Morgunblaðið - 31.03.1990, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 31.03.1990, Blaðsíða 1
 MENNING LISTIR PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS LAUGARDAGUR 31. MARZ 1990 BLAÐ U Guðmunda Audrésdóttir listmálari Guðmunda Andrésdóttir listmálari er hæglát kona og fáorður listamaður. Henni líkar betur að láta verk sín tala til áhorfandans en útskýra þau með mál- skrúði. Málverk hennar frá löngum listferli hafa nú fengið mál á yfirlitssýningu á Kjarvalsstöðum sem Menningarmálaneftid Reykjavíkurborgar hefúr efiit til. Guðmunda Andrésdóttir listmálari Glimi stöðugt við abstraktið Guðmunda Andrésdótt- ir hóf myndlist- amám árið 1945 er hún hélt til Stokk hólms til náms við Konstfachskol- an og síðan við málaraskóla Otto Skjöld. „Ég var þarna í tvö ár en var svo heima í nokkur ár þar til ég hélt til Parísar árið 1952. Aka- demie- Ranson hét skólinn þar.“ Guðmunda hafði þá tekið þátt í samsýningu September-hópsins svokallaða þar sem abstraktmál- verk héngu á veggjum Lista- mannaskálans og hneyksluðu þjóðina. Klessuverk kölluðu sumii’ slíka list. í hópi þessara „klessu- málara" vom m.a. Þorvaldur Skúlason, Valtýr Pétursson og Jöhannes Jóhannesson. Yfírlits- sýningin á Kjarvalsstöðum rekur einmitt upphaf sitt til þessarar samsýningar. „Þetta var síðasta sýning Septemberhópsins og þeir buðu mér að sýna með sér. Við- tökurnar voru ósköp misjafnar. Það þótti ekki neinn sómi að vera að mála abstrakt,“ Guðmunda hlær eilítið. „Fyrirlitningin var svo mikil að það nálgaðist hatur og málverkin okkar voru mjög um- deild. Andrúmsloftið var ákafiega neikvætt en okkur datt ekki í hug að gefast upp.“ Guðmunda hefur svo sannar- lega ekki gefist upp því hún hefur málað abstrakt allan sinn listferil og segist aldrei hafa málað öðruv- ísi nema á skólaárum sínum. „Ég reyni að koma með liti, form og hreyfingu í málverkinu." Hún bendir á eitt af málverkunum sínum og segir að með hringjun- um sem þar sjáist sé markmiðið að ná fram hreyfíngu og fá litina til að spila saman. „Já, ég byggi mjög mikið upp á hreyfingu." Eg spyr hvort hún eigi sér stundum I leyndar fyrirmyndir úr veruleik- anum. Hún hristir höfuðið.„Það er svolítið furðulegt." Kannski er ekkert furðulegt við það nema spurningin. Það væri efni í sérstaka grein að gera skil öllum þeim fjölda sýninga sem Guðmunda hefur haldið og þeim samsýningum sem hún hefur tekið þátt í. Sina fyrstu einkasýningu hélt hún þó ekki fyrr en 1956, þá orðin þroskaður listamaður. „Maður var ekkert að flýta sér að sýna og menn sýndu ekki eins oft og nú tíðkast. Maður málaði bara á milli. En ég hef sýnt víða og í mörgum löndum." September-hópurinn var endur- vakinn fyrir sextán árum og hefur síðan sýnt árlega að hausti á Kjarvalsstöðum. Nokkrir hinna fyrstu félaga hafa horfið á braut en nýir bæst í staðinn, þeir Haf- steinn Áustmann og Steinþór Sig- urðsson. Guðmunda hefur ávallt sýnt með hópnum þessi ár en seg- ir líklegt að Septem sýningum fari að ljúka. „Við ætlum að sýna í haust en svo veit ég ekki hvert framhaidið verður." Guðmunda hefur ávallt sinnt öðru starfí með list sinni, „til að hafa í sig og á,“ einsog hún orðar það. „Núna vinn ég á Orkustofnun hálfan daginn. Það er erfitt að þurfa að skipta sér á milli brauðst- rits og málverksins. En maður getur ekki lifað á því að mála, það er útilokað. Það er ósköp smánarlegt hvernig þjóðin býr að listamönnum sínum.“ Þegar ég spyr hvað megi gera til bóta seg- ir hún að auka mætti styrki til listamanna og bæta vinnuaðstöðu margra þeirra. „ ... og að þurfa að stunda aðra vinnu er slæmt, Það brýtur niður daginn fyrir manni. Núorðið mála ég ekki dag- lega en mér hentar best að vinna um miðjan daginn. Ég mála yfír- leitt frá hádegi til kvölds með smáhvíldum." Olíulitir eru miðill Guðmundu en einnig ber hún við að nota vatnsliti. „Eg hef aldrei notað akrýlliti.“ Ég spyr hvort hún sé sátt við málverkin sín. „Ég er sátt og þakklát fyrir að hafa fengið tæki- færi til að mála og tjá mig þann- ig en maður er aldrei ánægður og vildi alltaf gera betur. Svo maður er aldrei sáttur við mál- verkið í raun ög veru. Þetta er sálarstríð stundum. Auðvitað fínnst mér myndirnar misgóðar. Stundum tekst eitthvað sem mað- ur ætlar sér í mynd og þá er ég ánægð um stund — eða sætti mig við myndina." Það hlýtur að vera einkennileg upplifun að færast úr fylkingarbrjósti, vera í hópi þeirra sem bijóta listinni nýja leið og lenda svo í þeirri stöðu að vera orðinn fulltrúi hins gamla áður en lýkur. Þannig er með eldri málara í hópi Guðmundu gagn- vart hinum yngri málurum. „Mér finnast ungu málararnir æði mis- jafnir og aðal margra þeirra virð- ist vera að mála nógu stórar myndir. Ég hef ekki haft áhuga fyrir „nýja málverkinu", því ég hef verið að glíma við abstraktið. En mér fínnst þetta allt í lagi hjá öðrum. Annars sýnist mér geo- metrían vera að koma aftur og ungir málarar farnir að mála geó- metrískt. En það er einsog þett^ Nýja málverk hafí engin áhrif. Það vekur engin viðbrögð hjá fólki. Hvorutveggja er kannski að almenningur er umburðarlyndari en um leið áhugalausari en um leið eru eldri málararnir umburð- arlyndari en þeir yngri. Samskipt- in eru afskaplega lítil þama á milli." Hvort hún sjái sjálfa sig í yngri málurunum? „Það getur verið að þetta fylgi því að vera ungur.“ Viðtal: Hávar Sigurjónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.