Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						48 SIÐUR B
tvgpmlribiMfr
STOFNAÐ 1913
13.tbl.78.árg.
MIÐVIKUDAGUR 17. JANUAR 1990
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Genscher í Rúmeníu:
Heitir þýska minni-
hlutanum landvist
Búkarest. Reuter.
HANS-Dietrich Genscher, utanríkisráðherra Vestur-Þýskalands, kom
til Rúmeníu í gær og ræddi m.a. við fólk úr þýska þjóðabrotinu í
landinu. „I öllum bænum, hjálpaðu okkur að komast á brott!" hrópuðu
sumir. Ráðherrann hét því að þeir sem þess óskuðu gætu fengið að
setjast að í V-Þýskalandi. Nicu, yngsti sonur Ceausescu-hjónanna, verð-
ur dreginn fyrir rétt í þessari viku ásamt systur sinni og bróður og
npkkrum nánum samstarfsmönnum hjónanna illræmdu.
Ríkissaksóknari       Rúmeníu,
Gheorghe Robu, skýrði frá þessu á
mánudag en vildi ekki tiltaka þær
ákærur sem lagðar yrðu fram gegn
Nicu. Hann var f lokksleiðtogi komm-
únista í borginni Sibiu og annálað
fúlmenni. Að sögn breska útvarps-
ins, BBC, hefur gengið erfiðlega að
yfirheyra hann m.a. sökum þess að
Grænland:
Veiða hreftiu
umfram kvóta
Kaupmannahöfh. Frá N.J. Bruun, frétta-
ritara Morgunblaðsins.
KOMIÐ hefur í \jós að Grænlend-
ingar hafa ekki staðið við skuld-
bindingar sínar gagnvart Alþjóða-
hvalveiðiráðinu (IWC) varðandi
hrefnuveiðar. Hefur einnig sann-
ast að Grænlendingar veiða hnúfu-
bak og sandreyði sem eru friðaðar
hvalategundir.
Kaj Egede, sem sæti á í græn-
lensku heimastjórninni, sagði í sam-
tali við grænlenska útvarpið í gær,
að eftirlit með hrefnuveiðunum væri
í molum og sömuleiðis það kerf i sem
viðhaft hefði verið við veitingu veiði-
leyfa. Byggðist það á því að sveitar-
stjórnir skiluðu veiðiskýrslum til
heimastjórnarinnar í Nuuk en marg-
ar þeirra hefðu brugðist þeirri
skyldu.
í framtíðinni mun kvóta verða
úthlutað til einstakra veiðimanna en
ekki veittur einn heildarkvóti til
byggðarlaga, eins og verið hefur.
hann er tæpast læs og skrifandi.
Hans-Dietrieh Genscher sagði
stjórn sína ekki myndu neita Rúmen-
um af þýskum ættum um dvalarleyfi
en heldur ekki hvetjá þá til að flytj-
ast úr landi. Kvað hann fulltrúa
þýska minnihlutans hafa tjáð sér að
60 til 80 prósent þeirra, um 120.000
til 180.000 manns, vildu flytjast til
V-Þýskalands. Genscher lýsti yfir
stuðningi við hina nýju valdhafa
landsins en lagði áherslu á að skil-
yrði stórfelldrar efnahagsaðstoðar
yrði að kjör þýska minnihlutans í
landinu bötnuðu.
Reuter
Moskvu
Armenskar konur á fjölmennum mótmælafundi fyrir utan aðalstöðvar kommúnistaflokksins
í gær. Fólkið heimtaði að yfirvöld kæmu í veg fyrir frekari fjöldamorð á Armenum í Azerbajdzhan.
Sovésku Kákasuslöndin:
Mannfall vex í blóðugum
átökum Azera og Armena
Moskvustjórnin segist hafa sent 11.000 manna herlið á vettvang
Moskvu, Genf, Washington, Nikósíu. Reuter
SOVÉSKIR embættismenn teha
að alls hafi 56 manns fallið og 156
særst f átökum Armena og Azera
undanfarna daga en stjórnarmál-
gagnið ízvestý'a sagði í gær að
milli 80 og 100 manns hefðu týnt
lífi. Að sögn stjórnvalda í gær-
kvöldi hafa verið sendir sex þús-
und vopnaðir liðsmenn öryggis-
lögreglunnar, KGB, auk fimm þús-
og dpa.
und manna úr landhernum til
átakasvæðanna. Að sögn TASS-
fréttastofunnar sovésku minnir
hið umdeilda hérað Nagorno-
Karabak, þar sem fyrir voru um
5.000 KGB-hermenn, í Azerbajdz-
han á fremstu víglínu í stórstyrj-
öld. Gennadij Gerasímov, talsmað-
ur sovéska utanríkisráðuneytisins,
viðurkenndi aðspurður í gær að í
sovésku  Kákasuslöndunum  ríkti
„næstum þvi" borgarastyrjöld.
„Við höfum ekki enn fengið f leiri
hermenn, þeir eru allt of fáir og við
myndum með ánægju taka á móti
liðsmönnum landhersins, reyndar
hvaða hjálp sem bærist," sagði full-
trúi nefndar Moskvustjórnarinnar
sem  stjórnar  Nagorno-Karabak.
Gögn úr leyniþjónustu A-Þýskalands hverfa:
Hvað verður um njósnara erlendis?
Austur-Berlín. Reuter og dpa.
„FÓLKIÐ framdi skemmdar-
verk á njósnadeildinni og sum-
ar skýrslur vantar," sagði Walt-
er Reinke, sem á sæti í eftirlits-
nefhd með austur-þýsku örygg-
islögreglunni  (Stasi),  við  er-
Fyrsta óháða dagblaðið
hóf göngu sína i gær.
Reuter
A-Þýskalandi, Thtirínger Allgemeine,
lenda fréttamenn í gær þegar
þeim voru sýnd verksummerki
eftir árás fjölda fólks inn í höf-
uðstöðvar Stasi. Reinke sagði
að það hefði verið fyrsta verk
manna í gærmorgun að tryggja
að hægt væri að halda njósna-
deildinni starfandi „því líf fólks
væri í hættu".
Vestrænir sérfræðingar telja að
Austur-Þjóðverjar hafi þúsundir
njósnara á sínum snærum erlend-
is, einkum í Vestur-Þýskalandi.
Reinke, sem er í nefnd almennra
borgara sem sér um að leysa Stasi
upp, upplýsti í gær að njósnadeild-
in væri enn starfrækt enda ekki
annað hægt. Menn óttuðust nú
að upplýsingar um dulargervi
njósnara á erlendri grund hefðu
komist í hendur þeirra sem brut-
ust inn í höfuðstöðvarnar við Nor-
mannenstrasse í Austur-Berlín á
mánudagskvöld.
Þrátt fyrir umbæturnar í Aust-
ur-Þýskalandi er ekkert lát á
flóttamannastraumnum til Vest-
ur-Þýskalands. Talið er að um
3.000 manns hafi flust vestur á
dag frá áramótum. Skýringanna
er leitað í óánægju með hversu
vel kommúnistum hefur gengið
að treysta sig í sessi eftir fyrstu
áföllin síðastliðið haust. Einnig
veldur stjórnarandstaðan von-
brigðum vegna stefnuleysis og
klofnings. Vestur-þýska ríkis-
stjórnin tilkynnti í gær að skipuð
hefði verið nefnd til að kanna með
hvaða hætti mætti draga úr
flóttamannastraumnum og er
einkum rætt um að skerða rétt-
indi Austur-Þjóðverja til margvís-
legrar félagslegrar þjónustu í
Vestur-Þýskalandi.
TASS lýsti í gær ástandinu þar og
í nokkrum öðrum héruðum þar sem
lýst hefur verið yfir neyðarástandi.
„Skotgrafir hafa verið grafnar í
þorpunum, vegatálmar settir upp á
þjóðvegum og sjálfskipaðar öryggis-
sveitir borgaranna halda uppi eftir-
liti." Stór hópur vopnaðra hermdar-
verkamanna hafði safnast saman við
þorpið Ajkent. Þeir réðu, að sögn
fréttastofunnar, yfir vélbyssum,
sprengjuvörpum og öðrum þungum
vopnabúnaði og skotið var á her-
þyrlur með loftvarnabyssum. Frétta-
maður TASS sagði frá klesstu
málmbraki við vegarkant; þar hefði
stolnum brynvagni verið ekið yfir
smábíl með fjórum hermönnum inn-
anborðs.
Málgagn Sovétstjórnavinnar, íz-
vestíja, sagði ræningjaflokka Azera
í höfuðborg Azerbajdzhans, Bakú,
hafa rænt og ruplað á um 1.000
heimilum Armena sem bjuggu í borg-
inni. Flestir þeirra 200 þúsund Arm-
ena sem bjuggu í Bakú hafa verið
fluttir á brott. Mikil spenna ríkir í
borginni en ekki virðist hafa verið
lýst yf ir útgöngubanni eins og Sovét-
stjórnin hafði fyrirskipað. Nær 30
Armenar eru taldir hafa fallið í borg-
inni um síðustu helgi.
Sovéskir embættismenn segja að
ráðist hafi verið á skotfærageymslur
víða um Armeníu. Moskvuútvarpið
hélt því fram að armenskir embættis-
'menn hefðu verið handteknir er þeir
reyndu að smygla vopnum, þ. á m.
hlaupsöguðum haglabyssum og
sprengiefnum, til kristinna þjóð-
bræðra sinna í Nagorno-Karabak.
Sovéskir hermenn segja að þeir liggi
undir árásum beggja stríðsaðila.
Alkirkjuráðið sendi frá sér yfirlýs-
ingu á mánudag þar sem lýst var
samstöðu með Armenum. Míkhaíl
Gorbatsjov Sovétleiðtogi var hvattur
til að vernda þá fyrir árásum Azera.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44