Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						64 SIÐUR B/LESBOK
trcauuM*toife
STOFNAÐ 1913
22. tbl. 78. árg.
LAUGARDAGUR 27. JANUAR 1990
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Reuter
Boeing-þotan brotnaði í þrennt er hún hrapaði
aðflugi aðfaranótt föstudags skammt frá"
Kennedy-flugvelli í New York og sýnir myndin
hluta flaks flugvélarinnar þar sem það lentí í
skóglendi nærri íbúðarhúsi. Á innfelldu mynd-
inni eru björgunarmenn að störfum í bol
kólombísku þotunnar. Talið er að skjót við-
brögð þeirra hafi bjargað fjölda mannslífa en
rúmlega 80 manns slösuðust, margir alvarlega.
67 manns farast í flugslysi í New York:
Orsökin talin vélarbilun
eða eldsneytisskortur
New York. Reuter.
Eldsneytisskortur eða vélar-
bilun er talið hafa valdið flug-
slysinu í New York aðfaranótt
föstudags en þá fórst Boeing
707-þota frá kólombíska flugfé-
laginu Avianca og með henni
67 manns.
. Meira en 80 slösuðust og marg-
ir mjög alvarlega en alls voru 158
manns um borð, farþegar og
áhöfn. Vélin kom niður í skóglendi
á Long Island, skammt frá
Kennedy-flugvelli, og brotnaði í
þrennt. Meira en 1.000 björgunar-
menn komu strax á vettvang og
er það talið hafa bjargað lífi
margra hve viðbrögðin voru skjót
og fumlaus.              >
Sjá fréttir á bls. 2 og 20.
Rauði herinn í Azerbajdzhan:
Markmiðið að upp-
ræta Þjóðfylkinguna
- segir Dmítrí Jazov, varnarmála-
ráðherra Sovétríkjanna
Moskvu, Reuter, dpa, The Daily Telegraph.
DMÍTRÍ Jazov, varnarmálaráðherra Sovétríkjanna, sagði í viðtali
sem birtist í gær í /zvesíya, málgagni Sovétstjórnarinnar, að ráða-
menn í Kreml hefðu ákveðið að uppræta Þjóðfylkinguna, hreyfingu
þjóðernissinna í Azerbajdzhan. Sökum þessa hefði verið ákveðið að
senda stjórnarherinn og sveitir öryggislögreglu inn í lýðveldið.
Umbótasinnaðir þingmenn í Moskvu hafa hvatt til þess að hafhar
verði samningaviðræður við leiðtoga þjóðernissinna í Azerbajdzhan.
Jazov lýsti yfir því á fundi með
fréttamönnum í Bakú, höfuðborg
Azerbajdzhan, að allt skipulag
Þjóðfylkingarinnar miðaði að því
að grafa undan Kommúnistaflokki
Sovétríkjanna. Þjóðernissinnar
hefðu þá þegar ákveðið að taka öll
völd í lýðveldinu í sínar hendur.
Verkefni heraf lans, sem sendur var
til Kákasuslandanna síðasta laugar-
dag, væri ekki það að handtaka
alla liðsmenn fylkingarinnar heldur
væri markmiðið það að uppræta
hreyfinguna með öllu. Fram til
þessa hafa talsmenn Sovétstjórnar-
innar sagt að hermenn hafi verið
kallaðir út til að stilla til friðar með
Armenum og Azerum. Þá eru þessi
ummæli einnig í ósamræmi við yf ir-
lýsingu Vadíms Bakatíns innanrík-
isráðherra sem hvatti yf irmenn lög-
reglu fyrr í vikunni til að leita eftir
samstarfi við „uppbyggileg öfl"
innan Þjóðfylkingarinnar.
Umbótasinnar á þinginu í
Moskvu kröfðust þess í gær að
ástandið í Kákasuslöndunum yrði
tekið til umræðu. Sögðu þeir um-
bótastefnu Míkhaíls S. Gorbatsjovs
Sovétleiðtoga í hættu ef skálmöld-
inni linnti ekki. Talsmaður samtaka
umbótasinna sagði á blaðamanna-
fundi að«þeim hefði tekist að sann-
færa Anatolíj Lukíjanov, varafor-
seta Sovétríkjanna, um réttmæti
þess að hafnar yrðu viðræður við
forystumenn þjóðernissinna í Az-
erbajdzhan. Þessa yfirlýsingu hafa
stjórnvöld ekki staðfest. Hins vegar-
skýrði sovéska fréttastofan TASS
frá því í gærkvöldi að friðarviðræð-
ur milli leiðtoga þjóðernissinna í
Armeníu og Azerbajdzhan myndu
hefjast í dag, laugardag.
Skilyrði austur-þýskra andstöðuhópa fyrir þátttöku í ríkisstjórn:
Allir ráðherrar kommún-
ista segi skilið við flokkinn
Austur-Berlin. Reuter, dpa.
ANDSTÆÐINGAR kommúnista í Austur-Þýskalandi samþykktu í gær I  stjórnarandstöðunnar verður það í I sem landið lýtur ekki stjórn komm-
að ganga til samstarfs við þá til að koma í veg fyrir allsherjar upplausn | fyrsta skipti í sögu A-Þýskalands | únista.
í landinu og tryggja að frjálsar kosningar fari fram þann 6. maí nk.
Fyrr um daginn höfðu leiðtogar Bændaflokksins hótað að slíta stjórnar-
Japanskir
heimilisfeður
í sálarháska
Tókíó. dpa.
JAPANSKIR geðlæknar og sál-
fræðingar segja að þess verði
vart í vaxandi mæli að japanskir
eiginmenn kvíði því að halda
heim á leið að afloknum vinnu-
degi.
Fælni þessa nefna japanskir sér-
fræðingar „kitaku-kyofu" og lýsir
hún sér í sjúklegri hræðslu við heim-
ilið. Sagt er að japanskir eiginmenn
eigi í erfiðleikum með að nálgast
fjölskyldu sína er þeir koma heim
úr vinnu auk þess sem staða þeirra
inni á heimilinu hafi bi'eyst á und-
anförnum árum. Áður fyrr hafi
þeir verið húsbændur á heimilum
sínum og æðsta yfirvald fjölskyld-
unnar en þjóðfélagsbreytingar og
mikið vinnuálag hafi grafið undan
stöðu þeirra. Sérfræðingar segja
að allir eigi þessir menn það sam-
eiginlegt að vera hreint ótrúlega
alvörugefnir, þeir eigi sér engin
áhugamál, hafi engan áhuga á
samtímaviðburðum auk þess sem
þeim sé öldungis fyrirmunað að
njóta lífsins.
samstarfinu og krefjast kosninga tafarlaust tækju stjórnarandstæðing-
ar ekki sæti í ríkisstjórn Hans Modrows forsætisráðherra. Á fimmtu-
dag sagði flokkur kristilegra demókrata skilið við stjórnina.
Stjórnarandstæðingar ákváðu að
ganga til samstarfs við kommúnista
eftir löng og ströng fundahöld.
Modrow hvatti þá til að mynda
„neyðarstjórn" á mánudag er hrun
stjórnar hans blasti við. Talsmaður
stjórnarandstöðurinar, en til hennar
heyra 12 flokkar og samtök, sagði
að gerð yrði krafa um a.m.k. fimm
mikilvæg ráðherraembætti og nefndi
sem dæmi ráðuneyti innanríkismála,
dómsmála, félagsmála, atvinnumála
og utanríkismála., Hann lagði jafn-
framt áherslu á að stjórnin myndi
aðeins sitja fram til kosninganna í
maímánuði.
Talsmaðurinn tók fram að sett
yrði það skilyrði að ráðherrar bráða-
birgðastjórnarinnar væru óflokks-
bundnir og þannig yrði þess krafist
að Modrow og aðrir ráðherrar segðu
sig úr kommúnistaflokknum. Þá
væri gert ráð fyrir því að þátttakend-
ur í hringborðsumræðum stjórnar
og stjórnarandstöðu tilnefndu ráð-
herranna. Modrow sagði í Vínarborg
í gær að hann teldi sig fyrst og
fremst hafa skyldur gagnvart aust-
ur-þýsku þjóðinni og kvað ótíma-
bært að ræða hvort hann segði skil-
ið við f lokk austur-þýskra kommún-
ista.  Gangi  Modrow  að  kröfum
I höfuðstöðvum Stasi
Berlin. Frá Birni Bjarnasyni, blaðamanni Morgunblaðsins.
VIÐ innganginn í fyrrum höfuðstöðvar öryggislögreglunnar, Stasi,
í Austur-Berlín sitja nú tveir fulltrúar borgaranemdar sem hefur
húsaþyrpinguna undir stíórn sinni með aðstoð almennrar lögreglu.
Þegar blaðamaður Morgunblaðsins kom þangað í gær þurfti leyfi
þessara fulltrúa til að hann fengi að fara inn í bygginguna í von
um að geta skoðað, að minnsta kosti hluta hennar. Marga daga
þyrfti til að fara um húsakynnin öll því þarna störfuðu um 20.000
manns.
Vingjarnlegur lögregluþjónn
spurði hvort ætlunin væri að hitta
einhvern sérstakan. Sett var fram
ósk um að fá að skoða hluta hús-
anna og helst íslensku deildina eða
skjalasafnið! Nokkur stund leið þar
til svarið kom: því miður væru all-
ir á fundi sem gætu sinnt slíku
erindi. Ef til vill hefðu þeir tíma í
næstu viku.
Fyrir utan húsið var maður sem,
gekk þaðan út með tvo plastpoka,
tekinn tali. Hann sagðist aðeins
hafa átt erindi í húsið til að ná í
persónulegar eigur. Hann hefði
verið skrifstofumaður hjá Stasi en
væri nú atvinnulaus.
Rætt var við mann'sem verið
hafði við gæslustörfstörf á vegum
borgaranefndarinnar. Sagði hahn
að allur hlerunarbúnaður hefði
verið tekinn í sundur og að ákveð-
ið hefði verið að breyta bækistöðv-
unum í sjúkrahús.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44