Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						64 SIÐUR B/LESBOK
tvjgnuftlaMfr
STOFNAÐ 1913
214. tbl. 79. árg.
LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 1991
Prentsmiðja Morgunblaðsins
EES:
Tilboði EFTA um
sjávarafurðir hafnað
sem samningsgnimii
Brussel. Frá Knstófer M. Kristinssyni, fréttantara Morgunblaðsins.
LÍTIÐ hefur þokást í samkomulagsátt í viðræðum Norðmanna og
íslendinga við framkvæmdastjórn Evrópubandalagsins (EB), sam-
kvæmt heimildum innan EB. Viðræðurnar hófust að nýju á fimmtu-
dag. Fulltrúar EB standa fast á kröfum sínuin um að tengja aðgang
að mörkuðum aðgangi að fiskimiðum og hafna með öllu hugmyndum
aðildarríkja Fríverslunarbandalags Evrópu (EFTA) um fullt toll-
frelsi í viðskiptum með sjávarafurðir innan Evrópska efnahagssvæð-
isins (EES).
Tillaga EFTA gerir ráð fyrir að
samið verði um tímabundnar und-
anþágur frá fullu tollfrelsi t.d. hvað
varðar lax, makríl og síld, en þess-
ar tegundir eru að mati EB-ríkjanna
sérstaklega viðkvæmar fyrir sam-
keppni.
Tilboðið gerir ráð fyrir að fullu
tollfrelsi verði komið á 1. janúar
1997. Evrópubandalagið hefur
hafnað tillögu EFTA sem samn-
ingsgrunni og vill fara þá leið að
semja um ívilnanir vegna hverrar
vörutegundar fyrir sig. EB leggur
enn til grundvallar tillögur sem
kynntar voru óformlega fyrir samn-
ingamönnum EFTA í júlí með ein-
hverjum smávægilegum breyting-
um.
Gert er ráð fyrir að yfirsamning-
amenn EFTA fjalli um stöðu samn-
inganna á fundi í Brussel á sunnu-
dag en á þriðjudaginn verður sam-
eiginlegur fundur yfirsamninga-
nefnda bandalaganna beggja. Sam-
kvæmt heimildum innan fram-
kvæmdastjórnar EB leggur hún
áherslu á að samningunum verði
lokið fyrir fund utanríkisráðherra
bandalagsins sem verður í Brussel
30. september nk. Takist það,
stendur ekkert í vegi fyrir sam-
komulagi annað en að viðunandi
lausn fáist á ágreiningi um umferð
flutningabíla frá EB um svissnesku
og austurrísku Alpana, en þeim
samnmgum á að ljúka fyrir miðjan
október. Á þessu stigi treysta heim-
ildarmenn Morgunbla'ðsins sér ekki
til að spá neinu um niðurstöður við-
ræðna næstu daga en telja líkurnar
á samkomulagi um sjávarafurðir
takmarkáðar. Framkvæmdastjórn
EB er sögð staðráðin í að láta samn-
ingana ekki stranda á því máli einu
saman. Ef viðunandi lausnir finnast
á málefnum þróunarsjóðsins og
flutningum um Alpana eru allar lík-
ur á að samningar takist.
Franjo Tudman, forseti Króatíu, heimsótti í gær sveitir Króata klæddur felubúningi.
hvíla sig á útiveitingahúsi tuttugu kílómetrum frá vígstöðvunum.
Reuter.
Hér sest hann
Sambandsherinn ræðst inn í Króatíu:
Mesic hvetur hermenn til að
hlaupast undan merkjum
Heimavarnarlið kallað út í Bosníu
Zagreb, Weimar, Bonn. Reuter, The Daiiy
STIPE Mesic, forseti Júgóslavíu,
sagði í gær, eftir að harðir bar-
dagar blossuðu upp í Króatiu, að
hershöfðingjar sambandshersins
lytu ekki lengur stjórn og hvatti
hermenn tU að hlaupast undan
merkjum. „Ég hvet alla óbreytta
hermenn og yfirmenn til að taka
afstöðu með fólkinu og hinum lög-
lega kjörnu stóórnvöldum í Króat-
íu og Bosníu-Herzegóvínu," sagði
Teiegraph.
Mesic. Lét forsetinn, sem er Kró-
ati, þessi ummæli falla á blaða-
mannafundi í Zagreb, höfuðborg
Króatíu, eftir að tfóst var að lest
hermanna og sjö hundruð skrið-
dreka og brynvarinna ökutækja
hafði hafið árás á Króatíu. Mann-
fall er sagt verulegt.
Liðssöfnuður     sambandshersins,
sem lagði af stað frá Belgrad á
Rússneska þingið:
Vald Jeltsíns dregið í efa
Moskvu. Reuter.
RÚSSNESKA þingið dró í gær í efa réttmæti þess valds sem Borís
Jeltsín Rússlandsforseti hefur tekið sér og sakaði ríkisstjórn hans
um að hafa tekið stjórn efnahagslífsins rðngum tökum. Þingið fór
síðan fram á að umræður um hið síaukna vald sem Jeltsín hefur
öðlast upp á síðkastið færu fram. Jeltsin, sem ekki hefur mætt á
þingið siðustu daga vegna verks fyrir brjósti, var í gær á leið til
héraðsins Nagorno-Karabak til að gegna hlutverki sáttasemjara
milli Armena og Ázera, að sögn aðstoðarmanna hans.
Nokkrir þingmenn sökuðu Jeltsín
um að nýta sér forföll sín til að
sleppa við að svara brýnum spurn-
ingum um hið mikla vald sem hann
hefur tekið sér frá því að valdaránið
rann út í sj.ndinn fyrir tæpum mán-
uði. Þingmennimir virtust í miklum
ham og gerðu lítið úr þeirri hetju-
ímynd sem almenningur hefði búið
sér til af Jeltsín síðan hann leiddi
andófíð gegn valdaræningjunum.
Samþykkt var ályktun þar sem að-
gerðir stjórnar Jeltsíns til að bæta
efnahagsástandið í landinu og ná
tökum á landbúnaðinum voru harð-
lega gagnrýndar og sagðar ófull-
nægjandi, } tjiÍii i t
I ályktuninni var einnig farið fram
á það að Jeltsín ræki þá ráðherra í
ríkisstjórninni sem ekki framfylgdu
ákvörðunum þingsins. Forseti þings-
ins, Rúslan Khasbúlatov, sagði að
hömlulausar árásir á Jeltsín gætu
orðið til þess að öll ríkisstjórnin segði
af sér. Khasbúlatov kom í veg fyrir
að gagnrýnisraddir í garð Jeltsins
heyrðust á fundi þingsins á fímmtu-
dag.
Þingmennirnir samþykktu einnig
að umræður skyldu fara fram um
þær tilskipanir sem Jeltsín hefur
gefíð út upp á síðkastið. Mörgum
hefur þótt sem tilskipanir um að rík-
isstjórnin  heyri  beint  undir  hann
væru ólýðræðislegar og einnig það
að hann hafi vald til að ráða eða
reka háttsetta embættismenn víðs-
vegar um landið.
Leiðtogar Armeníu og Azerbajdz-
hans hafa fagnað þriggja daga ferð
Jeltsíns til lýðveldanna. Talið er að
Míkhaíl Gorbatsjov Sovétforseti sé
að undirbúa tilskipun sem binda á
enda á deilur á svæðinu og sem tek-
ur tillit til sjónarmiða allra sem hlut
eiga að máli.
Rússneska þingið fór fram á það
á miðvikudag við þýsk stjórnvöld að
allar innistæður sovéska kommún-
istaflokksins í Þýskalandi yrðu fryst-
ar, en heimildir innan þýska stjórn-
kerfisins herma að það sé ekki
mögulegt að svo stöddu máli. Fyrst
yrði rússneska lýðveldið að færa
sönnur á að það væri lögmætur arf-
taki flokksins. Svissnesk stjórnvöld
sögðu á fimmtudag að þau væru að
íhuga ámóta beiðni, frá rússneskum
stjórnvðldum.
fimmtudag, er sagður hafa gert árás
inn í austurhluta Króatíu frá þremur
mismunandi stöðum. Fregnir bárust
af hörðum árásum við þorpin Tov-
arnik, Nijemci og Lipovac, sem eru
rétt við landamærin að Serbíu.
Embættismaður hjá króatíska
upplýsingaráðuneytinu sagði að
einni árásinni hefði verið hrundið af
króatískum sveitum við Nijemci, en
gaf ekki frekari upplýsingar. Er
sambandsherinn talinn vera að reyna
að loka af borgirnar Vukovar, Osijek
og Vinkovci. Útvarpið í Belgrad
sagði þrjú hundruð skriðdreka vera
komna í úthverfi Vukovar og að
herinn væri smám saman að ná borg-
inni á sitt vald. Þá eyddu íbúar í
borginni Vinkovci deginum í kjöllur-
um húsa sinna vegna stöðugrar skot-
hríðar frá sveitum Serba. „Það ríkir
algjör upplausn vegn loftárása og
stórskotaliðsárása," sagði embættis-
maður í króatíska innanríkisráðu-
neytinu.
Einnig var barist í kringum hafn-
arborgina Split og greindi sjónvarpið
í Króatíu frá því að haldið væri upp
stórskotahríð af skipum flotans á
sveitir Króata í kringum flugvöll
borgarinnar og að breskt flutninga-
skip hefði einnig orðið fyrir skoti.
Yfirstjórn flughersins sagðist hafa
gert loftárásir á sveitir Króata við
Split eftir að þær hefðu reynt að ná
þyrluflugvelli á sitt vald.
Yfírvöld í Bosníu-Herzegóvínu
skipuðu heimavarnarliði lýðveldisins
í viðbragsstöðu af ótta við að svipuð
árás yrði gerð á það. Talið er að um
150 þúsund manns séu í liðinu. Liðs-
sveitir sambandshersins hafa ekið í
gegnum Bosníu á leið til Króatíu og
skýrði Tan/ug--fréttastofan frá því
að á sumum stöðum hefði fólk sett
upp vegatálma og vélbyssuhreiður
til að reyna að hindra -för þeirra.
Kom til skotbardaga við bæjinn
Caplina af þessum sökum. Sjónvarp-
ið í Bosníu sagði að tekist hefði að
stöðva sextíu skriðdreka lest við
borgina Visegrad.
í gær sögðust ráðamenn í Bosníu
óttast að Serbar væru hægt og síg-
andi að hernema lýðveldið og að til
mjög harðrg, átaka kynni að koma.
Ante Markovic, forsætisráðherra
Júgóslavíu, fór þess á leit við varn-
armálaráðherra landsins, Vetjko
Kadijevic, <að hann segði af sér og
sakaði hann um að heyja einkastríð
í Króatíu. Kadijevic neitaði að segja
af sér. Vestrænn stjórnarerindreki
sagði að þetta sýndi vel hversu lítið
vald stjórnmálamenn hefðu yfir
hernum að segja. „Þetta markar
endalok hinnar hefðbundnu borgara-
legu ríkisstjómar," sagði stjórnarer-
indrekinn.
Francois Mitterrand Frakklands-
forseti boðaði í gær Öryggisráð
Sameinuðu þjóðanna (SÞ) á fund á
mánudag þar áem rætt verður um
átökin í Júgóslavíu. Ríkisstjóm
Kanada hafði farið þess á leit yið
Frakka, sem fara með forystu í Ör-
yggisráðinu þennan mánuð, að boða
slíkan fund en Kanadamenn vilja að
SÞ grípi inn í átökin.
Friðarráðstefna Evrópubanda-
lagsins sem haldin var á fimmtudag
fór út um þúfur þegar Serbar þver-
tóku fyrir að vopnað friðargæslulið
yrði sent til landsins. Rætt var um
að slíkt lið, sem skipað væri her-
mönnum frá aðildarríkjum Vestur-
Evrópusambandsins, yrði sent og
sagði framkvæmdastjóri þess, Hol-
lendingurinn Willem van Eekelen,
að 4-5.000 hermenn væru til reiðu.
Hann sagði að slíkt lið myndi einung-
is fara til að sjá um að friður héld-
ist, ekki til að taka þátt í átökunum.
Sjá nánar frétt á bls. 21
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44