Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						48 SIÐUR B
tvttnnIiIiiMfe
STOFNAÐ 1913
25.tbl.78.árg.
MIÐVIKUDAGUR 31. JANUAR 1990
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Búlgaría:
Kommúnistar vilja
mynda þjóðstjórn
Sofiu. lieuler.
PETAR Mladenov, Ieiðtogi kommúnistaflokksins í Búlgaríu, lagði til
í gær að mynduð yrði samstjórn allra stjórnmálaflokka landsins, sem
færi með völdin fram að frjálsum kosningum í maí. Hann fór einnig
hörðum orðum um fyrirrennara sinn, Todor Zhívkov.
„Þremur mánuðum fyrir kosn-
ingarnar lýsir Kommúnistaflokkur
Búlgaríu því skýrt yfír að hann vill
mynda þjóðstjórn, sem gæti leitt
þjóðina út úr þrengingunum," sagði
Mladenov á flokksþingi kommún-
ista í Sofíu. Talsmaður stjórnarinn-
ar, Evgení Alexandrov, sagði að
flokksleiðtoginn væri reiðubúinn að
mynda bráðabirgðastjórn með öll-
um flokkum landsins. Hann bætti
Danmörk:
Minniafli
en meiri út-
flutningur
MEIRA en annar hver fiskur sem
Danir flytja út hefur áður verið
fluttur til landsins. Kom hetta
fram í dagblaðinu Börsen fyrir
nokkrum dögum en þar sagði,
að þótt afli danskra fiskimanna
hefði minnkað ár frá ári, hefði
fiskútflutningur aukist um 55% á
10 árum.
Árið 1979 fluttu Danir inn
208.000 tonn af óunnum fiski en
396.000 tonn á síðasta ári eða um
það bil það sama og þeir veiddu
sjálfir. Fyrir liðlega áratug var fisk-
útflutningurinn 327.000 tonn en
var 506.000 tonn í fyrra og eru þá
mjöl og lýsi undanskilið.
Fiskinn kaupa Danir aðallega í
Grænlandi, Færeyjum, Noregi,
Svíþjóð, Hollandi og fleiri löndum
og gjaldeyristekjurnar af útflutn-
ingnum vaxa ár frá ári þrátt fyrir
að hlutur innflutta fisksins vaxi
stöðugt.
1979 fluttu Danir út fisk og fisk-
afurðir fyrir rúma 34 milljarða ísl.
kr. og keyptu físk fyrir 13 milljarða
en í fyrra keyptu Danir óunninn
fisk fyrir tæpa 60 milljarða ísl. kr.
en útflutningstekjurnar voru þá um
114 milljarðar kr.
þó við að semja þyrfti um slíkt í
hringborðsviðræðunum, sem hófust
á milli stjórnar og stjórnarandstöðu
fyrr í mánuðinum. Talsmenn stjórn-
arandstöðunnar hafa sumir tekið
þessu tilboði vel enda hafa þeir
sjáifir nefnt þessa hugmynd í við-
ræðunum við stjórnvöld.
Mladenov var í átján ár utanríkis-
ráðherra í stjórn Todors Zhívkovs
og fór hörðum orðum um forvera
sinn á flokksþinginu. „Zhívkov er
tortrygginn og sjálfselskur, geð-
veikur og gjörsamlega sneyddur
öllum andlegum hæfileikum," sagði
flokksforinginn. Þessi harðorða
gagnrýni er sögð benda til þess að
nýju valdhöfunum sé mjög í mun
að sýna kjósendum" fram á að flokk-
urinn hafi vent sínu kvæði í kross.
Upplausn íKosovo
Reuter
Mikil skálmöld er í Kosovo-héraði í Júgóslavíu og
kemur daglega til átaka milli lögreglunnar og íbú-
anna, sem eru flestir af albönsku bergi brotnir.
Krefjast þeir umbóta og aukinnar sjálfstjórnar en
héraðið er nú hluti af lýðveldinu Serbíu. í gær kost-
uðu rósturnar sex manns lífið og hafa alls 22 týnt
lífi síðustu vikuna. Hér er verið að bera einn mann-
anna til grafar.
Viðræður Míkhaíls Gorbatsjovs og Hans Modrows:
Segja sameiningu þýsku
ríkjanna vera hugsanlega
Moskvu,_ Austur-Berlín. Reuter.
MÍKHAÍL Gorbatsjov, forseti Sovétrikjanna, sagði í gær, að enginn
efaðist um réttmæti hugmyndarinnar um sameinað Þýskaland en lagði
áherslu á, að sameiningarmálið yrði leyst með ábyrgum viðræðum
austurs og vesturs en „ekki útkh'áð á götunum". Hans Modrow, forsæt-
isráðherra Austur-Þýskalands, sem kom í gær til Moskvu til viðræðna
við Gorbatsjov og aðra sovéska ráðamenn, sagði einnig, að möguleik-
inn á sameinuðu Þýskalandi blasti við þótt enn væri of snemmt að
ákveða hvenær af sameiningu yrði.
Gorbatsjov gaf þessa yfirlýsingu
á fundi með austur-þýskum frétta-
mönnum í tilefni af komu Modrows
og er litið svo á, að með henni hafi
hann í raun fallist á sameiningu
þýsku ríkjanna. Hann lagði hins veg-
ar áherslu á, að sameiningarmálið
snerti evrópska og alþjóðlega örygg-
ishagsmuni og því yrði að fara að
öllu með gát og láta „þetta mikil-
væga mál ekki ráðast á götunum".
Pravda, málgagn sovéska komm-
únistaflokksins, hafði í gær eftir
fréttaritara sínum í Austur-Berlín,
að sameining þýsku ríkjanna væri
það mál, sem yfirgnæfði öll önnur í
Reuter
Stærstí skyndibita-
staður íheimi
I dag verður opnaður í Moskvuborg McDon-
ald's-hamborgarastaður og verður hann jafn-
framt sá stærsti í heimi, tekur 700 manns í
sæti og annar alls 15.000 manns á dag. í
gær fengu sovéskir fréttamenn að bragða á
hgrlegheitunum en þess má geta, að fyrir
veitingarnar verður greitt með rúblum en
ekki erlendum gjaldeyri. Allt hráefnið er rúss-
neskt og hefur verið samið sérstaklega við
bændur um ræktun nautgripanna, fóðrun
þeirra og slátrun. McDonald's hefur reist stóra
verksmiðju fyrir utan Moskvu þar sem kjötið
er tilreitt og annað, sem til þarf, en auk þess
verður selt mikið til hótelanna 1 borginni.
Starfsmenn skyndibitastaðarins eru 650 en
alls sóttu 25.000 manns um þegar störfin
voru auglýst.
Austur-Þýskalandi, og sagði hann
ennfremur, að samkomulagið um
þjóðstjórtl í landinu væri eins og
neyðaróp frá „umsetinni borg". Þá
er einnig haft eftir sovéskum emb-
ættismönnum, sem fylgjast með
austur-þýskum málefnum, að sam-
einingarkrafan sé orðin svo sterk,
að skynsamlegra sé að vinna með
henni en móti.
Modrow, forsætisráðherra Aust-
ur-Þýskalands, átti í gær viðræður
við Gorbatsjov og sagði á frétta-
mannafundi að þeim loknum, að
möguleikinn á sameiningu þýsku
ríkjanna blasti nú við. Hingað til
hefur hann og austur-þýskir komm-
únistar talað um „sambúð studda
samningum" en á fréttamannafund-
inum talaði Modrow um sameiningu
ríkjanna í áföngum og kvaðst hafa
rætt um það við Gorbatsjov.
í Austur-Þýskalandi, framvarð-
arríki Varsjárbandalagsins, eru
380.000 sovéskir hermenn og nú í
vikunni var það haft eftir sovéskum
embættismanni, að eitt mesta
áhyggjuefni stjórnvalda varðandi
hugsanlega sameiningu þýsku
ríkjanna væri hvað gera ætti við
hermennina og fjölskyldur þeirra.
Eins og efnahagsástandið væri yrði
nógu erfitt að finna þeim vinnu og
húsnæði og hvað þá ef sovéska her-
liðið í öðrum Austur-Evrópuríkjum
yrði líka kallað heim.
Norbert Walter, helsti hagfræð-
ingur Deutsche Bank, stærsta bank-
ans í Vestur-Þýskalandi, sagði í
gær, að vegna innflytjendastraums-
ins yrði hagvöxtur í Vestur-Þýska-
landi meiri en flestir spáðu en að
sama skapi ykjust þrengingarnar í
Austur-Þýskalandi. Sagði hann, að
austur-þýsk stjórnvöld ættu í raun
ekki um annað að velja en æskja
sameiningar ríkjanna í efnahags- og
gjaldmiðilsmálum og taldi, að til þess
kæmi strax á þessu ári.
Orðrómur
um afsögn
Gorbatsjovs
Moskvu. Reuter.
Bandaríska sjónvarpsstöðin
CNN sagði í gær og kvaðst
hafa eftir sovéskum heimild-
um, að Míkhaíl Gorbatsjov
hygðist segja af sér for-
mennsku í kommúnista-
flokknum en halda forseta-
embættinu.
CNN sagði, að Gorbatsjov
hefði tekið mjög nærri sér
þjóðaólguna í Sovétríkjunum
og beitingu hersins í Azerbajdz-
han og hefði því ákveðið að
segja af sér formennsku í
kommúnistaflokknum en vera
áfram forseti. Fréttaskýrendur
benda hins vegar á, að yfirlýs-
ingar hans um Þýskaiandsmál-
in bendi til annars en að hann
sé á förum. James Baker, ut-
anríkisráðherra             Banda-
ríkjanna, sagði í gær, að hér
væri um að ræða orðróm og
hann raunar ekki alveg nýjan.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44