Morgunblaðið - 21.06.1990, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.06.1990, Blaðsíða 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNVLÍF FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 1990 Sjávarútvegur Um 160 milljóna tap afrekstri Síldarverksmiðja ríkisins TÆPLEGA 160 milljóna tap varð af rekstri Síldarverksmiðja ríkis- ins á síðastliðnu ári sem er um 13,1% af rekstrartekjum fyrirtækis- ins. Þessi slæma afkoma stafar fyrst af þeim aflabresti sem varð á loðnuvertíðinni seinni hluta ársins. Tapið varð mest á verksmiðjunni á Siglufirði eða 139,8 milljónir en verksmiðjurnar á Reyðarfirði og Seyðisfirði skiluðu hagnaði á árinu. Verksmiðjur íyrirtækisins eru auk þess staðsettar á Raufarhöfn og Skagaströnd en þær voru rekn- ar með tapi. Síldarverksmiðjur ríkisins hafa unnið úr 25-30% af þeirri loðnu sem berst á Iand árlega hér á landi. „Það er mjög einföld skýring á þessu,“ sagði Jón Reynir Magnús- son, framkvæmdastjóri Síldarverk- smiðja ríkisins þegar hann var spurður um ástæður tapreksturs fyrirtækisins. „Við vorum aðeins með framleiðslu á fyrri hluta ársins þ.e.a.s. á vetrarvertíðinni 1988- 1989 en síðan kemur engin loðna fyrr en núna eftir áramótin á þessu ári. Við vorum nánast tekjulausir frá því í mars fram að áramótum sem er meginástæðan fyrir þessu.“ Jón Reynir bendir hins vegar á að loðnuveiðin eftir áramótin á þessu ári sé sú mesta sem verið hafi hér á landi á þessum tíma. „Við fengum óvenjugóðan hluta af loðnunni sem veiddist og meira en við höfum fengið oft áður. Menn voru að reyna ná sínum kvóta og kepptust við að veiða og koma loðn- unni frá sér þannig að verksmiðj- urnar komu býsna vel út hvað magn snertir á þessarri vetrarvertíð. Það skiptir meginmáli hvernig til tekst með komandi vertíð. Ef hún verður þokkaleg þá á ég von á því að við réttum úr kútnum,“ sagði Jón Reynir Magnússon. Eins og að framan er getið var verksmiðjan á Siglufirði rekin með tæplega 140 milljóna tapi. Á Rauf- arhöfn varð tapið 84,5 milljónir og 5,8 milljónir á Skagaströnd. Um 40,3 milljóna hagnaður varð af Markaður Flugvélamiðlun tekur til starfa FASTEIGNASALAN Þingholt setti nýlega á stofii flugvélamiðlun til að hafa milligöngu um viðskipti með flugvélar. Áhersla verður lögð á að veita bæði kaupendum og seljendum faglega ráðgjöf við kaup og sölu á flugvélum. Þegar hefur skapast vísir að vandaðri söluskrá með góðum upp- lýsingum og mynd af hverri vél, segir í frétt frá Þingholti. Karl R. Sigurbjömsson mun annast dagleg- an rekstur flugvélamiðlunarinnar en hann hefur bæði viðskiptamennt- un og atvinnuflugmannspróf. Þing- holt er til húsa að Suðurlandsbraut 4a í Reykjavík. Eigendur hlutabréfa: Viö kaupum hlutabréf eftirtalinna hlutafélaga gegn staðgreiðslu: Hlutafélag Kaupverð pr. 100 kr. nafnverðs1’ Hlutafélag Kaupverð pr. 100 kr. nafnverðs1’ Alþýðubankinn hf............. 118 Eimskipafélag (sl. hf........ 435 Flugleiðirhf................ 172 Grandi hf.................... 157 Hampiðjanhf.................. 155 Hlutabréfasjóðurinn hf....... 146 Iðnaðarbankinn hf............ 153 Islandsbanki hf.............. 152 Olíufélagið hf.............. 450 Samvinnusj. Isl. hf......... 120 Sjóvá-Almennar hf........... 490 Skagstrendingurhf............ 360 Skeljungurhf................. 450 Tollvörugeymslan hf......... 101 Útgf. Akureyringa hf......... 150 Verslunarbankinn hf.......... 130 1) Áskiltnn er réttur til aö takmarka þá tjárhæö sem keypt er tyrir. Eigendur og útgefendur skuldabréfa: Vegna mikillar eftirspurnar óskum við eftir góðum skuldabréfum í umboðssölu. _ ffármál eru okkarfagl VERÐBRÉFAUIÐSKIPTI SUÐURLANDSBRAUT 18 • SlMI 688568 rekstri verksmiðjunnar á Seyðisfirði og á Reyðarfirði skilaði verksmiðjan 30 milljóna króna hagnaði. Til sam- anburðar má nefna að verksmiðj- urnar skiluðu samtals tæplega 40 milljóna hagnaði árið 1988. Rekstartekjur verksmiðjanna námu samtals 1.219 milljónum á síðastliðnu ári. Þær skiptast þannig að söluverðmæti loðnumjöls nam 980,7 milljónum, loðnulýsis 183,8 milljónum og fiskimjöls 17,4 millj- ónum. Aðrar tekjur námu 40,6 milljónum. Heildareignir Síldar- verksmiðja ríkisins námu í árslok 1.135,3 milljónum króna og eigið fé var 488,1 milljón. Umsvif eðgnaleiga 1987-89 3.000 Glitnir 2.B73 2.500 2.000 1 500 1.000 500 2.181 I milljónum króna á verðlagi hvers árs Féfang 1.741 1.245 649 '87 '88 '89 '87 '88 Fjármál Eignaleiga stendur ístað að raungildi UMSVIF eignaleiga eða fjár- mögnunarleiga stóðu nokkurn veginn í stað á síðasta ári að raungildi. I árslok höfðu verið gerðir samningar um eignale- igu fyrir um sjö og hálfan millj- arð króna en 6,2 milljarða árið áður en þá jukust umsvif eigna- leiga töluvert. Talsverðar breytingar hafa orðið á mark- aðshlutdeild einstakra eignale- iga undanfarin misseri. Glitnir er eftir sem áður stærsta eignaleigan með um 38% markaðs- hlutdeild en hlutdeild fyrirtækisins hefur farið minnkandi undanfarin misseri og var ríflega 50% í árslok 1987. Á sama tíma hefur hlutdeild Lindar og Féfangs aukist, Lindar úr 12,5% í tæp 19% og Féfangs úr rúmum 15% í rúm 23%. Þessi fjögur fyrirtæki eru þau einu sem fengið hafa leyfi til að stunda eignaleigu hérlendis. Markaðs- hlutdeild er hér miðuð við gerða samninga í árslok að frádregnum áætluðum afföllum. Inni í tölum um Féfang er ekki starfsemi Icele- ase, dótturfyrirtækis Féfangs. í lok síðasta árs hafði Féfang gert samninga fyrir 1741 milljón, Glitnir fyrir 2873, Lind 1419 og Lýsing 1472. Athygli vekur að þrátt fyrir al- PJENNINN SETUR LAGT VÖRUVERÐ AODDINN LEITZ BRÉFABINDI 8 LITA KERFI í SKJALAVÖRSLUNA VERÐkr.255,- cnm Hallarmúla 2, slmi 83211 Austurstræli 10, slmi 27211 Kringlunni, simi 689211 mennan samdrátt í efnahagslifinu hafa umsvif eignaleiga ekki dreg- ist saman. „Við getum í raun ver- ið ánægðir með að halda okkar hlut þrátt fýrir allt á síðasta ári,“ segir Kjartan G. Gunnarsson framkvæmdastjóri Féfangs um starfsemi eignaleiga. Sjávarútvegur Fiskiðjusamlagið rekið með hagnaði Húsavík. Á aðalfundi Fiskiðjusamlags Húsavíkur hf. sem haldinn var nýlega kom fram að rekstur fyrirtækisins gekk vel á árinu 1989. Hagnað- ur fyrir afskriftir og vexti var 120,4 milljónir. Að teknu tilliti til afskrifta, flármagnsliða og tapaðra krafiia vegna gjaldþrota fyrir- tækja, sem í viðskiptum voru vð Fiskiðjusamlagið, var hagnaður 17,5 milljónir. Innlagður afli á árinu var 6.765 tonn af bolfiski og 1.442 tonn af rækju. Árið 1988 var innlagður bolfiskur 6.400 tonn og 1.000 tonn af rækju. Heildarveltan var 779 milljónir en var 593 milljónir 1988. Hjá Fiskiðjusamlagi Húsavíkur vinna um 150 manns og er það einn. stærsti atvinnurekandinn á staðnum. Verðbréfamarkaður Það veldur stjórnendum FH áhyggjum og erfiði hvað innvegið fiskmagn vegna kvóta hefur farið minnkandi. Innveginn bolfiskur var 1983 samtals 8.900 tonn en á sl. ári 6.300 tonn. Innlögð rækja var 1987 um 1.900 tonn en á sl. ári um 1.450 sem var þó meira en árið áður. - Fréttaritari Sala bankabréfa lang- mesthjá Landsbanka íár LANDSBRÉF hafa selt bankabréf Landsbankans fyrir um 1.821 miiyón króna frá áramótum og Landsbankavíxla fyrir um 846 milljónir. Nokkur hluti bankabréfasölunnar er vegna endurflárfest- inga aðila sem átt hafa bankabréf á innlausn og nemur sú fjárhæð á bilinu 600-700 milljónum króna að sögn Sigurbjöms Gunnarsson- ar, deildarstjóra hjá Landsbréfum. Fjármagni sem Landsbankinn hefur aflað á þessu ári með banka- bréfasölu umfram innlausn hefur verið ráðstafað til kaupa á skulda- bréfum á móti en nokkrum hluta þess er þó enn óráðstafað. Að sögn Vilborgar Lofts hjá Verðbréfamarkaði íslahdsbanka hefur Islandsbanki selt bankabréf fyrir um 550 milljónir frá áramót- um en sala á bankavíxlum hefur verið mun meiri eða rétt tæpir tveir milljarðar. Búnaðarbankinn hefur ekki lagt mikla áherslu á þennan markað og selur ekki bankavíxla. Frá ára- mótum hefur Búnaðarbankinn selt bankabréf fyrir 112 milljónir. Sala ríkisvíxla hefur eins og komið hefur fram hér í blaðinu slegið öll met og eru útistandandi ríkisvíxlar nú nálægt 13 milljörð- um. Sömu sögu er ekki að segja um spariskírteinin sem hafa selst fyrir 2,2 milljarða en alls er ráð- gert að selja fyrir 6,7 mílljarða á árinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.