Morgunblaðið - 30.08.1990, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.08.1990, Blaðsíða 8
V^terkur og k_/ hagkvæmur auglýsingamiöill! VIÐSKIFn AIVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 1990 Fróöleikur og skemmtun fyrir háa sem lága! Ferðaþjónusta Aherslan verður * lögð á gistingu Is- lendinga á veturna Rætt við Ármann Eiríksson framkvæmdastjóra Bandalags íslenskra farfugla Morgunblaðið/Börkur/Ámi Sæberg GAMALT OG NÝTT — Ármann Eiríksson framkvæmdastjóri Bandalags íslenskra farfugla fyrir framan Sundlaugaveg 34, sem verða höfuðstöðvar bandalagsins, en til stendur að selja húseignina við Lauf- ásveg (sjá innfelldu myndina), sem hefur dyggilega þjónað farfuglum í 27 ár. ■imnN'.ii.r.iiiF Entek hyggst auka markaðs■ hlutdeild í Danmörku LEKAROR — Þeir hyggjast ná markaði í Danmörku, f.v. Sig- hvatur Eiríksson framkvæmdastjóri Entek, Knud Rasmussen, sem hefur haft umsjón með þróunarstarfi „grátröranna." Til hægri við hann stendur Ingvar J. Karlsson stjórnarformaður Entek. UM fimmtán þúsund gistinætur voru nýttar á Farfuglaheimilun- um í Reyjavík á síðastliðnu ári og er það ekki nema tæplega 40% nýting á ársgrundvelli. Hins vegar fer nýtingin upp í 80-85% í júlí og ágúst, sem telst mjög viðunandi. Armann Eiríks- son hefur verið framkvæmda- stjóri Bandalags íslenskra far- fugla frá 1. maí í vor og segir hann að ýmsar áætlanir séu uppi til að reyna að nýta heimil- in betur yfir vetrartímann. Með- al annars standi til að vekja athygli íslendinga á gistiheimil- um Farfugla, því þeir séu ótrú- lega fáir, sem láti sér detta þau í hug þegar vanti gistingu. Enn- fremur verður heimilið við Laufásveg í Reykjavík lagt nið- ur, en því meiri áhersla verður lögð á hina nýju byggingu við Sundlaugaveg 34 og verður það húsnæði opið í fyrsta skipti allt árið. Ármann segir að breytingar hafi hafi orðið gegnum tíðina og starfsemin eins og hún var hafi meira færst yfir á Ferðafélag ís- lands og Útivist. Þeir séu sjálfir komnir meira í samvinnu við ferða- skrifstofur, sem leiði af sér að fleiri hópar komi til gistingar. Það sé orðið gríðarlega hátt hlutfall fólks sem komi hingað til lands t.d. í skipulagðar hálfsmánaðar ferðir. Mikil aukning sé á frönsk- um ferðahópum, Svisslendingum, Þjóðverjum og Norðurlandabúum. Bakpokafólk ber ekki síður tekjur inn í landið en viðskiptamenn Hann nefnir að Islendingar tali gjaman um „bakpokafólk eða jafnvel bakpokalýð“ í neikvæðri merkingu. Þeir komi hingað með allt til alls og kaupi ekkert af ís- lendingum. „Það kom mér því mjög á óvart þegar ég tók við þessu starfi, að hingað kemur mikið af menntafólki, sem vill greiða lágt verð fyrir gistingu, en er tilbúið til að leggja peninga sína í tiltölulega dýrar ferðir eins og t.d. hálendisferðir. Og aldrei verð ég var við annað en að þeir kaupi matvæli hér á landi. Þetta er ferða- fólk sem ber ekki síður tekjur inn í landið en jafnvel viðskiptamenn sem gefa stórfé fyrir að liggja inni á hóteli yfir blánóttina, en tíma svo ekki að eyða nokkrum peningum að deginum," segir Ár- mann. „Starfið hjá okkur hefur einnig breyst á þann hátt, að við höfum tengst meira alþjóðastjórn far- fugla (IYHF) og erum meira í al- þjóðasamstarfi í sambandi við rekstur á gistiheimilum. Á vegum alþjóðasamtakanna komu hingað breskir rekstraráðgjafar sem lögðu til ýmsar breytingar, til að laga okkur betur að alþjóðlegum staðli hvemig gistiheimili farfugla eiga að vera byggð upp. Meðal breytinga sem stendur tij að gera á nýja heimilinu í Reykjavík er að flytja eldhús, borðsal og setustofu niður í kjallara en útbúa í staðinn herbergi hér á fyrstu hæðinni. Einnig þurfum við að breyta her- bergjunum, sem nú eru öll átta mahna, í 2ja-8 manna herbergi og er stefnt að því að gera það í vetur.“ Bandalagið hefur starfrækt heimilið'við Sundlaugaveg í rúm fjögur ár og við Laufásveg í 27 ár. Stendur til að leggja það síðar- nefnda niður. og selja húsnæðið. Ennfremur var í fyrrahaust ráðist í að kaupa húsnæði við Bjarmastíg 5 á Akureyri, sem hentaði mjög vel. Nágrannar þess voru ekki ánægðir með tilhugsunina, að sögn Ármanns, og söfnuðu undir- skriftum til mótmæla, sem endaði með því að byggingarnefnd synj- aði bandalaginu um rekstrarleyfi. Stendur því til að selja einnig það húsnæði og nota ijármunina til að fullgera húsnæðið við Sundlauga- veg. „Því húsnæði viljum við koma í betra horf, þannig að það sé boðlegt íslendingum, sem eru með kröfuhörðustu gestum sem fyrir- finnast. Athygli mín var vakin á því að þegar fjölskyldur utan af landi koma til höfuðborgarinnar, og hafa ekki tök á að gista hjá ættingjum, vanti tilfinnanlega ódýrt húsnæði, þar sem það gæti eldað sjálft. Gistinóttin hér fyrir félagsmann er 900 kr., en 1150 kr. fyrir utanfélagsmann og af- sláttur er veittur börnum. Fólk má leggja til eigin sængurver, en einnig getum við leigt þau út og kostar það þá aukalega 200 kr. hvort sem gist er í eina nótt eða fleiri. Við viljum því höfða til landsbyggðarinnar, hvort sem um einstaklinga, fjölskyldur eða stóra hópa, s.s. kóra, nemenda og íþróttafólk, er að ræða. Úti á landi eru starfrækt 16 farfuglaheimili og eru sjálfstæðir aðilar víðs vegar um landið í samstarfi við okkur og hafa leyfi til að nota merki farfugla." Getum gert góða hluti Starfsmenn Bandalags íslenskra farfugla eru þrír í fullu stafi allan ársins hring, 8-10 manns hafa unnið við rekstur gistiheimilanna í Reykjavík og tveir landverðir eru í Þórsmörk yfir háferðamannatímann. „Rekst- urinn var í járnum á síðasta ári, en við stefnum að því að vera réttu megin við núllið á þessu ári. Eig- infjárstaðan er aftur á móti góð. Það sem háir okkur eins og öðrum í ferðaþjónustu er hversu ferða- mannatíminn er stuttur. En við sjáum fram á vaxandi ferða- mannastraum hingað og með vel hannaðri húseign, réttri skipu- lagningu og kynningu eigum við að geta gert góða hluti. Ég er alveg sannfærður um það, “segir Ármann Eiríksson. FYRIRTÆKIÐ Entek hf. á ís- landi, sem er til húsa í Hvera- gerði hefur undanfarin tvö ár verið að þróa nýja framleiðslu röra úr gúmmíi til dreifingar á lofti í vatni. Eru þau m.a. notuð til hreinsunar á skólpvatni, en einnig til notkunar í fiskeldi; Fyrirtækið hefur flutt út áveitu- rör til ýmissa landa. Með þessi rör verður lögð áhersla á mark- aðssetningu í Danmörku, þar sem fyrirtækið hyggst reyna að ná a.m.k. 2% markaðshlutdeild. Á íjárhagsáætlun danska ríkisins og sveitarfélaganna er að leggja 9 milljar d.kr. í hreinsun á skólpi. Náist þetta markmið þýðir það sölu upp á 40-50 milljónir árlega næstu 4-5 árin. Stendur til að stofna skrifstofu í Danmörku, sem sjá á um inarkaðsmálin. Allt eins getur orðið um sjálfstætt fyrirtæki að ræða og segir fram- kvæmdastjóri Entek, Sighvatur Eiríksson að verið sé að leita að samstarfsaðila, innlendum eða erlendum, sem væri tilbúinn til þátttöku í þessu verkefni. Þróunarstarfinu er nú lokið og vonast eigendurnir til að geta hafið framleiðslu af fullum krafti. Meðal annars er í því skyni er staddur hér á landi Knud Rasmussen fram- kvæmdastjóri Oxymaster í Vejle í Danmörku, sem er umboðsmaður Entek. Verið er að leita samstarfs- aðila, sem getur framleitt grindur úr sýruþolnu ryðfríu stáli og segja forsvarsmennirnir, að slík fram- leiðsla geti skapað 30-60 manns atvinnu, allt eftir því hversu sjálf- virkar vélar séu notaðar. Ekki er ljóst, hvort þessir aðilar verða íslenskir eða danskir. Nú þegar eru fylgihlutir röranna framleiddir í Danmörku. „Þessi tegund fram- leiðslunnar er algjör nýjung," segir Rasmussen. „Hreinsunarbúnaður- inn virkar þannig að lofti er dælt inn í rörin, sem fer síðan út um örsmá göt og myndar örlitlar loft- bólur, sem verður til þess að súr- efnið blandast mjög vel við vatnið sem hreinsast. Samsvarandi tæki eru þegar á markaði, en úr öðrum efnum og með stærri götum, sem gerir nýtinguna ekki eins full- komna. Auk þess sparast mikil orka, þar sem ekki þarf eins stórar dælur og áður hefur þurft. Einnig er framleiðsla okkar ódýrari en það sem er nú þegar á markaði." FIRMASTOFNUN í ÞÝSKALANDI Storfondi þýskur lögmaður verður til viðtals ó skrifstofu undirritaðra til ráðgjafar um stofnun fyrirtækja í Þýskalandi dagana 3.-5. september nk. Ráðgjöf lögmannsins er veitt þeim sem áhuga hafa, að kostnaðarlausu. Gjörið svo vel að panta tíma til viðtals. Lögmenn, Borgartúni 33, Reykiavík Sími 29888.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.