Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						96 SIÐUR B/C
tvguulifafeife
STOFNAÐ 1913
103. tbl. 79. árg.
FIMMTUDAGUR 9. MAI 1991
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Júgóslavíuher
vill aukin völd
HER Júgóslavíu skoraði á stjórnmálamenn landsins í gær að binda
enda á átök þjóða landsins en fela hernum ella að koma á reglu.
Að sögn Jíeuíers-fréttastofunnar vih"a leiðtogar Serbíu að neyðar-
ástandi verði lýst yfir í nágrannalýðveldinu Króatíu þar sem helstu
átökin hafa verið milli Króata og Serba.
Reuter
Armenar fluttír burt
Átökin í Armeníu og Azerbajdzhan halda áfram og
segja Armenar frá miklum grimmdarverkum sov-
éskra og azerskra hermanna, sem hafa lagt undir
sig þorp og bæi í Armeníu og í sjálfstjórnarhéraðinu
Nagorno-Karabakh. Er það í Azerbajdzhan en byggt
Armenum. Á myndinni er verið að flytja fólk frá
þorpi í héraðinu til Armeníu en Armenar segjac»að
um sé að ræða skipulagða nauðungarflutninga.
Hermenn og skriðdrekar voru
áberandi víða um landið í gær, eink-
um í austurhluta Króatíu og
Bosníu-Herzegóvínu. Stórskotalíð
sást á ferli í útjaðri Belgrad. Stane
Brovet, varnarmálaráðherra Júgó-
slavíu, sagði að ekki yrði lengur við
það unað að hernum væri úthúðað
opinberlega eins og gerst hefði und-
anfarið. „Átök þjóðanna fara dag-
vaxandi og eru orðin svo alvarleg
að má að ýmsu leyti jafna til borg-
arastyrjaldar," sagði Brovet. For-
sætisráð Júgóslavíu þar sem eru
fulltrúar allra lýðveldanna sex
fundaði í gær, þriðja daginn í röð,
um upplausnina í landinu.
Leiðtogar Króatíu og Slóveníu
sögðust andvígir því að neyðarlög
yrðu sett í lýðveldum þeirra. Marisa
Crvatin, blaðamaður í Belgrad, sem
Morgunblaðið ræddi símleiðis við í
gær, sagði að önnur lýðveldi væru
ekki öldungis andvíg slíkum hug-
myndum um aukin völd hersins.
Leiðtogar Króatíu og Slóveníu,
tveggja nyrstu lýðveldanna, vildu
hins vegar að Serbar og Króatar
leystu sín mál friðsamlega án af-
skipta hersins. Hún sagði að allt
væri með kyrrum kjörum í höfuð-
borginni en boðað hefði verið til
almenns mótmælafundar í dag þar
sem krafist yrði friðsamlegrar
lausnar á deilumálum.
Sjá    „Upplausn    hersins
spáð ..." k bls. 34.
Washington:
Bush ítrekar stuðning Banda-
ríkjastjórnar við Gorbatsjov
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna bið-
ur leiðtoga Eystrasaltsríkjanna að
finna nýjar leiðir í sjálfstæðisbaráttunni
Washuurton. Reuter.
GEORGE Bush, forseti Bandaríkjanna, brást í gær til varnar
Míkhaíl Gorbatsjov, forseta Sovétríkjanna, og stefnu hans og
kvaðst ekki vi^ja, að neinn skugga bæri á samstarf ríkjanna.
Lýsti Bush þessu yfir skömmu áður en hann tók á móti leið-
togum Eystrasaltsríkjanna þriggja en þeir vih'a fá stuðning
Bandaríkjastjórnar í sjálfstæðisbaráttunni. Talið er líklegt,
að fljótlega verði tekin ákvörðun um næsta fund þeirra Bush
og Gorbatsjovs.
„Við skulum ekki gleyma því,
að í starfi sínu hefur Gorbatsjov
unnið hvert þrekvirkið öðru meira.
Ég virði hann fyrir það, sem gerst
hefur í Austur-Evrópu, fyrir þær
umbætur, sem hann hefur beitt sér
fyrir í Sovétríkjunum sjálfum, og
ég vona, að ekkert beri út af í
samskiptum ríkjanna. Þau eru
mjög góð og hafa gagnast okkur
og öllum öðrum einstaklega vel,"
sagði Bush en á Vesturlöndum
hefur að undanförnu gætt æ meiri
efasemda um stefnu Gorbatsjovs,
einkum í innanlandsmálum.
Bush lét þessi orð falla aðeins
þremur klukkustundum áður en
hann og James Baker utanríkisráð-
herra tóku á móti Edgar Savisaar,
forsætisráðherra Eistlands, Ivars
Godmanis, forsætisráðherra Lett-
lands, og Vytautas Landsbergis,
forseta Litháens. Eru þeir komnir
til Washington til að biðja Banda-
ríkjaþing og Bandaríkjastjórn um
stuðning í sjálfstæðisbaráttu land-
anna. Að fundinum loknum sagði
Godmanis, að Baker hefði beðið
þá leiðtogana að finna nýjar leiðir
í sjálfstæðisbaráttunni, sem ekki
kæmu sér illa fyrir Sovétstjórnina.
Ekkert hefur enn verið ákveðið
með fund þeirra Bush og Gorb-
atsjovs en fyrirhuguðum febrúar-
fundi þeirra var frestað vegna
Persaflóastríðsins. Var þá rætt um,
að hann yrði í júní en ágreiningur
um fækkun í hefðbundnum herafla
í Evrópu og um langdrægu vopnin
hefur dregið endanlega ákvörðun
á langinn. I næstu viku er von á
einum æðsta herforingja sovéska
hersins, Míkhaíl Mojsejev, til Was-
hington og er búist við, að takist
að leysa ágreininginn muni jafn-
framt verða ákveðið með nýjan
fund þeirra Bush og Gorbatsjovs.
1						
						Hf\ i
¦£¦			JfPi			
í     ¦¦	&W&	ll^jk	¦ -æu			
H&ÖÉjS^Sí5		-— 1		"Ik^	v? * iv*fe:  oB;'	
Reuter
Persaflói:
Ekki bagi
að brenni-
vínsleysi
Washington, London. Reuter.
GÓÐ frammistaða vestrænna
herja í Persaflóastríðinu hef-
ur verið skýrð að hluta. Hún
var brennivínsleysinu að
þakka en hermennirnir urðu
að lúta landslögum í Saudi-
Arabíu þar sem áfengis-
drykkja er bönnuð. Eru yfir-
menn breska og bandaríska
herliðsins sammála um þetta.
Doug Hart majór, talsmaður
bandaríska varnarmálaráðu-
neytisins, og Sir Peter de la
Billiere, yfírmaður breska her-
liðsins í Saudi-Arabíu, sögðu
báðir, að lítið sem ekkert hefði
verið um þau vandamál, sem
jafnan fylgja áfengisneyslu
hermanna, agabrot, ólöglegar
fjarvistir og slagsmál. Miklu
minna var einnig um slysfarir
en búist hafði verið við. Eftir
hermönnunum sjálfum er haft,
að oft hafi þá langað í kaldan
bjór í hitasvækjunni en margir
kváðust fagna því eftir á að
áfengi var bannað. Þeir hefðu
grennst, týnt bjórskvapinu, og
væru nú líkamlega betur á sig
komnir en ella hefði verið.
George Bush Bandaríkjaforseti og Vytautas Landsbergis, forseti
Litháens, takast í hendur yfir fundarborðið. Aðrir á fundinum voru
forsætisráðherrar Eistlands og Lettlands og James Baker, utanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna.
Kúrdíska sendinefndin í Bagdad:
Lítið miðaði með Saddam
Bagdad, Ottawa, Incirlik og Cukurca í Tyrklandi. Reuter.
SADDAM Hussein IraksTorseti átti í gær fund með kúrdískri sendi-
nefnd, sem er í Bagdad til að ræða við írösku stjórnina um aukna
sjálfstj'órn Kúrda í norðurhluta landsins. Ekkert benti til þess að
samkomulag hefði náðst á fundinum.
Þetta er í fyrsta sinn sem Saddam
ræðir við kúrdíska leiðtoga frá 24.
apríl, er Jalal Talabani, leiðtogi
Sambands þjóðernissinna í Kúrdist-
an (PUK), tilkynnti að náðst hefði
samkomulag við stjórnina í höf uðat-
riðum.
íraska fréttastofan INA sagði að
Massoud Barzani, leitogi Kúrdíska
lýðræðisflokksins (KDP), hefði farið
fyrir sendinefndinni. Talabani, sem
var oddviti fyrri sendinefndar
Kúrda, hefur sagt að Barzani eigi
að skrifa undir sjálfstjórnarsamn-
inginn fyrir hönd þjóðarinnar.
Ónnur lota viðræðnanna hófst á
mánudag og Sami Rahman, einn
af fjórum samningamönnum Kúrda,
sagði að .jákvæður andi" hefði ein-
kennt hana. Hann gaf til kynna að
helstu kröfur kúrdísku leiðtoganna
hefðu ekki verið ræddar enn. Þeir
krefjast þess meðal annars að er-
lend ríki eða alþjóðastofnanir tryggi
sjálfstjóm Kúrda og að þeir taki
við yfirstjórn olíulinda í grennd við
borgina Kirkuk. Mikilvæg olíu-
leiðsla liggur frá borginni og um
hana fór um fjórðungur olíufram-
leiðslu íraka fyrir innrás íraka í
Kúveit 2. ágúst í fyrra. Háttsettur
íraskur embættismaður hefur sagt
að ekki komi til greina að ganga
að þessum kröfum.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72