrum forseti
Austur-Þýskalands,      og      Erich
Mielke, fyrrum yfirmaður öryggis-
lögreglunnar, verða að öllum líkind-
um ákærðir fyrir landráð, að því
er Hans-Jurgens Josephs ríkissak-
sóknari skýrði frá í gær.
Honecker er á sjúkrahúsi og
gekkst undir skurðaðgerð vegna
krabbameins í fyrri viku. Mielke er
í fangelsi ásamt níu öðrum, sem
sæti áttu í stjórnmálaráði kommún-
istaflokksins á valdatíma Honeck-
ers. Einn þeirra, Gunter Mittag,
sem fór með efnahagsmál í stjórn-
málaráðinu, á einnig yfir höfði sér
ákærur fyrir landráð.
Áður hafði verið skýrt frá því
að Honecker og Mielke yrðu ákærð-
ir fyrir spillingu. Samkvæmt refsi-
löggjöfinni eiga þeir yfir höfði sér
allt að lífstíðarfangelsisdóm verði
þeir fundnir sekir um landráð. Enn-
fremur verða þeir að öllum líkindum
ákærðir fyrir að koma á fót stofnun-
um, sem brjóta í bága við stjórnar-
skrána.
Honecker, sem er 77 ára að
aldri, var leiðtogi kommúnista-
flokksins og forseti landsins þar til
í október er honum var steypt eftir
fjölmenn mótmæli og fjöldaflótta
úr landinu. Mielke, sem er 82 ára
gamall, stjórnaði öryggislögregl-
unni þar til hann sagði af sér í
nóvember.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56