Morgunblaðið - 29.05.1991, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 29.05.1991, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ AFLABROGÐ MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ B 5 Morgunblaðið/Hallgrímur Magnússon Liður í námskeiðinu var að láta liífa sig upp í þyrlu úr sjó. Slysavaniaskólinn er mjög vel sóttur GRUNNNÁMSKEIÐ Slysavarnaskóla sjómanna var haldið fyrir skömmu í Grundarfirði og Stykkishólmi. Skip skólans, Sæbjörg, kom á staðina og aðstoðaði slysavarnafélög heimamanna við framkvæmd námskeiðsins. Því sem næst allir starfandi sjómenn tóku þátt í námskeiðinu, meðal annars 105 manns í Grundafirði og mun það metaðsókn. Fyrsta daginn var á nám- skránni endurlífgun, ofkæling og eðli eldsins. Annan daginn var kennsla í siglingum, notkun slökkvitækja og gúmmíbáta og þriðja daginn maður fyrir borð, reykköfun og ýmsir búningar og seinasta daginn björgun með þyrlu og ýmislegt annað viðkom- andi slysavörnum og björgun. Hin ýmsu slökkvitæki voru sýnd og meðferð þeirra. Þá var sett upp leiksvið, þar sem allt var sýnt sem tilheyrir reykköfun, sýnd og reynd notkun björgunar- netja, Markúsarnetið og Björg- vinsbeltið. Námskeiðið setti mikinn svip á lífið á Nesinu þá daga sem það stóð. Verulegur áhugi var á þess- um málum, ekki síður hjá þeim sem ekki gátu verið með. Um- ræðuefni manna þessa daga snér- ist að svo miklu leyti um nám- skeiðið og efni þess, að jafnvel mergjuðustu kjaftasögur voru látnar bíða betri tíma. Skólastjóri Slysavamaskóla sjómanna er Þórir Gunnarsson og fastir starfsmenn auk hans em Höskuldur Einarsson sem sér um kennslu í endurlífgun og eld- vörnum og Halldór Árnason sem stjórnar sjóæfingum. Valentínus Guðnason, einn þátttakenda frá Stykkishólmi, var ekki í vafa um að þetta nám- skeið hefði tekist vel í alla staði og eins að svona námskeið hefði átt að vera mikið fyrr á ferð- inni. Hann sagði að nemendur hefðu haft mjög gott af þessu enda hefði áhuginn sýnt það best með einni bestu mætingu sem hér hefði þekkst. Hann sagði einnig að þeir sjómenn sem hann hefði rætt við væm á sama máli og væru þakklátir Slysavarnafé- lagi íslands fyrir að hafa hrundið þessu af stað. FRYSTISKIP Nafn Staorð Afll Uppistaða Úthd. Löndunarst. HALLDÚRA HF 61 236 22.5 Rœkja Hafnarfjörður NÖKKVIHU15 283 44,9 Rœkja Hafnarfjörður HILMIRSU 171 642 74,4 Gróluða Hafnarfjörður LANDANIR ERLENDIS Nafn Staarö Afli Uppist.afla Söluv. m. kr. Maðalv. kg. Löndunarst. I FREYJA RE 38 84,3 Rorskur 13,5 160,28 Hull BÖRKURNK 122 135,7 Þorskur 21,9 161,40 Grimsby I ENGBYRE1 174,9 Karfi/Grál. 20,8 118,95 Bremerhaven | RAN HF4 172,4 Karfi/Grál. 19,8 114,91 Cuxhaven UTFLUTNINGUR 23.VIKA Bretland Þýskaland Önnur lönd Áætlaðar landanir Þorsk. Ýsa Ufsi Karfi Óskar Halldórsson RE 157 Geysir BA140 60 20 10 80 Áætlaðar landanir samtals 60 20 10 80 Heimilaður útflutn. í gámum 291 475 83 156 Áætlaður útfl.samtals 351 495 93 236 Sótt var um útfl. í gáumuni á 477 660 238 369 Það er ekki mikið spjall í stöðinni VESTMANNAEYJUM - „ÞAÐ er bara létt hljóð í mér. Sjó- mannadagur framundan og loks- ins komin blíða,“ sagði Sigur- björn Árnason, skipstjóri á Sæ- faxa VE 25, þegar Verið spjall- aði við hann um hádegi í gær. Sæfaxi er 73 tonna trébátur í eigu Bergs Hugins og stundar hum- arveiðar í sumar. „Við byijuðum 14. maí og það hefur gengið ágæt- lega hjá okkur. Ég fór fyrst austur í Skeiðarárdýpi en það var ekki al- veg nógu gott þar þá. Síðan höfum við verið til skiptis í Háfadýpinu og þarna austurfrá. Humarinn er nokkuð góður en hann er þó stærri austurfrá. Það gekk ekki alveg nógu vel fyrst. Maður er reyndar alveg óvan- ur humarveiðum. Egtók við bátnum nú fyrir vertíðina en hef sjálfur aldr- ei verið á humri. Maður hefur bara borðað hann hingað til,“ sagði Bjössi. „Við lönduðum í gær og fórum út um hálf tíu í gærkvöldi. Við erum í Háfadýpinu og erum búnir að taka eitt hol. Það voru 10 körfur af heil- um humri og eitthvað smotterí af skottum. Það hefur verið frekar rólegt yfir þessu í nótt og ég held að þessir átta bátar sem eru héma hafi flestir verið að fá svipað. Reyndar er rólegt yfir mönnum og það er ekki mikið spjall í stöðinni. Bjössi sagði að ekki væri mikill fiskur með humrinum hjá þeim en þó hefði verið lokað svæði í Háfa- dýpinu vegna smáýsu. „Ófeigur fékk eitthvað af lýsu og smáýsu en við á þessum litlu pungum höfum ekkert fengið af því enda drögum við mikið hægar en Ófeigur. En þetta er bara lokað um stundar sakir og vonandi verður það opnað aftur því við höfðum ekkert fengið nema humar á svæðinu." Sæfaxi er með stóran humar- kvóta og sagðist Bjössi ekki hafa trú á að þeir næðu að klára hann allan. „Nei, blessaður vertu, við höfum aldrei að klára þennan kvóta okkar enda er hann um 40 tonn af heilum humri.“ „Heyrðu ég er að hífa núna. Það er bara svo mikil blíðan að maður veit varla hvernig á að snúa bátn- um. Logn og sólskin. Maður kann sér varla læti því það hefur verið suðvestankaldaskítur síðan við byij- uðum á humrinum. Núna er það bara sól og blíða og ég hef mestar Signrbjörn Árnason, skipstjóri á Sæfaxa áhyggjur af því að sólbrenna hérna í glugganum. Heyrðu, ég er að fara að taka það. Hringdu á eftir og þá get ég sagt þér hvað var í þessu,“ sagði Bjössi og kvaddi. Það var létt í honum hljóðið stuttu seinna þegar slegið var á þráðinn aftur. „Það voi'u tveir og hálfur poki inn fyrir. En það er mikið af alls kyns drasli í þessu, spærlingur, koli og dót en ég held að þetta sé talsvert meira en í morgun'." Skuldir SR allt að 700 milljómr í árslok 1991 „VIÐ höfum verið með Fyrirtækið gjaldþrota ef ekkert verður gert ;;kki. t1";:"1' e4“. I,,enfr o þessi fjarhagsvandi verður leystur,“ segir Jón Reynir Magnússon framkvæmdastjóri Síldarverk- smiðja ríkisins (SR). „Það eru að koma mánaðamót og ég sé ekki hvernig við komumst í gegnum þau nema eitthvað komi til. Við höfum verið nánast tekjulausir í heilt ár og ef fyrirtækið hefur engar tekjur í ár verða skuldir þess 600-700 milljónir um næstu áramót.“ Jón Reynit' Magnússon segir að stærsti liðurinn sé afborganir og vextir af lánum, sem SR hafi ekki getað greitt í langan tíma. „Það liggja á okkur ýmsar kröfur, til dæmis frá Rafmagnsveitum og eft- irstöðvar af framkvæmdum, sem við vorum í á Seyðisfirði eru einnig stór liður,“ segir Jón Reynir en endurbygging verksmiðju SR á Seyðisfirði kostaði um 500 milljónir. „Mér skilst á fiskifræðingum að þeir vilji helst ekki gefa út neinn loðnukvóta fyrr en eftir loðnuleið- angur í október eða nóvember,“ segir Jón Reynir. Hann segir að sjávarútvegsráðuneytið, fjármála- ráðuneytið og Landsbankinn ætli að ræða saman um vanda SR. „Við erum í rauninni að bíða eftir því.“ Jón Reynir segir að ákveðið hafi verið í vor að veita SR ríkisábyrgð fyrir 300 milljóna króna láni, sem væntanlega yrði tekið erlendis. „Vandi SR er hins vegar miklu meiri en þessar 300 milljónir og auðvitað þarf að skuldbreyta ein- hvetju. Það er augljóst að fyrirtæk- ið verður gjaldþrota ef ekkert verð- ur gert. í vor var ákveðið að veita 200 milljónum til skuldbreytinga hjá loðnuverksmiðjunum en það er óvíst hvort við fáum eitthvað af því,“ segir Jón Reynir. Hann segir að það hjálpi öðrum loðnuverksmiðjum að þær séu tengdar öðrum rekstri, þó ekki Faxamjöl í Reykjavík, Krossanes- verksmiðjan á Akureyri og Fiski- mjöl og lýsi hf. í Grindavík. Vetksmiðjur SR eru á Skaga- strönd, Siglufirði, Raufarhöfn og Seyðisfirði. Öllum starfsmönnum SR, rúmlega 120 manns, var sagt upp störfum um mánaðamót janúar og febrúar sl. en ákveðið var að endurráða 46 þeirra, þar af eru um 12 á vélaverkstæði SR á Siglufirði. Jón Reynir segir að lög um SR séu úrelt og þau hái verksmiðjunum en lögin eru að uppistöðu frá árinu 1938. í lögunum sé til dæmis gert ráð fyrir að SR séu einokunarfyrir- tæki en talið sé að lögin heimili ekki verksmiðjunum að eignast skip til hráefnisöflunar fyrir.þær eða að skip eignist verksmiðjurnar. Því hafi SR veitt nokkrum útgerðum loðnuskipa lán til að skipin legðu upp afla hjá fyrirtækinu. Hann segir að árið 1989 hafi verið skipuð nefnd til að fjalla um þessi lög og Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, hafi haft mikinn áhuga á að gera SR að hlutafélagi. Hins vegar hafi ekki verið samstaða um það í síð- ustu ríkisstjórn. RÆKJUBA TAR Nafn Staarö Afll SJóferöir Löndunarst. GUNNAR BJARNASON SH 25 178 8,1 2 ólafsvík GARDARIISH 164 142 7,4 2 Ólafsvík ÓLAFUR BJARNASON SH 137 104 7.1 1 Ólafsvík SIGLUNES SH 22 101 12,2 2 Grundarfj. FANNEY SH 24 103 8Í2 2 Grundarfj. HAUKUR BERG SH 20 104 5,0 1 Grundarfj. FARSÆLL SH30 101 10,5 2 Grundarfj. GRUNDFIRÐINGURSH 12 103 5,4 2 Grundarfj. SÓLEYSH 150 63 7.6 2 Grundarfj. SUNNUBERG GK 199 385 23,4 1 isafjörður HÁBERG GK299 366 19,2 1 ísafjörður vIkíngúr ak ioo ' 950 28.8 1 ísafjörður [ DRÖFNSI67 ‘ 30 3.2 1 isafjörður OGMUNDUR RE 94 187 14,8 1 Siglufjöröur Hl'L GARE49 199 24,3 1 Siglufjörður HÖFRUNGUR AK91 445 36,3 1 Siglufjörður ARNEYKE50 7 197 8,1 1 Siglufjörður SÚLAN EA 300 391 12,0 1 Húsavik [BJÖRG jÓNSDÖTfÍR PH 321 273 20 7 1 Húsavík GEIRIPÉTÚRSÍÞH44 181 18,0 1 Húsavík JÚLlUS HAVSTEEN PH 1 285 84,0 1 Húsavík GUÐRÚN ÞORKELSD. SU211 365 11,5 1 Eskifjörður SÆUÓNSU104 142 11.0 1 ' Eskifjörður HUMARBA TAR Nsfn Staorð Afll SjófsrölrI Löndunarst. HARPA GK 111 144 9,5 2 Höfn ÞINGANES SF25 152 6,1 1 Höfn HUMARBA TAR Nafn Stasrð Afti Sjóferölr Löndunarst. SIGURÐÚR ÓLAFSSON SF 44 124 10,5 2 Höfn HVANNEY SF 51 115 10,4 2 Höfn LYNGEYSF61 146 3.9 1 Höfn ERLINGUR SF65 101 10,8 2 Höfn BJARNIGÍSLASON SF 90 101 7.7 2 Höfn ÆSKANSF 140 72 5,2 1 Höfn ÆSKANSF 141 152 8.2 2 Höfn FREYRSF20 105 10, 2 Höfn STEINUNNSF 10 116 12,3 2 Höfn STJÖRNUTINDUR SU <59 138 6,4 1 Höfn VI'SIRSF64 150 5,9 1 Höfn HAUKAFELL SF40 103 17,7 2 Höfn ÁGÚSTA HARALDSD. VE 108 2,8 Vestmeyjar ÓFEIGUR VE 325 138 3 Vestmeyjar ARNAR ÁR 55 147 4.6 1 Þorlákshöfn JÓNiNA ÍS 93 75 2.6 1 Þorlákshöfn DALARÖST ÁR63 104 2.9 1 Þortákshöfn AKUREYSF 122 86 2,0 1 Þorlákshöfn GULL TOPPURÁR 321 29 1.3 1 Þortákshöfn SNÆTINDUR ÁR88 88 5,2 1 Þorlákshöfn FRÓDIÁR 33 103 4.2 1 Þorlákshöfn NJÖRDUR ÁR38 105 4,2 1 Þorlákshöfn JÚLÍUSÁR 111 102 4.2 1 ÞorlákshÖfn JÖHANNA ÁR 206 71 1.6 1 Þorlákshöfn EYRÚNÁR66 24 3.3 1 Þorlákshöfn REYNÍR GK47 72 3,2 1 Grindavík SIGRÚN GK380 51 5,0 1 Grindavfk ÞORSTEINN GÍSLAS. GK 2 76 0.6 2 Grindavík ÓSKKE5 51 9,3 2 Sandgerði HAFNARBERG RE 404 70 6.2 2 Sandgeröi ÞÓR PÉTURSSON ÞH 50 143 7.6 Kefiavik

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.