Morgunblaðið - 11.08.1990, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.08.1990, Blaðsíða 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 1990 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 1990 B 3 Vettvangur umræöu Fjórir ungir menn hafa ráðist í útgáfu nýs tímarits, sem þeir nefna Tímaritið 2000 og hugmynd- in að íjalla á nýstárlegri hátt en nú tíðkast um menninguna. Blaðið er í mjög stóru broti og með stór- um myndum, gjarnan heilsíðu- myndum. Ungu mennirnir eru Þorsteinn Sig- urlaugsson heimspekinemi, Lars Emil Árnason myndlistarmaður, Ari Gísli Bragason ljóðskáld og Siguijón Ragnar Siguijónsson, ljósmyndari. Þeir hafa þegar komið við sögu í menningarlífinu með upplestrum, bókaútgáfu eða myndlistarsýningum'. Ekki er gott að átta sig á því af fyrsta blaðinu hvaða stefnu ritið tekur. Þar er allt frá myndum af stjóm- málamönnum með sérhannaða hatta og til greinar um franska rithöfundinn Albert Camus. Þarna eru ljóð, myndlist, hönnun, arkitektúr, dans, bókadómar, leikhús, tíska, umhverfi og framtíðin og fjallað er jöfnum höndum um íslenskt og erlent efni. Því var sú spurning lögð fyrir eir.n aðstandenda þess, Ara Gísla Bragason. Ari Gísli sagði að blaðið ætti að vera vettvangur fyrir um- -ræðu.„Það á að gefa öllum, sem eru með texta eða myndlist, tæki- færi til að koma því á framfæri. Allt fólk sem hefur eitthvað ferskt fram að færa á að fá þarna tækifæri. Við ætlum ekki að binda okkur við ljóð og myndlist, heldur miklu fleira. Teljum þetta allt vera menningu, skemmt- anamenningu, ljóðamenningu, myndlistarmenningu o.s.frv. Og við viljum Iáta myndaefnið njóta sín.“ Um tildrög blaðsins sagði Ari Gísli að þeim Þorsteini hefði dot- tið í hug að gefa út svona blað og leitað til Lars Emils, sem einn- ig hafði haft svipaða hugmynd. Það þróaðist svo upp í samstarf við 30-50 aðra aðila, sem styðja þetta og leggja blaðinu til. „Þetta er hálfgerð hreyfing,“ sagði hann. Og bætti við að þetta fyrsta blað rokseldist og hefði þegar borgað sig. Þeir væru því mjög bjartsýnir á framhaldið. Næsta tölublað er í vinnslu og kemur út í október. Eru þeir lesnir á ný? eftir Rúnar Helga Vignisson Hvað er að gerast í bókmenntunum vestan- hafs? Er nýr Hemingway eða Faulkner á leiðinni? Hvar er bandaríski Marquezinn, Kunderann og Rushdieinn? Eru bandarískar bókmenntir samheiti fyrir vel markaðssett- ar miðlungsbækur? Eða eru bandarískir höfundar fórnarlömb fordóma? Fyrir þremur árum sátu nokkrir banda- rískir rithöfundar fyrir svörum í Col- umbia-háskóla. Spyrlarnir voru ungir rithöfundar frá 20 íöndum. Einn þeirra spurði: „Af hveiju lesum við ekki verk ykkar? Allir lásu Faulkner og Hemingway, en hvar eru samtímahöfundarnir ykkar?“ Ekki fara sögur af svörum hinna innfæddu, en samt má vera ljóst að sögur af dauða banda- rískra bókmennta eru stórlega ýktar, banda- rískir höfundar eru enn lesnir um allan heim. Þannig mátti sjá þýðingar á glænýjum banda- rískum skáldsögum hafðar frammi í bókabúðum víða um Evrópu í vor. íslendingar eru lengra á eftir, en þó má nefna nokkrar bækur eftir norður-ameríska höfunda sem hafa komið út hérlendis á undanförnum árum — Konurnar á Brewster Place eftir Gloriu Naylor, Purpuralit- inn eftir Alice Walker, Ástkæra eftir Toni Morrison, Sögu þernunnar eftir Margaret At- wood, Á faraldsfæti eftir Anne Tyler og Aula- bandalagið eftir John Kennedy Toole, auk bóka Isaacs Singer. Athygli vekur hversu margar bækur eftir konur hafa verið þýddar. Þótt þess- ar bækur hafi notið mikillar hylli jafnt innan Bandaríkjanna sem utan fer ekki hjá því að ýmsum hafi fundist vanta það púður í banda- rískar bókmenntir sem Hemingway, Faulkner og Steinbeck lögðu til á sínum tíma, það vanti bandaríska Marquezinn, Kunderann, Rushdi- einn og Ecoinn. Rithöfundurinn góðkunni, V.S. Naipaul frá Trinidad, kvartaði t.d. undan því fyrir nokkrum árum að tveir af virtustu höfund- um Bandaríkjanna; Cheever og Updike, töluðu ekki til sín. Og indversk-bandaríska skáldkonan Bharati Mukheijee dró sínar ályktanir í bóka- blaði New York Times fyrir tveimur árum: „Vandinn virðist vera sá að bæði innan og utan Bandaríkjanna hafa „bandarískar bókmenntir" orðið að samheiti fyrir vel auglýstar miðlungs skáldsögur eða smásagnasöfn, og að banda- rískar bókmenntir — snoturlega skrifaðar, sið- prúðar og hjartnæmar — hafa glatað mætti sínum til að beisla ímyndunarafl heimsins." Eflaust hafði allt þetta fólk eitthvað til síns máls. Kannski koma evrópsk og suður-amerísk Vil aö verk mín séufrumflutt á Islandi Aeftir þessu verki frumflytur Kolbeinrt Bjarnason verk eftir Hafliða fyrir einleiksflautu. Það heitir Flug Ikarusar. Fjallar um þá frægu sögu af því þegar Ikarus gerðist of djarfur og flaug svo ná- lægt sólu að vaxið bráðnaði af fest- ingum vængjanna og hann féll í hafið. Hann sinnti engu aðvörunum föður síns, sem var með honum. Þetta verk kvaðst Hafliði hafa sa- mið nýlega og tileinkað Kolbeini. Á síðari hluta tónleikanna er svo flutningur Hljómeykis á TRIPTYCH og þjóðlögin, sem sagt er frá hér að ofan. Á gítartónleikum Einars Krist- jáns Einarssonar í Skálholti klukk- an fimm í dag, laugardag, flytur hann eitt verk eftir Hafliða Hall- grímsson, Jakobsstigann. Kveikjan að þessu einleiksverki fyrir gítar er hið fræga málverk Marcs Chag- alls, sem sýnir draum Jakobs úr Gamla testamentinu. Verkið er til- einkað Pétri Jónassyni gítarleikara, sem hefur flutt það mjög víða er- lendis. Flytur það einnig á fyrr- nefndi hljómplötu með verkum Haf- liða. í kynningu á henni segir m.a. að þverböndin á hálsi gítarsins hafi við framvindu verksins tekið á sig táknræna merkingu sem þrepin í þessum fræga stiga. Þar segir Haf- liði að í skáldlegu samhengi megi vel ímynda sér hendur gítarleikar- ans sem séu þær englarnir að klífa upp og niður stigann. Ný hljómplata Hafliða Hljómplatan spm hér er nefnd er nýkomin út. Á henni eru fimm verk eftir Hafliða Hallgrímsson, þar af þijú sem nú eru flutt í Skálholti, þ.e. Ströndin með Virgin Black við sembalinn, Verse I fyrir flautu og selló, þar sem Hafliði leikur sjálfur á sellóið með Philippu Davies, og svo Jakobsstiginn. En að auki er verk sem Skoska kammersveitin Ieikur undir stjórn tónskáldsins og Nýlega kom út hljómplata með verkum Hafliða Hallgrímssonar. nefnist „Daydreams in numbers" og einleiksverk fyrir gítar og selló, Tristia, sem Hafliði flytur með Pétri Jónassyni. Þessi plata er gefin út í London og fer víða. M.a. hægt að fá hana í íslensku tónverka- miðstöðinni á Islandi. Tónlistin er tekin upp í All Saints Church í Petersham og ráðhúsinu í Glasgow, og naut útgáfan m.a. fjárhagslegs stuðnings frá Akureyrarbæ, SÍS og skoska listaráðuneytinu. Hafliði Hallgrímsson er ættaður frá Akureyri, en er nú búsettur í Edinborg. Hann hefur undanfarin ár verið aðalsellóleikari í skosku kammersveitinni og London Festival Orchestra og kvaðst verða að ferðast til London til þess. Kammersveitin heýur ferðast mikið að undanförnu. „Eg er nýbúinn að taka þátt í langri tónleikaröð, sem tengd er. stóru dómkirkjunum í Englandi," segir Hafliði. „Þessir tónleikar eru kostaðir af einu stærsta og ríkasta fyrirtæki Bretlands, Gasveitunum, sem hefur árum saman fjármagnað þessa tónleika. Þeir eru haldnir árlega í júní og júlímánuði. Fjöldi frægra einleikara tekur þátt í þeim og kirkjurnar eru alltaf þéttsetnar' áheyrendum. Gegn um þetta tón- leikahald hefur kirkjustjórnin í Englandi náð góðu sambandi við Gasveiturnar og orðið sér úti um ódýra kyndingu. Jafnframt hafa kirkjukórarnir og organistarnir fengið tækifæri til að taka þátt í tónleikunum og flutt kórverk sem hluta af dagskránni," segir Hafliði. Með kammersveitinni hefur hann líka ferðast víða erlendis. „Sem sellóleikari þigg ég oft að taka þátt nöfn fyrst upp í hugann þegar spáð er í strauma og og stefnur í heimsbókmenntunum. En kannski koma líka nöfn á borð við John Ii-ving og Alice Walker upp í hugann, ef til vill vegna þess að gerðar voru vinsælar kvikmyndir eftir þekktustu bókum þessara höfunda. Kurt Vonnegut, Anne Tyler, Saul Bellow, E.L. Doct- orow, Philip Roth, John Updike og Thomas Pynchon kynnu að slæðast með líka; allt gagn- merkir höfundar sem gert hafa góða hluti. En nú eru ýmis teikn á lofti í bandaríska bók- menntaheiminum. Ýmislegt bendir nefnilega til að í uppsiglingu séu höfundar sem eiga margt sameiginlegt með Marquez, Kundera og Rus- hdie, án þess þó að um stælingar sé að ræða. Miðleitinnjaðar Þrátt fyrir að Bandaríkjamenn stæri sig gjarnan af því að þjóðfélag þeirra sé ein alls- heijar deigla, bræðslupottur þar sem allar þjóð- ir heimsins séu jafn réttháar, hafa bókmenntir Bók Oscars Hijuelos um kúbverska tónlist- armenn sem flylja til New York um 1950 hlaut Pulitzer-verðlaunin í vor. svartra, indíána og höfunda af spænsku og austurlensku ’bergi notið ótrúlega lítillar hylli á undanförnum áratugum. Af minnihlutahóp- um, svokölluðum, hefur einna mest kveðið að gyðingum; að öðru leyti hafa hvítir Bandaríkja- menn af evrópsku bergi brotnir ráðið ferðinni. Nú síðustu misseri virðast áherslurnar hafa verið að breytast nokkuð, m.a. fyrir tilstilli Bharati Mukheijees sem áður var nefnd. Þótt varasamt sé að nota verðlaunaveitingar sem algildan mælikvarða á bókmenntastrauma, þá hlýtur það að gefa nokkra vísbendingu að á öllum helstu tilnefningariistum nýliðins vetrar voru skáldsögur eftir Bandaríkjamenn með tvö- faldan bakgrunn, ef svo má segja. Bók kínversk-bandarísku skáldkonunnar Amy Tan, The Joy Luck Club (Gleði-gæfu-klúbburinn í lausl. þýðingu), var til dæmis tilnefnd til allra virtustu verðlaunanna. Sama má segja um bók- ina The Mambo Kings Play Songs of Love (Mambó kóngarnir flytja ástarsöngva) eftir Amy Tan: kínversk-bandaríska konan sem sló í gegn með sinni fyrstu skáldsögu. kúbversk-bandaríska rithöfundinn Oscar Hijue- los. Eftir að hafa komið sérlega til greina við afhendingu verðlauna gagnrýnenda, The Nati- onal Book Critics Circle-verðlaunanna, hreppti Hijuelos virtustu bókmenntaverðlaunin, sjálf Pulitzer-verðlaunin, sem þó hafa gjarnan þótt í íhaldssamara lagi. Ef við förum nokkur ár aftur í tímann má finna fleiri dæmi af sama toga: Bharati Mukheijee, upprunnin á Indl- andi, hlaut verðlaun gagnrýnenda árið 1988 fyrit' bókina The Middleman and Other Stories (Milligöngumaðurinn og aðrar söguij, Sandra Cisneros, af mexíkönsku bergi brotin, hlaut Before Columbus American-verðlaunin fyrir smásagnasafnið The House on Mango Street (Húsið á Mangostræti) 1985, Louise Erdrich, indíáni í aðra ættina, hlaut verðlaun gagnrýn- enda 1984 fyrir bókina Love Medicine (Ástar- lyf) og Alice Walker fékk Pulitzerinn fyrir Purpuralitinn 1983. Þessi uppsveifla í jaðar- og landnemabókmenntum í Bandaríkjunum helst í hendur við þróunina í öðrum vestrænum ríkjum. Nærtækast er að nefna Salman Rus- hdie og Kazuo Ishiguro í Bretlandi, báðir upp- runnir í Asíu. Sökum okkar einlita samfélags höfum við íslendingar fram að þessu farið á mis við sjónarhorn innflytjandans í okkar bók- menntum, en slík jaðarsýn hefur á síðustu árum orðið æ vinsælli, ekki bara í bókmenntum held- ur einnig í myndlist og tónlist. PHILIP ROTH Deception Frá því Philip Roth hlaut National Book- verðlaunin fyrir sína fyrstu bók árið 1959 hefur hann verið í fremstu víglínu banda- rískra höfunda. Hann hlaut verðlaun gagn- rýnenda fyrir skáldsöguna The Counterlife 1988, en nýjasta bókin, Deception, hefur verið umdeild. Líttu þér nær maður En auðvitað eru ekki bara jaðarhöfundar að gefa út vestanhafs. Það er enn býsna mikill þróttur í „hinurn". John Updike, Thomas Pyn- chon, Anne Tyler, Jane Smiley og Ann Be- attie, að ógleymdri hinni kanadísku Margaret Atwood, eru öll að. Ýmsir ungir höfundar hafa einnig rutt sér til rúms nýverið, til dæmis John Casey, 'sem hlaut National Book-verðlaunin síðastliðið haust fyrir bókina Spartina, Madison Smart Bell, Katherine Dunn og Coraghessan Boyle, svo dæmi séu nefnd. Þótt hér séu taldir höfundar sem löngum hafa verið bendlaðir við tilraunastefnu, s.s. póstmódernisma og mini- malisma, þá virðast þær stefnur ekki eins brennandi í umræðunni og var fyrir nokkrum árum, þótt áhrifa þeirra gæti beint og óbeint í bókmenntum hinna ólíkustu höfunda. Þekktir skríbentar hafa meira að segja tekið að sér að taka póstmódernista og kannski einkanlega minimalista (meðal kjörorða þeirra var: Minna er meira) í bakaríið. Rithöfundurinn Tom Wolfe, nú þekktastur fyrir söguna The Bonfire of the Vanities (Bálköstur hégómans), vakti til dæmis upp eina líflegustu bókmenntaumræðu síðasta árs þegar hann skrifaði grein í Harper’s Magaz- ine þar sem hann gaf póstmódernismanum langt nef og kallaði eftir þjóðfélagsraunsæi í anda Zolas og Tolstoys. Hans aðalröksemd var VINELAND Bók frá hendi Thomas Pynchon (þekktastur fyrir bókina Gravity’s Rainbow) þykir alltaf mikill viðburður. Þessi bók kom út í byrjun árs, en það kom ekki í veg fyrir að suinir gagnrýnendur kölluðu hana bók ársins. sú að undanfarin ár hafi fagurbókmenntir stað- ið í skugga bóka um raunverulega atburði, þ.e. ævisagna og heimildarrita, vegna þess að skáld- um hafi láðst að fara út á meðal fólksins til að afla sér efniviðar að hætti Zolas. Þau hafi gleymt sér í nostri við orð og farið að halda að það væri veruleikinn. Mörgum þótti boðskap- ur Wolfes full afturhaldssamur, en póstmóder- nistinn þekkti, John Barth, tekur þó að vissu marki undir með Wolfe í grein sem hann nefn- ir „Það er löng saga“ og er að finna í nýjasta hefti Harper’s Magazine. Þar lýsir hann kostum heimsins lengstu skáldsagna og sé sá helstur að þær bjóði upp á langdvöl í sagnaheimi. Bharati Mukherjee tók í tengdan streng þegar hún lýsti eftir maximalistum og hvatti höfunda til að skrifa um það sem væri að gerast fyrir framan nefið á þeim. Þetta er skylt hugmyndum eins þekktasta rithöfundar Bandaríkjanna, Philips Roth, sem hefur löngum haldið því fram að veruleikinn ætti að vera rásmark skáldsins því hann væri langtum gróskumeiri en ímynd- unarafl höfundarins. Raunsæiskrafan hefur reyndar alltaf verið sterk í bandarískum bók- menntum og verður greinilega áfram, raunar — og k'annski sem betur fer — með nokkuð póstmódernískum blæ. Vinsældir kvennafræðanna Það má kannski sjá áðurnefndri hugmynda- fræði stað í kvennabókmenntunum, eða öllu heldur í bókum skrifuðum af konum með hlið- sjón af „reynsluheimi kvenna“, svo notuð sé útjöskuð klisja. Þær njóta líka einna mestrar hylli, ekki síst ef höfundurinn er jafnframt full- trúi minnihlutahóps, eins og t.d. Louise Erdrich, Toni Morrison og Alice Walker (konan hefur í sjálfu sér verið í jaðarstöðu í bókmenntaheimin- um, til skamms tíma a.jn-k.). Til marks um vinsældir kvennafræðanna vestanhafs má riefna að háskólar bítast nú um þá bókmennta- fræðinga sem hafa sérhæft sig í feminisma og námskeið þeirra fyllast fyrr en varir. Og nú er svo komið að það eru ekki eingöngu konur sem sækja þessi námskeið. Satt að segja hefur sá ótti komið upp meðal kvennafræðinga að karlmenn muni stela frá þeim senunni, þótt það verði að teljast ósennilegt sökum eðlis fræð- anna. En því verður ekki neitað að gróskan í bókmenntalífinu vestanhafs um þessar mundir er ekki síst kvennafræðunum og ávöxtum þeirra, beinum og óbeinum, að þakka. Enginn bókmenntafræðinemi útskrifast nú án þess að hafa a.m.k. fundið reykinn af réttunum þeim. Það skiptir ekki máli að hávaðinn af hugmynda- fræðinni var sóttur til Frakklands. Á framangreindu sést að það er töluverð gróska í bandarískum samtímabókmenntum. í stað þess að biðja um bandarískan Kundera eða Marquez mætti því kannski rétt eins spyrja hvar evrópska Walkerin eða Erdrichin væri. Á næstunni mun verða Ijallað um nokkur þeirra skáldverka sem einna mesta athygli vöktu vestanhafs undanfarið ár. Lista- hátidir íEvrópu Listahátíðir í norðanverðri Evrópu eru flestar snemm- sumars og er mörgum þegar lokið. Þó er enn eitthvað að finna þegar ekið er um Holl- and og Belgíu. IBelgíu stendur 30. Alþjóð- lega Flandrara-listahátíðin frá þvn apríl og fram í nóvem- ber. Á henni er flutningur klassískrar tónlistar í borgun- um Brúgge (m.a. ítalskir bar- okhöfundar), Ghent (Shos- takovitch o. fl.) og í Brussel (Semiramide Rossinis). Al- þjóðleg sveitamúsíkhátíð er 7.-19. ágúst í Eupen og Vall- ona-hátíð stendur með fjöl- breyttri tónlist frá júlí og fram í október í Brussel, Liege, Sta- velot, Namur og Saint-Hubert. Ibæ að nafni Huy er hátíð með leiklist og tónlist frá 8. ágúst til 2. september og leiklistarhátíð stendur í Welk- enraedt 27. september til 4. október. IToumai er alþjóðleg sýning á vefnaði frönskumælandi landa í Evrópu, Afríku, Ameríku og^Asíu opin til 30. september. í Brussel er sýn- ingin Vatn, arfleifðin frá 15. öld og fram til 20. aldar með málverkum, höggmyndum, ljósmyndum og myndböndum. Frá 14. september og fram í janúar er þar sýning á inka- list. IRíkislistasafninu í Amster- dam í Hol landi er síðsum arssýning á bréfum Van Goghs. Blómasýningin Amst- erdam-Ellsmeer er 1. septem- ber. í slíkum ferðum til þess að afla daglegs brauðs og jafnframt til að fá tækifæri til að skoða mig um í heiminum, einkum í ijarlægum löndum", segir hann. Fjarlægir staðir, sem hann hefur þannig ferðast til í tónleikaferðum að undaförnu, éru t.d. Suð- ur-Ameríkulöndin, eyjarnar í Karíba hafi, Costa Rica og Mexíkó. Hafliði kveðst nú ætla að fara að draga úr slíku tónleikahaldi. Hyggst einbeita sér að því að semja tónlist á næstunni. Enda hafi hann verið að leika á sellóið í 30 ár. „En það er dálítið erfitt fyrir tónskáld að loka sig inni mánuðum saman í stað þess að vera í borguðum skemmtiferðum með góðu og skemmtilegu fólki. Þótt einveran geti verið góð, eru mikil viðbrigði að komast í slíkar skemmtiferðir," segir hann og hlær við. „Ferðalögin geta verið ógleymanleg, vegna þess að þar er góður tónlistarflutningur og maður sér svo margar hliðar á mannlífinu, sem sumar eru æði spaugilegar. Því er- gott að samræma þetta, tónleikaferðir og tónsmíðar í einveru, svo lengi sem tónsmíðarnar hafa yfirhöndina. Þær eru það sem stefnt er að.“ Þegar gengið er á hann, kveðst Hafliði koma til með að eyða næsta ári að mestu í að semja, bæði stór og smá verk sem hafa verið pöntuð hjá honum. En vill helst ekki tala um það sem er óunnið. Best sé að láta verkin tala. Dagsetningar á flutningi þessara verka hafa verið ákveðnar nokkuð langt fram í tímann og Hafliði segir fæðingar- hríðirnar farnar að gera vart við sig. Verk þessj verða flutt bæði erlendis og á íslandi. „Ég vil að verk mín séu frumflutt á íslandi, en ekki er alltaf hægt að koma því við,“ segir hann. Skálholt einstakur staður Hafliði kom heim til Islands fyrir viku til að 'undirbúa tónleikana í Skálholti, þar sem hann hefur verið að æfa baki brotnu. „Það er reglulega gaman að vinna með Hljómeyki. Þessir 16 söngvarar eru frábært, duglegt og hæfileikaríkt fólk. Og það veitir líka ánægju að heyra fyrsta flokks fslenska hljóðfæraleikara flytja manns eigin verk/‘ segir Hafliði. „Á sólskinsdegi eins og var í gær er líkast himnaríki á jörðu að vera í Skálholti. Síðastliðinn sunnudag var metaðsókn að tónleikunum í glampandi sólskini. Skálholt er einstakur staður, eins og allir vita sem hafa komið þar. Staðurinn tengir okkur fortíðinni og er dásamlegur minnisvarði um list, aðallega tveggja kvenna, Nínu og Gerðar. En fyrst og fremst er þetta guðshús sem gefur hljómleikahaldi á staðnum sérstaka merkingu. Auðséð er að fólk sem kemur þangað nýtur þess að upplifa eitthvað mjög óvenjulegt og sérstakt, sem ekki er að finna hvar sem er. Ég hefi aldrei farið að heiman í raun,“ svarar Hafliði snöggur upp á lagið þegar hann er spurður hvort hann leggi oft leið sína heim til íslands; „Maður er alltaf á leiðinni heim. Ég hefi ekki hugsað mér að vera útlendingur ævilangt. Hins vegar er ekki til sá staður þar sem ég get ekki látið mér líða vel. Eins og heimurinn er í dag, er hnötturinn okkar heimur, ékki satt?“ Fanný er 30 þúsund ára Hin holduga Venus er ekki elsta styttan af konu. Komið hefur í ljós að Fanný er sú elsta og heldur eldri, um 30 þúsund ára gömul. Og Fanný er allt öðru vísi í vextinum en Venus frá Willendorf, sem mun aðeins vera 25 þúsund ára. Hún fannst 1908 og hefur lengst af síðan verið talin elsta högg- myndin áf konu. Hún er 11 sm á hæð og talið að hún hafi frem- ur verið fijósemistákn en ná- kvæm eftirmynd ísaldarkon- unnar. Hvað sem rétt er í því þá er meiri þokki yfir annarri og grennri kvenstyttu, sem ný- lega fannst í sama héraði í Dónárdalnum og reynist vera nokkur þúsund árum eldri. Fanný fannst við uppgröft við rætur Galgenberg-fjalls í Austurríki. Hún var grafin upp í nokkrum bitum og þegar búið var að skeyta þeim saman var komin 7,2 sm kvenstytta. Hún hlaut nafnið Fanný í höfuðið á Vínardansmeynni Fanny Elssl- er, sem fræg var í byrjun 19. aldar. Efri hluti líkamans er sveigður til hliðar eins og hjá konu að dansa. Fyrir 30 þúsund árum, á ísöld í Evrópu, var moldarlagið sem Fanný fannst í mannvistarlag þar sem þetta veiðimannasam- félag stundaði sitt daglega amstur. Þarna hafa þeir steikt kjötið yfír opnum eldi og búið til steináhöld sín og vopn. Nútíma fornleifafræðingar hafa grafið mikið upp af slíku og varðveita það til þess að fá vitneskju um elsta kaflann í sögu mannsins — löngu áður en farið var að rita söguna á skinn eða pappír.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.