Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						64 SIÐUR B
trguufclafrUk
STOFNAÐ 1913
200.tbl.79.árg.
FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1991
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Suður-Afríka:
40.000 útlagar
geta snúíð heim
Genf. Reuter.
STJÓRN Suður-Afríku og Sameinuðu þjóðirnar undirrituðu í gær
samning um sakaruppgjöf til handa Suður-Afríkumönnum, sem hafa
verið sakaðir um pólitíska glæpi. Samningurinn gerir 40.000 suður-
afrískum útlögum kleift að snúa aftur til heimalandsins.
Yfirmaður Flóttamannahjálpar
Sameinuðu þjóðanna, UNHCR,
Sadako Ogata, og A. Leslie Manl-
ey, sendiherra Suður-Afríku, undir-
rituðu samninginn í Genf. „Þetta
er mjög sögulegur atburður," sagði
Ogata, sem hefur þegar sent nefnd
til Suður-Afríku til að undirbúa
heimkomu útlaganna. Manley
kvaðst telja að samningurinn yrði
Finnland;
Hlutleysið
endurskoðað
Helsinki. Frá Lars Lundsten, fréttaritara
Morgunblaðsins.
PAAVO Vayrynen, utanríkisráð-
herra Finnlands (Miðfl.), segir að
endurskoða þurfi hlutleysisstefnu
Finna í h"ósi þeirra breytinga sem
hafa orðið í Evrópu að undan-
förnu.
Utanríkisráðherrann sagði í ræðu
í gær að Finnar þyrftu að Ihuga í
hverju hlutleysisstefna þeirra væri
fólgin vegna breyttrar^ pólitískrar
stöðu í Sovétríkjunum og aukinnar
samvinnu ríkja í Vestur-Evrópu.
Aldrei hefði verið tryggt að önnur
ríki virtu hlutleysið og það hefði
ekki heldur verið bundið milliríkja-
samningum. Hlutleysisstefnan hefði
til þessa aðeins verið yfirlýsing um
pólitískan vilja. Því stæði ekkert í
veginum fyrir því að Finnar endur-
skoðuðu hana.
Váyrynen fjallaði ennfremur um
vandamál sem kynnu að koma upp
ef Finnar gerðust aðilar að Evrópu-
bandalaginu. Hann sagði vafa leika
á að Finnar gætu tekið þátt í fram-
kvæmd sameiginlegrar utanríkis- og
varnarmálastefnu Evrópuríkja án
þess að skerða hlutleysið.
til þess aS rjúfa einangrun Suður-
Afríku á alþjóðavettvangi. Búist er
við að fyrstu útlagarnir geti snúið
heim fyrir árslok.
F.W. de Klerk, forseti Suður-
Afríku, lagði til í gær að stjórnar-
skrá landsins yrði breytt þannig að
blökkumenn fengju rétt til að kjósa
í þingkosningum. Nelson Mandela,
leiðtogi Afríska þjóðarráðsins
(ANC), stærstu stjórnmálasamtaka
suður-afrískra blökkumanna, hafn-
aði hins vegar tillögunni, þar sem
í henni er ekki gert ráð fyrir að
blökkumenn geti átt aðild að ríkis-
stjórn.
Sovéskir verðir ganga framhjá andkommúnistum, sem efndu til mótmæla við Kremlarmúra í
sovéska fulltrúaþingið ræddi framtíð Sovétríkjanna.
Reuter
gær er
Sovéska fulltrúaþingið:
Tillaga um breytta stjorn-
skípan Sovétríkjanna felld
Gorbatsjov sagður ætla að viðurkenna sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna með tilskipun
Moskvu. Reuter, The Daily Telegraph.
TILLAGA Míkhaíls Gorbatsjovs Sovétforseta og leiðtoga tíu Sovét-
lýðvelda um breytta stjórnskipan Sovétríkjanna fékk ekki tilskil-
inn meirihluta í atkvæðagreiðslu á fulltrúaþinginu, æðstu löggjaf-
arsamkundu landsins, í gær. Alexander Jakovlev, náinn samstarfs-
maður Gorbatsjovs, skýrði frá því að forsetinn hygðist beita tilskip-
anavaldi til að viðurkenna sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna.
Tveir þriðju hlutar fulltrúaþings-
ins þurftu að samþykkja tillöguna.
1.800 fulltrúar eiga sæti á þinginu
og 1.200 greiddu atkvæði með til-
lögunni en 275 á móti. Harðlínu-
kommúnistar og fulltrúar Úkraínu
greiddu atkvæði gegn henni eða
Símakindur"
Ungur drengur virðir fyrir sér listaverk, „símakindur", eftir franska
listamanninn Jean Luq Corne. Verkið er til sýnis í póst- og símasafninu
í Frankfurt. Haus kindanna er gerður úr símtækjum, skrokkurinn úr
snúrum og fæturnir úr heyrnartólum.
sátu hjá. Úkraínumenn telja að til-
lagan samræmist ekki sjálfstæðis-
yfirlýsingu þeirra.
Gorbatsjov kvaðst ætla að leggja
tillöguna fram breytta á fundi
þingsins í dag. Einn af ráðgjöfum
hans, Grígoríj Revenko, sagði einn-
ig að ef þingið breytti ekki stjórn-
skipan Sovétríkjanna myndi forset-
inn einfaldlega beita tilskipanavaldi
sínu til þess.
í tillögunni er gert ráð fyrir að
Æðsta ráðinu verði skipt í tvær
deildir; önnur þeirra verði skipuð
fulltrúum, sem þing lýðveldanna
tilnefni, og fulltrúar hinnar verði
kjörnir í almennum kosningum.
Fulltrúaþingið verður hins vegar
lagt niður, samkvæmt tillögunni,
og ljóst er að þingmennirnir eru
ekki ánægðir með það. Harðlínu-
maðurinn og herforinginn Viktor
Alksnis líkti til að mynda tillögunni
við aðgerðir bolsévíka árið 1918,
þegar þeir sendu vopnaða menn til
að stöðva starfsemi þings landsins,
þar sem andstæðingar þeirra voru
í meirihluta.
Gorbatsjov sætti gagnrýni fyrir
að takmarka ræðutíma fulltrúa við
tvær mínútur til að flýta fyrir at-
kvæðagreiðslunni. Að henni lokinni
lagði hann til að þingið samþykkti
ályktun, þar sem fallist yrði í
grundvallaratriðum á að lýðveldin
hefðu rétt til að segja sig úr Sov-
étríkjunum, sem yrðu gerð að lag-
skiptu ríkjasambandi, bundnu mis-
jafnlega sterkum böndum eftir
málaflokkum. Sú tillaga fékk meiri-
hluta atkvæða og það nægði þar
sem aðeins var um ályktun að
ræða.
Alexander Jakovlev sagði í sam-
tali við fréttaritara Reuters að
Gorbatsjov myndi gefa út tilskipun,
þar sem sjálfstæði Eystrasaltsríkj-
anna yrði viðurkennt. Hann kvaðst
þó ekki vita hvenær búast mætti
við henni. Rúmlega 30 ríki hafa
þegar viðurkennt sjálfstæði
ríkjanna.
Þá kvaðst sovéska fréttastofan
TASS hafa heimildir fyrir því að
sovésk stjórnvöld myndu styðja
aðild Litháens, Lettlands og Eist-
lands að Sameinuðu þjóðunum.
Sjá: „Lýðveldin almennt fylgj-
andi..." á bls. 24.
Fundur Ameríku:
Hugðist Kólumbus
bjarga gyðingum?
Berlín. Reuter.
SIMON Wiesenthal heldur því fram í nýrri bók að Kristófer
Kólumbus hafi siglt til Ameríku í því skyni að leita að landi
fyrir gyðinga vegna ofsókna spænska rannsóknarréttarins.
Wiesenthal er kunnur fyrir að hafa helgað sig því að safna
upplýsingum um nasista og fá þá sótta til saka fyrir stríðsglæpi.
Wiesenthal   sagði   er   hann     magnað leiðangurinn til að breiða
er
kynnti bókina í Berlín í gær að
sagnfræðibækur væru fullar af
„skröksögum" um ástæður þess
að Kólumbus sigldi til Ameríku
1492. Rannsóknir sínar sýndu
að fjöldi gyðinga hefði veitt fé í
leiðangurinn, sem hefði hafist
nokkrum klukkustundum eftir að
frestur, sem þeir fengu til að
fara frá Spáni, rann út. Hann
sagði ekkert hæft í því að ísa-
bella Spánardrottning hefði fjár-
út kristni enda hefði enginn
prestur verið í skipum Kólumbus-
ar. Þá benti margt til þess að
Kólumbus hefði sjálfur verið gyð-
ingur.
Wiesenthal sagði að Kólumbus
hefði tekið með sér mann til að
þýða fyrir sig úr hebresku vegna
þess að hann hefði lesið að hinir
tíu týndu ættflokkar ísraels væru
í Indlandi, en þangað hafði hann
ætlað.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52