Morgunblaðið - 25.07.1990, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.07.1990, Blaðsíða 1
40 SIÐUR B 166. tbl. 78. árg.__________________________________MIÐVIKUDAGUR 25. JÚLÍ 1990_______________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Stríöshætta viö Persaflóa Reuter Fjórir biðu bana í sprengingtí á Norður-Irlandi ÞRÍR lögregluþjónar og kaþólsk nunna biðu bana í sprengjutilræði í bænum Armagh á Norður-Irlandi í gær. Talið var að hryðjuverkamenn hins ólöglega írska lýðveldishers (IRA) hefðu komið sprengjunni fyrir, en hún var grafin í jörð. Lögreglumennirnir voru á eftirlitsferð í ómerktri bifreið er sprengjan sprakk. Bifreiðin, sem er nær á mynd- inni, þeyttist fleiri metra og biðu þeir samstundis bana. Nunnan var einnig á ferð í bíl við sprengjustaðinn. Bifreið hennar er efst á mynd- inni. Einnig slösuðust tveir óbreyttir borgarar sem voru skammt frá sprengistaðnum er sprengjan sprakk. A-Þýskaland: Vilja hækka olíu- fatið í 25 dollara Genf. Reuíer. ISSAM Abdul-Rahim al-Chalabi, olíuráðherra íraks, krafðist þess í gær að ríki í Samtökum olíuframleiðsluríkja (OPEC) dragi svo úr framleiðslu sinni að verð á olíutunnu hækki í 25 dollara. Búist er við miklum átökum um tillögur um nýtt þak á olíufram- leiðslu á ráðherrafundi OPEC sem hefst í Genf í Sviss á morgun, fimmtudag. Ýms arabaríki, þ. á m. Kúvæt og Saudi Arabía, aðhyllast iítilsháttar og hægfara hækkun frá núverandi markáðsverði, sem er 17 dollarar á fatið. Hækkaði verðið í gær vegna fregna um liðsflutninga Iraka að landamærum Kúvæt, en mikil spenna er í samskiptum þjóð- anna, Hisham Nazer, olíuráðherra Saudi-Arabíu, gaf til kynna í gær að krafa íraka væri óraunhæf. Þeir þurfa tilfinnanlega að auka tekjur sínar af olíusölu til að endurreisa efnahagslíf landsins, sem lagðist i rúst í Persaflóastríðinu á árunum 1980-88. _ Krafa íraka um hærra olíuverð er talin standa í beinu sambandi við þá spennu sem nú ríkir í landa- mæradeilu þeirra og Kúvæta. Frjálslyndir úr ríkisstjóminni Austur-Berlín, Bonn. Reuter. SAMSTEYPUSTJÓRN Lothars de Maizieres í Austur-Þýskalandi kloíhaði í gær er flokkur frjálslyndra gekk úr stjórn. Flokkurinn hefur 23 sæti af 400 á a-þýska þinginu. Flokkur de Maizieres, Kristi- legir demókratar (CDU), er langstærstur en hefur þó ekki hreinan meirihluta. Harðar deilur hafa verið í stjórninni um framkvæmd kosninga og dagsetningu sameiningar þýsku rikjanna í desember. V-þýskir stjórnmálaleiðtogar segja deilurnar skrípaleik og fjölmiðlar telja þær vísbendingu um ólitískan vanþroska austanmanna. De Maiziere vill að v-þýsk kosn- ingaregla um að flokkur skuli fá minnst 5% fylgi til að hljóta þing- sæti verði ekki látin gilda í A- Þýskalandi. Þetta verði gðrt með því að lýst verði yfir sameiningunni eftir kosningarnar sem verða sama dag, 2. desember, í báðum löndun- um. Talsmenn fijálslyndra sögðu að stífni forsætisráðherrans hefði gert vonir þeirra um lausn á málinu að engú. De Maiziere fullyrðir að samningastaða A-Þjóðveija verði betri en ella gagnvart V-Þjóðverjum fari menn að ráðum hans. Tveir stærstu samstarfsflokkarnir, Jafn- aðarmannaflokkurinn (SPD) og Frjálslyndi flokkurinn, segja að til- laga hans auki á óvissu um samein- inguna og dragi úr nauðsynlegum íjárfestingum vestrænna fyrir- tækja. Flestir smáflokkarnir, er kæmust inn, yrðu á vinstri vængnum auk þess sem kommúnistar, er nú nefna sig sósíalista, yrðu áfram á þingi. SPD, sem gengur næst CDU að stærð, og frjálslyndir vilja að sam- einingin verði daginn fyrir kosning- ar og v-þýsk kosningalög gildi. Jafnaðarmenn hafa gefið de Maiziere frest til föstudags og hóta stjórnarslitum fallist hann ekki á sjónarmið þeirra. De Maiziere mun ræða við Helmut Kohl, kanslara V-Þýskalands og leiðtoga kristi- legra demókrata, á morgun, fimmtudag. Reuter Hosni Mubarak, forseti Egyptalands (t.v.), hefiir gert víðreist að undanförnu til þess að reyna að sætta Kúvæta og Iraka. I gær hitti hann meðal annars Saddam Hussein, forseta íraks. írakar flytja inikinn liðs- afla til landamæra Kúvæts Nikósíu. Reuter. ÍRAKAR beita nú nágranna sína, Kúvæta, miklum þrýstingi. Undan- farið hafa þeir flutt um 30.000 hermenn að landamærum ríkjanna. Kúvætar hafa kallað 20.000 manna her sinn heim úr Ieyfi. Banda- rískum herskipum hefur verið siglt í átt til Kúvæt. Bandarísk stjórn- völd sögðu í gær að þau vildu leggja á það áherslu að þau myndu styðja bandamenn sína við flóann kæmi til átaka. Vestrænir stjórnarerindrekar í írak segjast hafa veitt því athygli um helgina að tveimur vélaherdeild- um auk skriðdreka, eldflauga og færanlegra brúa hafi verið ekið suður til landamæra Kúvæts. írakar ráða yfir stærsta her í arabaheimin- um og er um milljón manna undir vopnum. Flestir erlendir stjórnarer- indrekar í Bagdad vildu túlka her- flutningana svo að þeim væri.ætlað þvinga fram vilja íraka á mikilvæg- um fundi Samtaka olíuframleiðslu- landa (OPEC) nú í vikunni. Einnig er sagt að írakar vilji knýja lánar- drottna erlendis til að fella niður gríðarlegar skuldir íraka vegna stríðsrekstursins gegn íran. I síðasta mánuði byijuðu fjöl- miðlar í Irak að ausa úr skálum reiði sinnar yfir offramleiðslu OPEC-ríkja. Einkum beindust spjótin að Kúvæt og Sameinuðu arabísku furstadæmunum sem farið hafa fram úr kvótum sínum. Kúv- ætar voru einnig sakaðir um að stela olíu úr lindum íraka sem eru nærri landamærum ríkjanna. Á mánudag var utanríkisráðherra Kúvæts sagður standa á bak við samsæri með Bandaríkjamönnum gegn írökum. Og í gær sakaði Tareq Aziz, utanríkisráðherra Ir- aka, Bandaríkjamenn um að eggja Kúvæta tii dáða. Nú .ecu sjö bandarísk herskip á Persaflóa. I gær hófst æfing hjá flotanum og virðist augljóst að henni sé ætlað að sýna írökum að Bandaríkjamenn muni ekki horfa aðgerðalausir á stríðsaðgérðir þeirra. Perez de Cuellar, framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði í gær að hann teldi mjög ólíklegt að Irak réðist á Kúvæt. Hosni Mubar- ak, forseti Egyptalands, hefur und- anfarið reynt að miðla málum í deilu Kúvæts og íraks. í gær hitti hann Saddam Hussein, forseta ír- aks, og Jaber al-Ahmed ai-Sabah, fursta af Kúvæt. Síðar um daginn hitti hann Fahd, konung Saudi- Arabíu. s o km 150 Bagdad ^ \ fRAN Á \ Bandarísk 30.000 Irakskir her- herskip á f varðberqi -f menn við landamærin KúvagÞ{_ /l KÚVÍET SAUDI- ARABÍA Kúvætarsenda ^ hermennog eldflaugar til landa- mæranna flEUTER Nektarsekt í Frakklandi Saint-Tropez. Reuter. í FRANSKA ferðamanna- staðnum Saint-Tropez logar nú allt í deilum vegna ákvörð- unar yfirvalda um að sekta þá sem neita að hylja nekt sína. Borgarstjórinn, Alain Spada, reyndi að lægja öld- urnar í viðtali við Reuter- fréttastofuna. Hann viður- kenndi að hafa sjálfur fengið sér sundsprett skýlulaus og sagði að við vissar aðstæður gæti slíkt verið nijög notalegt. Spada sagði að lögregluyfir- völd væru með aðgerðum þess- um að reyna að hafa hemil á þeim sem fengju útrás fyrir strípahneigð sína á fjölskyldu- baðströndum en hann hefur ver- ið gagnrýndur fyrir afturhalds- semi allt frá því hann tilkynnti að strípalingar yrðu sektaðir um 75 franka (tæplega 800 ÍSK) yrðu þeir gómaðir af lögreglu. IJann sagði að erlendir ferða- menn yrðu að hafa hemil á sér en þeir hefðu síðasta sumar gengið um bæinn svo að segja klæðalausir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.