Morgunblaðið - 25.11.1990, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 25.11.1990, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 1990 C 25 I Minninff: Stefán Reykjalín byggingameistari Fæddur 9. október 1913 Dáinn 8. ágúst 1990 Stefán Reykjalín byggingameist- ari á Akureyri lést hinn 8. ágúst í sumar. Samferðamenn vorum við Stefán um 9 ára skeið, og kynnin urðu slík, að mér er bæði ljúft og skylt að flytja fram nokkur þakk- lætis- og kveðjuorð, að honum gengnum, þótt síðbín séu. Af hálfu Brunabótafélags íslands ber einnig að votta minningu Stefáns virðingu félagsins og flytja þessum fyrrver- andi stjórnarformanni þakklæti fyr- ir farsæl forustustörf. Stefán Reykjalín var fæddur á Akureyri 9. október 1913 og var því tæplega 77 ára, þegar hann lést. Hann var sonur hjónanna Ingi- bjargar Bjarnadóttur og Guðmund- ar Ólafssonar byggingarmeistara á Akureyri, en fósturmóðir Stefáns var Svanfríður Jónsdóttir, fyrri kona Guðmundar. Stefán lauk stúdentsprófi við Menntaskólann á Akureyri árið 1938, en bætti síðar við sig prófi í húsasmíði og fékk meistararéttindi í húsasmíði árið 1943. Hann byij- aði að smíða undir handleiðslu föð- ur síns, en fullnuma voru honum fljótlega falið sjálfstæð og mikil verkefni, ekki síst fyrir Menntaskól- ann á Akureyri, og áður en yfir lauk, skilaði Stefán vel fullu ævi- starfi sem húsasmiður á Akureyri með þeim hætti, að sum reisule- gustu húsin, sem þann bæ prýða, eru handaverkin hans, sem og fjöldi íbúðarhúsa. Hinn 30. apríl 1940 kvæntist Stefán Guðbjörgu Bjarnadóttur frá Leifsstöðum í Eyjafirði og þau eign- uðust í farsælu hjónabandi tvo syni, sem þau komu til mennta, Bjarna Reykjalín arkitekt og Guðmund Reykjalín viðskiptafræðing. Guð- björgu missti Stefán 2. febrúar 1987, og var þá sárt saknað. Það leyndi sér ekki í fari Stefáns Reykjalín að hann hafði snemma tileinkað sér framfaravilja aldamó- takynslóðarinnar íslensku. hann hafði mikla trú á framtíðinni og hann taldi, að bókstaflega allt væri hægt að gera á íslandi, ef menn vildu og stæðu saman. Og engu var líkara en blóð sjálfrar ungmennafé- lagshreyfingarinnar ólgaði í æðum hans. Þetta kom fram í störfum hans líka, látæði og í afstöðu hans til allra mála. Og honum þótti ákaf- lega vænt um bæinn sinn, Akureyri. Stefáni lét mjög vel að vinna í hóp en honum var þá oft falin for- ustan, sem hann veitti hávaðalaust og af mikilli lipurð og með góðum árangri. Þetta gilti bæði á vinnustað í húsasmíðunum sem og í félasgs- málum, ekki síst í framfaramálum Akureyrar. Skólameistari átti það til að biðja Stefán að taka í bygg- ingarvinnu yfir sumarið baldna skólapilta sem létu illa að stjórn í skólanum, til þess að aga þá til. Þetta gerði Stefán með gleði en með þeim árangri, að bæði stilltust piltarnir hjá honum og urðu síðar miklir vinir hans. Þettg var sakir þess, hversu mikill mannvinur Stef- án var. Það var engin furða, þott maður með eiginleika Stefáns, svona fé- lagslyndur eins og hann var og velviljaður, yrði settur til mikilla ábyrgðarstarfa í samfélaginu. Stef- án gekk snemma til liðs við Fram- sóknarflokkinn og var bæjarfulltrúi hans á Akureyri í 22 ár og gegndi þar hinum þýðingarmestu trúnaðar- störfum á vegum bæjarins, svo sem í bæjarráði, heilbrigisnefnd, bygg- ingarnefnd og hafnarnefnd, svo að eitthvað sé nefnt, auk þess að vera forseti bæjarstjórnar. Abyrgðarstörf þau, sem Stefáni voru falin um dagana, vora þó ekki öll bundin við Akureyri. Á stríðsár- unum, þegar tók fyrir allan vöruinn- flutning frá meginlandi Evropu, fékk Stefán það verkefni árið 1941 að fara til Bandaríkjanna til að sjá um timburkaup þaðan fyrir Sam- bandið. Tókst sú för með ágætum en hún varð einnig lærdómsrík fyr- ir hinn unga nýgifta stúdent, og það var gaman að heyra Stefán segja frá þessari ævintýraför. hann átti um áratugaskeið sæti í stjórn Hafnarsambandsins og sinnti þar málum af fyrirhuggju og framsýni og þótti mjög raunhæfur í tillögum sínum og úrræðum. Árið 1975 leitaði þáverandi ríkis- stjórn til Stefáns og bað hann að veita forustu nauðsynlegri endur- reisn Slippstöðvarinnar á Akureyri, en hann var þá hættur húsasmíðum og byggingarverktöku. Stefán var ekki með öllu ókunnur malefnum Slippstöðvarinnar og þekkti vel þann vanda, sem innlendur skip- asmíðaiðnaður stóð þá í, og gerir i raun enn, en að öðrum ólöstuðum má fullyrða, að fyrir harðfylgi Stef- áns sem starfandi stjórnarformanns Slippstöðvarinnar hafí tekist á þess- um tíma að gera Slippstöðina að einu öflugasta fyrirtæki sinnar teg- undar á Islandi og að mikilli lyfti- stöng fyrir Akureyri í atvinnulegu tilliti. Stefán var stjórnarformaður Slippstöðvarinnar í 14 ár og lét af þeim störfum árið 1989. Eftir bæjarstjórnarkosningarnar 1978 var Stefán Reykjalín valinn til að vera fulltrúi Akureyrarkaup- staðar í fulltrúaráði Brunabótafé- lags íslands. Á aðalfundi fulltrúar- áðsins 1979 var Stefán kosinn í stjórn BÍ og þar sat hanní 8 ár og í 7 ára sem formaður stjórnarinnar. Að aldrei skuli hafa k omið til at- kvæðagreiðslu um álitaefni innan stjórnarinnar ber stjórnunarhæfí- leikum Stefáns fagurt vitni. Fyrir þau fjölmörgu störf, sem Stefán Reykjalín sinnti um dagana og ég að framan vikið lauslega að, hlaut Stefánr þakkir og virðingu samferðamanna sinna. Hann var sæmdur hinni íslensku fálkaoraðu og hlaut gulluglu Menntaskólans á Akureyri og hlaut gullmerki Bruna- bótafélags íslands. Stefán Reykjalín var gefíð gott skap, sem var önnur hliðin í ljúf- mensnkuj hans, hin var réttsýnin. Þessir eiginleikar gerðu það að verkum, að hann átti mjög gott með að blanda geði við menn, enda var hann sanngjarn maður, ráða- góður og hlýr, og vinátta hans var falslaus. Hann var hrókur alls fagn- aðar, sögumaður góður og naut greinilega samvistir við aðra menn. Eitt af því sem öðru fremur ein- kenndi Stefán Reykjalín í mínum augum var sú mikla gleði, sem hann hafði af hveiju því verkefni, sem hann tók sér fyrir hendur. Það var geislun þessarar gleði samfara ósérhlífni hans, sem gerði Stefáni mögulegt að samræma sjónarmið manna og samstilla krafta þeirra til sameiginlegra átaka. Þótt Stefán væri mannsættir og BLOM SEGJA ALIT Mikið úrval blómaskreytinga fyrir öll tækifæri. Opið alla daga frá ki. 9-21. Sími 689070. LEGSTEINAR GRANÍT - MARMARI Helluhrauni 14, 220 Hafnafjörður, pósthólf 93, símar 54034 og 652707. Erfidrykkjur í hlýlegu og notalegu umhverfi Við höfum um árabil tekið að okkur að sjá um erfídrykkjur fyrir allt að 300 manns. I boði eru snittur með margvislegu áleggi, brauðtertur, flatbrauð með hangikjöti, heitur eplaréttur með rjóma, rjómapönnukökur, sykurpönnukökur, marsípantertur, rjómatertur, formkökur, 2 tegundir o.fl. Með virðingu, FLUGLEIDIR HÓTEL LOFTLEIÐIR REYKJAVlKURFLUGVELll, 101 KEYKJAVlK ........ S I M 1: 9 I ■ 2 2 3 2 2 kynni vel að miðla málum, var hann hins vegar staðfastur í skoðunum sínum og fylginn sér. Þegar Stefán vildi ná einhveiju fram, var aðferð hans oftsinnis sú, að gefa sam- starfsmönnum sínum hluta af frum- kvæðinu og láta þeim finnast að málið væri í raun þeirra mál. Þessi aðferðafræði var ein hlið á forustu- hæfíleikum Stefáns. Auðvitað var Stefán Reykjalín pólitískur maður, mikill framsókn- armaður og virkur meðal samheija. En fáa menn hef ég hitt, sem átt hafa eins gott með að vinna að málum með pólitískum andstæðing- um sínum og Stefán Reyjkalín. Málefnin voru honum allt. Hann sagði eitt sinn, að það hefði verið sér mikil gæfa í lífinu að eiga þes skost að starfa að sameiginleg- um áhugamálum heilshugar með sér yngri mönnum af sitt hvoru pólitísku sauðahúsi og ósammála sér í pólitik. Þa'átti hann þá við mig í Brunabótafélaginu og Gunnar Ragnars í Slippsstöðinni, en Stefán var samtímis stjórnarformaður í báðum félögunum. Hafi það verið hluti af gæfu Stefáns Reykjalín að starfa með mér um hríð, þávar það samstarf mér mikils virði og lær- dómsríkt. Eins og áður segir var Stefán kosinn í stjórn Brunabótafélagsins á aðalfundi fulltrúaráðsins árið 1979. Strax og við Stefán byijuðum að vinna saman að málefnum Brunabótafélagsins tókst með okk- ur vinátta, sem entist og efldist þar til hann lést. Stefáni var mjög umhugað um félagið og reyndist mjög farsæll í öllum störfum sínum fyrir það og skildi vel nauðsyn þess að skapa pólitískan frið um samfé- lagið og lagði sitt af mörkum í því skyni. Stefán kunni góð skil á hlutverki Brunabótafélagsins í samfélaginu og hversu það var samtvinnað verk- efnum sveitarfélaganna í landinu varðandi þjónustu og öryggismál hinna ýmsu byggðarlaga og var hann jafnframt frábær málsvari félagsins. Stefán var sérstaklega áhuga- samur um þróunarmál Brunabóta- félagsins og hann varð fyrsti form: aður líftryggingafélagsins BI Líftrygging gt., þegar það var stofnað 1985. Það var formenn- skutíð Stefáns sem Brunabótafé: - lagið hóf að veita heiðurslaun BI einstaklingum, sem höfðu tekið sér fyri rhendur verkefni, sem til heilla og hags horfðu fyrir samfélagið, hvort sem það var á sviði lista, menningar, íþrótta eða atvinnulífs. Brunabótafélagið hefur veitt yfir 40 einstaklingum heiðurslaun frá 1982. Stjórnarmenn Brunabótafélags- ins komu víðs vegar að af landinu til stjórnarfundai'starfa en að lokn- um hveijum stjórnarfundi var jafn- an brugðið á léttara hjal og þá var allt til umræðu og stundum kátína mikil. Er margra gleðistunda að minnast, þar sem Stefán var oft í aðalhlutverki. Tóku menn þá snarpa snerru í pólitik eftir því sem tilefni gáfust, og þau voru ærin á þessum tíma, sögðu sögur eða fóru með vísur. Ógleymanlegur er mér ljóða- bálkur Stefáns um gráu merina. Ég hlýt hér að færa fram sérstak- ar þakkir Brunabótafélags íslands fyrir hið óeigingjarna og mikilvirka starf, sem Stefán sinnti fyrir félag- ið meðan notið var starfskrafta hans. Persónulega vil ég flytja þakkir fyrir vináttu hans og velvild í minn garð, og hversu .vel hann tok mér, þegar ég kom að félaginu. Sonum hans báðum, Bjarna og Guðmundi, og fjölskyldum þeirra votta ég og Ragna kona mín okkar dýpstu samúð. Ingi R. Helgason t Móðir mín og fósturmóðir, SÓLVEIG ÞÓRÐARDÓTTIR, Furugerði 1, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 27. nóvember kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda. Maríus Sigurjónsson, Herdís Hauksdóttir. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir, GÍSLI GUÐMUNDSSON bifreiðastjóri, Teigaseli 3, Reykjavík, verður jarösunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 26. nóvember kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er vinsamlegast bent á Krabba- meinsfélag íslands. Guðmundur Gíslason, Sigurlaug Steingri'msdóttir, Ragna Gísladóttir, barnabörn og systkini hins látna. t Þökkum innilega öllum þeim sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför ÁGÚSTS F. PETERSEN listmálara. Guðný Petersen, Guðbjörg Petersen, Steinn Guðmundsson og fjölskylda. t Þökkum innilega auösýnda samúð og hlýhug við andlát og útför SIGHVATAR STEINDÓRS GUNNARSSONAR. Ása Guðlaug Gisladóttir, Gunnar Sighvatsson, Sigrún Sighvatsdóttir, Jón Gústafsson, Ólöf Sighvatsdóttir, Þorvaldur Bragason, Gísli Sighvatsson, Kristjana G. Jónsdóttir, Ástrós Sighvatsdóttir, og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.