Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						64 SIÐUR B/LESBOK
ttgnuXAtútíb
STOFNAÐ 1913
220.tbl.79.árg.
LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 1991
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Bush Bandaríkjaforseti segir einstætt tækifæri vera til afvopnunar vegna hruns kommúnismans:
Boðar mestu fækkun banda-
rískra kjarnavopna til þessa
Allar stýriflaugar Bandarikjamanna á hafi fjarlægðar -
Ollum skammdrægum kjarnorkuvopnum Bandaríkja-
manna sem skjóta má af landi eytt - Hætt við áætlanir
um MX-kjarnorkuflaugar á járnbrautarvögnum - Vill við-
ræður um upprætingu allra langdrægra fjölodda flauga
Washinjfton. Reuter, Daily Telegraph.
GEORGE Bush Bandaríkjaforseti flutti ávarp til þjóðar sinnar í nótt
og boðaði víðtæka, einhliða fækkun á sumum sviðum kjarnorkuvígbún-
aðar Bandaríkjamanna, á öðrum sviðum lagði hann til að samið yrði
um gagnkvæma fækkun í vopnabúrum risaveldanna. Bush ræddi um
hrun kommúnismans í Sovétríkjunum. „Nú er einstætt tækifæri til að
breyta stefnu Bandaríkjanna og Sovétríkjanna í kjarnorkuvörnum,"
sagði hann. Forsetinn vill að samið verði sem fyrst um upprætingu
langdrægra flauga sem borið geta fleiri en einn kjarnaodd. Hann sagði
að Bandaríkin myndu hætta einhliða við áætlun um að koma 50 lang-
drægum kjarnorkuflaugum af MX-gerð fyrir á járnbrautarvögnum en
Sovétmenn ráða þegar yfir hundruðum slíkra vopna. Einnig yrðu allar
stýriflaugar Bandaríkjamanna í kafbátum og ofansjávarherskipum fjar-
lægð. Bandaríkin eiga um 400 stýriflaugar á skipum en Sovétríkin um
250. Öllum skammdrægum vopnum á skipum og þeim sem skjóta má
af landi verður eytt eða þau tekin úr notkun og skoraði Bush á Sovét-
menn að gera slíkt hið sama.
Forsetinn sagði að langdrægar
sprengjuflugvélar sem bera kjarn-
orkuvopn yrðu ekki lengur í við-
bragðsstöðu eins og verið hefur und-
anfarin 24 ár. Háttsettur embættis-
maður Bandaríkjastjórnar sagði að
þótt byrjað yrði strax á þeim einhliða
fækkunum sem Bush boðaði yrði
hægt að taka sumar ákvarðanirnar
aftur ef Sovétmenn svöruðu ekki í
sömu mynt.
Bush lagði til að viðræður hæfust
milli   Bandaríkjamanna   og   Sovét-
Reuter
Mongólar
fagnaDalai
Lama
Dalai Lama, trúarleiðtogi búdd-
ista sem hefur verið gerður
útlægur úr heimalandi sínu,
Tíbet, kom í opinbera heimsókn
til Mongólíu í gær. Þetta er
fyrsta heimsókn hans til lands-
ins, en Mongólar hafa nánast
tekið hann í guðatölu og hafa
hann engu síður í hávegum en
trúbræður þeirra í Tíbet.
manna um samstarf á sviði stjórnun-
ar kjarnorkuvarna, einnig um eftirlit
með öryggi kjarnaodda ásamt könn-
un á aðferðum við geymslu, flutninga
og eyðingu kjarnavopna. Um fækkun
kjarnavopna á höfunum sagði Bush:
„Það sem máli skiptir er að undir
venjulegum kringumstæðum verða
engin skammdræg kjarnavopn um
borð í skipum okkar." Forsetinn
sagði að hraðað yrði framkvæmd
START-samningsins þegar hann
tæki gildi og Bandaríkjamenn myndu
þegar gera óvirkar allar langdrægar
flaugar á landi er samningurinn kvað
á um en samkvæmt honum skyldi
það gert á sjö árum. Jafnframt sagð-
ist Bush hafa fyrirskipað að hætt
yrði við að endurnýja skammdrægar
árásarflaugar um borð í langdrægu
sprengjuvélunum. Hann tók fram að
áfram yrði tryggt að NATO réði yfir
fullnægjandi kjarnorkuvopnum um
borð í flugvélum í Evrópu.
Bush sagðist hafa rætt tillögur
sínar í gær við Míkhaíl Gorbatsjov
Sovétforseta og Borís Jeltsín, forseta
Rússlands, og hefðu viðbrögð þeirra
verið jákvæð og lofað góðu. Leiðtog-
ar vestrænna ríkja fögnuðu ræðu
Bush í gær er efni hennar spurðist.
„Frumkvæði Bush er upphafið að
raunverulegum þáttaskilum í tak-
mörkun kjarnorkuvígbúnaðar," sagði
Francois Mitterrand Frakklandsfor-
seti. Haft var eftir John Major, for-
sætisráðherra Bretlands, sem Bush
hefur haft samráð við um tillögur
sínar, að þær lýstu „hugkvæmni."
Embættismenn í Hvíta húsinu
sögðu að Bush vænti þess að Sovét-
menn kæmu til móts við Bandaríkin
og eyddu SS-24 eldflaugum sínum
sem staðsettar eru á járnbrautar-
vögnum. í ákvæðum væntanlegs
START-samnings risaveldanna um
fækkun langdrægra kjarorkuvopna,
sem Bush og Gorbatsjov staðfestu
til bráðabirgða í júlí sl. og vonast
er til að undirritaður verði á næst-
unni, er gert ráð fyrir að Bandaríkin
og Sovétríkin fækki langdrægum
vopnum um rúmlega 20%. Saman-
lagt eiga ríkin um 22.000 vopn af
slíku tagi.
Ágreiningur vegna útgjalda til
hermála hefur farið vaxandi í Banda-
ríkjunum síðustu vikur. Öldungadeild
þingsins samþykkti á fímmtudags-
kvöld að hafna beiðni stjórnvalda um
225 milljón dollara (13 milljarða ÍSK)
fjárveitingu til að þróa áætlunina um
að koma 50 MX-flaugum, er borið
geta tíu kjarnaodda hver og hægt
að beina að jafnmörgum skotmörk-
um, fyrir á járnbrautarvögnum.
Þingmenn hafa einnig lengi deilt um
það hvort kaupa skuli nýjar 75 B-2
sprengjuþotur er kosta 850 milljónir
dollara (fimm milljarða ÍSK) hver
vél. Annað deiluefni hefur verið smíði
nýrrar gerðar árásarkafbáta af Sea-
wolf-gerð. Framlög til B-2 sprengju-
vélarinnar og hönnunar varnarkerfis
gegn eldflaugum, sem byggist að
nokkru á Geimvarnaáætluninni svo-
nefndu, sluppu naumlega í gegnum
þingið.
Sjá viðtal við Davíð Oddsson
forsætisráðherra á baksíðu.
Reuter
George Bush, forseti Bandaríkjanna, á fundi með ráðgjöfum símim
í gær. Hann sagði þeim að hann myndi skýra þjóðinni frá víðtækum
afvopnunartillögum í sjónvarpsávarpi sínu síðar um daginn.
Átökin í Rúmeníu:
Diescu hvattur tíl að
láta af forsetaembætti
Búkarest. Reuter, Ðaily Telegraph.
MIRON Cosma, leiðtogi rúmenskra kolanámumanna, skipaði í gær
mönnum sínum að halda aftur til miðborgar Búkarest eftir að til
átaka kom inilli öryggisvarða og mótmælenda, þ.á m. nokkur hundr-
uð námamanna, fyrir utan forsetahöllina. Þúsundir námamanna
höfðu þegar lagt af stað til heimila sinna í Jiu-dalnum í vesturhluta
landsins er Cosma sagði þeim að snúa við. „Námamennirnir fara
ekki frá Búkarest fyrr en við komust að því hvað gerðist í raun,"
sagði Cosma. Sumir leiðtogar stjórnarandstöðunnar vilja að Ion Ili-
escu forseti segir af sér eins og Petre Roman forsætisráðherra hef-
ur þegar gert.
Roman sendi frá sér yfirlýsingu
í gær og hrósaði þar hernum fyrir
að „vernda stofnanir ríkisins" fyrir
óróaseggjum. Þúsundir náma-
manna, sem komu til Búkarest fyrr
í vikunni, þröngvuðu á fimmtudag
stjórn Romans til að segja af sér.
Kröfðust þeir síðan að Iliescu for-
seti segði einnig af sér. lliescu og
Cosma áttu saman fund í gær þar
sem forsetinn lofaði að laun yrðu
hækkuð og vinnuaðstaða bætt.
Einnig sagðist hann ætla að heim-
sækja námamennina sjálfur á
mánudaginn.
Um þrjú þúsund námamenn
höfðust við í kringum forsetahöllina
á meðan fundurinn stóð en að hon-
um loknum skipaði leiðtogi þeirra
þeim að halda heim á leið. Nokkur
hundruð námamenn voru samt enn
eftir er um fimm þúsund manna
fylking verkamanna frá Búkarest,
sem safnað hafði verið saman af
verkalýðsfélögum, kom til forseta-
hallarinnar. Hentu nokkrir úr hópn-
um bensínsprengjum og steinum
yfir múrinn sem umlykur forseta-
höllina. Sveitir öryggislögreglu og
hermanna réðust til atlögu við mót-
mælendurna með táragasi og kylf-
um og hröktu mannfjöldann á burt.
Verkalýðsfélög í borginni Timiso-
ara, þar sem desemberbyltingin
hófst 1989, efndu til útifunda þar
sem lýst var stuðningi við náma-
menn.
Doina Cornea, einn þekktasti
andófsmaður Rúmeníu á valdatíma
Nicolae Ceausescus einræðisherra,
hvatti í gær til allsherjarverkfalls
til að steypa stjórn Endurreisnar-
ráðsins er tók völdin þegar Ceau-
sescu var hrakinn frá völdum og
tekinn af lífi ásamt eiginkonu sinni.
Cornea, sem sætti ofsóknum Ceauc-
escu, lét ummæli þessa efnis falla
í sjónvarpsviðtali. Hún sagði að
upplausnarástandið í landinu væri
fyrst og fremst Iliescu að kenna.
Framkvæmdastjórn Endurreisnar-
ráðsins hefur hvatt til að haldnar
verði kosningar undir eins til að
hægt verði að ná tökum á ástand-
inu. Hafa nokkrir stjórnarandstöðu-
hópar tekið undir þessi sjónarmið.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48