Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						56 SIÐUR B
STOFNAÐ 1913
247. tbl. 79. árg.
MIÐVIKUDAGUR 30. OKTOBER 1991
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Forseti Kazakhstans:
Kjaraavopnin heyra
einnig undir okkur
London. Reuter.
NURSULTAN Nazarbajev, for-
seti Kazakhstans, sagði í gær
að stjórn sín vildi ráða yfir
kjarnorkuvopnunum í lýðveld-
inu ásamt miðstjórn Sovétríkj-
anna. Yfirvöld í Úkraínu settu
svipaðar kröfur fram í síðustu
viku.
Nazarbajev er nú  í opinberri
heimsókn í Bretlandí. „Kazakhstan
Finnski fjármála-
ráðherrann:
Ríkisstarfs-
menn allt
of margir
Helsinki. Frá Lars Lundsten, fréttaritara
Morgunblaðsins.
IIRO Viinanen, fjármálaráð-
herra Finnlands, segir í viðtali
við dagblaðið Turun Sanomat
að hann vilji fækka ríkisstarfs-
mönnum um 200.000, eða um
þriðjung. Finnsk launþegasam-
tök brugðust ókvæða við þessari
yfirlýsingu.
Finnar búa við margfalt stjórn-
kerfi sem er arfur frá því þjóðin
var undir Rússakeisara. Fjármála-
ráðherrann segir að einkum þurfi
að draga úr skriffinnskunni en
ekki megi fækka starfsfólki í heil-
sugæslu og kennslu. Hann hefur
ekki lagt til að opinberum starfs-
mönnum verði sagt upp, en vill að
nýtt starfsfólk verði ekki ráðið í
stað þess sem fer á eftirlaun eða
lætur af störfum af öðrum ástæð-
um.
Viinanen hefur að undanförnu
átt í deilum við stéttarfélög ríkis-
starfsmanna vegna áforma ríkis-
stjórnarinnar um að senda opin-
bera starfsmenn í launalaust leyfi
til að draga úr ríkisútgjöldum.
ætlar sér ekki að verða kjarnorku-
veldi hvorki á heimsmælikvarða
né í okkar heimshluta," sagði hann
í ræðu hjá Konunglegu bresku al-
þjóðamálastofriuninni. En samt
ætluðu stjórnvöld í Kazakhstan
ekki að afsala sér stjórn kjarnorku-
vopnanna í hendur Rússum eða
miðstjórninni. Sagði hann að lausn
vandans fælist í því að ekki yrði
hægt að beita kjarnavopnunum í
lýðveldum Sovétríkjanna nema
bæði miðstjórnin og lýðveldis-
stjórnin ættu þar hlut að máli.
Bókstaflega yrði um tvo lykla að
ræða að stjórnbúnaðinum. Sagði
hann þetta sambærilegt við stjórn-
un bandarískra kjarnavopna í Evr-
ópu.
Jevgeníj Shaposníkov, varnar-
málaráðherra Sovétríkjanna, sagði
hins vegar í Moskvu í gær að
kjarnavopnin yrðu áfram undir
einni miðstjórn. Sagðist hann geta
fullvissað menn um að engin hætta
væri á að vopnin lentu í höndum
öfgamanna.
Reuter
George Bush Bandaríkjaforseti og Míkhaíl Gorbatsjov forseti Sovét-
ríkjanna heilsast á blaðamannafundi þeirra i Madrid í gær. Kom þar
fram að á hádegisverðarfundi þeirra hefði aðstoð við Sovétríkin
borið á góma en engin ákvörðun verið tekin. Bush hefði spurt mik-
ið um ástandið í lýðveldum Sovétrikjanna og hefði Gorbatsjov sagt
að Úkraína ætlaði að undirrita samkomulag um efnahagssamstarf.
Fyrrum kommúnistar
sigurvegarar í pólsku
kosningunum;
Lech Walesa
vill verða for-
sætisráðherra
Varsjá. Reuter.
LECH Walesa, forseti Póllands,
sagði í gær í samtali við Reuters-
fréttastofuna að réttast væri að
hann gegndi embætti forsætis-
ráðherra og stjórnaði landinu í
kjölfar kosninganna á sunnu-
dag.
Þegar einungis átti eftir að telja
örfá atkvæði í gærkvöld var Lýð-
ræðisbandalag vinstrimanna, arf-
taki kommúnista, komið fram úr
aðalfylkingu Samstöðu, Lýðræðis-
sambandinu, og útlit fyrir að það
yrði því stærsti flokkur landsins.
Ljóst er að atkvæði dreifðust svo
mjög að 23 flokkar verða í neðri
deild pólska þingsins og fékk eng-
inn þeirra meira en 13% atkvæða.
Það torveldar mjög stjórnarmynd-
un og sagði Walesa að eina færa
leiðin væri sú að hann yrði forsæt-
isráðherra. Síðan væru ýmsir
möguleikar varðandi það hvaða
flokkar yrðu í ríkisstjórn með for-
setanum.
Ráðstefna um frið í Miðausturlöndum hefst í Madrid í dag:
Þvingum engan til sátta
nærvera okkar er hvatning
- sagði Bush Bandaríkjaforseti á blaðamannafundi með Gorbatsjov Sovétforseta
Madrid. Reuter.
GEORGE Bush Bandaríkjaforseti
og Míkhaíl Gorbatsjov forseti Sov-
étríkjanna skoruðu í gær á þátt-
takendur í ráðstefnu um frið í
Miðausturlöndum sem hefst í
Madrid í dag að láta ekki sögulegt
tækifæri sér úr greipum ganga.
Forsetarnir snæddu saman hádeg-
isverð i gær og að honum loknum
héldu þeir sameiginlegan blaða-
mannafund. Gorbatsjov skoraði á
þá sem komnir eru til ráðstefn-
Öryggið í fyrirrúmi
Madrid. Frá Ragnari Bragasyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
SÉRSVEITIR lögreglu eru með mikinn öryggisviðbúnað í Madrid
vegna ráðstefnunnar um frið í Miðausturlðndum, enda er þar
margt þjóðarleiðtoga, auk samninga- og blaðamanna.
Götulífið í borginni er gjör-
breytt. í stað digru lögregluþjón-
anna, sem venjulega gera sitt besta
til að greiða fyrir umferð um helstu
gatnamót eru komnir vígalegir
liðsmenn sérsveita, vopnaðir vél-
byssum og klæddir skotheldum
vestum.
Spænska stjórnin pantaði öll
herbergi í lúxushótelum borgarinn-
ar um leið og gert var opinbert
fyrir viku að ráðstefnan yrði hald-
in í Madrid. Blaðamennirnir sem
fylgjast með ráðstefnunni eru
flestir frá Spáni, eða 2.700, en
næstir koma Bandaríkjamenn með
628, svo Bretar með 266. Banda-
ríska sjónvarpsstöðin CNN ein er
með 90 manns á staðnum.
Sendinefndirnar og fylgdarlið
þeirra eru einnig fjölmennar, til
að mynda eru samningamenn
Jórdana og Palestínumanna 160
og Sýrlendinga 140. 10.000 lög-
regluþjónum hefur verið falið að
gæta 47 hótela, sem sendinefnd-
irnar og blaðamennirnir hafa lagt
undir sig, auk sendiráða og svo
konungshallarinnar, þar sem ráð-
stefnan fer fram.
unnar að leggja sig alla fram um
að vinna að friði, þeir skyldu „sýna
ábyrgð í verki og djúpan skiln-
ing." Bush hafði þetta að segja:
„Við erum ekki komnir hingað til
að þvinga fram sættir, nærvera
okkar er hvatning."
Gorbatsjov og Bush flytja ávörp í
dag við setningu ráðstefnunnar en
fyrsta lota hennar stendur í þrjá
daga. Orð þeirra á blaðamannfund-
inum í gær voru varfærnisleg. „Ég
ætla ekki með ummælum mínum hér
að gefa neinum átyllu til að hverfa
á braut eða setja fram nýja skil-
mála," sagði Bush.
Ráðstefnan er haldin í skugga
átaka og hryðjuverka í ísrael og
Suður-Líbanon undanfarna tvo daga.
Þrír ísraelskir hermenn og tveir
óbreyttir borgarar hafa fallið. í gær-
kvöldi var eldflaug skotið að banda-
ríska sendiráðinu í Beirút í Líbanon.
Engan sakaði. Talið er að árásum
þessum sé ætlað að spilla friðarráð-
stefnunni. Auk þess hafa borist
óstaðfestar fregnir um mannfall í
búðum Palestínumanna í Líbanon
eftir árásir ísraela. Bush Bandaríkja-
forseti fordæmdi ofbeldisverkin í gær
og sagði að þau ættu að verða mönn-
um hvatning til að stuðla að árangri
í Madrid.
Við komuna til Spánar í gær sagði
Yitzhak Shamir, forsætisráðherra
ísraels: „Þessar viðræður verða ekki
auðveldar en þær eru grundvöllur
undir traustan og varanlega frið. En
til eru þeir sem eru ekki gagnteknir
friðarástríðu    heldur    blóðþorsta."
Yitzhak Shamir, forsætisráð-
herra ísraels, með ráðgjafa sín-
um á leið til Madrid.
Hann bætti því við að sumir kynnu
að hafa búist við að ísraelar myndu
hætta við þátttöku eftir árásir skær-
uliða á ísraelska borgara undanfarna
daga. „En þrátt fyrir ofbeldið, stefn-
um við ótrauðir að friði."
Hanan Ashrawi, talsmaður pale-
stínsku sendinefndarinnar í Madrid,
sagði að yfirlýsingar ísraelskra ráða-
manna um að öll mál mætti ræða á
ráðstefnunni vektu vonir um sátta-
vilja þeirra. „Ég held að þetta sé
merki um meiri sveigjanleika og vilja
til að friðarferlið þróist í rétta átt,"
sagði hún. Hún vísaði þvíá bug að
hún hefði á nokkurn hátt hvatt til
ofbeldisverka á hernumdu svæðun-
um eins og ísraelski varnarmálaráð-
Hanan Ashrawi, talsmaður pal-
estínsku sendinefndarinnar, að
loknum fréttamannafundi i gær.
herrann hélt fram í gær. Hún sagði
ennfremur að Bandaríkjamenn væru
mjög hógværir þegar þeir segðust
ekki ætla að þvinga fram lausn mála.
Sagði hún að í raun yrði ekki hægt
að ná friði nema með alþjóðlegri
aðstoð.
Yasser Arafat, leiðtogi Frelsis-
samtaka Palestínu (PLO), hvatti í
gær alla Palestínumenn til að standa
við bakið á fulltrúunum í Madrid.
Ekki ætti að leyfa öfgahópum hlið-
hollum írönum að spilla ráðstefn-
unni. Arafat er staddur í Túnis enda
á PLO ekki fulltrúa á ráðstefnunni.
Sjá fréttir á bls. 20-21 og grein
á miðopnu.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44