Morgunblaðið - 19.06.1991, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 19.06.1991, Blaðsíða 13
IMQRGUNBHÁÐIÐ! MIÐ ViKUDAlGORi ÍS.fUÍINj/JíðEr.l Villandi fréttaflutningnr um Síldarverksmiðjur ríkisins eftir Kristján L. Möller Undanfarin misseri hefur mikil umræða átt sér stað í fjölmiðlum um fjárhagsvanda ýmissa fyrir- tækja s.s. Álafoss, fiskeldisfyrir- tækja og Sfldarverksmiðja ríkisins. Ekki ætla ég hér að ræða um þennan vanda í heild sinni, heldur freista þess að koma á framfæri nokkrum mikilvægum upplýsingum um Síldarverksmiðjur ríkisins bæði til andsvars fyrir villandi frétta- flutning og til að koma á framfæri nokkrum mikilvægum atriðum til fróðleiks fyrir almenning og stjórn- málamenn sem um málið ijalla. Síldarverksmiðjur ríkisins hafa starfað í rúmlega 60 ár og aldrei notið styrkja frá ríkissjóði. Verk- smiðjurnar voru byggðar upp með miklum myndarbrag og hafa skap- að mikil útflutningsverðmæti fyrir land og þjóð á þessum tíma. Rekstur verksmiðjanna er á Siglufirði, Raufarhöfn, Seyðisfirði og Reyðarfirði auk beinaverksmiðju á Skagaströnd og skrifstofu í Reykjavík. Hjá fyrirtækinu unnu um sl. áramót um 120 manns sem öllum var sagt upp 1. febr. sl. og hafa 46 starfsmenn verið endur- ráðnir. Rétt er að benda lesendum á að starfsemi SR á þessum stöðum á landsbyggðinni hefur verið mikill og stór þáttur í atvinnumálum þess- ara staða. Hér á Siglufirði störfuðu um 60 manns sem öllum var sagt upp störfum og er það um 3,3% bæj- arbúa. Um 20 hafa verið endurráðn- ir. (Uppsagnir hjá Álafossi á Akur- eyri á 190 manns er um 1,4% bæj- arbúa.) SR situr ekki við sama borð og aðrir Nú í þessum mikla fjölmiðla- gjörningi sem átt hefur sér stað um SR undanfarna daga hefur ein- göngu verið rætt um fjárhagsvanda SR og sárasjaldan rætt á vitrænan hátt um orsakir vandans, og reynd- ar stundum látið eins og þetta sé eina sjávarútvegsfyrirtækið í land- inu sem á eða átt hefur í fjárhags- legum vandræðum. Leyfist mér að minna á vanda sjávarútvegsfyrirtækja við upphaf ríkisstjórnar Steingríms Hermanns- sonar 1987, og stofnun Atvinnu- tryggingarsjóðs sem stofnaður var til að bjarga fyrirtækjum um allt land með skuldbreytingum og fleiru. Hvers vegna þurfti þessar björg- unaraðgerðir? Það var vegna þess að gengið hafði verið vitlaust skráð með fast- gengisstefnu. Sfldarverksmiðjur ríkisins fengu enga fyrirgreiðslu úr þessum miilj- arða sjóði, voru reyndar á þessum árum metnar það sterkar að þær þyrftu það ekki. Þau voru ekki mörg sjávarútvegsfyrirtækin á þessum árum sem voru talin eins sterk og SR og vandi þeirra ekki nógu mikill til að fá eða þurfa skuld- breytingu. Mörg fyrirtæki í þessari grein fengu verulega fyrirgreiðisu á þess- um árum. Bæði fyrirtæki sem ein- göngu ráku loðnuverksmiðjur og eins fyrirtæki með loðnuverksmiðj- ur og annan rekstur. Rétt er að ítreka að Síldar- verksmiðjur ríkisins fengu ekk- ert úr þessum poka. Dæmi um fyrirtæki sem fengu fyrirgreiðslu úr Atvinnutryggingar- sjóði. hafna SR er um 265 m.kr. Hlutur ríkissjóðs í þessu að vera um 200 m.kr., en þessa peninga hefur ríkis- sjóður aldrei þurft að leggja út. Er þetta ekki sparnaður fyrir ríkissjóð í gegn um uppbyggingar- sögu SR? Þetta hefur aldrei komið fram. Uppbygging verksmiðjanna Þrjár verksmiðja SR hafa verið endurbyggðar og eru í dag meðal bestu verksmiðja landsins, þótt víða væri leitað. Loðna verður veidd við íslands- strendur um ókomin ár og ekki veitir af að eiga fullkomnar verk- smiðjur til að vinna úr loðnunni. Eða eigum við ekki að gera sömu kröfur til loðnuverksmiðja hvað varðar að vinna gæðavöru til sölu á hærra verði eins og t.d. frystihúsa. Skuldbreytingar/ skuldakaupalán Hagræðingarlán Grandi hf, Rvk Kr. 72.500.000 Fiskimjöl og lýsi, Grindav. - 29.700.000 Njörður h.f., Sandgerði - 40.000.000 Síldar- og fískimjölsv. Akranesi - 55.000.000 íshúsfél. Bolungarv. ogtengd fyrirt. - 285.960.000 31.000.000 Hraðfrystih. Þórshafnar - 78.000.000 Tangi, Vopnafirði - 92.800.000 Hafsíld, Seyðisfirði - 66.001.000 Sfldarvinnslan, Neskaupst. - 171.100.000 Hraðfrystih. Eskifjarðar - 103.000.000 Fiskimjölsverksm. Hornafj. " 21.600.000 Hraðfrystih. Vestm. - 210.000.000 Fiskimjölsverksm. Vestm. - 60.000.000 Samtals Kr. 1.285.661.000 31.000.000 Ef tekið er eitt sérstakt dæmi t.d. Hafsíld á Seyðisfirði (þar sem hún er eingöngu loðnuverksmiðja) þá hefur hún tekið á móti 112 þús- und tonnum af loðnu frá vertíðinni 1987-1988, en SR á sama tíma um 694 þúsund tonnum. Til að sýna þessa stærðargráðu gagnvart Sfldarverksmiðjunum hefðu þær átt að fá 400 m.kr. m.v. sama hlutfall, reiknað út frá aflamagni. Með þessu er ég alls ekki að gera lítið úr Hafsíld og fyrirgreiðslu til þess fyr- irtækis, sem vafalaust hefur verið nauðsynleg heldur aðeins að benda á stærðarhlutföll til umhugsunar fyrir lesendur. Hafnarmál verksmiðjanna Flest allar hafnir landsins eru byggðar fyrir 75% framlag úr ríkis- sjóði og 25% framlag viðkomandi hafnarsjóða. Þessu er ekki svona farið með þau hafnarmannvirkir sem SR þarf að hafa aðgang að í sambandi við landanir og/eða útskipanir. Síldaiverksmiðjurnar hafa sjálfar fyrir sitt eigið fé byggt sína hafnar- aðstöðu. Endurnýjunarverð nokkurra Er nokkuð verra að byggja upp loðnuverksmiðjur frekar en t.d. Þjóðleikhús fyrir um einn milljarð. Ekki skapar Þjóðleikhúsið útflutn- ingsverðmæti. Menn ættu að hafa í huga að við íslendingar lifum ekki á „Kringlum“ einum saman!! Kröfur kaupenda loðnumjöls og lýsis eru sífellt að aukast. Það er verið að framleiða hráefni til ýmiss konar fóðurgerðar. •Rétt er einnig að taka fram að starfsleyfi verksmiðjunnar á Seyð- isfirði var til ársins 1990, og það ekki endurnýjað néma með veruleg- um endurbótum á tækjabúnaði verksmiðjunnar. Vandi SR í dag skapast vegna aflabrests á undanfömum tveimur árum, svo og þess að á sama tíma er verið að ljúka við að byggja upp eina fullkomnustu verksmiðju landsins á Seyðisfirði, sem fram- leiða mun mjöl og lýsi eins og það gerist best í heiminum. Auk þess sem verksmiðjan er búin eins full- komnum mengunarvörnum og þekkist í dag. Loðnubrestur kemur því illa við fyrirtækið. Heyrst hefur að það hafí verið Plantað í Vinarskógi SUNNUDAGINN 16. júní komu sendiherrar þeirra erlendu ríkja sem hér hafa aðsetur, ásamt fjölskyldum sinum og starfsfólki sendiráð- anna saman og plöntuðu um 1.000 skógarplöntum í Vinarskógreitinn í landi Kárastaða á Þingvöllum. Var þetta í annað sinn sem þessir aðilar plöntuðu skógi á staðnum en 16. júní í fyrra gerðu þeir slíkt hið sama. Það var á síðasta ári í tilefni af 60 ára afmæli Skógræktarfélags íslands að hafið var sameiginlegt verkefni landbúnaðarráðuneytisins, Skógræktar ríkisins, Landgræðslu ríkisins og Skógræktarfélags ís- lands, undir heitinu Landgræðslu- skógar 1990. Fjölmargir einstakl- ingar, fyrirtæki og stofnanir studdu verkefnið. Fram kom að þjóðir sem hér hafa sendiráð vildu veita verkefninu stuðning. Gáfu sendiráðin fjárupp- hæðir til plöntukaupa, flest um 100 þús. en sum meira til skógræktar á íslandi. Var ákveðið að finna ákveðinn stað þar sem þessar plöntur yrðu gróðursettar og varð landsvæði í landi Kárastáða í Þingvallasveit fyrir valinu. Fyrstu plöntuna þar setti forseti íslands niður. Sl. sumar komu svo erlendu sendiherrarnir ásamt fjölskyldum og starfsmönnum sendiráðanna og setti hópurinn niður um 500 plöntur sem dafnað hafa vel. Síðan hafa nokkrir þjóðhöfðingj- ar o.fl. sett þarna niður plöntur og eru nöfn þeirra skráð á minnisvarða á staðnum. Hefur þessi háttur mælst vel fyrir. Athöfnin á sunnudaginn hófst kl. 15.30 með því að Halldór Blön- dal landbúnaðarráðherra ávarpaði gestina og þakkaði fyrir framtak þeirra og vinarhug til skógræktar á Islandi. Þá ávarpaði Haakon Brandes, finnski sendiherrann, hópinn en hann var í forsvari fyrir gefend- urna. Þá flutti Hulda Valtýsdóttir, formaður Skógræktarfélags ís- lands, ávarp og þakkaði gefendum framtakssemina. Að ávörpum loknum var gestum boðið upp á létta hressingu, samlok- ur, flatbrauð og hangikjöt, harðfisk og hákarl en síðan hófst gróður- setningin. Alls mættu 60-70 manns á stað- inn og mátti þar greina ólík þjóð- erni og mikinn aldursmun enda þeir yngstu aðeins nokkurra mán- aða. Plöntunin sjálf stóð svo yfir í um klukkustund. mikið glapræði hjá stjóm SR að hefjast handa við uppbyggingu verksmiðjunnar á Seyðisfirði á sama tíma og illa leit út um loðnu- veiðar. Fjöldi manna hafa komið fram á sjónarsviðið eftir að loðnu- bresturinn varð og sagt að þetta hafi mátt sjá fyrir. Það er nú ævin- lega svo að spámennirnir eru miklir og það eru ævinlega margir sem eru vitrir eftir á. Hverjar voru horfurnar? Horfurnar voru góðar, og verð á afurðinni ágætt. í skýrslu Loðnunefndar sem kom út um mitt ár 1990 segir m.a. „ ... í fyrra varð niðurstaða þessa dæm- is að tæp 800 þús. tonn yrðu til skipta á vertíðinni 1988/89. Þegar gengið var út frá mælingunni frá í ágúst sl. á stærð 1987 árgangsins verður niðurstaða samsvarandi dæmis að rúmlega 1 milljón tonna geti orðið til skipta á vertíðinni 1989/90. Þessi niðurstaða var lögð fyrir Alþjóðahafrannsóknarráðið í október 1988 og á hana fallist eins og fram kemur í skýrslu fiskveiði- nefndar ráðsins frá í nóv. sama ár“, tilvitnun lýkur. Fiskifræðingar og vertíðin í vetur Ekki verður rifjuð upp hér vertíð- in í vetur í smáatriðum en ljóst er að mikil og alvarleg mistök hafa átt sér stað hjá fiskifræðingum hvað varðar að meta stærð loðnu- stofnsins. Þessi mistök í vetur eru reyndar eitt mesta áhyggjuefnið í dag, hvað varðar framtíðina því hún sýnir okkur það að fiskifræðin er greinilega komin miklu styttra á leið hvað vísindi varðar heldur en almennt er álitið í dag. Inn í þetta blandast að sjálfsögðu of fáar rann- sóknarferðir og of lítið eftirlit með ástandi sjávar og lífríki hans. Rétt er í þessu sambandi að minna á þann tíma þegar loðnuveiðar voru bannaðar hér fyrir Norðurlandi í desember 1989 og flotinn sigldi til Akureyrar þar sem slegið var upp miklum og fjölmennum fundi með loðnusjómönnum, ráðherra og fiski- fræðingum sem m.a. töldu að um hrun í stofninum rétt einu sinni og að hann væri ekki meira en 50 þús. tonn. Kurteisisleg beiðni kom til útgerðarmanna um að hætta veiðum, með skilaboðum um að ef ekki, þá yrðu veiðarnar bannaðar. Vegna þessara svörtu spádóma fiskifræðinga voru engar fyrirfram- sölur gerðar eins og nauðsynlegt hefði verið, þegar loðnuveiðar eru að fara í fullan gang. Veiðar gengu síðan sérstaklega vel alla vertíðina 1990. Fljótlega tóku kaupendur við sér og verð á afurðum tók að lækka. Ekki er óvarlegt að ætla að á fjórða hundr- að milljónir hafi tapast í afurðaverð- mætum og auknum birgðakostnaði vegna þessara spádóma. Óllum ætti að vera í fersku minni síðasta vertíð. Loðnustofninn hruninn að mati fískifræðinga. Engin veiði leyfð fyrr en seint og um síðir. Sjaldan eins mikið magn af loðnu að mati sjómanna, og mikil veiði þann stutta tíma sem eftir var. Ný ganga kom upp að Vestfjörðum sem ekki var könnuð, og mikið af loðnu fyrir Norðurlandi eftir vertíðina. Togarar fengu trollin kaf loðin af loðnu, og allar fjörur voru fullar af dauðri loðnu fyrir öllu Norður- landi. Er stofninn hruninn? Ekki fengið samþykki Alþingis fyrir framkvæmdinni á Seyðisfirði Enn ein blaðagreinin hefur nú verið rituð um SR nú í DV 8. júní sl. af blaðamanni DV. Þar er full- yrt að lög um SR hafi verið brotin við stórfelldar framkvæmdir verk- smiðjanna. Kristján L. Möller „Er nokkuð verra að byggja upp loðnuverk- smiðjur frekar en t.d. Þjóðleikhús fyrir um einn milljarð. Ekki skapar Þjóðleikhúsið útflutningsverðmæti.“ Þetta er ekki rétt frekar en ýms- ar aðrar fullyrðingar um SR: í frumvarpi til fjárlaga fyrir árin 1989 og 1990 er allt um þetta að finna í kaflanum um ríkisfyrirtæki og sjóði í B-hluta fjárlaga. Áform síldarverksmiðjanna um uppbyggingu verksmiðjunnar á Seyðisfirði eru þar tíunduð ásamt með öðrum ríkisfyrirtækjum. í töflu um framlög, fjárfestingar og lántökur í B-hluta ríkissjóðs þessi ár er einnig að sjá áætlanir um fjárfestingu árin 1989 og 1990. Að þessu framansögðu ætti öllum að vera Ijóst að framkvæmdin á Seyðisfirði hefur verið samþykkt af Alþingi. Niðurlag Ekki er ég alveg búinn að setja þessa grein á blað þegar enn eitt dagblaðið kemur með miklum frá- sögnum um SR og vanda þess og það að fjármálaráðherra sé með vangaveltur um að réttast væri að gera SR gjaldþrota. Nú er það Morgunblaðið. Margt er við Reykjavíkurbréfið að athuga en aðeins staldrað við þetta. „Það eru reknar loðnuverk- smiðjur víða um land í einkaeign og þótt þær hafi vafalaust átt við margvíslegan vanda að etja eftir því, hvernig á hefur staðið hverju sinni, er sá vandi ekki á borði ríkis- stjórnar íslands eða skattgreiðenda í landinu." Svo mörg voru þau orð. Halda menn það virkileg að einka verksmiðjumar hafi ekki þurft á fyrirgreiðslu frá hinu opinbera að halda undanfarin ár. Hvað gerði Atvinnutryggingar- sjóður? Voru það ekki aðrar loðnu- verksmiðjur sem þá fengu fyrirgre- iðslu í formi skuldbreytingar? Hvað með Fiskveiðisjóð, Byggða- stofnun og Landsbanki íslands. Eru þetta ekki opinberar stofnanir með ríkisábyrgð á sínum útlánum og fyrirgreiðslu? Samskonar vandi steðjar nú að SR, og nú þarf SR fyrirgreiðslu í formi skuldbreytingar til að vinna sig út úr sínum vanda. Rétt er að ítreka að ekki er ver- ið að biðja um bein framlög úr ríkis- sjóð, heldur sömu fyrirgreiðslu og önnur fyrirtæki hafa fengið í gegn um árin hjá hinu opinbera eða sjóð- um á þess vegum. Það yrði mikið glapræði ríkis- stjórnarinnar að stíga það óheilla- spor að gera verksmiðjurnar gjald- þrota, sem að mínu mati er reyndar ekki hægt, þar sem eigandi þeirra þ.e. ríkissjóður Islands hefur ekki verið lýstur gjaldþrota svo mér sé kunnugt um. Menn loka ekki svona fyrir- tæki eins og einhverri tuskubúð upp á Laugarvegi, eða í Kringl- unni 1, 6 eða 8, eða hvað það nú Höfundur erforseti bæjarstjórimr Siglufjarðar og situr í stjórn SR fyrir Alþýðuflokkinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.