Morgunblaðið - 14.11.1990, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 14.11.1990, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 1990 37 / krakkar! /KUNÍÐ AÐ BURSTA ■TENNURNAR eru komin á alla útsölustaði Fjölhœf hrœrivél! MK 4450 Blandari, grænmetiskvöm og hakka- vél fylgja með. • Allt á einum armi. • Hrærir, þeytir, hnoðar, blandar, brytjar, rífur, hakkar og sker. • ísl. leiðarvísir og uppskriftahefti. • Einstakt verð: 13.960 kr. SMfTH & NORLAND Þeim fylgir jólasveinslímmiði og tannkremstúpa. hans þegar átti að halda skemmtan- ir meðal vinnufélaganna, enda aldr- ei komið að tómum kofunum. Það verður því tómleg árshátíð þetta árið, þar sem Ási flytur ekki annál Sundahafnar, eins og hann hafði gert undanfarin ár. En það var ekki einungis leitað til hans í þessu tilliti, því hann var valinn trúnaðarmaður félaga sinna á vinnustað og barðist ötullega fyr- ir þeirra málum. Engum duldist hver áhugamál Ása voru, það var KR og allt sem tengdist þeirra starfsemi. Enda hafði hann verið góður íþróttamað- ur á unglingsárunum, en varð því miður að hætta að stunda íþróttir vegna veikinda, sem hefur án efa fallið honum mjög þungt. En auk áhuga hans á íþróttum hafði hann mjög gaman af því að fljúga. Og undanfarin tvö ár hafði hann lært flug og tekið rúmlega sextíu flugtíma. Það er erfitt að sætta s_ig við að fá ekki að njóta nálægðar Ása leng- ur, hans verður sárt saknað og skarð það sem hann skilur eftir verður ekki fyllt. En við trúum að nú líði honum vel og hans bíði stórt og mikið hlut- verk þar sem hann er nú. Við geymum minninguna um góðan vin og félaga og kveðjum Ása með söknuði og þakklæti í huga. Dóttur hans, bræðrum og föður vottum við okkar dýpstu samúð. Samstarfsmenn hjá Eimskip, stjórnstöð. • • Oll Lionsdagatöl eru merkt. Hún naut góðrar menntunar í föðurhúsum. Þar var mikil rækt lögð við góða þjóðlega menntun og bókmenntir íslenskar í hávegum hafðar. Jón, bróðir hennar, fór til náms á Akureyri og leiðbeindi systkinum sínum eftir að hann lauk námi. Einnig lagði Guðbjörg stund á tónlistarnám og lék á orgel í frístundum sínum. Var hún stund- um fengin til að spila á orgel við messur í Vallaneskirkju. Það voru sterk bönd, sem tengdu systkinin og foreldra við Hafursá og þegar Guðmundur, faðir þeirra, hætti búskap, tók Jón Kjerúlf, bróð- ir Guðbjargar, ásamt henni við bú- skap að Hafursá og bjuggu þau þar áfram ásamt foreldrum sínum. Á Hafursá var afar gestkvæmt. Þar lá leiðin uin er farið var inn í Fljótsdal enda er Hafursá næsti bær við Hallormsstað. Þar var í mörgu að snúast fyrir húsmóður sem auk þess að sjá um heimilið sinnti einn- ig ýmsum störfum og sá um skepn- urnar. Því var vinnudagur oft lang- ur hjá húsmóður þegar margt var í heimili. Guðbjörg talaði oft um þá daga og einnig hversu ánægju- legt hafi verið að hafa margt fólk í kringum sig og í nógu að snúast. Guðbjörg giftist 6. janúar 1934 Oddi Kristjánssyni, byggingameist- ara, á Akureyri, sem fæddur var 3. október 1901 að Saurbæ í Eyja- firði. Foreldrar Odds voru Kristján Minning: Guðbjörg Guð- mundsdóttii' Kjerúlf Fædd 27. október 1900 Dáin 5. nóvember 1990 Þriðjudaginn 13. nóvember verð- ur til moldar borin tengdamóðir mín, Guðbjörg Guðmundsdóttir Kjerúlf. Hún andaðist á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavík, aðfaranótt mánudagsins 5. nóvember síðastliðinn. Margt kemur upp í hugann og langar mig til að minnast þessarar góðu konu með nokkrum orðum nú þegar hún er kvödd. Guðbjörg fæddist í Sauðhaga í Skriðdal í Suður-Múlasýslu 27. október árið 1900 og varð því níræð fyrir stuttu. Foreldrar hennar voru Guðmundur Andrésson Kjerúlf, frá Melum f Fljótsdal, bóndi í Sauðhaga og síðar á Hafursá í Vallahreppi og eiginkona hans, Vilborg Jóns- dóttir frá Kleif í Norðurdal í Fljóts- dal. Þau Guðmundur og Vilborg eign- uðust sex börn og voru þau auk Guðbjargar Jón Kjerúlf, látinn, bú- settur á Reyðarfirði, kvæntur Guð- laugu Pétursdóttur; Anna Kjerúlf, látin, búsett í Hábæ, Vogum á Vatnsleysuströnd, gift Sveini Páls- syni sem einnig er látinn; Sólveig Kjerúlf, látin, húsmóðir á Akureyri og síðar í Reykjavík, gift Gunnari Jónssyni sem einnig er látinn; Sigríður Kjerúlf, látin, gift Guð- mundi Guðmundssyni; og Andrés Kjerúlf, fyrrverandi bóndi á Akri í Reykholti, nú til heimilis á dvalar- heimili aldraðra í Borgarnesi, en kona hans var Halldóra Jónsdóttir sem nú er látin. Ung fluttist Guðbjörg með for- eldrum sínum og systkinum að Hafursá í Vallahreppi. Hafursá stendur frekar hátt undir hlíð og þaðan er útsýni yfir Fljótsdalshérað og Lagarfljót, þar sem Snæfell ber við enda fljótsins, einstakt að feg- urð. í samheldnum systkina- og frændhópi átti Guðbjörg góða æsku og uppvaxtarár. Þeir tímar vom henni alla tíð afar kærir og minnt- ist hún þeirra og allra, sem þar voru henni samferða með sérstakri hlýju. Árið 1942 fluttust Oddur og Guðbjörg með syni sína til Akur- eyrar. Oddur hóf störf sem bygg- ingameistari hjá Akureyrarbæ og gegndi því starfi til 1971. Þau reistu sér myndarlegt hús á Helgamagra- stræti 15 og bjuggu þar árin á Akureyri. Guðbjörg helgaði heimilinu starfskrafta sína. Gestrisni var mik- il á heimili þeirra Odds og Guðbjarg- ar og nutu þau þess að geta veitt _ gestum sínum af rausn. Andrúms- loftið á heimili þeirra var þannig, að öllum sem þangað komu hlaut að líða vel. Þau voru samhent og einkenndist sambúð þeirra af kær- leika. Árið 1971 hætti Oddur störfum hjá Akureyrarbæ fyrir aldurs sakir og fluttust þau hjónin til Reykjavík- ur. Synir þeirra voru þá búsettir þar og vildu þau vera nálægt þeim og fjölskyldum þeirra þegar árin tóku að færast yfir. Það var mikið áfall fyrir Guð- björgu þegar Oddur andaðist haust- ið 1979. Nokkru áður hafði hún veikst af alvarlegum sjúkdómi og auk þess hafði sjóninni hrakað veru- lega. Hún bjó áfram á heimili þeirra í nokkur ár. Eins og áður er getið lést Guð- björg á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund, þar sem húh dvaldi síðastlið- in fimm ár. Starfsfólkið þar á þakk- ir skildar fyrir þá umönnun og hlýju, sem henni var þar sýnd. Eg kveð tengdamóður mína með þakklæti fyrir allt, sem hún var okkur. Blessuð sé minning hennar. Herdís Tómasdóttir Grein þessi biitist í blaðinu í gær, en vegna mistaka við vinnsiu birtist hún hér á ný. Beðist er vel- virðingar á mistökunum. Friðfinnsson, bóndi í Saurbæjar- hreppi, og Sigríður Grímsdóttir, kona hans. Hann kom austur á Fljótsdals- hérað til að reisa nýtt íbúðarhús að Hafursá og felldu þau Guðbjörg hugi saman. Heimili þeirra var að Hafursá fyrstu átta árin. Þar fædd- ust synir þeirra tveir, Guðmundur, árið 1936 og Sigurður, árið 1940. Þessi ár starfaði Oddur sem byggingameistari þar eystra, byggði hann meðal annars hið sér- stæða hús Gunnars Gunnarssonar, skálds á Skriðuklaustri, sem hlaðið var utan með grjóthnullungum úr Bessastaðaá. Guðbjörg sá áfrám um heimilið að Hafursá. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmæl- is- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal- stræti 6, Reykjavík og á skrif- stofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. SIEMENS NÓATÚNI4-SÍMI 28300 Allur hagnaður rennur óskiptur til líknarmála.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.