Morgunblaðið - 10.08.1990, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 10.08.1990, Blaðsíða 21
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 1990 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 1990 21 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúarritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík HaraldurSveinsson. MatthíasJohannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Markviss forysta Bandaríkj astj órnar Hafi einhverjir efast um að áfram sé litið til Banda- ríkjamanna eftir forystu, þegar mikið liggur við á alþjóðavett- vangi, hefur þeim efa verið eytt með viðbrögðunum við innrás íraka í Kúvæt. í fyrstu töldu sumir, að Bandaríkjastjórn hefði sýnt ámælisvert andvaraleysi með því að hindra ekki innrás íraka. í Washington eins og ann- ars staðar tóku menn þau orð Saddams Husseins, einræðis- herra í írak, trúanleg, að hann ætlaði ekki að ráðast inn í Kúv- æt. Enginn kvað raunar fastar að orði um friðarvilja Husseins en Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, sem í gær stjórnaði fundi arabaleiðtoga um yfir- gangsstefnu íraka. George Bush Bandaríkjafor- seti hefur vakið rækilega athygli á lygum Husseins og varaði heimsbyggðina við þeim. Hann sagði réttilega í sjónvarpsávarpi á miðvikudag: „Ef draga má ein- hvern lærdóm af sögunni þá er hann sá að undanlátssemi dugir ekki. Líkt og á fjórða áratugnum stöndum við andspænis árásar- gjömum einræðisherra sem ógn- ar nágrönnum sínum. Fyrir tveimur vikum hét Saddam Hussein vinum sínum því að hann myndi ekki ráðast inn í Kúvæt. Fyrir fjórum dögum lofaði hann heimsbyggðinni að hann myndi kalla lið sitt heim. Tvisvar höfum við séð hvað loforð hans þýða. Þau eru merkingarlaus." Með þessum orðum tók Bandaríkja- forseti af öllu tvímæli um að stjórn sín myndi ekki ræða við Saddam Hussein eins og aðra þjóðarleiðtoga, hann gengi á bak orða sinna. Eftir að Saddam Hussein hóf að beita ofbeldinu voru viðbrögð Bandaríkjastjórnar snögg og markviss. I þessu fyrsta alþjóð- lega hættuástandi, sem skapast í forsetatíð George Bush og eftir að gjörbreyting varð á samskipt- um Sovétríkjanna og Banda- ríkjanna, er augljóst að Banda- ríkjastjórn hefur tekið forystuna. Bandaríkjamenn einir ráða yfir því afli sem dugar til að bjóða Hussein byrginn og með pólitískri festu hafa þeir skapað meiri einingu um efnahagsþving- anir gegn Irökum en samtíminn hefur áður kynnst gagnvart nokkru ríki. Ákvörðun Bandaríkjastjórnar um að senda herafla til Saudi- Arabíu sætir hvergi gagnrýni. Hvarvetna er mönnum ljóst, að með öllum ráðum verður að stemma stigu við yfírgangi á borð við þann sem Saddam Huss- ein sýnir. Hvergi vilja menn að þessi einræðisseggur nái tökum á mestu olíulindum heims og geti sett öðrum ríkjum afarkosti í krafti þess. Þess vegna mælti George Bush fyrir munn allra ríkja þegar hann sagði í sjón- varpsávarpi sínu á miðvikudag: „Allir voru sammála um að ekki megi leyfa írak að hagnast á innrásinni í Kúvæt. Við erum sammála um að þetta er ekki bandarískt vandamál, ekki vandamál Evrópu né Miðaustur- landa. Þetta er vandamál heims- ins alls.“ Hussein skipaði liði sínu að sækja að landamærum Saudi- Arabíu og stjórnvöld þar kölluðu á Bandaríkjamenn sér til hjálpar. Mestu herflutningar frá því að Víetnamstríðinu lauk 1975 hóf- ust. Enn ríkir óvissa um, hvort þessi hemaðarmáttur Banda- ríkjanna og bandamanna þeirra dugir til að halda Hussein í skefj- um. Ásamt Bandaríkjamönnum hafa Bretar gengið fram fyrir skjöldu og skipað flota og flug- her sínum að vera við öllu búinn gagnvart írökum. Aðrar þjóðir eiga herskip á Persaflóa. Ná- grannar íraka í Tyrklandi og Saudi-Arabíu hafa tekið sérstaka áhættu með því að loka olíuleiðsl- unum frá írak, lífæð efnahags- lífsins þar. Með herafli er ætlun- in að fæla Hussein frá frekari stríðsaðgerðum og með efna- hagsþvingunum á að knýja hann til að sleppa takinu á Kúvæt, sem hefur nú verið innlimað í Irak með þeim orðum Husseins, að landið hafi alltaf verið hluti íraks! Skýrar línur hafa verið dregn- ar í þessu vandaíháli heimsins alls. Hussein, slátrarinn frá Bagdad, er einn á móti öllum. Hann er jafn óutreiknalegur og áður og til alls vís. Vegna hinna markvissu viðbragða Banda- ríkjastjórnar hefur hann hikað. Hann notaði ekki fyrsta tækifæri sem honum gafst til að sölsa undir sig hluta Saudi-Arabíu og nú getur hann það ekki áhættu- laust vegna bandaríska vígbún- aðarins. Snýr hann sér að Israel í staðinn í von um að geta sam- einað araba á bakvið sig í heilögu stríði? Hefur hann svo óskoruð ógnartök á þjóð sinni að enginn rísi gegn honum, þegar sverfur að vegna aðflutnings- og útflutn- ingsbanns? Þessum spurningum er ekki unnt að svara nú. Hitt er ljóst að undir forystu Banda- ríkjastjórnar og Georges Bush hefur á einstakan hátt tekist að sameina allar þjóðir um að setja Saddam Hussein afarkosti. Stríðsástand við Persaflóa Viðbúnaður íraka við landamæri Tyrklands Bretar senda orustuþotur til Saudi-Arabíu—Gert ráð fyrir miklum liðsflutningum frá Bandaríkjunum Diyarbakir í Tyrklandi, Washington, Lundúnum, Brussel. Reuter. VÖRUBÍLSTJÓRAR sem í gær komu akandi yfir til Tyrklands frá írak sögðust hafa orðið varir við verulega liðsflutninga Iraka nærri tyrk- nesku landamærunum. Varnarmálaráðherra Bretlands, Tom King, skýrði frá því í gær að ákveðið hefði verið að senda orustuþotur til Saudi-Arabíu. Vörubílstjórarnir sögðu mikla liðs- flutninga hafa átt sér stað nærri bænum Zhako en þar búa einkum Kúrdar. Bærinn er um 15 kílómetra suður af Habur-brúnni yfir Hezil- fljótið en þar um liggur vegurinn yfir landamærin. Um Habur liggur aðalvegurinn milli höfuðborgar Ir- aks, Bagdað, og borgarinnar Kirkuk í norðurhluta landsins en þar er mik- il olíuvinnsla. Bílstjórarnir sögðu í samtali við fréttaritara Reuters að svo virtist sem írösku hermennirnir hefðu verið að grafa skotgrafir. Ekki var vitað hvort liðsflutningar þessir og viðbúnaður herafla Iraks á landa- mærunum væri beint svar stjómar- innar í Bagdað við fréttum þess efn- is að Bandaríkjastjórn hefði óskað eftir því við Tyrki að þeir tækju þátt í myndun fjölþjóðlegs herliðs til verndar Saudi-Áröbum. Á þessum slóðum búa Kúrdar sem barist hafa gegn yfirráðum íraka og sagði í fréttum Reuters að liðsaflinn hefði hugsanlega verið sendur til landa- mæranna af þeim sökum. Tom King, varnarmálaráðherra Bretlands, skýrði frá því í Lundúnum í gær að ákveðið hefði verið að senda orustuþotur til Saudi-Arabíu. Tvær flugsveitir yrðu sendar til að treysta enn frekar vamir landsins og væru þoturnar af gerðinni Tornado og Jaguar. Tomado-þotumar myndu brátt halda frá Kýpur til Saudi- Arabíu en King gat þess ekki hvaðan Jaguar-þoturnar kæmu. King skýrði ennfremur frá því að þrír breskir tundurduflaslæðarar yrðu sendir inn á Miðjarðarhaf en í síðustu viku héldu tvær breskar freigátur áleiðis til Persaflóa. Þangað verða þær að líkindum komnar um helgina en skip- in eru m.a. vopnuð Exocet-flugskeyt- um og loftvarnareldflaugum. Sovét- menn hafa beinnig ákveðið að auka flotaviðbúnað sinn í nágrenni íraks og í gær héldu tvö sovésk herskip í gegnum Súez-skurð inn á Rauðahaf. Bandaríska dagblaðið The Wash- ington Post kvaðst í gær hafa fyrir því heimildir að í varnaráætlunum Bandaríkjanna vær gert ráð fyrir stórfelldum liðsflutningum til Persa- flóa á næstu 30 dögum. Yrðu allt að 50.000 hermenn sendir til Saudi- Arabíu auk þess sem þangað yrði stefnt hundruðum orustu- og sprengjuþotna. Á miðvikudag vom um 4.000 bandarískir hermenn flutt- ir til Saudi-Arabíu frá Bandaríkjun- um og sagði George Bush Banda- ríkjaforseti að liðsaflanum væri ætl- að að eiga nána samvinnu við her- afla Saudi-Arabíu sem mun telja um 65.000 menn. Talið er að Irakar hafi um 100.000 þrautþjálfaða her- menn í viðbragðsstöðu á landamær- um Saudi-Arabíu. HERNAÐARÁSTANDIÐ VIÐ PERSAFLÓA Saratoga og fylgdarskip á leiö til Miöjaröarhafs Bandarískir hermenn og orrustuþotur Breskir kaupsýslumenn koma á hótel í Amman í Jórdaníu eftir erf- iða för yfir eyðimörkina frá Bagdad. 168 Vesturlandabú- ar í haldi í Bagdad Amman í Jórdanítr. Reuter. TALIÐ er að nú séu 168 Vesturlandabúar í haldi á hótelum í Bagdad, höfuðborg Iraks. Einnig eru átta bandarískir stjórnarerindrekar í haldi einhvers staðar nærri landamærum Jórdaníu. Síðdegis í gær var talið er að um 425 útlendingar hefðu fengið að yfirgefa írak til Jórdaníu undanfarinn sólarhring. Meðal Vesturlandabúanna í Bagdad eru 38 Bandaríkjamenn á Rashid-hótelinu. Þar er m.a. um að ræða 11 starfsmenn olíufyrirtækja og 25 manns sem íraskir hermenn fiuttu frá Kúvæt til Bagdad. Richard Boucher, talsmaður bandaríska ut- anríkisráðuneytisins, sagði í gær að þrýst væri á Iraka að hleypa útlend- ingunum úr landi. Bandarískir emb- ættismenn vilja ekki ganga svo langt að tala um að írakar hafi hneppt þá í gíslingu. Sendiherra íraks hjá Sameinuðu þjóðunum segir líklegt að öllum Vest- urlandabúum sem það vilja verði fljótlega hleypt úr landi. Mörg þús- und Vesturlandabúar eru nú í Irak og Kúvæt. Jórdanskir embættismenn segjast telja að allir útlendingar með dvalarleyfi í írak eða Kúvæt aðrir en Vesturlandabúar fái nú að yfir- gefa löndin hindrunarlaust. Sendiráð í ríkjum við Persaflóa hafa ráðlagt öllum, sem ekki þurfa nauðsynlega að halda kyrru fyrir, að hafa sig á brott. Einkum eiga þessi tilmæli við um þá sem eru í austurhéruðum Saudi-Arabíu, nærri Kúvæt. Fyrirtækið Saudi Áramco sem framleiðir meirihluta olíu lands- ins er byijað að flytja fjölskyldur BANDARIKJAMENN I HALDI HERMANNA útlendinga sem hjá því vinna burt frá olíulindum í austurhluta landsins. Samkvæmt upplýsingum frá sendi- ráði Noregs í Saudi-Arabíu eru nú tveir íslendingar við vinnu í landinu. * Israel: Eftiavopnaárásir af hálfu fraka gætu verið yfirvofandi - segir aðstoðarmaður Shamirs forsætisráðherra Jerúsaiem. Reuter. AÐSTOÐARMAÐUR Yitzhaks Shamirs, forsætisráðherra ísraels, sagði í gær að ísraelar yrðu að vera undir það búnir að írakar gætu á hverri stundu gert efnavopnaárás á land þeirra. Sjálfur sagði Shamir að ísrael- ar vildu forðast afskipti af deiiunni við Persaflóa en bætti við að sér- hverri ógnun yrði svarað af fullum þunga. Saddam Hussein, forseti Iraks, hótaði á miðvikudag að ráðast á ísra- el létu Bandaríkjamenn tii skarar skríða gegn írökum. Ben Ahron, aðstoðarmaður Shamirs, sagði á ■fundi með blaðamönnum í gær að stjórnvöld í ísrael teldu að tilgangur Saddams með þessari ógnun væri einkum sá að fá stuðning Araba- ríkja. Á hinn bóginn gæti enginn sagt fyrir um hvemig Saddam brygð- ist við þeim sívaxandi þrýstingi sem hann nú sætti vegna innrásarinnar í Kúvæt. Ekki væri tímabært að lýsa yfir neyðarástandi en náið væri fylgst með þróun mála á þessum slóð- um. í Ijósi þessa yrðu ísraelar að vera undir það búnir að verða fyrir efnavopnaárásum af hálfu íraka. Yitzhak Rabin, varnarmálaráðherra ísraels, sagði í sjónvarpsviðtali á miðvikudag, að taka bæri hótanir íraka alvarlega og í fréttum ísraelska ríkisútvarpsins sagði að viðbúnaður ísraela miðaðist við eldflaugaárásir af hálfu íraka. Ben Ahron sagði Israela ekki hafa í hyggju að ráðast gegn einhverju Arbaríkjanna en bætti við stjórnvöld teldu hugsanlega innrás íraka inn í Jórdaníu fullnægjandi ástæðu fyrir hernaðaríhlutun. Shamir forsætis- ráðherra tók í sama streng í gær og lagði áherslu á að ísraelar vildu forð- ast vopnuð átök. Hins vegar þyrfti öllum hugsanlegum óvinum að vera ljóst að Israelar hefðu bæði vilja og vopnabúnað til að veijast árás. Það yrði gert og mætti óvinurinn þá bú- ast við að verða fyrir verulegum skakkaföllum. í gær skutu ísraelar á loft í til- raunaskyni nýrri eldflaug af gerðinni „Arrow“. Eldflaugin er smíðuð í ísra- el en Bandaríkjamenn hafa fjár- magnað þetta verkefni að mestu. Yfirmaður flughers ísraela sagði í síðasta mánuði að eldflaugin væri hugsuð sem svar við eldflaugum ír- aka og Sýrlendinga sem borið gætu bæði hefðbundnar sprengjuhleðslur og efnavopn. írakar hóta að beita efnavopnum Scud-B eldflaugar írakar hafa yfir Scud-B eldflaugum aö ráöa, einnig Sýilendingar, íranar, Líbýumenn, Noröur- Kóreumenn og nokkrar aörar þjóöir. Eldflaugamar eru framleiddar í Sovét- rikjunum og voru upphaflega hannaöar sem kjamorkuvopn. Einnig er hægt að búa þær efnavopnahleðslum. meöalhár Miöunar- búnaður: Getur stýrt flaug- inni aö skotmarki í 270 km fjarlægð (skekkjumörk: 800 m) Farmur: Allt aö hálft tonn af sprengiefnum. Getur sprungiö við snertingu eða á lofti. Raugin getur einnig skilið eftir sig gasský þegar hún flýgur yfir skotmarkiö. Lengd: 11 m Þyngd: 7 tonn Þvermál: 85 sm Drægi:290km Aðrar aðferðir Efnavopnum er hægt að beita með svo til hvaða hefðbundna vopnabúnaöisemer. Hérerunokkurdæmi: Ahrif efnavopna á líkamann: Blásýrusalt: Blóöiö hættir aö geta flutt súrefni þegar menn anda efnunum aö sér. Veldur ertingu í augum, öndunarerfiöleikum, stundum dauöa Klór og fosgen: Brenna lungnaseytiö (yfirborðsvirkt efni í lungnablöörum). Þegarblóövökvi lekur inn í lungun frá blóðrásinni kafna fómarlömbin í eigin vökva. Sinnepsgas: Veldur uppköstum, velgju, hörundsertingu og blöörum, ertingu í augum og skammtímablindu. Geturveriö banvænt þegar miklu magni er beitt. Taugagas: Ræöst á tauga- kerfið. BaneitraÖ, getur valdiö dauðaá15mínútum. Flugvélar: Allt frá fiugskeytaárásum meö þyrlum til loftárása langdrægraflugvéla Flugskeyti:: 72 km Sprengju vörpur: 9km Fallbyssur: 32 km HEIMILD:IR Christian Sdenœ Monitor, Wall Street Joumal, Worid Militaiy Power KFtTN Jarö- sprengjur Irski lýðveldisherinn (IRA) og ofbeldi hans á ekkert skylt við kaþólsku kirkjuna eftir Alfreð J. Jolson, S.J. Stundum er því haldið fram, að kaþólskir biskupar og prestar á írlandi styðji ofbeldisverk og lið- sinni írska lýðveldishernum. Þessi skoðun er tilhæfulaus! Kaþólsku biskuparnir á írlandi hafa í tímans rás farið eftir tveim-. ur meginreglum, þegar þeir leið- beina þjóð sinni í baráttu hennar fyrir pólitísku og efnahagslegu sjálfstæði. Annars vegar hafa þeir jafnan fordæmt það ranglæti og þá undirokun, sem brezk stjórn- völd hafa skammtað hinum ka- þólsku íbúum. Þeir hafa alltaf krafist nauðsynlegra umbóta af stjórnvöldum þessum. Hins vegar hafa þeir stöðugt varað þjóðina við því að nota ofbeldi til þess að heimta lögmæt réttindi úr hendi hinna brezku yfirvalda. Eitt hundrað árum áður en nú- verandi ófriður hófst á Norður-ír- landi, að ekki sé leitað enn lengra, lýstu biskuparnir því yfir á fundi sínum í maí 1862, að þeir gerðu sér fulla grein fyrir ranglætinu en vöruðu kaþólskt fólk engu að síður við hugmyndum um byltingu. Hér fara á eftir kaflar úr bækl- ingnum The Catholic Church in Ireland (Kaþólska kirkjan á írl- andi), sem var gefinn út hjá The Catholic Press of Ireland. Ólöglegur vopnaburður var for- dæmdur enn á ný, þegar hryðja pfbeldisverka brauzt út á Norður- írlandi um miðjan sjötta áratug- inn. Fastanefnd biskupanna varaði í janúar 1956 við „Röngum hug- myndum og kröfum, sem hafa verið settar fram um stofnun her- afla og hernað...“ D’Alton kardínáli sagði hinn 25. desember sama ár: „Mig langar að minna ungu mennina okkar á það, að ofbeldisverk eru ekki til framdrátt- ar málstaðnum, sem þeim er hjart- fólginn." Kaþólsku biskuparnir hafa ætíð talað mjög skorinort um ofbeldis- verk, bæði sameiginlega og hver í sínu lagi, allt frá því að róstur hófust í norðurhluta landsins fyrir tólf árum. Ummæli þeirra hafa stundum verið almenns eðlis, en í annan tíma beinzþ að tilteknum efnum, svo sem irska lýðveldis- hernum, hópum mótmælenda, vopnuðum samtökum og glæpa- verkum öryggissveitanna. Og sömuleiðis hafa þeir fordæmt þær aðstæður, sem eiga þátt í því, að gripið er til ofbeldisverka — ýmis- legt ranglæti, mismunun og ójöfn- uð við beitingu refsiviðurlaga. Við höfum augun opin fyrir því, að ofbeldisverk eiga upptök úr tveimur áttum; aðrir vilja sam- eina írland með valdbeitingu, hinir útrýma trúarhópi. Og síðarnefnda báráttan stendur enn. Árangur hennar mælist í talsvert meira en 300 saklausum mannslífum. Það er miður, að hún hefur ekki feng- ið þá athygli og fordæmingu al- mennings, sem vert væri. Fyrrnefnda baráttan hefur nán- ast tæmt þann orðaforða okkar, sem snýr að siðferðilegri fordæm- ingu, svo að varla er neinu við að bæta öðru en endurtekningum. Engu að síður er það skylda okkar að skírskota sífellt til samvizku fólks, einkum fólksins í okkar eig- in hjörð, að það snúist gegn hinu illa. Alveg síðan fyrst örlaði á þessari vopnuðu baráttu, hefur kaþólska kirkjan bent tæpitungu- laust á, að slíkar aðferðir eru full- komlega siðlausar. Heimildir sýna, að varla hefur liðið nokkur mánuð- ur síðustu fímm árin án þess að Alfreð J. Jolson „Eitt hundrað árum áður en núverandi ófriður hófst á Norður- írlandi, að ekki sé leitað enn lengra, lýstu bisk- uparnir því yfir á fundi sínum í maí 1862, að þeir gerðu sér fulla grein fyrir ranglætinu en vöruðu kaþólskt fólk engu að síður við hug- myndum um byltingu.“ við höfum fordæmt hörðum orðum þessa baráttu sjálfa eða einhver þau voðaverk, sem má rekja til hennar. Við gáfum út yfirlýsingu, þegar þessi barátta var naumast enn hafin. Þar voru hinir „sjálfskipuðu baráttumenn" varaðir við því, að þeir hefðu alls ekkert umboð kjós- enda, og við fordæmdum „í nafni Guðs“ framferði þeirra. Með yfir- lýsingu árið 1971 töldum við upp réttmætar kröfur og umkvartanir samfélags minnihlutans á Norður-Irlandi og fordæmdum margs konar ofbeldi, mismunum og ranglæti, sem beitt væri gegn honum. Jafnframt skoruðum við á kaþólskt fólk „að gera sér grein fyrir eðlilegum ótta og umkvörtun- um mótmælenda". Við lögðum á það áherzlu, að okkur væri sárlega Ijós vandi minnihlutans, en „engu að síður fordæmum við ofbeldi“. Og síðan héldum við áfram: „Megintilgangur okkar með þessari yfirlýsingu er hins vegar fyrirvaralaus og ótvíræð ítrekun á því, að við fordæmum þessa her- ferð ofbeldisverka. Margir þátt- takendur í henni kunna að vera í góðri trú, þó að þeir rugli saman ósættanlegum tilfinningum og hugsjónum. En herferðin sjálf er hræðilega röng og andstæð lög- máli og anda Krists. upphafsmenn hennar b'era alvarlega sakar- ábyrgð fyrir Guði.“ Síðasta árið hefur það valdið okkur miklum áhyggjum, hvernig margt velviljað fólk í ýmsum heimshlutum hefur túlkað atburð- ina á Norður-írlandi. Það er skoðun okkar, að mikill misskilningur sé uppi um það, hvert er hið sanna eðli þessara atburða, og við teljum það kristi- lega skyldu að gera okkar bezta til að leiðrétta þann misskilning. Því hefur verið haldið fram, að „trúarstríð“ sé háð á Norður-ír- landi og margir vita ekki betur. Við ætlum ekkki að neita því, að alvarlegur og djúpstæður klofn- ingur er á Norður-írlandi, og það hörmum við, en við höldum því fram, að deilurnar snúist ekki fyrst og fremst um trúarágreining. Þær eiga sér torleystar og flóknar ástæður — sögulegar, pólítískar og félagslegar — en sundurþykkja kristinna manna í trúarefnum er ekki aðalatríði. Spyrja má: „Hvers vegna geta játendur kristinnar trúar, þótt þeir séu í ólíkum trúfélögum, ekki búið saman í friði?“ En þessi spurning virðir ekki til fulls þær áköfu til- finningar, sem myndast við gamal- gróinn sögulegan, pólitískan og félagslegan klofning. Hún tekur ekki heldur tillit til þess, að nútímaþjóðfélag getur tekið á sig ímynd ofbeldis, þótt mjög lítill hluti almennings eigi hlut að máli. Yfir- gnæfandi meirihluti fólks á Norður-írlandi þráir frið, en sá mikli friðarvilji innan samfélags okkar er engin trygging fyrir auð- fengnum friði, eins og dæmi margra annarra þjóða á Vesturl- öndum sýna. Hundruð þúsunda fólks á Norður-írlandi biðja fyrir friðsam- legri lausn á vandamálum samfé- lags okkar. Við snúum okkur til kristinna manna um allan heim og allra þeirra, sem á Guð trúa, að þeir sameinist okkur í þessari bæn. Við þökkum því marga, skilningsríka fólki, sem nú þegar hagar bæn sinni á þennan veg, og viljum láta þá skoðun í ljós, að við séum sameinuð í bæninni til Guðs, föður okkar á himnum, fyrir Drottin okkar og frelsara Jesúm Krist, að friður megi ríkja á írlandi og um allan heim. Á síðasta ári sagði hinn heilagi faðir, þegar hann kom til Drog- heda: „Ég bið yður á hnjánum, víkið burt af vegi ofbeldis og snú- ið til baka á vegu friðar." Öll írska þjóðin fagnaði strax þessum orðum. En því miður hafa þau ekki rætzt á þeim, sem talað var til. Þess vegna er það frum- skylda okkar að skora enn á ný, í nafni Guðs, á alla þá sem beita ofbeldi, að láta umsvifalaust af sínum illu verkum. Ef öllu ofbeldi yrði látið lokið, mætti enn aðhaf- ast mikið til hjálpar þeim, sem eru hnepptir í fangelsi, og til þess að binda um sár hins þjáða samfélags okkar. Við lýsum því yfir með hinni mestu alvöru, að þeir sem drepa særa, ógna eða kúga, þeir sem fylla fólk ótta um líf sitt eða lífsaf- komu, eru sekir um illvirki og breyta gegn lögmáli Guðs. Þeir eru berlega í andstöðu við kenn- ingu Jesú Krists, eins og hún er flutt í öllum kristnum kirkjum. Sem kaþólskt fólk verðum við enn og aftur að hafna hvers konar ofbeldi. Þrátt fyrir hættu á misskilningi eða ranghermi reynir sérhver okk- ar að boða sáttfýsi í þessum lands- hluta, eins og samvizka hans krefst. Afnám ofbeldis leysir sjálf- sagt ekki allan vanda okkar sam- stundis. Við erum þess raunar fullvissir, að ekkert fær leyst hann annað en leið Krists, sem sagði: • „Leitið fyrst ríkis Guðs og réttlæt- is hans, og þá mun allt þetta veit- ast yður að auki.“ Framangreindir kaflar ættu að sýna það skýrt og ótvírætt, að kaþólska kirkjan styður hvorki ofbeldisverk né írska lýðveldisher- inn og hana ætti aldrei að bendla við hvorugt þetta. Höfundur er biskup kaþólskra á íslandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.