Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						56 SIÐUR B/C
*tnaunflilafeti>
STOFNAÐ 1913
205. tbl. 79. árg.
MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 1991
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Norski verkamannaflokkurinn:
Lagt að Brundt-
land að segja af sér
Hún segir að enginn geti tekið við af sér
Ósló. Frá Jiin Gunnar Furuly, fréttaritara Morgunblaðsins.
ÞAÐ VAR sem pólitískur jarðskjálfti hefði riðið yfir Noreg í gær þeg-
ar úrslitin úr sveitar- og fylkisþingskosningunum í fyrradag voru ljós.
Miðflokkurinn og Sósíalíski vinstriflokkurinn (SV), sem eru á móti
aðild Noregs að Efnahagsbandalaginu (EB) og samningi um Evrópskt
efnahagssvæði (EES), urðu sigurvegarar kosninganna, en Verkamanna-
flokkurinn fékk verstu útreið í kosningum síðan á þriðja áratugnum.
Leiðtogar Verkamannaflokksins í fylkjunum Rogalandi og Nordlandi
tilkynntu í gær að þeir vildu að stjórnin segði af sér og Hægriflokkur-
inn tæki við stjórnartaumunum.
Miðflokkurinn og SV hlutu 12,1%
fylgi hvor, en Verkamannaflokkurinn
hlaut aðeins 30,4% atkvæða, sem er
5,5 prósentustigum minna en í síð-
ustu kosningum. Hægriflokkurinn
fékk 21,8% atkvæða og tapaði lítil-
lega fylgi, Fra'mfaraflokkurinn fékk
7,0% og tapaði næstum helmingi
þess fylgis sem hann hlaut síðast.
Kristilegi þjóðarflokkurinn stóð í
stað, fékk um 8% atkvæða.
Enn á ný voru það deilur um EB
sem skóku Noreg - næstum 20 árum
eftir að Norðmenn höfnuðu EB-aðild
í kosningum 1972. Eftir ósigurinn
viðurkenndi Gro Harlem Brundtland,
forsætisráðherra og formaður Verk-
amannaflokksins, að það yrði ekki
auðvelt að stjórna Noregi nú. Sam-
kvæmt Dagbladet mun ríkisstjórnin
fara fram á stuðningsyfirlýsingu
þegar Stórþingið kemur saman í
október. Forsætisráðherraiin mun þá
krefjast fullvissu um að a.m.k. þrír
af hverjum fjórum þingmönnum
styðji stefnu stjórnarinnar um EES,
en ijóst er að stjórnin mun ekki
breyta þeirri stefnu sinni fyrir næstu
samningalotu sem hefst í Brussel
23. september.
„Eina ástæðan fyrir því að ég legg
ekki niður völd nú, er að enginn
getur tekið við af mér," sagði Brund-
tland við fréttamenn aðfaranótt gær-
dagsins þegar ljóst var hvert afhroð
Verkamannaflokkurinn hafði goldið.
Hún taldi sig greinilega hafa beðið
rnikinn persónulegan ósigur.
„Þetta voru kosningar um EB og
við unnum fyrstu lotu. Við munum
nýta valdið sem okkur hlotnaðist,"
sagði Anne Enger Lahnstein, for-
maður Miðflokksins.
„Sigur okkar er því að þakka að
fólkið hefur tekið afstöðu gegn sér-
hyggjunni og vill að samstaðan verði
aftur sett í öndvegi," sagði formaður
SV, Erik Solheim. „Við munum setja
þrýsting á Verkamannaflokkinn og
krefjast þess að stjórnmálaumræ^a
færist meira til vinstri og lögð verði
aukin áhersla á umhverfismál, at-
vinnumál og hreppapólitík."
Frá mannréttindaráðstefnu Ráðstefnunnar um öryggi og samvinnu í Evrópu (RÖSE). Myndin
við setningarathöfn ráðstefnunnar í Moskvu í gær, en Míkhaíl Gorbatsjov Sovétforseti setti
Reuter
var tekin
hana.
Mannréttindaráðstefna RÖSE í Moskvu:
Gorbatsjov falast eftir efna
hagsaðstoð vesturveldanna
Eystrasaltsríkin fá aðild að RÖSE
Moskvu. Reuter.
EISTLAND, Lettland og Litháen fengu í gær aðild að Ráðstefnunni
u öryggi og samvinnu í Evrópu (RÖSE). Var það samþykkt á sérstök-
u. fundi utanríkisráðherra aðildarríkja RÖSE sem haldinn var fyrir
se íingu mannréttindaráðstefnu stofnunarinnar, samkyæmt upplýsing-
u Borís Pankíns, utanríkisráðherra Sovétrikjanna. í setningarræðu
r llaði Míkhaíl Gorbatsjov Sovétforseti vesturveldin og bað þau að
v \ lýðveldunum og rikjasambandinu ef nahagsaðstoð til þess að greiða
f    ir umbótum og tryggja lýðræði í sessi.
Við þörfnumst hjálgar og reiðum
<<ur á vesturveldin. Ég vona inni-
ga. að þau taki það, sem ég hef svo
1 beðið um, til nánari athugunar
nú," sagði Gorbatsjov. Hann sagði
misheppnað valdarán í síðasta mán-
Ólætí í Englandi
Reuter
Til átaka kom í bænum North Shields í norðausturhluta Englands í gær
á milli lögreglu og ungmenna sem vopnuð voru bensínsprengjum og
grjóti. Ungmennin kveiktu í húsum, fóru ránshendi um verslanir og hentu
grjóti og bensínsprengjum að lögreglu. ^ftour þeirra voru handtekin og
nokkrir menn urðu sárir í látunum. Sta * . ^ðingar í afbrotamálum telja
að atvinnuleysi, tortryggni í garð lögreg' og heitt veðurfar séu orsakir
ólátanna. Á myndinni sjást slökkviliðsrmnn berjast við eld í húsi sem
ungmennin kveiktu í.
uði hafa sprengt umbótum nýjan
farveg og nú væri jarðvegur frjór
fyrir vesturveldin að auka efnahags-
aðstoð sína og hjálpa til við að koma
á markaðsbúskap í Sovétríkjunum.
Vestrænir stjórnarerindrekar
sögðu í gær að þrátt fyrir andstöðu
Bandaríkjamanna og Japana hefðu
líkur aukist á því að vesturveldin
kæmu Sovétmönnum senn til hjálpar
með meiriháttar efnahagsaðstoð.
James Bakers, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, sagði í gær að
Bandaríkin væru reiðubúin að veita
Sovétrikjunum efnahagsaðstoð ef
stjórnvöld þar sýndu vilja til umbóta
og til að rétta við efnahag landsins.
„Þeir verða ekki að sýna það í fram-
kvæmd, heldur sýna vilja til slíkra
framkvæmda," sagði Baker. Þetta
bendir til breyttrar afstöðu Banda-
ríkjamanna til efnahagsaðstoðar.
I ávarpí sínu fjailaði Gorbatsjov
um valdaránið og aðdraganda þess.
Sagðist hann bera hluta ábyrgðar-
innar þar sem vissar gerðir sínar
hefðu stuðlað að því. „Sá lærdómur
sem við drögum af þessu atviki er
að við hefðum átt að fara okkur mun
hraðar í lýðræðisumbótum og við að
koma á markaðsbúskap," sagði for-
setinn.
Gorbatsjov sagði ennfremur að
ósigur valdaránsmanna væri sigur
fyrir þau gildi sem sett hefðu verið
fram í lokaskjali Helsinkifundarins
1975. Sá fundur héfði markað upp-
haf þess að draga tók úr vantrausti
milli austurs og vesturs og framför
hefði orðið í mannréttindamálum.
Það væri að þakka þeirri hugarfars-
breytingu sem orðið hefði í kjölfar
fundarins að Sovétríkin væru ekki
lengur talin fjandsamleg.
Hans-Dietrich Genscher, utanrík-
isráðherra Þýskalands, sagði að Evr-
ópuríkin þyrftu að efla efnahagsleg
og pólitísk völd sín til þess að geta
afstýrt  hugsanlegri  einræðisþróun.
Tilraunin" til að ræna Gorbatsjov
völdum í síðasta mánuði hefði sýnt
fram á að efla þyrfti lýðræði og koma
ríkjum til hjálpar sem byggju við
veikburða efnahag.
Genscher hvatti ennfremur til þess
að utanríkisráðherrar RÖSE gerðu
ráðstafanir til þess að hægt yrði að
senda eftirlitssveitir til ríkja sem
grunuð væru um mannréttindabrot,
jafnvel þótt stjórnir þeirra væru
mótfallnar því.
Sjávarútvegsstefna EB:
Skynsamleg nýting fisk-
stofna forgangsverkefni
Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
MANUEL Marin, sem fer með sjávarútvegsmál innan framkvæmda-
stjórnar Evrópubandalagsins (EB), sagði í erindi sem hann flutti á
fundi 40 sjávarútvegsráðherra á Spáni, að uppbygging og skynsamleg
nýting fiskstofna væri forgangsverkefni nýrrar fiskveiðistefnu EB.
Marin lagði áherslu á að endur-
skoðun fiskveiðistefnunnar sem fer
fram á þessu ári fæli m.a. í sér
breyttar áherslur í samskiptum við
ríki utan EB. Þorsteinn Pálsson, sjáv-
arútvegsráðherra, sat fundinn,_auk
Árna Kolbeinssonar, ráðunéytis-
stjóra.
Marin sagði að unnið væri að
skýrslu um endurskoðunina íhnan
framkvæmdastjórnarinnar. Ljóst
væri að verndun og uppbygging fisk-
stofna innan lögsögu EB yrði mikil-
vægasti þátturinn í nýrri fiskveiði-
stefnu. Nauðsynlegt væri að aðlaga
fiskveiðiflota EB breyttum aðstæð-
um og aðstoða byggðarlög við að
mæta þeim. Jafnhliða niðurskurði á
fiskiskipaflotanum yrði að taka fullt
tillit til hagsmuna þeirra byggðar-
laga sem byggðu afkomu sína á sjáv-
arútvegi. Ná yrði samstöðu innan
bandalagsins um fyrirkomulag sölu
og markaðssetningar sjávarafurða
þannig að hagsmunir vinnslu innan
EB yrðu sem best tryggðir. Að sama
skapi væri brýnt að ná samningum
við ríki utan EB um veiðiheimildir
til þess að draga úr sívaxandi við-
skiptahalla EB við ríki utan þess í
viðskiptum með sjávarafurðir, en
hann hefur vaxið að jafnaði um 20%
á ári síðustu ár. Marin taldi að ný
gerð samninga við ríki utan EB yrði
að vera sveigjanlegri en til þessa,
t.d. með því að tengja þá efnahags-
þróuninni í viðkomandi ríkjum. Auk
þess að endurskoða stefnu EB í
samningum við ríki utan bandatags-
ins yrði að huga að tollastefnu
bandalagsins.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40