Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						56 SIÐUR B
STOFNAÐ 1913
18. tbl. 78. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 23. JANUAR 1990
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Valdaeinok-
un kommún-
istaaJhumin
í Júgóslavíu
Belgrað. Reuter.
SAMÞYKKT var nær ein-
róma á þingi júgóslavneska
kommúnistaflokksins í gær
að binda enda á valdaeinokun
flokksins og leyfa fjölflokka-
kerfi. Kommúnistar hafa ver-
ið einráðir í 45 ár en frjálsar
kosningar hafa þegar verið
boðaðar í vor í sambandsríkj-
iinum Króatíu og Slóveníu.
Felld var með yfirgnæfandi
meirihluta tillaga um að af-
nema yfirstjórn flokksins og
láta deildir hans í hverju sam-
bandsríki fá fulla sjálfstjórn.
Hatrömmustu deilurnar á þing-
inu hafa orðið um sjálfstæði
flokksdeildanna og voru það full-
trúar frá Bosníu-Herzegóvínu og
Slóvenar er báru hana fram. Tals-
menn Serba, stærstu og voldug-
ustu þjóðar ríkisins, voru andvígir
og vildu þeir sterka miðstjórn.
Sama sinnis eru flestir æðstu
ráðamenn hersins.
Serbnesku fulltrúarnir sökuðu
Slóvena um að styðja tilraunir
Albana í Kosovo-héraði til meints
þjóðarmorðs á Serbum, búsettum
í héraðinu. Er fulltrúi frá Bosníu-
Herzegóvínu lagði til að f lokknum
yrði skipt í tvennt; sósíalistaf lokk
og kommúnistaflokk, og sagði
stjórnarflokkinn vera að fremja
„hægfara sjálfsvíg" með aftur-
haldsstefnu sinni hrópuðu Serbar:
„Dyrnar eru opnar fyrir þá sem
vilja fara."
í síðasta mánuði slitu Serbar
öll viðskiptatengsl við Slóvena.
Lífskjör S Slóveníu eru mun betri
en annars staðar í Júgóslavíu, lýð-
ræðisþróun hröð og vilja ráðamenn
auka tengslin við Vestur-Evrópu.
- Reuter
Sovétríkin:
Kjarnavopnum
beint að Noregi
Þvert á yfírlýsingar Míkhaíls S. Gorbatsjovs
Ósl6. Reuter.
NORSKUR herforingi, Dagfinn Danielsen, yfirmaður heraflans í
Norður-Noregi, lýsti því yfir í gær að Sovétmenn hefðu komið upp
skammdrægum kjarnorkueldflaugum við norsku landamærin. Væri
þetta í andstöðu við fyrri yfirlýsingar Míkhaíls S. Gorbatsjovs, leið-
toga sovéska kommúnistaflokksins, þess efnis að öll slík vopn hefðu
verið fjarlægð. Danielsen sagði einnig að Sovétmenn héldu áfram
vígvæðingu á Kóla-skaga þrátt fyrir slökun á spennu í samskiptum
austurs og vesturs.
„Norskir hermenn sjá eldf laugarn-.
ar frá landamærastöðvum sínum.
Við teljum að þær beri kjarnaodda,"
sagði Danielsen í viðtali við Reuters-
fréttastofuna. Kvað hann flaugarnar
vera hreyfanlegar af gerðinni SS-21
en þær draga um 100 kílómetra.
Herforinginn sagði að unnt væri að
koma hefðbundnum sprengjuhleðsl-
um fyrir í eldf laugunum en þá væru
þær harla gagnslitlar sökum þess að
stýri- og miðunarbúnaðurinn væri
ekki nákvæmur. Sagði hann undir-
menn sína síðast hafa komið auga á
eldflaugarnar í desembermánuði.
Danielsen minnti á að Míkhaíl S.
Gorbatsjov hefði lýst því yfir í ræðu
er hann flutti í Helsinki í október
að skammdrægar kjarnorkueld-
flaugar hefðu verið fjariægðar frá
Kóla-skaga og að Sovétmenn réðu
nú hvorki yfir meðal- né skamm-
drægum kjarnorkueldflaugum sem
unnt væri að skjóta á skotmörk í
Norður-Evrópu.
Norski herforinginn írekaði fyrri
yfirlýsingar stjórnvalda í Noregi þess
efnis að ekkert lát væri á vígvæðingu
Sovétmanna á Kóla-skaga. Hann
kvað slagkraft heraflans þar hafa
aukist auk þess sem tiltekin vopna-
kerfi hefðu verið endurnýjuð.
Árás sovéska hersins á þjóðernissinna í Bakú aðfaranótt laugardags
var harðlega mótmælt í gær og beindist óánægjan mjög gegn Míkhaíl
Gorbatsjov, Sovétleiðtoga. I Azerbajdzhan voru borin spjöld þar sem
hann var eftirlýstur sem sakamaður (mynd að ofan) og í Moskvu
voru borin spjöld sem á stóð „Gorbi morðingi".
Þingið í Azerbajdzhan setur Moskvustjórninni úrslitakosti:
Hóta sambandsslitum
fari herinn ekki burt
Moskvu. Bakú. Reuter.
ÞINGIÐ í Azerbajdzhan hótaði
því í gær að segja lýðveldið úr
lögiuii við Sovétríkin ef Moskvu-
sljórnin drægi ekki herlið, sem
sent var þangað í siðustu viku,
til baka innan tveggja sólar-
hringa. Samþykkti þingið að
hafa neyðarlög, sem Sovétstjórn-
Austur-Þýskaland:
Lá við kjarnorkuslysi
Austur-Berlín. Reuter.
STARFSMENN kjarnorkumálaskrifstofu Austur-
Þýskalands viðurkenndu í gær að eldur hefði orðið
laus í kjarnorkuveri nærri Eystrasalti árið 1975
eins og vestur-þýska fréttatímaritið Der Spiegel
skýrir frá. Hins vegar neita starfsmennirnir því að
hætta hafi verið á slysi á borð við Tsjernobyl-slysið
í Sovétríkjunum árið 1986 eins og timaritið heldur
fram.
Der Spiegel segir að
eldur hafi kviknað í Lub-
min-kjarnorkuverinu
nærri borginni Greifswald
við Eystrasalt síðla árs
1975. Varnarkerfi hafi
bilað með þeim afleiðing-
um að einungis ein af sex
vatnsdælum hafi farið í
gang. Það hafi þó nægt
til að slökkva eldinn.
Tímaritið hefur eftir
starfsmanni kjarnorku-
versins    að   það    gangi
kraftaverki næst að stór
hluti Norður-Þýskalands,
Danmerkur og Svíþjóðar
skuli ekki hafa orðið
geislamengun að bráð.
í yfirlýsingu frá kjarn-
orkumálaskrifstofu Aust-
ur-Þýskalands segir að
ekkert tjón hafi orðið af
völdum eldsvoðans. í kjöl-
far hans hafi öryggisregl-
ur í kjarnorkuverum
landsins verið hertar.
in hafði sett í Azerbajdzhan, að
engu og efna til kosninga um
sambandsslit ef herinn yrði ekki
kvaddur til baka. Á grundvelli
neyðarlaganna voru tugþúsund-
ir sovéskra hermanna sendir til
Armeníu og Azerbajdzhans til
þess að brjóta á bak aftur upp-
reisn Azera og átök þeirra og
Armena. Árás sovéska hersins á
þjóðernissinna i Bakú sl. föstu-
dagskvölds var harðlega mót-
mælt í Azerbajdzhan og í
Moskvu í gær og hefur hún orð-
ið til að auka kröfur um aðskiln-
að frá Moskvu.
Um helgina átti Ajaz Mútalíbov,
forsætisráðherra Azerbajdzhans,
og f leiri leiðtogar lýðveldisins, fund
í Moskvu með Míkhaíl Gorbatsjov,
Sovétleiðtoga um hugsanlega
heimkvaðningu sovésku hersveit-
anna. Samtök þjóðernissinna, Al-
þýðufylking Azerbajdzhan, sagðist
ekki viðurkenna Mútalíbov sem leið-
toga lýðveldisins þar sem hann
væri fulltrúi kommúnistaflokksins,
sem væri áhrifalaus eftir atburði
helgarinnar. Á útifundum í gær
kenndi alþýðatnanna flokknum um
árás hersins og tugþúsundir manna
brenndu flokksskírteini sín í mót-
mælaskyni.
Fréttamaður sovéska sjónvarps-
ins varaði yfirvöld við því í gær-
kvöldi að líta á Alþýðufylkingu
Azerbajdzhans sem fámenn öfga-
mannasamtök.   Hún   hefði   fylgi
fjöldans og lagði hann til að yfir-
völd tækju upp viðræður við leið-
toga hennar.
!DlSS-fréttastofan sagði í gær-
kvöldi að enn væri barist í Bakú
og kenndi þar um „öfgamönnum",
en leyniskyttur Azera munu halda
uppi skothríð á stöðvar sovéska
hersins. Einnig sagði TASS að hátt-
settir embættismenn í Armeníu og
Azerbajdzhan hefðu náð samkomu-
lagi í gær um að stöðva bardaga
armenskra og azerskra þjóðernis-
sinna.
Rúmlega milljón manns fylgdi
um 60 Azerum, sem féllu í átökum
við sovéská herinn aðfaranótt laug-
ardags, til grafar í Bakú í gær.
Opinberlega er sagt að 83 hafi fall-
ið í átökunum, þar af 14 hermenn,
en leiðtogar Alþýðufylkingar Azera
sögðu a.m.k. 1.000 manns hafa
týnt lífi. Að hætti múslima voru
sterkar tilfinningar látnar í ljós er
mennirnir voru lagðir til hvfldar í
sameiginlegri gröf í einum garði
borgarinnar. Konur reyttu hár sitt
og rifu af sér flíkur og skerandi
grátur heyrðist langar leiðir.
Hermt er að þjóðernissinnum í
Azerbajdzhan hafiborist vopn frá
frændum sínum í íran og af þeim
sökum lokaði sovéski hérinn landa-
mærum ríkjanna um helgina.
Sjá ennfremur fréttir af
ástandinu í Azerbajdzhan og
Armeníu á bls. 20.-21.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48