Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						54
MORGUNBLAÐIÐ
ÍÞRÓTTIR
FOSTUDAGUR 6. JULI 1990
KNATTSPYRNA / MJOLKURBIKARKEPPNIN
16-liða
úrslit
bikar
keppni
KSÍ
r*
Víkingar
yfir-
spiluðu
Sigl-
firdinga
VÍKINGAR yfirspiiuðu Siglfirð-
inga á heimaveili sínum í 16-
liða úrslitum bikarkeppninnar í
gær, unnu 4:1 og var það síst
of stór sigur miðað við gang
leiksins.
Gunnar Gylfason gaf tóninn er
hann gerði fyrsta markið um
miðjan fyrri hálfleik er hann potaði
boltanum yfir marklínuna eftir að
BHB9BHB markvörður KS
Frosii        hafði     hálfvarið
Eiösson       aukaspyrnu  Svein-
sknfar        bjarnar  Jóhannes-
sonar. Víkingar
sóttu mjög stíft það sem eftir lifði
fyrri hálfleiks og voru óheppnir að
bæta ekki við mörkum.
í síðari hálfleik var um algjöra
einstefnu 'að ræða hjá Víkingum.
Trausti Ómarsson skoraði tvívegis
í upphafi háifleiksins, með tveggja
mínútna millibili. KS svaraði með
marki Hafþórs Kolbeinssonar sem
komst inn fyrir vörn Víkings og
renndi boltanum framhjá Guðmundi
Hreiðarssyni. Fimm mínútum áður
hafði Hafþór einnig komist í gott
marktækifæri en Guðmundur sá við
honum. Þetta voru einu færi KS í
leiknum. Það var síðan Björn
Bjartmarz sem innsigiaði stórsigur
Víkingameð skoti úr vítateignum
eftir að Ólafur Ólafsson hafði skall-
að fyrir.
Víkingsliðið vann mjög vel saman
og mikill kraftur í leikmönnum. Það
var ekki að sjá að fjarvera Goran
Micics og Atla Helgasonar, sem
voru í banni, hafi veikt liðið. Gunn-
ar Gylfason varð að fara af leik-
velli meiddur eftir olnbogaskot frá
Mark Duffield um miðjan seinni
hálfleik. Aðalsteinn Aðalsteinsson
var  besti  leikmaður Víkings  og
Hörður  Theódórsson  og  Helgi
Bjarnason voru sterkir.
Kristján Karlsson, markvörður
KS, var besti leikmaður gestanna
og bjargaði liði sínu frá stærra tapi.
Hafþór Kolbeinsson sýndi einnig
hversu hættulegur hann er. Sigl-
firðinga skorti baráttu og náðu þeir
aldrei að byggja upp neitt spil.
Friðrik Friðriksson bjargar í eitt skipti af mörgum í leiknum. Knötturinn er á leið frá markinu, Blikinn Arnar Grétarsson og Nói Björnsson, fyrirliði Þórs,
fylgjast spenntir með framvindu mála.
Friðrik bjargaði Þór
frá háðuglegri útreið
BREIÐABLIK, sem leikur í 2.
deild, tryggði sér farseðilinn í
8-liða úrslit bikarkeppninar eft-
ir öruggan sigur á 1. deildarliði
Þórs, 1:0, á Kópavogsvelli.
Sigurmark Breiðabliks kom á
15. mínútu eftir aukaspyrnu
Vals Valssonar. Boltinn barst til
Willums Þórssonar sem skallaði að
¦¦¦¦¦¦ marki en knötturinn
Hörður       fór  í  varnarmann
Magnússon    Þórs.  Hann  fékk
skrífar        boltann aftur og þá
brást  honum  ekki
bogalistin. Þetta var það eina mark-
verða sem gerðist í fyrri hálfleik
fyrir utan að Þorsteinn Jónsson
komst í gott marktækifæri undir lok
hálfleiksins og var það reyndar eina
marktækifæri Þórsarar í öllum
leiknum.
Blikar áttu síðari hálfleikinn eins
og hann lagði sig. Þorsteinn Geirs-
son átti skot í hliðarnetið á upp-
hafsmínútunum. Grétar Steindórs-
son náði góðu skoti að marki eftir
undirbúning Arnars Grétarssonar.
Fimm mínútum síðar átti Guðmund-
ur Guðmundsson frábæra sendingu
inn fyrir vörn Þórs og Grétar komst
á auðan sjó og Friðrik Friðriksson
markvörður tók það til bragðs að
fella hann og því vítaspyrna dæmd.
Grétar tók sjálfur vítaspyrnuna, en
Friðrik varði slaka spyrnu hans
auðveldlega. Guðmundur Guð-
mundsson fékk dauðafæri en skaut
framhjá og var aftur á ferðinni
skömmu síðar eftir fyrirgjöf frá
Arnari, en Friðrik varði glæsilega
skalla hans. Rétt fyrir leikslok fékk
Guðmundur þriðja dauðafæri sitt
er hann komst einn í gegn en aftur
var Friðrik á réttum stað og varði.
Breiðabliksliðið lék vel og er til
alls líklegt í bikarkeppninni -ef
marka má þennan Ieik. Guðmundur
og Grétar voru frískir í sókninni
en fóru illa með færin og Arnar var
mjög skapandi á miðjunni. Þórsliðið
var ótrúlega slakt og með ólíkindum
að liðið leiki í 1. deild. Enginn vilji
var í leikmönnum og virkaði liðið
þungt og svifaseint. Langbesti leik-
maður liðsins var Friðrik sem varði
hvað eftir annað glæsilega og kom
í veg fyrir háðuglega útreið.
Ólafur sá um Eyjamenn
Varði þrjár vítaspyrnur í sigri ÍBK — eina íleiknum og tværívítaspyrnukepp'ni
ÓLAFUR Pétursson, markvörð-
ur Kef Ivikinga, á mestan heiður
af því að Kef Ivíkingar eru
komnir ífjórðungsúrslit Bikar-
keppninnar. Hann varði þrjár
vítaspyrnur í leiknum, þaraf
tvær í vítaspyrnukeppninni.
Keflvíkingar sigruðu 5:3 eftir
vítaspyrnukeppni en staðan
eftir f ramlengingu var 1:1.
Leikurinn var opinn og bæði lið
fengu góð færi og áttu m.a.
Siguröur
Valgeirsson
skrifar
bæði skot í stöng. Éyjamenn fengu
fyrsta færið, vítaspyrnu á 20.
mínútu, en ÓJafur
sá við Hlyni Stef-
ánssyni. Hann kom
þó engum vörnum
við undir lok fyrri
hálfleiks er Tómas Ingi Tómasson
kom Eyjamönnum yfir eftir send-
ingu frá Sigurlási Þorleifssyni og í
leikhléi var staðan 0:1, ÍBV í vil.
Snemma í síðari hálfleik var Frið-
rik Sæbjörnssyni vikið af leikvelli
fyrir mótmæli og Eyjamenn því ein-
um færri. Keflvíkingar voru ekki
lengi að nýta sér það og Ingvar
Guðmundsson jafnaði, eftir að hafa
fengið sendingu innfyrir vörn ÍBV.
Keflvíkingar sóttu heldur meira
það sem eftir var Ieiksins og fengu
mörg góð færi í framlengingunni.
Eyjamenn komust þó næst því að
skora er skot þeirra fór í stöng.
Hvorugu liðinu tókst að skora og
því kom til vítaspyrnukeppni.
Sindri Grétarsson skoraði fyrir
Eyjamenn og Óli Þór Magnússon
jafnaði fyrir ÍBK. Ólafur varði svo
frá Inga Sigurðssyni og Ingvar
Guðmundsson kom heimamönnum
yfir. Sigurlás Þorleifsson, þjálfar
IBV, tók næstu spyrnu en Olafur
varði glæsilega út við stöng. Marco
Tanasic kom ÍBK í 4:2 en Hlynur
Stefánsson minnkaði muninn. Það
var svo Sigurjon Sveinsson sem
tryggði Keflvíkingum sigur.
Verðskuldaður sigur Skagamanna
Skagamenn komust í 8-liða úrslit
bikarkeppninnar er þeir unnu
verðskuldaðan sigur á íslandsmeist-
urum KA á Akranesi í gærkvöldi,
¦¦¦¦ 2:0, í frekar tilþrifa-
Sigþór        litlum leik.
Eiríksson        Heimamenn  hófu
skrífarfrá      leikinn af krafti og
Akranesi      strax á 4. mín. þurfti
Haukur Bragason í marki KA að
taka á honum stóra sínum til að slá
skalla frá Alexander Högnasyni yfir
markið. Aðeins mínútu síðar fengu
Skagamenn svo aðra hornspyrnu
sem Karl Þórðarson tók. Upp úr
henni skallaði Sigursteinn Gíslason
knöttinn í netið og þarmeð náðu
Skagamenn forystu í leiknum. Að-
eins tveimur mínútum síðar voru
heimamenn hársbreidd frá því að
bæta öðru marki við. Sigursteinn
komst inn fyrir vörn KA-manna en
Haukur Bragason markvörður varði
mjög vel með úthlaupi. Eftir þessa
fjörJegu byrjun dofnaði heldur yfir
leiknum og jafnræði var með liðun-
um. KA-menn höfðu þó undirtökin
það sem eftir iifði hálfleiksins án
þess að skapa sér nokkur umtalsverð
marktækifæri.
Skagamenn voru sterkari aðilinn
í síðari hálfleik.Þó gerðist lítið mark-
vert fyrr en á 67. mínútu. Þá tókst
Bjarka Péturssyni af miklu harðfylgi
að vinna knöttinn af einum varnar-
manna KA, komst inn fyrir vörn liðs-
ins, en Haukur varði frábærlega þru-
muskot hans. Á 75. mínútu fengu
KA-menn sitt besta marktækifæri í
leiknum, en þá átti Halldór Halldórs-
son gott skot sem hafnaði í stöng
Skagamanna. Aðeins þremur mínút-
um síðar gulitryggðu Skagamenn
sigurinn. Þeir fengu hornspyrnu frá
vinstri. Karl Þórðarson gaf vel fyrir
markið, Haukur Bragason missti af
knettinum og Alexander Höganson
kom aðvífandi og hamraði knöttinn
í netið, algerlega óverjandi fyrir
Hauk.
í liði Skagamanna áttu Alexander
Högnason og Heimir Guðmundsson
bestan leik. Hjá var Heimir Guð-
mundsson drjúgur eftir að hann kom
inná sem varamaður, og Erlingur
Kristjánsson traustur en hann lék
nú með eftir fjarveru vegna meiðsla.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56