Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						m
64 SIÐUR B/LESBOK
WtoK&etikfaaw
238. tbl. 79. árg.
STOFNAÐ 1913
LAUGARDAGUR 19. OKTOBER 1991
George Bush Bandaríkjaforseti setur friðarráðstefnu fyrir Miðausturlönd í Madríd 30. okt.:
Ráðstefnan grunnur nýrrar
framtíðar Israela og araba
- segir James Baker utanríkisráð-
herra - Arabaríkin hafa þegið boð
um að koma til ráðstefnunnar pg Yitz-
hak Shamir f orsætisráðherra ísraels
leggur til að Israelar taki þátt
Jerúsalera, Washington, Moskvu. Reuter.
GEORGE Bush Bandaríkjaforseti mun setja friðarráðstefnu fyrir Mið-
austurlönd í Madríd miðvikudaginn 30. október nk. og verður Míkhail
Gorbatsjov Sovétforseti viðstaddur en risaveldin buðu ísraelum og
arabískum grönnum þeirra til ráðstefnunnar eftir viðræður James
Bakers, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, með ísraelskum ráðamönn-
um í Jerúsalem í gær. Arabaríkin hafa þegið boð um að koma til ráð-
stefnunnar og Yitzhak Shamir forsætisráðherra ísraels sagðist myndu
leggja til við ríkisstjórn sína, sem boðuð hefur verið til fundar á morg-
un, sunnudag, að ísraelar taki þátt.
Baker og Borís Pankín, sovéskur
starfsbróðir hans, skýrðu frá því á
sameiginlegum blaðamannafundi í
Jerúsalem í gær að boðað hefði verið
til ráðstefnunnar í Madríd, höfuðborg
Spánar. Baker sagði að þar gæfist
sögulegt tækifæritil að binda enda
á 43 ára deilur ísraela og araba.
Með ráðstefnuboðinu lýkur átta mán-
aða þrotlausum tilraunum hans til
að koma deiluaðilum að samninga-
borði og jafn mörgum friðarferðum
til Miðausturlanda. Tókst Baker að
notfæra sér þær pólitísku breytingar
sem urðu í þessum heimshluta með
ósigri íraka í Persaflóastríðinu og
þverrandi áhrifum Sovétmanna í ara-
baríkjunum. „Ráðstefnan opnar þjóð-
um þessa heimshluta leið út úr tíma-
bili deilna og átaka, hún getur orðið
grundvöllur nýrrar framtíðar," sagði
Baker.
Rétt áður en skýrt var frá því að
samkomulag hefði tekist um dag-
setningu ráðstefnunnar endurnýjuðu
Sovétmenn og ísraelar stjórnmála-
samband, en það var eitt af skilyrð-
um ísraela fyrir aðild Sovétmanna
að ráðstefnunni. Arabaríki sem sam-
þykkt hafa þátttðku eru Sýrland,
Líbanon, Jórdanía og Egyptaland en
auk þess taka 14 fulltrúar Palestínu-
manna þátt og verða þeir hluti af
sendinefnd Jórdaníu. Formlega eiga
þessj ríki öll nema Egyptáland í stríði
við ísrael.
Þátttaka Palestínumanna yar ein
helsta hindrunin og höfðu ísraelar
krafist þess að fá að samþykkja eða
hafna fulltrúum þeirra til þess að
geta útilokað fulltrú Frelsissamtaka
Palestínu (PLO) sem eru í þeirra
augum hryðuverkasamtök. Palest-
inumenn vildu hins vegar velja sína
fulltrúa sjálfir og fékk Baker lista
með nöfnum þeirra rétt fyrir fund
þeirra Shamirs í gærmorgun en hann
sýndi ekki ísraelska forsætisráðherr-
anum listann. Eftir fundinn sagði
Shamir að Baker hefði tjáð sér að
fulltrúarnir uppfylltu almennt skil-
yrði ísraela.
Yasser Arafat, leiðtogi PLO, knúði
miðstjórn samtakanna í gær til að
samþykkja þátttöku í ráðstefnunni í
andstöðu við ýmsa harðlínumenn;
Er afstaða Arafats meðal annars
skýrð með því, að Bandaríkjamenn.
og Sovétmenn hafi lagt mjög hart
að honum í þessu máli og einnig, að
hann telji sig og PLO þurfa að bæta
nokkuð fyrir stuðninginn við Saddam
Hussein íraksforseta í Persaflóa-
stríðinu. „Örlög Palestínumanna og
fósturjarðarinnar eru mikilvægari en
þessi félagsskapur," sagði Arafat
margsinnis og svo fór, að miðstjórn-
in samþykkti að taka þátt í ráðstefn-
unni með 60 atkvæðum gegn 15 en
þrír sátu hjá.
Fjórum dögum eftir að ráðstefnan
hefst er gert ráð fyrir að fulltrúar
ísraela og araba setjist niður og
ræðist við augliti til auglits um lausn
deilumála þeirra.
Sjá nánar fréttir á bls. 20.
Reuter
Reuter
Átta Sovétlýðveldi undir-
rita samstarfssáttmála
Fulltrúar átta af 15 lýðveldum sem til skamms tíma voru í sovéska
ríkjasambandinu undirrituðu í gær sáttmála um víðtækt samstarf
lýðveldanna í efnahagsmálum. Gert er m.a. ráð fyrir sameiginlegri
mynt og seðlabanka. Míkhaíl S. Gorbatsjov Sovétforseti varð fyrir
miklum vonbrigðum í fyrradag er Úkraína, annað fjölmennasta
Sovétlýðveldið, ákvað að undirrita ekki sáttmálann en auk þess
hættu Azerbajdzhan, Georgia og Moldova við þátttöku. Eystrasalts-
löndin þrjú höfðu þegar ákveðið að vera utan við samstarfið. Sovét-
forsetinn bar sig vel í gær og sagði að ísinn væri brotinn en Borís
Jeltsín Rússlandsforseti benti á að enn væri eftir að leysa mörg
ágreiningsmál. Gorbatsjov brosir hér kampakátur að lokinni staðfest-
ingu sáttmálans.
Leiðtogar júgóslavnesku lýðveld-
anna sex og fulltrúar forsætisráðs
Júgóslavíu ræddu tillöguna á friðar-
ráðstefmi EB í Haag í Hollandi í
gær. Lýstu þeir allir stuðningi við
hana nema Slobodan Milosevic, for-
seti Serbíu, sem sagði hana í raun
tákna endalok Júgóslavíu. Hann
sagði Serba ekki myndu stöðva
framgang málsins með öllu þar sem
margt jákvætt væri í áætluninni.
í tillögu EB er hvatt til stofnunar
frjáls sambands fullvalda og sjálf-
stæðra lýðvelda, óbreyttra innri
landamæra nema um annað semd-
ist, og hún gerir ráð fyrir að hægt
verði að stofna sjálfstjórnarsvæði
einstakra þjóðarbrota, en með því
móti er komið til móts við 600.000
Serba sem eru í meirihluta í einstök-
um héruðum Króatíu.
Carrington sagði að þrátt fyrir
andstöðu Serba væri málið ekki í
sjálfheldu og hugsanlegt að leysa
hnútinn fyrir tilstilli gerðardóms
Prentsmiðja Morgunblaðsíns  ;
James Baker, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, (t.h.)
skýrir blaðamönnum frá niður-
stöðum fundar með Yitzhak
Shamir, forsætisráðherra ísra-
els, í Jerúsalem í gær. Er átta
mánaða tilraunum Bakers og
jafnmörgum friðarferðum til
Miðausturlanda lokið með þeim
árangri að boðað hefur verið
til friðarráðstefnu Israela og
araba í Madríd 30. október.
Júgóslavneskir leiðtogar ræða nýja
áætlun um framtíð ríkjasambandsins;
Tillaga EB táknar
endalok Júgóslavíu
Haag, Zagreb. Reuter.
CARRINGTON lávarður, stjórnandi friðarráðstefnu Evrópubanda-
lagsins (EB) fyrir Júgóslavíu, sagði í gær að EB myndi halda til streitu
tillðgu að nýrri framtíðarskipan Iandsins sem laustengds lýðveldasam-
bands þrátt fyrir fyrirvara Serba. Stefnt væri að því að vinnuhópar
byrjuðu að skrifa sáttmála upp úr tillögunni næstkomandi miðviku-
dag og forsetar lýðveldanna kæmu síðan saman nk. föstudag tíl þess
að ganga frá sáttmálanum.
ráðstefnunnar sem aðilar hefðu
samþykkt að geti úrskurðað um
ágreiningsefni.
í gærmorgun var birt sameiginleg
áskorun      Evrópubandalagsins,
Bandaríkjanna og Sovétríkjanna til
deiluaðila í Júgóslavíu þar sem þeir
voru hvattir til þess að efna eigin
fyrirheit og stuðla að friði í landinu.
í upphafi friðarráðstefnunnar í
Haag í gær undirrituðu fulltrúar
forsætisráðs Júgóslavíu, Slobodan
Milosevic, forseti Serbíu, og Franjo
Tudjman, forseti Króatíu, nýtt sam-
komulag þar sem sveitum júgóslav-
neska sambandshersins og vopnuð-
um þjóðvarðliðssveitum Króatíu var
fyrirskipað að leggja niður vopn kl.
12 á hádegi að íslenskum tíma í gær.
I gærkvöldi sakaði króatíska sjón-
varpið hins vegar sambandsherinn
um brot á vopnahléssamkomulag-
inu, hinu tíunda sem undirritað er
frá því bardagar brutust út í landinu
í júní.                   _____
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44