Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						64 SIÐUR B/C/D
*fgnul>f*Mfe
STOFNAÐ 1913
237. tbl. 79. árg.
FOSTUDAGUR 18. OKTOBER 1991
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Varnarmálaráðherrar Atlantshafsbandalagsins:
Samþykkja mestu fækkun
kjarnavopna í sögu NATO
Taormina. Reuter.
VARNARMÁLARÁÐHERRAR Atlantshafsbandalagsins (NATO)
samþykktu umfangsmestu fækkun kjarnavopna í sögu bandalagsins á
fundi á Sikiley í gær. Þeim 1.400 kjarnaoddum sem bornir eru í
sprengjuflugvélum verður fækkað um helming og einnig samþykktu
ráðherrarnir formlega þá ákvörðun Bandaríkjastjórnar frá í síðasta
mánuði að eyðileggja öll skammdræg „vígvallarvopn" bandalagsins í
Evrópu. Tom King, varnarmálaráðherra Bretlands, sagði þessa ákvörð-
un samsvara því að 80% af kjarnorkuvopnabúri NATO yrði upprætt.
Verða vopnin eyðilögð á næstu tveimur til þremur árum.
er einnig að fínna í Bretlandi, ítalíu,
Belgíu, Hollandi, Grikklandi og
Tyrklandi. Fækkunin nær ekki til
kjarnavopna Frakka.
Til töluverðra deilna kom á fund-
inum, sem lýkur í dag, um tillögur
þær sem Frakkar og Þjóðverjar lögðu
fram fyrr í vikunni varðandi myndun
stórfylkis landhers undir stjórn
Vestur-Evrópusambandsins.
Gerhard Stoltenberg, varnarmála-
ráðherra Þýskalands, sagði að áfor-
Flest kjarnorkuvopn NATO í Evr-
ópu eru geymd í Þýskalandi en þau
Mið-Austurlönd:
Arafat til
Damaskus
Túnis, Jerúsalem. Reuter.
YASSIR Arafat, leiðtogi Frelsis-
samtaka Palestinu (PLO), heldur
til Damaskus innan tveggja sólar-
hringa til að ræða undirbúning
friðarráðstefnu um Mið-Austur-
lönd við sýrlensk stjórnvöld, að
sögn eins af forystumönnum PLO.
Forystumaðurinn, sem ekki vildi
láta nafns síns getið, sagði einnig
að Sýrlendingar hefðu greint James
Baker, utanríkisráðherra Bandaríkj-
anna, frá því að þeir kæmu ekki til
ráðstefnunnar nema Palestínumenn
gerðu það einnig.
Baker átti í gær viðræður við Yitz-
hak Shamir, forsætisráðherra ísrael,
og tókst ekki að fá endanlegt sam-
þykki hans fyrir ráðstefnunni. Baker
sagði þó að viðræðurnar hefðu miðað
áfram og talsmaður Shamirs sagði
að þeir myndu ganga endanlega frá
málum á fundi sínum í dag.
Sjá nánar bls. 18
munum um Evrópuher væri ekki
beint gegn Atlantshafsbandalaginu.
„Það er enginn sem efast um lykil-
hlutverk NATO .. . við viljum koma
í veg fyrir samkeppni; Það má ekki
líta á þetta stórfylki sem myndun
nýrra evrópskra sveita utan banda-
lagsins," sagði Stoltenberg við blaða-
menn.
Háttsettur breskur embættismað-
ur sagði við blaðamenn að þegar
væru til evrópskar varnir og þær
væru kallaðar NATO. „Við höfum
alvarlegar efasemdir um að hlutir
af þessu tagi séu skref í rétta átt,"
sagði breski embættismaðurinn.
Annar embættismaður, sá frá Hol-
landi, sagði fleiri ráðherra en þann
breska hafa varað við þeim hættum
sem fælust í því að byggja upp tvenn
kerfi sem hefðu sama tilgang.
Bardagar blossa upp á ný í Júgóslavíu:
Einn íbúa Ilok yfirgefur átthagana með eigur sínar á reiðhjóli.
Átta þúsund Króatar neydd-
ir til að yfirgefa þorpið Ilok
Negoslavci, Bonn, Zagreb. Reuter.
LEST fimm hundruð farartækja
lagði í gær af stað frá bænum Ilok,
við landamæri Serbíu og Króatíu,
með átta þúsund íbúa bæjarins
eftir að þeim hafði verið vísað á
brott af Serbum. Segja Króatar
að það sem fyrir Serbum vaki sé
að innlima Ilok í Serbíu. Cyrus
Vance, sérlegur fulltrúi fram-
kvæmdastjóra   Sameinuðu   þjóð-
anna í Júgóslaviu, hafði samband
við Velkjo Kadijevic, varnarmála-
ráðherra Júgóslavíu, þegar hann
frétti af þessu en fékk þau svör
að íbúarnir hefðu skrifað undir
samkomulag um að þeir vildu
flytja á brott og væru þegar lagð-
ir af stað.
Sambandsherinn   hóf  síðdegis  í
gær harðar árásir á hafnarborgina
Aðkoman eins ogá vígvelli
Reuter
Sextán manns létu lífið og 62 slösuðust þegar hrað-
lestin milli Nissa og Parísar og vöruflutningalest sem
ók gegn rauðu ljósi rákust á skammt frá höfuðborg-
inni í dögun í gær. Var áresksturinn svo harður,
að fremstu vagnarnir gengu hver inn í og yfir ann-
an og náðu upp í háspennulínur í sex metra hæð
frá jörðu. Þegar lækna og björgunarfólk bar að var
aðkoman líkast því, sem er á vígvelli, og varð að
koma upp bráðabirgðalíkhúsi og -sjúkrahúsi á
staðnum.
Dubrovnik í Króatíu að sögn Tanjug-
fréttastofunnar. Lentu sprengjur á
þorpum í kringum borgina sem og
höfn hennar. Herinn hefur setið um
Dubrovnik síðan í byrjun mánaðarins
og er hún algjörlega einangruð frá
umheiminum. Eftirlitsmenn Evrópu-
bandalagsins (EB) hafa undanfarna
daga reynt að fá Serba til að létta
takinu á borginni en að sögn embætt-
ismanna hjá EB, sem Tanjug vitnaði
í, miðaði lítið í þeim viðræðum í gær.
Króatíska útvarpið skýrði í gær
frá því að serbneskar hersveitir,
þ. á m. skriðdrekasveit, hefðu farið
yfir Dóná og gert árás á borgina
Vukovar. Var barist í úthverfum
borgarinnar, sem sambandsherinn
hefur setið um í sjö vikur, og einnig
héldu Serbar uppi stöðugum stór-
skotaliðsárásum á borgina. Fregnir
bárust sömuleiðis, af bardögum í
grennd við Vukovar og víðsvegar um
Króatíu. Sagði útvarpið að hugs-
anlega væri um að ræða hörðustu
bardagana í Vukovar síðan átök hóf-
ust.
Hans van den Broek, utanríkisráð-
herra Hollands, segir að ef ekkert
miðar í friðarviðræðunum um Júgó-
slavíu næ'stu tvo mánuði komi til
greina að Evrópubandalagið viður-
kenni sjálfstæði Króatíu og Slóveníu.
Lét van den Broek þessi ummæli
falla í viðtali við þýska dagblaðið
Die Welt. Hollendingar fara nú með
forystuna innan EB en bandalagið
hefur sagt að deiluaðilar verði að
komast að samkomulagi innan
tveggja mánaða. „Þá verður að vera
búið að finna pólitíska lausn á málinu
og sambandsherinn verður að hafa
dregið sig til baka frá Króatíu. Ef
ekki þá er kominn tími til að banda-
lagið taki ákvörðun um viðurkenn-
ingu á sjálfstæði Króatíu og Slóven-
íu," sagði van den Broek við Die
Welt.
EB féllst í gær á þá kröfu Serba
að forsætisráð Júgóslavíu verði boðið
að taka þátt í ráðstefnunni um mál-
efni Júgóslavíu í Haag í dag. Höfðu
Serbar lýst því yfir að engar þær
ákvarðanir sem teknar yrðu á ráð-
stefnunni hefðu neitt gildi þar sem
forsætisráðinu hafði ekki verið
boðið.
? ? ?
Hong Kong:
Sjálfsmorð
frekar en
heimferð
fíauoi, Hong Kong. Reuter.
STJÓRNVOLD í Víetnam hafa
frestað um óáJcveðinn tíma að
undirrita samning við Breta um
flutning á vietnömskum flótta-
mönnum í Hong Kong til heima-
landsins. Talsmenn flóttafólksins
sögðu að þorri þess myndi fremja
sjálfsmorð ef reynt yrði að flytja
það nauðugt til Víetnams á meðan
kommúnistar væru þar við völd.
Talsmenn flóttafólksins sögðu að
þeir, sem fengju ekki landvistarleyfi
á Vesturlöndum, myndu kjósa frem-
ur að deyja en að snúa aftur til Víet-
nams. „Við kveikjum í okkur eða
stingum okkur með hnífum. Allt fólk-
ið í búðunum mínum mun grípa til
þessa ráðs. Já, meira að segja börn-
in," sagði einn þeirra. Annar sagði
að flóttafólk hefði búið til hnífa úr
járni, sem tekið hefði verið úr rúmum
og fleiru, en þeim yrði ekki beitt
gegn varðmönnum í búðunum, held-
ur til að fremja sjálfsmorð.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40