Morgunblaðið - 07.05.1991, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.05.1991, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B 101. tbl. 79. árg. ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 1991 Prentsmiðja Morgunblaðsins Kúrdar í írak: Skipulag griða- svæðis á lokastigi ' Silopi í írak, Nikosíu, Bagdad. Reuter, Daily Telegraph. IRAKAR hófu í gær brottflutning hermanna sinna frá höfuðstað nyrsta héraðs Kúrda í norðurhluta íraks. Sums staðar bárust fréttir af því að einstakir herflokkar sýndu liði bandamanna mótþróa en hvergi kom til bardaga þótt spenna ríkti. Yestrænar hersveitir bjuggu sig undir að ljúka stofnun griðasvæðis fyrir um 850.000 kúrdíska flóttamenn, sem flúðu til landamæranna að Tyrklandi. Vestrænu hersveitirnar eru nú um 10 km frá borginni Dahuk. Margir kúrdísku flóttamannanna koma frá bænum og nágrenni hans og héruðum utan núverandi griða- svæðis. í Dahuk voru höfuðstöðvar Kúrda í uppreisninni gegn Saddam Hussein Iraksforseta eftir stríðið fyrir botni Persaflóa. í upphaflegum áætlunum Banda- ríkjamanna óg bandamanna þeirra frá í apríl var gert ráð fyrir að vestrænu hersveitirnar stofnuðu griðasvæði umhverfis íraska bæinn Zakho, færu síðan 70 km austur á bóginn til Amadiya og kæmu upp öðru griðasvæði umhverfis Dahuk. Vestrænu hersveitirnar eru þegar komnar til Zakho, sem er um 10 km frá landamærunum að Tyrk- landi, og Amadiya. Núverandi griðasvæði nær einnig til bæjarins Suriya, um 25 km austan við Amadiya. Ekki var vitað í gær hvenær herliðið færi til Dahuk. íraska þingið lýsti því yfir í gær að stofnun griðasvæðis Kúrda væri gróf íhlutun í innanríkismál íraka og bryti í bága við stofnskrá Sam- einuðu þjóðanna. Kúrdískir flótta- menn héldu áfram að streyma til svæðisins um helgina og embættis- menn sögðu á sunnudag að um 21.000 þeirra hefðu komið þangað á einni viku. Telja Bandaríkjamenn að alls hafi nú um 130 þúsund manns haldið heim frá Tyrklandi. Læknar sögðust hafa orðið varir við kóleru-veiru í búðum Kúrda. íraks, lúti yfirráðum Kúrda og að alþjóðastofnanir sjái um að írösk stjórnvöld standi við hugsanlegan sjálfstjórnarsamning. Dick Cheney, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, hélt í gær til Persaflóa til að ræða öryggismál svæðisins við ráðamenn í ríkjum þar og James Baker utanríkisráð- herra fer síðar í vikunni í enn eina ferð til Mið-Austurlanda til að kanna möguleika á friðarsamning- um ísraela og arabaþjóða. Kúveitar hafa farið fram á að vestrænar landhersveitir verði þar áfram. ír- anir eru algjörlega andvígir því að Bandaríkjamenn hafi hersveitir á svæðinu. Ali Akbar Hashemi Rafs- anjani, forseti írans, sagði á sunnu- dag að ekki kæmi til greina að taka upp stjórnmálasamband við Banda- ríkjamenn að nýju. Reuter Öveðurhamlar hjörgunaraðgerðum íBangladesh Hermenn varpa pokum með matvælum út úr flug- vél til fólks á flóðasvæðunum í Bangladesh. Alls hafa fundist lík 125.000 manna eftir óveðrið í síðustu vikú og flóðin sem fylgdu í kjölfarið en óttast er að 200.000 hafi týnt lífi. Slæmt veður hefur valdið því að þyrlur og flugvélar hafa átt erfitt með að koma neyðargögnum til bágstaddra en talið er að tíu milljónir hafi misst heimili sín. Alþjóðahjálparstofnanir hafa beðið ríki heims um tafarlausa hjálp. Segja talsmenn stofnananna að fjórar milljónir manna séu í bráðri lífshættu vegna skorts á mat og ferskvatni. Viðvaranir yfirvalda í Bangladesh um óveðurshættu koma að jafnaði að litlu haldi þar sem almenningssamgöngutæki eru fá og léleg og fólkið getur því ekki forðað sér. Sovétstjórnin sökuð um liernað gegn Armenum Þyrlum, skriðdrekum og stórskotaliði beitt í árásum á armensk þorp Moskvu. Reuter. Kúrdísk sendinefnd hóf að nýju samningaviðrfeður um sjálfstjórn Kúrda í Bagdad í gær. Oddviti nefndarinnar er Massoud Barzani, leiðtogi Kúrdíska lýðræðisflokksins, sem krefst þess að Kirkuk, miðstöð olíuframleiðslunnar í norðurhluta Yfirstjóm júgóslavneska hersins fékk á sunnudag skipun um að kveða niður þjóðaátökin og síðdegis í gær var heraflinn settur í viðbragðsstöðu. Hermaðurinn var drepinn og félagi hans særður þegar mótmælendurnir umkringdu flotastöðina. „Þetta er Króatía. Ef þið viljið ekki hjálpa okk- ur skulið þið fara burt,“ hrópaði fólk- ið. Þess var krafist að herinn gripi til aðgerða gegn serbneska minni- hlutanum í lýðveldinu sem berst gegn stefnu króátískra stjórnvalda. Mót- „SOVÉTSTJÓRNIN hefur í raun lýst yfir stríði á hendur Armen- um,“ sagði Levon Ter-Petrosjan, forseti Armeníu, í gær þegar hann skýrði frá því, að sovéskt herlið, búið þyrlum, skriðdrekum og stórskotaliði, hefði ráðist á mælendurnir náðu tveimur herflutn- ingaskipum á sitt vald um tíma og júgóslavneska sjónvarpið sýndi myndir af því er þeir réðust á her- mann í bryndreka. Helst dagblað Júgóslavíu, Borba, skýrði frá því að Franjo Tudjman, forseti Króatíu, hefði stungið upp á því á blaðamannafundi á sunnudag að Króatar efndu til mótmæla við herstöðina. Forsetinn hvatti hins vegar til þess í gær að fólkið hætti þorp í Armeníu og fellt tugi manna. Þá sagði hann, að sov- éskar og azerskar hersveitir hefðu ráðist á þorp og bæi í Nagorno-Karabak, umdeildu sjálfstjórnarhéraði í Azerbajd- zhan. mótmælunum þar sem þau hefðu þegar haft hörmulegar afleiðingar. Serbneskt dagblað og síðar júgó- slavneska fréttastofan Tanjug skýrðu frá því á sunnudag að júgó- slavneski herinn hefði lagt hald á í gær sagði armenski þingmaðurinn Nyuton Grígorjan, að 37 manns hefðu fallið og margir verið særðir í bardögum milli Azera og Armena, sem eru í miklum meirihluta í Nag- orno-Karabak. Sagði Grígorjan, að Á skyndifundi sovéska þingsins rúmenskt skip sem hefði flutt vopn til Króatíu. í yfirlýsingu frá utanrík- isráðuneyti Rúmeníu sagði að málið hefði verið rannsakað en ekkert kom- ið fram sem benti til þess að fréttin væri rétt. sovéskar og azerskar hersveitir, búnar skriðdrekum og stórskota- liðsvopnum, hefðu ráðist á armensk þorp í héraðinu með það fyrir aug- um að reka íbúana burt. Ter-Petrosjan, forseti Armeníu, sagði að deildir úr fjórða sovéska hernum, sem aðsetur hefur í Az- erbajdzhan, hefðu ráðist á þorpið Voskepar í Norðaustur-Armeníu og fellt þar tugi manna og auk þess gert árás á annað þorp í suðurhluta landsins. Sakaði hann sovétstjórn- ina um að hafa tekið höndum sam- an við Azera um að valda upplausn í Armeníu og nota hana síðan sem átyllu til að bæla niður kröfur Ar- mena um sjálfstæði. Innanríkisráðherra Sovétríkj- anna, harðlínumaðurinn Borís Púgo, sagði aftur á móti, að tilgang- urinn með aðgerðum Azera og sov- éska hersins væri aðeins að upp- ræta skæruliðasveitir Armena. Verulegt magn vopna hefði verið gert upptækt. Óháða, sovéska fréttastofan Interfax sagði í gær, að vopnaviðskipti væru jafnt á nóttu sem degi í Nagorno-Karabak og á landamærum Armeníu og Az- erbajdzhans. Hún hafði eftir so- véskum embættismönnum að marg- ir, sem engan þátt ættu í óöldinni, hefðu fallið þegar sprengjum rigndi yfir þorpin. Sjá ennfremur „Rússneskar námur ... “ á bls. 27. Hörð átök í Króatíu: Tug’þúsundir gera atlögu að flotastöð Hclgriul. Rcuter, Daily Telcgraph.. HERMAÐUR beið bana er átök brutust út að nýju í Júgóslavíu í gær þegar að minnsta kosti 30.000 manns réðust á stöð júgóslavneska flot- ans í hafnarborginni Split í Króatíu. Fólkið mótniælti meintum stuðn- ingi Júgóslavíuhers við serbneska minnihlutann í lýðveldinu. Reuter Júgóslavneskir iienneiin á bryndrekum við króatíska bæinn Borovo Selo þar sem komið hefur til blóðugra óeirða milli Króata og Serba.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.