Morgunblaðið - 02.12.1990, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.12.1990, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDÁGUR 2. DESEMBER 1990 Víðast 'hvar er unnið á tvískiptum vöktum í síldinni - samtals 18 tíma á sólarhring og allar helgar. Morgunbiaðið/Svernr ÞROTLAUS VINNA OG SÉRKENNILEGT ANDRÚMS- LOFT YFIR SÍLDARVERTÍÐINNIÁ AUSTFJÖRÐUM eftir Ómar Fríðriksson „SÍLDARSÖLTUNIN hefur brugðist. Ef ekki tekst að semja við Rússa um kaup á saltsíld er þetta síldarævintýri búið að vera,“ g-ellur í ungnm pilti á lyftara, sem keppist við löndun úr Hólmatindi SU á Eskifirði. Skipið var að koma inn með 80 tonna afla, mestmegnis þorsk, og öll vinnsla í húsinu í fullum gangi. En það er síldin og loðnan sem allt snýst um í sjávarplássunum á Austfjörð- um þegar við vorum þar á ferð á dögunum. Óvissa í loðnuveiðum veldur þó meiri áhyggjum en síldarkaup Rússa enda afger- andi undirstaða í atvinnurekstrinum víðast hvar. Margar stærstu vinnslustöðvarnar söð- luðu um þegar síldarsöltunin brást og kepp- ast við að frysta síld á Japansmarkað. Verka- fólkið vinnur á tvískiptum vöktum - byrjar klukkan fjögur á nóttunni og svo er unnið til tíu á kvöldin. Inokkrum fiskvinnsluhús- um hafa menn ekki gef- ið sér tíma til að taka niður tilkynningar um uppsögn starfsfólks vegna verkfallsboðunar yfirmanna á flotanum. „Það biðu allir spenntir eftir fréttum hvort verkfalli yrði aflýst. Fyrst því var forðað er ljóst að flestir munu hafa atvinnu fram- undir jól,“ segir Hrafnkell A. Jóns- son, formaður Verkalýðsfélagsins Árvakurs á Eskifirði. „Sumir urðu nú samt svolítið spældir. Höfðu ráðgert að skella sér til Reykjavík- ur um helgina,“ segir kona á Eski- firði þegar við horfum á eftir loðn- uskipinu Jóni Kjartanssyni sigla út fjörðin. Ekki verður fundið fyrir mikilli síldarstemmningu á söltunarstöð- unum. Á Reyðarfirði voru starf- rækt fjögur síldarplön á síðustu vertíð ' Nú eru tvö eftir. „Það versta við þetta er óvissan," segir Vil- bergur Hjaltason verkstjóri í Fisk- verkun Gunnars og Snæfugls. „Þetta gengur best hjá þeim sem eru með frystingu og söltun sam- hliða. Þar er mikil vinna i gangi og vantar fólk,“ segir hann. Óvissa á Seyðisfirði Á síðasta vetri gekk fjöldi manns atvinnulaus á Seyðisfirði. Þrátt fyrir mikla óvissu vegna síld- arsölu er ólíkt bjartara yfír atvinn- ulífinu í haust. Ástæðan felst í stofnun Dvergasteins hf. 18. ágúst sl. sem tók yfír eignir þrotabús Fiskvinnslunnar hf. og keypti Norðursíld. Síldarverksmiðjur ríkisins eru líka á lokaspretti við byggingu nýrrar loðnuverksmiðju á Seyðis- firði. Um er að ræða einhverja fullkomnustu loðnubræðslu r Evr- ópu, að sögn kunnugra. Þar hafa 50 manns atvinnu við byggingu verksmiðjunnar og er stefnt að því að hún verði gangsett í janúar. Svanbjöm Stefánsson er nýráð- inn framkvæmdastjóri Dverga- steins hf. „Nú vantar fleira fólk til starfa,“ segir hann. Verið er að frysta síld fyrir Japansmarkað og er unnið alla daga fram á kvöld og um helgar og starfa 60 manns hjá fyrirtækinu í dag. „Frystingin gengur þokkalega. Við höfum salt- að í 1230 tunnur af síld. í fyrra var saltað í 8500 tunnur og við ætluðum að endurtaka það í haust svo það sjá allir hvaða umskipti hafa orðið í síldarsöltun. En við höfum fiyst um 500 tonn af síld og megum fara upp í 950 tonn í sölu til Japan,“ bætir hann við. Hann kveðst eiga von á að fyrir- tækið geti veitt öllu starfsfólkinu vinnu eftir áramót við frystingu og söltun á bolfíski. „Við kaupum fiskinn á markaði og höfum vil- yrði frá útgerðinni Gullberg hf. að togarinn Gullver landi hér afla, en við þurfum á meiru að halda. Það er verið að vinna í að afla

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.