Morgunblaðið - 09.04.1991, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA
■
JUDAGUR 9. APRIL
BLAÐ
Með sigurbros
ÁSTA Halldórsdóttir frá ísafirði var sigursælust
allra keppenda á Skiðamóti íslands sem lauk á
Isafirði á laugardag. Hún varð þrefaldur Islands
KORFUKNATTLEIKUR / URVALSDEILDIN
1991
ífótspor
bræðranna
Bjarki Pétursson og Rafn Rafnsson byijuðu vel
í fyrsta leik sínum með KR. Rafn gerði eitt
mark og Bjarki var með þrennu í 7:1 sigri gegn
Ármanni í Reykjavíkurmótinu í knattspymu á laug-
ardag. Pétur Pétursson og Björn Rafnsson hafa
verið helstu skorarar KR. undanfarin ár, en þeir
voru fjarri góðu gamni að þessu sinni og yngri
bræður þeirra sáu um að halda merkinu á lofti.
Morgunblaðið/KGA
KNATTSPYRNA
Guðmundur hefur
hug á að leika
í Englandi
Guðmundur Torfason, landsliðsmiðheiji í knatt-
spyrnu, sem leikur með skoska félaginu St.
Mirren sagði í viðtali við enska knattspyrnublaðið
Shoot, sem kom út fyrir helgi, að hann væri tilbú-
■■■■■■ inn að færa sig suður og leika með
FráBob ensku félagsliði.
Hennessy Stór mynd er með greininni um
/ Englandi Guðmund, sem ber yfirskriftina
„Góði strákurinn Gummi“. Guð-
mundur hefur leikið tvö keppnistímabil með St.
Mirren og stóð hann sig frábærlega fyrsta tímabi-
lið, en þá var hann í hópi markahæstu leikmanna
Skotlands. Guðmundur hefur aftur á móti verið
óheppinn í vetur; nefbrotnað, meiðst á hné og
kjálkabrotnað.
„Ég hef ákveðið að gefa ekki kost á mér í
íslenska landsliðið sem leikur gegn Albaníu og
Tékkóslóvakíu í Evrópukeppni landsliði í maí og
júní,“ sagði Guðmundur í greininni.
meistari og vann bronsverðlaun i samhhðasvigi
Hér er hún með sigurbros á vör, enda uppskeran
góð á heimaslóðum.
KNATTSPYRNA
Njarðvíkingar sluppu með áminningu eftir að áhorfendi sló dómara:
„Segir mönnum að nú
megi þeir lemja dómara“
- segir Leifur Garðarsson, dómari, sem var sleginn af áhorfanda eftir leik Njarðvíkur og Keflavíkur
AGANEFND KKÍ veitti
Njarðvíkingum áminningu fyrir
framgöngu stuðningsmanna
þeirra eftir leik liðsins gegn ÍBK
í íþrótthúsinu í Njarðvík á laug-
ardaginn. Þar veittust stuðn-
ingsmenn Njarðvíkinga að
dómurum leiksins, Leifi Garð-
arssyni og Helga Bragasyni og
kom til handalögmála. í kjölfar-
ið sendu dómararnir inn kæru
tilKKÍ og var hún tekin fyrir í
gær. Njarðvíkingar sluppu með
áminningu, en líklegt var talið
að þeir misstu þriðja heima-
leikinn, ef til hans kæmi.
Leifur Garðarsson, annar dómari
leiksins, var laminn í öxlina á
leiðinni útúr salnum á laugardag-
inn. Áhorfandi kom ofan úr stúk-
unni og reif í peysu hans og sló
hann. Gæslumenn náðu að skakka
leikinn og Leifur slapp út: „Þetta
er mikið áfall og segir mönnum að
nú megi lemja dómara. Mann lang-
ar mest til að hætta þessu en það
eru bara ekki neinir til að taka við,“
sagði Leifur. Hann sagði að leik-
menn og þjálfarar hefðu verið til
sóma en það sama hefði ekki verið
hægt að segja um gæslumenn og
forráðamenn Njarðvíkinga: „Það er
ekkert kappsmál fyrir mig að
Njarðvíkingar færu í bann en þetta
er slæmt fordæmi fyrir dómara-
stéttina, ekki bara í körfuknattleik
heldur einnig í öðrum íþróttum, og
slæmt að aganefndin skuli ekki
hafa kjark til að taka á málinu,“
sagði Leifur.
„Þetta var erfitt mál en niður-
staða okkar var áminning.
Njarðvíkingar ætla að taka sig á
og hafa lagt fram áætlun um úr-
bætur og ef svona kemur upp aftur
eiga þeir ekki von á svo mildum
dómi,“ sagði Þorgeir Ingi Njálsson,
formaður Aganefndar KKI. Hann
sagði að framkoma áhorfenda hefði
verið það sem mestu skipti máli en
litið hefði verið framhjá ummælum
forráðamanna Njarðvíkinga eftir
leikinn: „Það er alltaf eitthvað um
fúkyrði eftir svona leiki. En það var
matsatriði hvernig við tækjum á
þessu máli og þetta varð niðurstað-
an,“ sagði Þorgeir.
Gunnar Gunnarsson, forsvars-
maður Körfuknattleiksdeildar
Njarðvíkur, sagði að niðurstaðan
kæmi sér ekki á óvart: „Annað
hefði verið mjög hart. Það má alltaf
búast við öinhveiju og ekki hægt
að ábyrgjast alla í húsinu," sagði
Gunnar. „Það er leiðinlegt að svona
skuli gerast en þetta var bara slys.
Það eina sem við getum gert að
auka gæsluna fyrir næsta leik,“
sagði Gunnar.
Sigurður Valgeirsson, formaður
Körfuknattleiksráðs Keflvíkur
sagði að Keflvíkingar ætluðu að
leggja mikið uppúr gæslu á leiknum
í kvöld og m.a. fengið lögreglumenn
til að fylgjast með: „Menn verða
að hugsa um þessi mál þegar kom-
ið er útí svona leiki og húsin alltaf
yfirfull."
moa .cruim
MARADONA URSKURÐAÐUR115 MANAÐA BANN / B8
-i—