Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						64 SIÐUR B/LESBOK
STOFNAÐ 1913
202.tbl.79. árg.
LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 1991
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Borís Pankín forsætisráðherra Sovétríkjanna:
Eystrasaltsríkin tilheyra
Sovétríkjunum ekki lengur
Litháískur varðliði við varn-
argirðingar fyrir utan þing-
húsið í Vilnius, höfuðborg
Litháens, fagnar fréttinni
um viðurkenningu Sovétríkj-
anna á sjálfstæði Eystrasalts-
ríkjanna. Víggirðingar við
þinghúsið hafa ekki enn ver-
ið rifnar en þær voru reistar
eftir aðgerðir sovéskra her-
sveita í borginni í janúar sl.
„VIÐ höfum mikinn hug á samvinnu við Sovétríkin en ekki með
því að gerast aðilar að einhvers konar efnahagsbandalagi, eins og
hugmyndin er að koma á laggirnar. Þetta er of náin samvinna að
mínu áliti, auk þess held ég að hún yrði ekki til bóta þegar upp
væri staðið. Við vujum taka upp venjuleg samskipti á viðskiptasvið-
inu en höfnum því að þau séu bundin einhverjum pólitískum bræð-
ingi," sagði Ramunas Bogdanas, talsmaður Vytautas Landsbergis
Litháensf orseta, í samtali við Morgunblaðið í gær eftir viðurkenn-
ingu sovéska ríkisráðsins á sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna. Ráðið
samþykkti einróma að viðurkenna sjálfstæði ríkjanna er það kom
saman til síns fyrsta fundar í gær, að sögn .Reuíers-fréttastofunn-
ar. „Við höfum viðurkennt sjálfstæði þeirra. Eystrasaltsríkin til-
heyra Sovétríkjunum ekki lengur," sagði Borís Pankín, forsætisráð-
herra Sovétríkjanna, á blaðamannafundi eftir ríkisráðsfundinn.
Með hinni sögulegu ákvörðun
ríkisráðsins er lokið tveggja ára
tilraunum Eystrasaltsríkjanna til
að losna undan valdi Moskvustjórn-
arinnar, en þau voru jnnlimuð í
Sovétríkin árið 1940. Ákvörðunin
er jafnframt óyggjandi sönnun þess
að sovéska sambandsríkið, sem
kommúnistaleiðtogar sögðu einatt
að væri eilíft, sé að gliðna í sundur.
Forsetar Eistlands, Lettlands og
Litháens lýstu gleði sinni yfir
ákvörðun ríkisráðsins og Anatolijs
Gorbunovs, forseti Lettlands, sagði
að réttlætið hefði sigrað. „Það er
verið að skila fólkinu því sem það
á, en var frá því tekið," sagði Gorb-
unovs. Edgar Savisaar, forsætis-
ráðherra Eistlands, sat ríkisráðs-
fundinn og sagði Mikhaíl Gorb-
atsjov Sovétforseta hafa óskað
honum og eistnesku þjóðinni til
hamingju með sjálfstæðið og vel-
farnaðar.
„Við erum reiðubúnir að gera
samninga um viðskipti og hvað sem
er við Sovétríkin, Rússland, Úkra-
ínu, Kazakhstan eða önnur lýðveldi
að því tilskyldu að þeir séu á grund-
velli jafnréttis en við ætlum ekki
að stökkva aftur ínn í gamla fá-
tækrahverfið. Við viljum viðskipti
jafnt við ríki í austri sem vestri,
vonumst til að geta orðið brú milli
þessara hluta álfunnar. Sovétríkin
er stór markaður og þau ráða yfir
miklum náttúruauðæfum. Við vilj-
um nýta okkur vestræna tækni og
ódýrt vinnuafl, í Litháen, kaupa
hráefni austan að og selja unna
vöru á Vesturlöndum og einnig
austur á bóginn. Aðild okkar að
áðumefndu efnahagsbandalagi
myndi aðeins verða okkur fjötur
um fót í þessari viðleitni," sagði
Bogdanas.
Unnið er að því í Eystrasaltsríkj-
unum að leysa upp starfsemi ör-
yggislögreglunnar KGB og
víkingasveitir sovéska innanríkis-
ráðuneytisins, svokallaðar svart-
húfusveitir. Heimamenn hafa tekið
tollgæslu í sínar hendur en fyrst
um sinn verður landamæravarsla í
höndum sameiginlegra sveita
ríkjanna þriggja og Sovétríkjanna.
Janis Dinevics, leiðtogi meiri-
hlutans á lettneska þinginu, sagði
í gær, að Lettar myndu neita að
greiða Moskvustjórninni bætur fyr-
ir sovéskar eigur. í Lettlandi ef
slíkar kröfur kæmu fram. „Við
munum setja fram gagnkröfur og
það er auðvelt að sýna fram á að
það er sovétstjórnin sem skuldar
Lettum en ekki öfugt," sagði
Dinevics.
Sovéskt blaðsagði frá því í gær
að Gorbatsjov og Borís Jeltsín,
Rússlandsforseti, hefðu gert með
sér samkomulag um að leggja nið-
ur þá hefð kommúnista að efna til
hersýninga á tyllidögum.
Bandarískir sérfræðingar skýrðu
Bandaríkjaþíngi frá því í gær að
Sovétmenn þyrftu á að halda a.m.k.
tveggja milljarða dollara matvæla-
og lyfjaaðstoð til þess að komast
hjá matvælaskorti í vetur.
Sjá „Ætlum ekki að stökkva
aftur inn í gamla fátækra-
hverfið" á bls. 23.
Reuter
Reuter
Mótmæla kommúnisma íRúmeníu
Þúsundir manna efndu til mótmæla í miðborg Búkarest, höfuðborg
Rúmeníu, í gær og kröfðust þess að starfsemi kommúnista yrði bönn-
uð og kommúnistaleiðtogar sóttir til saka fyrir glæpi gegn þjóðinni á
40 ára valdatíma komniúnistaflokks landsins.
Bush vill fresta lánafyrirgreiðslu til ísraela;
Teflum ekki friðar-
möguleika í tvísýnu
Washington. Reuter.
GEORGE Bush, Bandaríkjaforseti, fór þess á leit við fulltrúadeild
Bandaríkjaþings í gær, að deildin frestaði um fjóra mánuði umræð-
um um beiðni ísraela um 10 milljnt-ða dollara lánafyrirgreiðslu.
Forsetinn sagði það nauðsynlegt til þess að spilla ekki möguleikum
á að koma í kring friðarráðstefnu fyrir Miðausturlönd.
Bush sagði að ekki væri hægt framan í þá nokkurs konar lausn-
að taka þá áhættu að eyðileggja argjaldi sem þeir fengju ef þeir
þann árangur sem náðst hefði í kyngdu sjónarmiðum Bandaríkja-
tilraunum Bandaríkjamanna til stjórnar í friðarviðræðunum.
þess að koma friðarráðstefnu fyrir
Miðausturlöndum í kring. „Það er
í þágu heimsfriðarins að fresta
afgreiðslu málsins," sagði Bush.
ísraelar hugðust fá 10 milljarða
dollara aðstoð í formi ábyrgða til
þess að byggja yfir um milljón
sovéskra gyðinga sem búist er við
að flytji til ísraels á næstu fímm
árum.
Vestrænir diplómatar og stjórn-
málaskýrendur sögðu að búast
mætti við hörðum deilum milli
Bandaríkjastjórnar og stuðnings-
manna ísraela á þingi vegna beiðni
Bush. Forsetinn hefði í raun og
veru hleypt af fyrsta skoti i deilum
sem ættu eftir að verða illskeyttar.
ísraelskir embættismenn og
leiðtogar tóku fregninni um af-
stöðu Bush illa og gagnrýndu for-
setann harðlega fyrir tilraunir til
að knýja ísraela til undirgefni í
friðarumleitunum með því að veifa
Leníngrad
verður Sankti
Pétursborg
Moskvu. Reuter.
Forsætisnefnd Æðsta ráðs
Rússlands ákvað í gær að
Leníngrad skyldi hér eftir nefnd
Sankti Pétursborg að nýju.
Rússneska byltingin hófst í borg-
inni árið 1917 og var hún nefnd
eftir Vladímír Lenín árið 1924. íbú-
ar hennar samþykktu hins vegar í
atkvæðagreiðslu fyrr á árinu að
taka upp nafnið Sankti Pétursborg
á ný. Nafnbreytingin var háð sam-
þykki rússneskra stjórnvalda og
tekur nú þegar gildi, samkvæmt
rússnesku fréttastofunni Interfax.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44