Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						104 SIÐUR B/C
traunliIftMfe
STOFNAÐ 1913
239. tbl. 79. árg.
SUNNUDAGUR 20. OKTOBER 1991
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Hermikráka
bauð mönnum
ráðherrastóla
Portúgalska dagblaðið Tal e Qunl,
sem ekki er þekkt fyrir ábyrga frétta-
mennsku, gerði mörgum háttsettum
stjórnmálamönnum og fréttaskýrend-
um grikk á dögunum. Fékk blaðið
hermikrákuna Joao Canto e Castro
til að hringja í fimmtán einstaklinga
og líkja eftir forsætisráðherranum
Anibal Cavaco Silva. Bauð „forsætis-
ráðherrann" mönnunum sæti í ríkis-
stjórn sinni en búist er við að tilkynnt
verði um hana á næstunni. Allir nema
einn féllu fyrir boðinu og voru marg-
ir áfjáðari í ráðherrastólinn en góðu
hófu gegnir. Einungis Henrique
Granadeiro, aðstoðarmaður Eanes
fyrrum forseta, sá í gegnum gabbið.
„Þér náið rödd forsætisráðherrans
ótrúlega vel. En þér hafið samt ekki
erindi sem erfiði," var svar hans við
boðinu. Var sumum símtalanna út-
varpað af útvarpsstöð í Lissabon.
Osonþynningin
drepur plöntur
Danskir vísindamenn segjast hafa
sannanir fyrir því, í fyrsta sinn, að
þynning ósonlagsins sé f arin að valda
dauða lífvera á jörðinni. Er um að
ræða fléttur eða svokallaðan hrein-
dýramosa en hann er deyjandi og
dauður á stóru svæði fyrir norðan
Thule á Grænlandi. Vísindamennirnir
segja, að fyrst sýkist flétturnar og
verði svartar og visni síðan og deyi.
Hafa þeir sýnt fram á með tilraunum,
að um er að kenna of miklu af útfjólu-
bláum geislum, sem aðeins er hægt
að rekja til þynningar ósonlagsins.
ÖU kjarnavopn
frá S-Kóreu?
Bandarísk stjórnvöld ætla að fjar-
lægja öll kjarnavopn sín frá Suður-
Kóreu, að sögn dagblaðsins Washing-
ton Post George Bush forseti skýrði
frá því í lok september að skamm-
dræg kjarnavopn sem skotið er frá
jörðu yrðu flutt frá landinu. TaUð er
að ákvörðun Bandaríkjamanna verði
til þess að auka enn þrýstinginn á
Norður-Kóreu um að hætta við að
smíða kjarnorkusprengju. Kommún-
istastjórn Kim II Sungs neitar því að
hún sé að gera slíkar tilraunir en
hafnar því jafnframt að fulltrúar Al-
þjóðakjarnorkustofnunarinnar fái að
skoða tilraunastöðvar landsins.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
GRÆNALON UNDIR SKEIÐARARJOKLI
Séð yfir Grænalón undir Skeiðarárjökli. Fjær sést Öræfajökull
og þar gnæfir Hvannadalshnúkur, hæsta fjall landsins. Súlu-
hlaup koma úr Grænalóni og þá lækkar yfirborð vatnsins um
marga metra. Lítið er í lóninu vegna nýlegs Súluhlaups.
Þrettán milljarða ríkisstyrkur eftir svörtustu víku norskrar bankasogu:
Sparifé rifíð út í snatri af ótta
við gjaldþrot Kreditkassen
Osló. Frá Jan Gunnar Furuly, fréttaritara Morgunblaðsins.
NORSKA bankakerfið á nú í sínum mestu
þrengingum frá því í kreppunni miklu á
fjórða áratugnum og hefur ríkissrjórnin
ákveðið að grípa inn og veita 13 milljörð-
uin norskra króna (nær 120 niilljörðiiin
ÍSK) í neyðaraðstoð til þeirra banka sem
verst standa. Einna verst er ástandið hjá
næst stærsta viðskiptabanka Noregs,
Kreditkassen. Hefur sá banki tapað 42.270
norskum krónum á mínútu síðustu þrjá
mánuði og er hallinn á rekstri nú hvorki
meira né minna en 5,3 miUjarðar.
Sigbjorn Johnsen fjármálaráðherra hefur
verið hrósað ákaft fyrir neyðaraðstoðina við
bankana sem hann kynnti Stórþinginu á dög-
unum. Þingmenn sátu þungir á brún meðan
ráðherrann flutti ræðu sína en á þmgpöllum
sátu bankastjórar og fylgdust skömmustuleg-
ir með er áframhaldandi rekstur fyrirtækja
þeirra var tryggður með ríkisfé.
Undanfarin ár hafa verið ein stanslaus
martröð fyrir norska banka og ríkið hefur æ
ofan í æ þurft að ákveða aðstoð þeim til
handa svo milljörðum norskra króna skiptir.
Kreppan undanfarna viku á sér hins vegar
ekkert fordæmi. Vítisvika bankanna hófst á
mánudag þegar kauphöllin í Ósló ákvað að
stöðva viðskipti með hlutabréf í Kreditkassen.
Hafði stjórn fyrirtækisins þá tilkynnt að
allt hlutafé í einkaeign í bankanum, 500 millj-
ónir norskra króna að nafnvirði, væri tapað.
Einna sárast var tap hinnar 82 ára gömlu
Else Marie Holm en hún og eiginmaður henn-
ar höfðu alla sína ævi sparað dyggilega.
Höfðu þau fest ævisparnað sinn, 214 þúsund
norskar krónur (nær tvær milljónir ÍSK) í
hlutabréfum í Kreditkassen.
Frá þriðjudegi til föstudags gerðu við-
skiptavinir áhlaup á útibú Kreditkassens og
tóku út sparifé sitt til að geta geymt það á
„öruggari" stað. Á þremur dögum var tekinn
út 1,1 milljarður norskra króna og fólk lýsti
því unnvörpum yfir að það vildi ekkert frekar
hafa saman við „Konkurs-kassa" að sælda
eins og bankinn er nú nefndur manna á m'eðal.
Margir stjórnmálamenn hafa farið fram á
að gerð verði opinber rannsókn á fjárreiðum
Kreditkassen og fjármálaráðherrann lét þess
skýrt gelið í Stórþingsræðu sinni að nú væri
það forgangsverkefni að kanna til hlítar hvort
lög hefðu einhvers staðar verið brotin. Fleiri
bankar eru einnig í miklum kröggum og er
talið að Den Norske Bank og Fokus Bank
þurfi aðstoð svo milljörðum nemi.
SKOTio
ÚT Í LOFTIÐ
m i"
VIIHIRDffll Öli
ADÞOLA
mmmi
16
EÐ
18
SIGURBR0S
ÁVÖR
c
SIÐASTA
FREISTINGIN?
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
22-23
22-23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44