Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						48 SIÐUR B
tfttmiHafrife
STOFNAÐ 1913
223.tbl.79.árg.
MIÐVIKUDAGUR 2. OKTOBER 1991
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Haítí:
Forsetinn flýr eftír
blóðugt valdarán
Port-au-Prince. Reuter.
ÞRÍR herforingjar sendu Jean-Bertrand Aristide, forseta Haítí, í út-
legð í gær eftir blóðugt valdarán á mánudag. Mikil spenna var í höfuð-
borginni, Port-au-Prince, og hermenn hollir forsetanum veittu enn
mótspyrnu. Sjónarvottar skýrðu frá því að hermenn hefðu skotið á
óbreytta borgara á götunum'.
Hörð átök í Króatíu
Níu daga vopnahlé rann út í sandinn í Króatíu í gær
er harðir bardagar brutust þar út og júgóslavneski
herinn hótaði að tortíma mikilvægum skotmörkum í
lýðveldinu. Stærri myndin er af skriðdrekasveit, sem
bjó sig undir árás á króatíska bæinn Vukovar en sú
innfellda af serbneskum börnum, sem herinn flutti frá
átakasvæði við landamæri Króatíu og Svartfjallalands.
Sjá „Sambandsherinn hótar ..." á bls. 18.
Aristide fór tii Venezúela eftir að
vestrænir stjórnarerindrekar" höfðu
samið við herforingjana um að for-
setinn yrði leystur úr haldi her-
manna. Forsetinn kvaðst staðráðinn
í að snúa aftur til heimalands síns
og koma á lýðræði að nýju. Hann
sakaði jafnframt hermenn valdaræn-
ingjanna um að hafa „drepið fólk
eins og flugur".
„Hermenn ganga eftir götunum
og skjóta af handahófi á vegfarend-
ur," sagði bandarískur ferðamaður í
Port-au-Prince. Hann kvaðst hafa
komið á sjúkrahús í borginni síðdeg-
is á mánudag og þá hefði mannfallið
verið komið í 130 manns. Læknir
sagði ógjörning að áætla fjölda lát-
inna og særðra. Hermenn skutu á
hundruð stuðningsmanna Aristide,
sem komu saman á götunum til að
mótmælá valdaráninu.
Fátt var vitað um áform herfor-
ingjanna  þriggja  í  gær.   Leiðtogi
Sovétmenn hyggjast minnka
heraflann um tæpan helming
þeirra er Raoul Cedras hershöfðingi,
sem Aristide hafði skipað sem æðsta
yfirmann hersins.
Stjórnvöld í Bandaríkjunum og
Frakklandi lýstu því yfir í gær að
þau myndu hætta efnahagsaðstoð
við Haítí og stjórnarerindrekar sögðu
líklegt að önnur ríki myndu fara að
dæmi þeirra.
Jean-Bertrand Aristide var kjörinn
forseti í fyrstu lýðræðislegu kosning-
unum í landinu fyrir átta mánuðum.
Moskvu. Reuter.
PAVEL Gratsjev, aðstoðarvarn-
armálaráðherra Sovétríkjanna
kynnti í gær áform um að
minnka herafla Sovétmanna um
tæpan helming fyrir árið 1995.
í ráði er að fækka hermönnun-
um niður í tvær til tvær og
hálfa milljón, að því er óháða
fréttastofan Interfax hafði eftir
honum í gær.
Fréttastofan sagði að Pavel
Gratsjev, hefði skýrt frá þessu á
fundi á rússneska þinginu. Hann
hefði ennfremur sagt að gert væri
ráð fyrir því að um næstu áramót
yrði herinn að hluta til byggður á
sjálfboðaliðum og að þeir yrðu
45-50% heraflans árið 1995. Sama
ár yrði herskyldan eitt ár í stað
tveggja.
Gratsjev sagði að það ætti að
vera forgangsverkefni að tryggja
að öllum kjarnorkuherafla Sovét-
manna yrði stjórnað frá Moskvu.
Hann gagnrýndi ennfremur áform
nokkurra Sovétlýðvelda um að
stofna eigin hersveitir.
Míkhaíl Gorbatsjov Sovétforseti
hefur skipað ráðgjafarnefnd til að
undirbúa svar við afvopnunarfrum-
kvæðinu sem George Bush Banda-
ríkjaforseti kynnti á föstudag. Tals-
maður Gorbatsjovs, Andrej
Gratsjev, sagði í gær að svar Sovét-
manna yrði jafn „afdráttarlaust og
viðamikið" og frumkvæði Bush.
Nefndin myndi starfa í náinni sam-
vinnu við bandaríska embættis-
menn. Gert er ráð fyrir að nefndin
ljúki störfum á næstu dögum.
Dagblaðið Pravda, sem kveðst
nú óháð sovéska kommúnista-
flokknum, gerði í gær lítið úr af-
vopnunarfrumkvæði Bush og fyrstu
viðbrögðum Gorbatsjovs við því.
Blaðið sagði að svar Sovétmanna
yrði að tengjast loforðum um efna-
hagsaðstoð frá Vesturlöndum. Allír
afvopnunarsamningar, sem Sovét-
menn hafa undirritað til þessa,
hefðu aðeins aukið á efnahagsvand-
ann í Sovétríkjunum.
Nýr forsæt-
isráðherra
í Rúmeníu
Búkarest. Reuter.
TILKYNNT var í gær að Theodor
Stolojan, fyrrverandi fjármála-
ráðherra Rúmeníu, myndi taka við
embætti forsætisráðherra lands-
ins af Petre Roman.
Roman fór á fund Ions Iliescus
forseta eftir viðræður við stjórnar-
andstöðuflokka og lagði til að Stoloj-
an yrði falið að mynda nýja stjórn.
Stolojan er 48 ára að aldri og sagði
af sér émbætti fjármálaráðherra í
mars til að mótmæla því að ekki
hefði verið gripið til nógu róttækra
aðgerða til að stuðla að frjálsri verð-
lagningu. Síðan hefur hann haft yfir-
umsjón með einkavæðingu ríkisfyrir-
tækja.
Fundur utanríkisráðherra Evrópubandalagsins:
Arangurslausar umræður um
samningana við EFTA-ríkin
Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
ENGINN árangur náðist á fundi utanríkisráðherra Evrópubanda-
lagsins (EB) um samningana við aðildarriki Fríverslunarbanda-
lags Evrópu (EFTA) í Brussel í gær. Fyrirhugað var að á fundin-
um undirbyggju ráðherrarnir samhliða ráðherrafundi bandalag-
anna beggja vegna samninganna um Evrópska efnahagssvæðið
(EES) sem halda á í Lúxemborg 21. október. Ráðherrarnir sam-
þykktu að fresturinn til að ljúka samningunum skyldi útrunninn
að afloknum þeim fundi. Tillögur framkvæmdastjórnar EB til
lausnar á deilunum um aðgang sjávarafurða frá EFTA-ríkjunum
að mörkuðum EB hlutu dræmar undirtektir. Framkvæmdastjórn-
inni var í lok fundarins falið að undirbúa lausnir vegna þeirra
atriða sem enn eru óútkljáð.
Fyrir fundinum lá tillaga frá
framkvæmdastjórninni um að
gengið yrði frá samningum við
Islendinga og Norðmenn um sjáv-
arafurðir með þyí móti að semja
sérstaklega yið íslendinga vegna
yfirgnæfandi hagsmuna þeirra í
sjávarútvegi. Virðist fram-
kvæmdastjórnin hafa mælt rneð
því að gengið yrði að tilboði ís-
lendinga um gagnkvæm skipti á
veiðiheimildum gegn takmörkuðu
tollfrelsi sjávarafurða.
Heimildarmenn   Morgunblaðs-
ins í Brussel kveða ráðherrana í
erindum sínum hafa ítrekað fyrri
fyrirvara og kröfur í þessu efni
og mun þeim því hafa þótt lítið
til hugmynda framkvæmdastjórn-
arinnar koma.
Viðmælendur hér í Brussel
segja að öll umræða á fundi ráð-
herranna hljóti að vekja efasemd-
ir um getu og vilja aðildarríkjanna
til að ganga frá svo umfangsmikl-
um samningi sem samningurinn
við EFTA er. Vísað er til þess að
líkurnar á því að EB takist að
semja um alhliða samskipti við
Eystrasaltsríkin og ríkin í Mið-
og Austur-Evrópu hljóti að vera
takmarkaðar ef samningarnir við
EFTA fara út um þúfur. Sameig-
inlegir hagsmunir EFTA og EB
séu yfirgnæfandi í samanburði við
tengsl EB við þau ríki.
Heimildarmenn telja litla
ástæðu til bjartsýni um að fram-
kvæmdastjórninni takist að leggja
fram lausnir á deilunum um sjáv-
arafurðir og greiðslur EFTA-ríkj-
anna í sérstakan þróunarsjóð EB.
Fátt þykir því benda til þess að
ráðherrum EFTA og EB takist
að leysa öll útistandandi ágrein-
ingsmál á fundinum í Lúxemborg
eftir þrjár vikur. Raunar fullyrða
sumir heimildarmenn Morgun-
blaðsins að nokkur aðildarríkja
EB telji tilgangslaust að halda
fundinn hafi ekki náðst samkomu-
lag um sjávarútvegsmál fyrir
þann tíma.'
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40