Morgunblaðið - 01.09.1990, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.09.1990, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B/LESBOK 197. tbl. 78. árg. LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 1990 Prentsmiðja Morgunblaðsins Efnahagsmál í Sovétríkjunum; Stöðugleiki forsenda markaðsbúskapar - segir Míkhaíl S. Gorbatsjov Moskvu. Reuter MÍKHAÍL S. Gorbatsjov, leiðtogi sovéska kommúnistaflokksins, sagði á fundi með blaðamönnum í Moskvu í gær að ákveðið hefði verið að freista þess næsta hálfa árið að tryggja stöðugleika í hagkerfi Sov- étríkjanna til að unnt yrði að innleiða markaðsbúskap þar eystra. Gorbatsjov ítrekaði fyrri ummæli sín um efnahagsástandið í Sovétríkj- unum og sagði að tíminn til að koma á nauðsynlegum umbótum innan hagkerfisins væri skammur. Hann sagði þá hafa orðið niðurstöðu tveggja daga fundar ráðamanna og sérfræðinga á sviði efnahagsmála að ákveðið hefði verið að skipa nýja nefnd sem fjalla myndi um tvær ólík- ar tillögur um róttækar breytingar á efnahagssviðinu. Yrði sú vinna hafin í dag, laugardag. Önnur tillag- an kemur frá nefnd sérfræðinga sem þeir Gorbatsjov og Borís Jeltsín, leið- togi sovéskra umbótasinna og for- seti Rússlands, skipuðu í sameiningu en hin er afrakstur þess starfs sem farið hefur fram á vegum nefndar sem Nikolaj Ryzhkov, forsætisráð- herra Sovétríkjanna, skipaði og nýt- ur stuðnings hans. Gorbatsjov sagði á blaðamannafundinum í gær að hann væri áfram um að niðurstaðan lægi fyrir í næstu viku er fulltrúa- þing Sovétríkjanna tekur til starfa a ný. Sovétleiðtoginn sagði nauðsynlegt að tryggja stöðugleika í hagkerfi Sovétríkjanna. „Markaðsbúskap verður ekki komið á í einu vetfangi án þess að fram hafi farið umræður um hvernig tryggja megi stöðug- leika.“ Sagði hann að næsta hálfa árið yrði gripið til viðeigandi aðgerða í þessu skyni og kvaðst telja verð- bólgu alvarlegustu ógnunina á efna- hagssviðinu. Sjá „Hruni verður aðeins af- stýrt . . . “ á bls. ? Reuter A sjötta hundrað Pakistana sem verið hafa innlyksa í Irak fóru yfir tyrknesku landamærin í gær. Báru þeir eigur sínar með sér. Stríðsástandið við Persaflóa: Mikil áhersla lögð á að fínna pólitíska lausn New York, London, Amman. Reuter. Javier Perez De Cuellar, fram- kvæmdasljóri Sameinuðu þjóð- anna, (t.h.) og Tarek Aziz, ut- anríkisráðherra Iraks, ræðast við í Amman í Jórdaníu í gær. MIKIL áhersla er nú lögð á að finna pólitíska lausn á ástandinu við Persaflóa þó enn sem komið er bendi ekkert til að það takist. Javier Perez de Cuellar, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna, og Tarek Aziz, utanríkisráð- herra Iraks, ræddust samtals við í fimm klukkustundir í Amman í De Klerk vill opna svört- um flokkinn Durban. Reuter. FORYSTA Þjóðarflokksins í Suður-Afríku lagði til í gær að flokkurinn yrði opnaður fyrir öllum íbúum landsins, óháð lit- arhætti. F.W. de Klerk forseti sagði að það væri í samræmi við stefnu stjórnarinnar í lands- málum að aðild að flokknum verði fijáls. Þjóðarflokkurinn komst til valda árið 1948 á grundvelli stefnu sem boðaði aðskilnað íbúa eftir litar- hætti á öllum sviðum þjóðlífsins. De Klerk sagði í gær að tími kyn- þáttafordóma og aðskilnaðar væri liðinn undir lok í Suður-Afríku. Hvatti hann allar deildir flokksins til að styðja tillögu flokksforyst- unnar og gerðu 20 deildir það þegar í gær. Jórdaníu í gær, og ákváðu að hitt- ast að nýju í dag. Margaret That- cher, forsætisráðherra Bretlands, og Hussein Jórdaníukonungur ræddust við í London í gærmorg- un og að því búnu ráðfærði That- cher sig símleiðis við George Bush Bandaríkjaforseta. Ræddi Bush síðan við bæði Helmut Kohl, kansl- ara Vestur-Þýskalands, og Fran- cois Mitterrand Frakklandsfor- seta. Að sögn heimildarmanna sáust engin merki um árangur eftir fimm stunda viðræður De Cuellars og Aziz í Amman. Hélt Aziz fast við þá af- stöðu íraka að Vesturveldin bæru ábyrgð á stríðsástandinu við Persaf- lóa og eina lausnin væri að þau drægju hersveitir sínar og flota burt. Thatcher hafnaði tiliögum Husseins til lausnar deilunni. Gengu þær út á að hinar alþjóðlegu hersveitir yrðu dregnar til baka frá Persaflóasvæð- inu samtímis því sem írakar kölluðu innrásarher sinn frá Kúvæt. I stað innrásarherjanna tækju arabískar friðargæslusveitir við hlutverki þeirra og síðan hæfust samningar Kúvæta og Iraka um framtíð Kú- væt. Breskur embættismaður sagði að leiðtogana hefði greint verulega á um orsakir ástandsins við Persaflóa og leiðir til að koma í veg fyrir átök. Utanríkisráðherrar Arababanda- lagsins hittust í Kairó í gær og ítrek- uðu fyrri kröfur sínar um að írakar dragi innrásarlið sitt frá Kúvæt og að útlendingum yrði leyft að fara úr landi. Bandaríkjastjóm undirbýr nú miklar loftárásir á írak ef deilan fyrir botni Persaflóa leysist ekki eft- ir pólitískum leiðum, að því er blaðið Newsday í New York hafði eftir áreiðanlegum heimildum í gær. Fréttin birtist eftir að George Bush forseti hafði sagt við blaðamenn að hann efaðist um að deilan yrði leyst með samningum. Sagði blaðið engan ágreining vera um þá leið, einungis vefðist fyrir ráðamönnum hvenær láta ætti til skarar skríða. Sú ákvörð- un kæmi til með að ráðast af því hversu langt úthald hinar alþjóðlegu hersveitir í eyðimörk Saudi Arabíu væru talda'r hafa og hvort takast mundi að loka glufum sem írakar hefðu fundið til að bijóta viðskipta- bann Sameinuðu þjóðanna. Yfirmað- ur bandarísku hersveitanna á Persaf- lóasvæðinu sagði í gær að engar hernaðaraðgerðir væru í undirbún- ingi og sveitirnar myndu aðeins bregðast við ef ráðist yrði á þær. Sýrlendingar kröfðust þess í gær að Irakar kalli heri sína heim frá Kúvæt. Sagði Farouq Al-Shara ut- anríkisráðherra að Sýrlendingar væru tilbúnir að senda aukið herlið til Persaflóasvæðisins til varnar Saudi Arabíu og öðrum Persa- flóaríkjum. Jórdanir hafa sent njósnaflugvélar til þess að fylgjast með hemaðarupp- byggingu í Saudi Arabíu fyrir íraka, að sögn háttsettra manna í Israels- her. Einnig hafa Jórdanir stóraukið njósnaflug meðfram ísraelsku landa- mæninum. Sjá fréttir á bls. 22. Kostnaður vegna aðgerða við Persaflóa: Vestræn ríki heita Qárframlögum Ósló. Frá Hcljir Sarensen, fréttaritara Morgunblaðsins. Bonn, Helsinki, Washington. VESTUR-ÞYSK sljórnvöld hafa heitið því að taka þátt í kostnaði af því að halda uppi viðskiptabanni SÞ gegn írökum. „Við eigum hluta að þessari samvinnu ríkja heims og munum hegða okkur í samræmi við það,“ sagði Dieter Vogel, talsmaður ríkisstjórnar Helmuts Kohls. Japanir hafa þegar heitið að leggja fram milljarð Bandaríkjadollara, m.a. til aðstoðar þeim ríkjum í Mið-Austur- löndum sem verða fyrir Qárhagslegu tjóni vegna þess að þau virða viðskiptabannið. Norðmenn hafa hagnast mjög á Persaflóadeilunni vegna hækk- unar olíuverðs. Bandaríkjastjórn hefur beðið Norðmenn að taka þátt í kostnaðinum en ákveðin fjárhæð hefur ekki verið nefnd í þessu sambandi. Varaformaður Verkamannaflokksins tekur dræmt í hugmyndir um að Norð- menn styrki hernaðaruppbygg- inguna við Persaflóa með fé, seg- ir það myndu stangast á við hefð- ir í utanríkisstefnu landsmanna. í áætlun Bandaríkjamanna er gert ráð fyrir að önnur ríki leggi fram sem svarar um 60 millj- Reuter. örðum ÍSK á mánuði. Auk þess verði nokkrum nágrannalöndum íraks, þ.e. Tyrklandi, Egyptalandi og Jórdaníu, veitt umfangsmikil aðstoð vegna tjóns af völdum við- skiptabannsins. Evrópusamband lýðræðis- flokka lauk þingi sínu í Helsinki í gær með yfirlýsingu þar sem tekið var undir kröfur breska for- sætisráðherrans Margaret That- cher um að Evrópuríki sendu auk- ið herlið til styrktar viðbúnaðinum við Persaflóa eða greiddu hluta kostnaðarins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.