Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						56 SIÐUR B
!ltagiuili!*frUk
240.tbl.79.árg.
STOFNAÐ 1913
ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTOBER 1991
Prentsmiðja Morgunblaðsins
SAMIÐ UM EES
Samningurinn felur í sér tollfrelsi
fyrir um 95% af íslenskum útflutningi
sjávarafurða til EB - Fyrirvariís-
lendinga um fjárfestingar í sjávarút-
vegi samþykktur - íslendingar fá
30.000 tonn af loðnu fyrir 3.000
tonn af karfaígildum
Lúxemborg. Frá Kristófcr M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
SAMKOMULAG um myndun Evrópska efnahagssvæðisins (EES)
tókst í Lúxemborg laust fyrir klukkan tvö að íslenskum tíma í nótt.
Sú afstaða Spánverja að ekki væri unnt að fallast á varanlega fyrir-
vara íslendinga hvað varðar fjárfestingar erlendra aðila í sjávarút-
vegi hérlendis stóð fram eftir nóttu í vegi fyrir samkomulagi um
efnahagssvæðið, sem taka mun til um 350 miUjóna manna. Jón Bald-
vin Hannibalsson utanríkisráðherra sagði klukkan tvö í nótt er niður-
staðan lá fyrir: „Þetta hafðist. Við höfum náð samningsmarkmiðum
okkar. Þessi samningur er sögulegur, hann er veigamikill þáttur í
samrunaferlinu í Evrópu." I máli utanríkisráðherra kom fram að
samningurinn hefði í för með sér að um 95% af íslenskum útflutn-
ingi sjávarafurða til Evrópubandalagsins yrðu tollfrjáls. Þorsteinn
Pálsson sjávarútvegsráðherra sagði eftir fundinn: „Þetta er Ótvír-
ætt mjög góður samningur fyrir Island." Sagði hann að íslendingar
létu Evrópuþandalaginu í té veiðiheimildir sem samsvöruðu 3.000
I onnuni af karfa en í staðinn fengju Islendingar heimildir til veiða
á 30.000 tonnum af loðnu.
„Þetta hafðist. Okkur tókst að
bægja frá fjárfestingum í sjávarút-
vegi. Það er meiriháttar samnings-
árangur. Við höfum náð samnings-
markmiðum okkar, markaðsað-
gangurinn er um 95% án þess að
við höfum fallist á heimildir til fjár-
festinga í sjávarútvegi og án þess
að samþykkja miklar veiðiheimilir.
Við munum kynna þennan samning
rækilega á næstunni og þann gríð-
arlega ávinning sem náðst hefur,"
sagði Jón Baldvin Hannibalsson.
Aðspurður sagði utanríkisráð-
herra að sér væri á þessari stundu
efst í huga þakklæti. til samstarfs-
manna sinna. „Ég tel sérstaklega
að Hannes Hafstein sem aðalsamn-
ingamaður hafi allan tímann verið
réttur maður á réttum stað. Við
þurfum líka að hafa í huga að sam-
starfsþjóðir okkar í EFTA hafa
einnig lagt mikið af mörkum, sér-
staklega Norðmenn, sem tóku á sig
fórnir."
Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs-
ráðherra sagði eftir fundinn: „Þetta
er ótvírætt mjög góður samningur
fyrir ísland. Fyrir sjávarútveginn
tókst að ná eins miklu fram og frek-
ast var að vænta. Á samningstíma-
bilinu næst 96% tollfrelsi án þess
að í staðinn hafi verið látnar veiði-
heimildir eða opnað fyrir fjárfest-
ingar. Ég tel samninginn gefa ný
þróunartækifæri í íslenskum sjávar-
útvegi, sérstaklega með tollfrelsi á
fersk flök, saltfisk, söltuð flök og
söltuð síldarflök."
Samhliða fundir ráðherra aðild-
arríkja Evrópubandalagsins og
EFTA hófust síðdegis í gær í Evróp-
umiðstöðinni í Lúxemborg. Af Is-
lands hálfu tóku þeir Jón Baldvin
Hannibalsson utanríkisráðherra,
Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráð-
herra, Hannes Hafstein sendiherra
í Brussel, Kjartan^ Jóhannsson,
sendiherra í Genf, Árni Kolbeins-
son, ráðuneytisstjóri í sjávarútvegs-
ráðuneytinu og Gunnar Snorri
Gunnarsson, skrifstofustjóri við-
skiptaskrifstofu utanríkisráðuneyt-
isins, þátt í viðræðunum.
Fyrir lá að ekki yrði unnt að
hefja samhliða fundina ef ekki tæk-
ist að leysa ágreining milli Sviss
og Austurríkis annars vegar og
Evrópubandalagsins hins vegar um
þungaflutninga um Alpana. Sam-
komulag náðist í gærkvöldi um
þetta atriði. Samkvæmt því verður
dregið úr mengun frá flutningabif-
reiðum Evrópubandalagsríkjanna
sem fara um Alpana ,um 60% á
næstu tólf árum. í staðinn verða
flutningar með járnbrautalestum
auknir. Svisslendingar heimila ferð-
ir flutningabifreiða sem vega meira
en 28 tonn að því gefnu að bílarnir
séu ekki eldri en tveggja ára og
að allar flutningalestir séu fullar.
Samgönguráðherrar EB féllust á
slíkan samning við Sviss og Austur-
ríki með auknum meirihluta. Ein-
ungis Grikkir lögðust gegn sam-
komulaginu og hótuðu á tímabili
að beita neitunarvaldi gegn EES-
samningnum í heild þótt samkomu-
lagið um flutningana væri óháð
honum. Seint í gærkvöldi féllu
Grikkir frá þessu eftir að Austurrík-
ismenn samþykktu að fjölga leyfí-
legum ferðum flutningabifreiða um
land sitt.
Sjá einnig fréttir á bls. 2 og 23.
Morgunblaðið/Guðlaugur Tryggvi Karlsson
Fulltrúar Islands á Lúxemborgarfundinum í gær, (f.v.) Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra,
Hannes Hafstein sendiherra í Brussel og aðalsamningamaður íslands og Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs-
ráðherra. Auk þeirra tóku þátt í fundunum Kjartan Jóhannsson sendiherra í Genf, Árni Kolbeinsson
ráðuneytisstjóri í sjávarútvegsráðuneytinu og Gunnar Snorri Gunnarsson skrifstofustjóri viðskiptaskrif-
stofu utanríkisráðuneytisins.
Nýtt Æðsta ráð Sovétríkjanna kemur saman;
Gorbatsjov andvígur sjálf-
stæðum herjum lýðvelda
Einungis sjö lýðveldi taka þátt í fyrsta þingfundinum
Moskvu. Reuter.
MIKHAIL Gorbatsjov, forseti Sovétríkjanna, setti í gær fyrsta fund
nýs Æðsta ráðs Sovétríkjanna. Einungis sjö Sovétlýðveldi sendu full-
trúa á fundinn. Þar varaði Gorbatsjov lýðveldin við því að stofna
eigin heri.
Ákveðið var að mynda nýtt
Æðsta ráð eftir valdaránið mislukk-
aða í ágúst síðastliðnum og starfar
það tímabundið uns nýr sambands-
sáttmáli Sovétríkjanna hefur verið
samþykktur. Ráðinu er skipt í tvær
deildii-j lýðveldisráðið og sambands-
ráðið. I lýðveldisráðinu eiga lýðveld-
in fulltrúa í samræmi við íbúatölu,
minnst tuttugu. Hvert lýðveldi hef-
ur þó einungis eitt atkvæði. í sam-
bandsráðinu er sætum einnig skipt
í hlutfalli við íbúatölu lýðvelda en
það hefur lítil formleg völd.
Fjarverandi í gær voru fulltrúar
Úkraínu, Moldovu, Armeníu, Az-
erbajdzhans og Georgíu.
Gorbatsjov flutti hálftíma ávarp
við setningu þingsins. „Reynt hefur
verið að þjóðnýta eða jafnvel einka-
væða herdeildir sovéska hersins,"
sagði Gorbatsjov. „Þetta er ekkert
Sátt um 3% launalækkun
í Finnlandi á næsta ári
^ Helsinki. Frá Lars Lundsten, fréttaritara Morgunblaðsins.
ÖLL helstu launþegasamtök Finnlands, samtök vinnuveitenda og
ríkisstjórn náðu í gær samkomulagi um lækkun launa og allsherjar
kjaraskerðingu til þess að treysta stöðu útflutningsgreinanna. í samn-
ingnum er kveðið á um 3% lækkun launa á næsta ári en einnig er
hlutur launatengdra gjalda færður frá vinnuveitendum yfir á laun-
þega, en samtals á þetta að lækka launakostnað fyrirtækja um 7%.
Auk þessa hafa launþegasamtök-
in fallið frá launahækkunum sem
þau áttu að fá' á næsta ári sam-
kvæmt kjarasamningum sem gerðir
voru í fyrra og giltu til. októberloka
á næsta ári.
Meðal þeirra samtaka sem sam-
þykkt hafa að taka á sig kjaraskerð-
ingu eru samtök opinberra st'arfs-
manna, samtök háskólamenntaðra
launþega og verslunarmenn. Stjórn
alþýðusambandsins, en innan vé-
banda þess eru faglærðir og ófag-
lærðir iðnverkamenn og flutninga-
verkamenn, sat á fundi í gærkvöldi
en hafði ekki tekið afstöðu til kjara-
skerðingarinnar þegar síðast frétt-
ist.
grín. Slíkt tal er hættulegt." Svo
bætti hann við: „Ég bið þá sem
þessi orð eiga við um að draga við-
eigandi ályktanir af þeim ella verð-
ur gripið til stjórnskipulegra að-
gerða." Síðar sagði Gorbatsjov við
fréttamenn að hann sem forseti
bæri ábyrgð á varnarmálum og
myndi nema úr gildi ákvarðanir af
þessu tagi því þær væru ólöglegar.
Stjórnvöld í Azerbajdzhan hafa þeg-
ar þjóðnýtt* allar eignir sovéska
hersins í lýðveldinu. Verið er að
undirbúa stofnun hers í Úkraínu
og Rússar hafa boðað myndun þjóð-
varðliðs. í Georgíu hefur forsetinn,
Zviad Gamsakhurdia, haft þjóð-
varðlið til umráða um nokkurt
skeið.
Sagnfræðingurinn Júrí Afan-
asjev, sem er umbótasinnaður þing-
maður, hafði þetta að segja um
ræðu Gorbatsjovs: „Hann er ekki í
takt við tímann frekar en venju-
lega. Erindi Gorbatsjovs var veiklu-
legt, það miðaði við að atburðarásin
yrði friðsamleg, líkt og við værum
í Skandinavíu. Það endurspeglaði
ekki hætturnar sem leynast við
núverandi aðstæður."
Vítold Fokín, forsætisráðherra
Úkraínu, sagði í gær að Úkraínu-
menn myndu undirrita sáttmála
Sovétlýðveldanna um samstarf í
efnahagsmálum sem undirritaður
var í Moskvu sl. föstudag.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48