Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						48 SIÐUR B
tt&mXAtútíb
STOFNAÐ 1913
118.tbl.79.árg.
MIÐVIKUDAGUR 29. MAI 1991
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Reuter
Helsti samningamaður ísraela í viðræðum þeirra við Eþíópíustjórn um eþíópsku gyðinganna, sem flutt-
ir voru til ísraels í vikunni, staðfesti í gær að greitt hefði verið lausnargjald fyrir Eþíópíumennina.
Hann vildi ekki nefna fjárhæðina en aðrir ísraelskir embættismenn sögðu að ísraelar hefðu greitt um
35 milljónir dala (2,1 miUjarð ISK). Á myndinni eru eþíópísk börn að leik í Tel Aviv.
Stofnun hraðliðs
NATO samþykkt
Brusse). Reuter.
Varnarmálaráðherrar Atlantshafsbandalagsins (NATO) samþykktu
í gær mestu breytingar á varnarstefnu bandalagsins í rúmlega fjög-
urra áratuga sögu þess. Þeir ákváðu meðal annars að stofna hraðíiðs-
hersveitir, sem gætu brugðist með skjótum hætti við ógnunum í Evr-
ópu nú þegar kalda stríðinu er lokið.
Talsmenn bandalagsins sögðu að
sveitimar yrðu skipaðar að minnsta
kosti 60.000 hermönnum, eingöngu
evrópskum, sem yrðu undir stjórn
bresks yfirmanns. Hægt yrði að
senda þær frá norðurheimsskauts-
svæðinu til Miðjarðarhafs á örfáum
vikum.
Ráðherrarnir samþykktu einnig
að fækka verulega hermönnum í
sveitum í Mið-Evrópu, sem ætlað
hefur verið að verjast stórfelldri árás
Varsjárbandalagsins á landi.
Samkvæmt - þessari nýju stefnu,
sem verður samþykkt formlega á
leiðtogafundi bandalagsins síðar á
árinu, er litið svo á að Vesturlöndum
stafi enn mest hætta af hemaðar-
mætti Sovétríkjanna vegna ólgunnar
í landinu. Ennfremur er talin hætta
á að stríðsátök kunni að breiðast út
til aðildarríkja bandalagsins frá
Austurlöndum nær og Austur-Evr-
ópu.
Ráðherramir voru sammála um
að ekki mætti skera á tengslin á
sviði öryggis- og vamarmála miili
Evrópulandanna annars vegar og
Bandaríkjanna hins vegar þótt Evr-
ópuríkin ykju varnarsamstarf sitt.
Stjórninni í Eþíópíu steypt eftir árás skæruliða á Addis Ababa:
Nýir valdhafar lofa frjáls-
um kosningum innan árs
Lundúnum, Addis Ababa. Reuter, The Daily Telegraph.
EÞÍÓPSKIR uppreisnarmenn náðu Addis Ababa, höfuðborg Eþíópíu,
á sitt vald eftir þriggja klukkustunda bardaga í gærmorgun og bundu
þar með enda á sautján ára harðstjórn marxista í landinu. Leiðtogar
skæruliða í Lýðræðis- og byltingarhreyfingu eþíópsku þjóðarinnar
(EPRDF), sem réðust inn í borgina, fara með völdin í landinu þar til
lokið verður viðræðum um myndun bráðabirgðasljórnar með þátttöku
annarra hreyfinga. Þetta varð niðurstaðá tveggja daga fundar þriggja
eþíópskra skæruliðahreyfinga í Lundúnum, sem lauk í gær. Leiðtogi
EPRDF, Meles Zenawi, kvaðst ætla að hefja viðræður við aðrar hreyf-
ingar fyrir 1. júlí og stefna að frjálsum kosningum innan árs. Fyrrver-
andi ráðamenn, sem bæru ábyrgð á stríðsglæpum, yrðu leiddir fyrir rétt.
Þúsundir uppreisnarmanna tóku
þátt í árásinni á Addis Ababa og
mættu mun minni mótspyrnu en
búist hafði verið við. Skriðdreka-
sveit hélt uppi vélbyssuskothríð á
forsetahöllina í borginni, þar sem
viðbúnaður stjórnarhersins var
mestur. Skotið var á tvær vopna-
geymslur við höllina og varð gífur-
leg sprenging. Fáar opinberar
byggingar urðu þó fyrir árásum og
ekki var ráðist á íbúðarhverfi. Tals-
maður Rauða krossins í Eþíópíu
taldi í gærkvöldi að rúmlega 200
manns hefðu beðið bana í átökunum
í höfuðborginni í gær.
Bandaríkjastjóm hafði hvatt
Lýðræðis- og byltingarhreyfinguna
til að ráðast á Addis Ababa til að
koma á lögum og reglu í borginni.
Fulltrúar eþíópsku stjórnarinnar
gengu þá af fundinum í Lundúnum
í mótmælaskyni.
Herman Cohen, aðstoðarutanrík-
isráðherra Bandaríkjanna, sem
stjórnaði fundinum, sagði að
Bandaríkjastjórn myndi ekki veita
nýjum valdhöfum í Eþíópíu efna-
hagsaðstoð nema þeir stæðu við
loforð sín um að koma á lýðræði í
landinu.
Auk Lýðræðis- og byltingar-
hreyfingarinnar voru á fundinum í
Lundúnum  fulltrúar  Frelsishreyf-
ingar Erítreu (EPLF), sem barist
hefur fyrir sjálfstæði héraðsins í
þrjá áratugi, og Frelsishreyfingar
Oromo-héraðs. EPLF náði Erítreu
á sitt vald í síðustu viku og talsmað-
ur hreyfingarinnar sagði  að hún
myndi ekki taka þátt í myndun
bráðabirgðastjórnar. Hún hefði ekki
heldur áform um að lýsa tafarlaust
og einhliða yfir sjálfstæði héraðs-
ins. Efnt yrði til þjóðaratkvæða-
greiðslu um framtíð héraðsins og
reynt að tryggja stuðning við sjálf-
stæði þess á alþjóðavettvangi.
Tesfaye Dinka, fyrrverandi for-
sætisráðherra Eþíópíu, sagði að það
leysti á engan hátt vanda Eþíópíu-
manna að fela einni hreyfingu völd-
in í landinu til bráðabirgða. Fulltrúi
Frelsishreyfingar Oromo kvaðst
einnig óánægður með að Lýðræðis-
og byltingarhreyfingin tæki ein við
völdum og sakaði Bandaríkjastjórn
um hlutdrægni. Cohen vísaði því á
bug að Bandaríkjastjórn styddi eina
hreyfingu umfram aðrar, henni
væri aðeins umhugað að tryggja
lýðræði í landinu.
Meles Zenawi, leiðtogi Lýðræðis-
og byltingarhreyfingarinnar, sagði
í gærkvöldi að komið hefði verið á
lögum og reglu í höfuðborginni.
Fyrrverandi ráðamenn hefðu verið
handteknir og þeir, sem bæru
ábyrgð á stríðsglæpum, yrði refsað
en öðrum hlíft. Höfuðáhersla yrði
lögð á að afstýra hungursneyð í
landinu.
Sjá fréttir af falli  eþíópsku
stjórnarinnar á bls. 18.
Margaret
Thatcher
íKreml
Margaret Thatcher, fyrrverandi
forsætisráðherra Bretlands, er í
einkaheimsókn í Moskvu í boði
Míkhaíls Gorbatsjovs Sovétfor-
seta og
hafa
Moskvubú-
ar tekið
henni með
kostum og
kynjum. Til
ryskinga
kom milli
öryggis-
varða og
náms-
manna,
sem reyndu
að troðast
inn í fyrir-
lestrasal
háskóla þar
sem hún
flutti ávarp
og svaraði
fyrirspurn-
um. Á
myndinni er
Thatcher í Kreml eftir fund með
Valentín   Pavlov,   forsætisráð-
herra Sovétríkjanna í gær.
Guðlaugur Gunnarsson, kristniboði í Addis Ababa:
Mestur óttinn við vopnaða ræn-
ingjaflokka sem fara um borgina
„ÞAÐ gekk mikið á í morgun, mikil skothríð og sprengingar ekki
fjarri og við sáum héðan þegar vopnageymslurnar við forsetahöll-
ina spruiigii í loft upp. Nú um eftirmiðdaginn er orðið heldur kyrr-
ara og mesta hættan stafar nú af ræningjahópum, aðallega vopnuð-
um unglingaflokkum, sem fara ránshendi um borgina," sagði Guð-
laugur Gunnarsson kristniboði þegar Morgunblaðið náði sambandi
við hann í Addis Ababa í Eþíópíu í gær.
Guðlaugur sagði, að hann færi     uninn rætt við konu sína. Sagði
ekki út úr húsi enda fólk varað við
því en fjölskylda hans er sunnar í
landinu, í um 500 km fjarlægð frá
höfuðborginni. Kvaðst hann hafa
talstöðvarsamband við hana á
hverjum degi og hafði þá um morg-
hún, að nokkur skothríð hefði verið
ekki langt frá fyrr um daginn en
nú væri komin kyrrð á.
„Það er mikið vandamál hér í
Addis Ababa hvað vopnaeign er
mikil. Þegar stjörnarhermennimir
flúðu til borgarinnar seldu margir
þeirra vopnin fyrir mat og nú fara
ránsflokkarnir um með skothríð og
stela öllu steini léttara. Rétt eftir
hádegi kom einn slíkur hópur hér
að hliðinu, skaut nokkrum skotum
en hafði sig síðan burt. Ég hef
hins vegar heyrt, að ráðist hafi
verið á aðsetur Svía, sem starfa
fyrir „Save The Children"-sjóðinn,
og varðmaður í húsinu skotinn og
öllu stolið. Ég hef séð til þessara
ræningja hér á götunni með alls
konar þýfi," sagði Guðlaugur.
Að sögn Guðlaugs eru borgarbú-
ar ánægðir með, að styrjaldarátök-
unum skuli vera að linna og friður
að komast á. Borgin er hins vegar
rafmagnslaus ennþá og hann
kvaðst óttast, að ræningjaflokkarn:
ir tvíefldust í næturmyrkrinu. í
útvarpinu hefur fólk verið varað
við að vera á ferli og skæruliðar,
sem eru sem óðast að treysta tökin
á borginni, segjast munu skjóta
umsvifalaust þá, sem staðnir eru
að ránum.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40