Morgunblaðið - 09.07.1991, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 1991
HITABYLGJA A LANDINU
Fjölmenni í Húsafelli
- segir Sigrún Bergþórsdóttir
„HJÁ okkur var dýrðlegt veður
alla helgina og ég held að hitinn
hafi raest koraist í 29 eða 30 stig,“
sagði Sigrún Bergþórsdóttir sund-
laugarstjóri að Húsafelli í Borgar-
firði í samtali við Morgunblaðið.
Nær eingöngu fjölskyldufólk hafð-
ist við í Húsafelli um helgjna, í skál-
um jafnt sem tjöldum. „Ég held að
mér sé óhætt að fullyrða að aðsókn-
in hafi að minnsta kosti verið 1.500
manns. Við höfum nær alltaf kveikt
varðeld á tjaldstæðunum um helgar
en í þetta sinn urðum við að hætta
við það vegna þess að þau fylltust.
Næst munum við þó gæta þess að
skilja eftir svo stórt svæði að hægt
sé að kveikja eld,“ sagði Sigrún.
Að sögn Sigrúnar var mikill buslu-
gangur í sundlauginni enda var hún
full mestalla helgina. „Fólk kom
hingað staðráðið í því að nota helg-
ina vel og ég held að flestum hafi
tekist það. Fjölmargir fóru í útsýnis-
flug um nágrennið sem boðið er upp
á og einnig var góð aðsókn að mess-
unni sem var á sunnudagsmorgun,"
sagðL Sigrún að lokum.
„HÉR í Þórsmörk var sólskin
og hiti alla helgina og við teljum
að um 750 manns hafi gist tjald-
stæðin og skálana hér í daln-
um,“ sagði Hildur Gísladóttir
skálavörður í Húsadal í samtali
við Morgunblaðið í gær. Nærri
má geta að um 2000 manns
hafi lagt leið sían um Þórs-
mörk.
Nokkuð var um að jeppar og
jafnvel rútur festust á ám sem
voru óvenju vatnsmiklar. Að sögn
Hildar var eitttivað um fjölskyldu-
fólk í Húsadal en unglingar voru
þó í miklum meirihluta. „Auðvitað
var nokkuð um ölvun en allt fór
þó friðsamlega fram og við þurft-
um ekki að hafa afskipti af fólki.
Nú er öllum gert að tjalda á svæði.
við mynni dalsins en bannað er
að tjalda inni í honum til þess að
vernda gróður. Okkur sýnist þetta
hafa gefið góða raun því að
skemmdir á tijám eru aðeins lítils
háttar. Einnig gengur miklu betur
að tína upp rusl þegar fólk kemur
saman á svo afmörkuðum stað,“
sagði Hildur að lokum.
Moldrok á hálendinu
- segir Bryndís Snæbjörnsdóttir
„ÞAÐ er nánast ólíft hérna vegna þessarar hitabylgju. Maður fer á
fætur á morgnana, stingur sér í sundlaugina og liggur þar helst allan
daginn. Það raætti alveg fara að rigna. Þurrkarnir há sprettu og ég
frétti af bónda hér í sveitinni sem leggur hrífuna frá sér nieð tindana
upp í loft. Það er trú margra að þá séu meiri líkur á rigningu," sagði
Bryndís Snæbjörnsdóttir, heimasæta í Reynihlíð I Mývatnssveit, þegar
blaðamaður Morgunblaðsins ræddi við hana í gær.
Bryndís sagði að íslenskir ferða-
menn sem hún hefði heyrt í væru
mjög ánægðir með veðrið. „Ég get
hins vegar ekki annað en brosað að
útlendu ferðamönnunum sem eru
klæddir lopapeysum og regngöllum
enda vita þeir ekki betur en þeir séu
staddir norður undir heimskauts-
baug. Hér fara margir um sem eru
á leiðinni að Öskju, Herðubreiðarlind-
um eða Kverkfjöllum. Hins vegar er
mikið moldrok á hálendinu og héðan
úr sveitinni séð virðist liggja brún
slæða þar yfir. Ég get því ímyndað
mér að það sé ekki skemmtilegt að
ferðast um hálendið núna. Einnig
skilst mér að það sé óvenju dræm
veiði í Mývatni vegna hitans,“ sagði
Bryndís að lokum.
Að sögn fréttaritara blaðsins í
Mývatnssveit hefur verið heitast í
sveitinni tvo síðustu daga þegar hit-
inn nálgaðist 30 stig á heimilismæl-
um. Er mörgum farið að finnast nóg
um þennan hita og telja að áratugir
séu síðan svipaðir hitar mældust.
Nefna menn þá árin 1939 og 1961.
Aðeins einu sinni hefur gert úr-
komu síðan um miðjan júní og er
talið að tijágróður og lyng hafi að
mestu leyti náð eðlilegum lit eftir
kuldakastið fyrrihluta júnímánaðar
þegar verulegur haustblær var kom-
inn á gróðurinn.
2000 manns í Þórsmörk
Morgunblaðið/Kolbrún Ingibergsdóttir
Mikil aðsókn var í Þórsmörk um helgina. Hér getur að líta hóp unglinga í sólbaði í Langadal.
Ó venj ulegt - en
ekki dæmalaust
- segir Trausti Jónsson veðurfræðingur um hitabylgjuna undanfarið
HITABYLGJUR, eins og sú, sem
nú hefur gengið yfir landið, seg-
ir Trausti Jónsson veðurfræðing-
ur að komi með nokkru millibili
og þá gjarnan eins og í klösum.
Heita loftið sem leikið hefur um
landsmenn kemur sunnan úr höf-
um, frá svæðinu kringum Azoreyj-
ar. í háloftunum yfir Islandi er loft
einnig mjög hlýtt þó að það hafí
oft verið heitara en núna. Það sem
einkum veldur hitanum er mikið
niðurstreymi yfír landinu sem veld-
ur því að loftið hitnar. Trausti seg-
ir að hitinn núna sé svolítið óvenju-
legur en hreint ekki dæmalaus. 22.
júní árið 1939 mældist hitinn á
Kirkjubæjarklaustri 30,2 gráður og
á Teigarhomi í Bemfírði 30,5 gráð-
ur, en það er mesti lofthiti sem
mælst hefur opinberlega á íslandi.
Trausti segir, að í hitabylgjunni
nú hafí hvergi, þar sem opinberar
hitamælingar hafa staðið lengi yfír,
verið slegið met. Á Reyðarfírði þar
sem fyrra hitamet var slegið á
fímmtudaginn var, þegar hitinn fór
upp í 28,9 stig, hófust mælingar
ekki fyrr en 1976 og sömu sögu
er að segja frá Hjarðarlandi í Bisk-
upstungum, þar sem hitinn mældist
26,2 stig á föstudaginn. Þar hófust
mælingar fyrir aðeins ári. í
Reykjahlíð í Mývatnssveit hófust
mælingar árið 1960. Hitinn þar
mældist á sunnudaginn 27,9 gráður
og hafði ekki mælst jafnmikill hiti
þar áður. Mestur hiti á Grímsstöð-
um á Fjöllum mældist 28,1 gráða
12. júlí 1911, en þar fór hitinn upp
í 27,2 gráður á sunnudaginn. A
Hveravöllum hófust hitamælingar á
sjöunda áratugnum. Hitinn þar á
sunnudag mældist 22,6 gráður en
hafði mest mælst áður 22,3 gráð-
ur. Það var 31. júlí 1980.
Um hitastigið næstu daga segir
Trausti að við verðum að átta okk-
ur á því að þetta hlýja loft eigi
ekki heima hér. Ef lokist fyrir leið-
ir þess til okkar lækki hitastigið
hratt og svalt sjávarloftið okkar
taki yfírhöndina með sínar 10-14
gráður.
Kærkomin kæling
I hlýviðri undanfarinna daga hafa menn þurft að grípa til
óvenjulegra ráða til að kæla sig. Þessum fjallgöngumanni
þótti notalegt að leggja sig dálitla stund í snjóskafl á leið-
inni upp á fjallið Rima í Svarfaðardal. Jafnvel í þúsund
metra hæð var hitinn göngumönnum nánast óbærilegur,
þótt þeir væru á stuttbuxum einum fata.
Obrúað-
ar ár eru
varasamar
MIKIL umferð var ura alla helstu
þjóðvegi landsins um helgina og
höfðu lögregluþjónar nóg að gera
við vegaeftirlit. Mikið vatn er nú
í flestum ám á landinu og er því
full ástæða fyrir ferðalanga á
hálendinu að fara varlega þegar
lagt er í óbrúaðar ár.
Að sögn Skarphéðins Njálssonar,
varðstjóra vegaeftirlits hjá lögregl-
unni, gekk umferð stóráfallalaust
fyrir sig um helgina. Hálendiseftir-
litsbíll lögreglunnar var í Þórsmörk
um helgina, Fimm rútur og töluverð-
ur íjöldi jeppa festust í Krossá og
Morgunblaðið/Vilhelm Gunnarsson.
Willys-jeppi sat fastur í Steinholtsá síðdegis á sunnnudag og sést hvar verið er að koma taug í bílinn.
Rútan situr einnig föst en var losuð síðar.
Steinholtsá. Skarphéðinn tók fram
að hann hefði áhyggjur vegna útlend-
inga sem sæktu nú í auknum mæli
á hálendið og oft á vanbúnum bílum.
Til dæmis hefði hann komið að út-
lendingum sem setið hefðu fastir á
fjórhjóladrifnum fólksbíl í Seiðisá
vegna þess að þeir kunnu ekki að
setja í framhjóladrif.
Brennisteins-
sambönd í
hlýja loftinu
BLÁMÓÐAN sem sést hefur
undanfarna daga í heita loft-
inu er skuggahliðin á góða
veðrinu.
Sigurbjörg Gísladóttir hjá
Hollustuvemd ríkisins segir að
þessi litur á loftinu stafi senni-
lega af brennisteinssamböndum
eða súlfötum, sem myndast
hafi við olíu- og kolabruna suð-
ur í Evrópu. Sigurbjörg segir
að engar niðurstöður séu komn-
ar á mælingum á þessum efna-
samböndum og ekki sé víst að
þeim fýlgi veruleg mengun.
Eins geti hátt rakastig eins og
virtist vera í loftinu í gær dreg-
ið úr skyggni.