Morgunblaðið - 23.11.1991, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.11.1991, Blaðsíða 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 1991 í þessari innsetningu eftir Jennifer Turpin er vatn látið renna niður strengi með hefðbundna hvelfingu safnsins í bakgrunni. Hvað eru þessar leðurblökur, skreyttar að hætti frumbyggja, að gera á vestrænum snúrustaur? Lin Onus, „Fruit Bats”. UM YFIRLITSSÝNINGU Á ÁSTRALSKRI NÚTÍMA- LIST í SYDNEY Þessi hnöttur, þrír metrar í þvermál, hékk í loft- inu. Hann er þakinn notuðum flíkum. Rýmið er togað og teygt í þessu verki eftir David Jensz. „House of Accumulation” eftir Kevin Draper. RÝMIÐ TEYGT OG TOGAÐ TEXTI: RÚNAR HELGI VIGNISSON ANNAÐ hvert ár síðan 1981 hefur listasafn New South Wales í Sydney staðið fyrir yfirlitssýningu á ástralski nýlist. Sýningin kallast Australian Perspecta og er haldin til mótvægis við Bienna- linn í Sydney, einnig haldinn annað hvert ár, en til kynningar á erlendri list. Perspecta er nú stærsta og mikilvægasta sýningin sem haldin er á ástralskri nútímalist. Hún var haldin í sjötta sinn í ágúst og september síðastliðnum og var áhersla Iögð á þrívíð verk. Árangurinn varð fersk sýning sem sýnir að Ástralar eru vel heima í vestrænni nútímalist. Höfuðviðfangsefni þessar- ar sýningar var rýmið sjálft. Sýningarstjórinn hefur markvisst valið verk sem fjalla um rýmið, hluti í tíma og rúmi. Með ýmsum hætti reyna listamennirnir fjörutíu á þetta rými, toga það og teygja, sveigja það og beygja, spyija spurninga um menn- ingarlegt gildi þess, endurmeta það og trufia á marga vegu auk þess að gæða það óvæntu lífi. I leiðinni vakna spumingar um eðli hlutanna og var- anleik, ekki síst í rými safnsins sem slíks. Við þetta nýta listamennirnir sér innsetningar (installations), skúlptúra, hljóðgervla, myndbönd og fleira. VESTRÆNT SAMHENGI Innsetningar eru auðvitað ekki nýjar af nálinni, þótt ekki hafi þær verið ýkja fyrirferðarmiklar í virtum söfnum fram til þessa. Þrátt fyrir að ástralskt rými sé frá náttúrunnar hendi ,að mörgu leyti sérstakt, ef ekki einstakt, þá er ekki heiglum hent að greina einhver sér-áströlsk einkenni á þessari sýningu, a.m.k. þegar litið er framhjá þeim örfáu frumbyggjaskúlptúrum sem fengið hafa að fljóta með (og stinga flestir gjörsamlega í stúf við hin verkin). Þessi sýning hefði þess vegna getað verið í Chicago eða París vegna þess að flestir listamannanna standa á öxlum annarra vestrænna lista- manna; verkin eru sprottin úr mynd- rænni orðræðu síðustu áratugi. Sýn- ingin er með öðrum orðum hluti af stærri heild, partur af þróun, og verð- ur að skoðast í því samhengi. Kons- eptlist, minimalismi og poplist, jafn- vel dadaismi og fútúrismi eru áhrifa- valdar og þróunarstig sem koma í hugann við skoðun þessarar sýning- ar. VARANLEIKI Andy Warhol er ekki ýkja fjarri þegar farið er um gang sem hlaðinn er úr hundruðum túnfiskdósa og horft á spíra! úr tómatdósum. Hér er listamaðurinn Adam Boyd ekki aðeins að skoða hversdagslega hluti í nýju samhengi, safninu, að hætti Duchamps, heldur nota þá til skapa rými og form sem fara á skjön við eðli þeirra og notagildi. Hér er stefnt saman ólíkum heimum og þeir látnir ræða saman. Um leið er spurt um listrænt gildi hlutanna. Þessar spurn- ingar kristallast kannski vel í ábend- ingu eins af starfsmönnum safnsins: „Framleiðandinn gaf dósirnar.” Öneitanlega veltir maður því fyrir sér hvað allar þessar dósir hafi kost- að og hvað verði um matvælin i þeim. Þannig að um leið og maður sá fyrir sér þessi glæsilegu form úr annarleg- um einingum (og dáðist að verklag- inu) varð manni hugsað um innihald- ið, auk þess sem veikleiki verksins sótti á mann; ekki þyrfti mikið til að öll uppstillingin hryndi til grunna og listaverkið yrði þar með úr sög- unni. Annar listamaður vinnur meðvitað með spurningar um varanleik. I gólf- verki úr hlaupkenndu efni sem notað er til að rækta bakeríur skoðar Ste- ven Holland hvað hverfulleiki efnis- ins felur í _sér þegar í virðulegt safn er komið. Á meðan á sýningunni stóð var þetta klístur hans, sem hafði verið mótað í form vindsængur, að rotna og molna og mátti sjá þróunar- ferlið á Ijósmyndum á veggnum. Ekki voru menn á eitt sáttir um hvort verkið hefði orðið fallegra eða ljótara við rotnunina, eða hvort hug- takið fegurð átti við í þessu sam- héngi. Getur rotnun verið falleg? Eftir því sem hlaupið, sem minnti á hold, rotnaði meira kom táknrænn snákur í ljós og lyktin, sá óvenjulegi sýningargripur, var ekkert sérlega góð. Þarna var náttúrlegt og eðlilegt fyrirbæri, rotnun, fært í umhverfi sem vanalega einkennist af hinu gagnstæða. LISTRÆN TÆKNI Tækni lék stórt hlutverk í Perspecta. Myndbönd voru fyrirferð- armikil, ein og sér, en einnig mörg saman, þannig að þau töluðu saman, kölluðust á. Einnig voru myndbönd notuð með öðrum verkum, t.d. gólf- verkum. Þá voru skyggnur notaðar til að framkalla myndir á gagnsæjum slæðum. En tæknibrellur voru líka kallaðar til í öðru samhengi en mynd- rænu. Þannig var tæknin nýtt til að þeyta fjöðrum til inni í kassa og framkalla ákveðin hljóð sem maður gat hlustað á í sérstökum heymartól- um. Rafmagn var einnig notað til að búa til hljóð með því að leiða víra milli glasa sem fylltu eitt herbergið. Meiningin var að fá fram andardrátt rafmagnsins þar sem það helltist ofan í glösin. Vatn var einnig notað á hugmyndaríkan hátt, til dæmis látið renna viðstöðulaust niður eftir strengjum í anddyri safnsins með þeim seiðandi áhrifum sem oft fylgja vatni. Þá var segulband notað til að láta ýlfur í úlfahjörð læðast yfir vegg gryfjunnar sem hýsti hana; maður heyrði fyrst voveifleg hljóðin og varð í rauninni að vinna bug á ósjálfráðum ugg til að gægjast yfir vegginn. Þannig var sífelit verið að spila með væntingar manns og skynfæri á þes'sari sýningu. GESTURINN ÞÁTTTAKANDI Hlutverk safngestsins takmarkast vanalega við að vera mismunandi óvirkur áhorfandi. Hann (eða hún) stendur vanalega utan við verkið. í Perspecta var gestinum í nokkrum tilfellum boðið upp á samspil við verkin, með því að snerta þau eða vera innan í þeim miðjum, eins og með innsetningu Juliet Lea, þar sem maður opnaði heldur. óhijálegar dyr og var kominn í annan heim. Þar var ýmislegt með kunnuglegum svip, eins og ferðatöskur sem reyndust þó við nánari athugun vera úr keramiki, þannig að framandi lögmál giltu greinilega í þessum heimi. Það má einnig segja að gestum hafi verið boðið upp á að taka þátt í sköpun verka eða vera partur af þeim, svo sem með því að setja á sig heyrnar- tól og heyra hljóð sem gjörbreyttu áhrifum ákveðins verks, eða með því að taka sér stöðu á ákveðnum stað í innsetningu svo afstaða hlutanna gjörbreyttist. Allt þetta sló á vænt- ingar sýningargestsins og fékk hann til að velta fyrir sér eðli sýningar- svæðisins sem slíks. Sama gerðist einnig þegar maður fann hinar und- arlegustu innsetningar á stöðum sem undir venjulegum kringumstæðum mundu ekki kallast sýningarsvæði, eins og í stigum og skúmaskotum. HVAR ER FEGURÐIN? Hugtakið fegurð kom ekki oft upp í hugann við skoðun þessarar sýning- ar. Það var helst að maður dáðist að handbragði og útsjónarsemi lista- mannanna við að koma skynfærum manns á óvart, erta þau, koma þeim í opna skjöldu. Og það eru kannski sterkustu áhrif sýningarinnar: Með hverju verki er manni komið á óvart með einhverjum ráðum. Hefðbundin viðmið eru látin lönd og leið, hlutirn- ir settir í nýtt og óvænt samhengi. Maður kemur að margra tonna steypuklumpi á miðju gólfi eða hundruðum tómatdósa eða leðurblök- um, skreyttum að hætti frumbyggja, hangandi á snúrum. Yfir manni trón- ar stærðarinnar hnöttur, þakinn af- lögðum flíkum, og listrænar „gesta- ':j þrautir” seiða hugann; hver eru til dæmis tengslin milli fjögurra mynda af lífsglöðum ungum mönnum og auðra ferninga á gólfi? (Svar: Al- næmi.) Og til að kóróna allt þá eru mörg verkanna ekki varanleg, það er ekki hægt að troða þeim í geymsl- ur safnsins og draga þau fram síðar eins og við eigum að venjast. Þannig virðist ekki hægt að ganga að nein- um veruleika vísum á þessari sýningu og lokaáhrif hennar fara sjálfsagt að töluverðu leyti eftir því hvað við- komandi hefur séð áður, í hvaða samhengi hann getur sett öll þessi „einkennilegu” verk. „The return and the disappearance” eftir Juliet Lea. $ f,- MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 1991 B 5 HEIMURINN ER FULLUR AF FÍNERÍI HRINGURIIMN 9 ... skolinn fugl dfegur níöþungan skugga í sömu andrá heim í Reykjavíkurröst þann heljarsvelg hún gleypir oss niöur í eölilega mynd sína og landiö aftur veöurspákort varlega heim aftur eðlilega Jljúgandi y meÖ hrothœtta sjóndeildarhringa sem augun skáru úl á meöan regndropar hringuðu haf VIÐTAL: EINAR FALUR INGÓLFSSON FUGLINN SNÝR HEIM, AÐ ÞESSU SINNI EFTIR FERÐ UM HRINGVEGINN, EN FUGLARNIR ? samnefndri ljóðabók Þórunnar Valdimarsdóttur virða engin landamæri; ferðast er fram og aftur í tíma, lesandinn er leiddur um undarlega heima dýra, lands og manna, og ætíð er dauðinn - efnakljúfurinn mikli - ein- hvers staðar nærri. Fuglar er fyrsta ljóðabók Þórunnar Valdimarsdóttur, en hún er sagnfræðingur að mennt og hefur skrifað sagnfræðirit og ævisögur; þar á meðal sögu Snorra í Húsafelli og ásamt Megasi skráði hún sögu píslar í aust- urbæ, bókina Sól í Norðurmýri. Heima hjá sér í vesturbænum sker Þórunn út sína sjóndeildarhringa en gefur sér þó tíma til að setjast niður og velta bókinni og efni hennar fyrir sér. / g held það hafi verið árið 1985 sem ég fékk svo mikið rafmagnsstuð í hausinn að ég skrifaði mitt fyrsta ljóð”, segir Þórunn. „Svo var þetta eina ljóð mitt valið í Ljóð ung- skálda og ég var býsna ánægð með það - hafði bara ort eitt ljóð og komin í ljóðaúrv- al!” segir Þórunn og hlær. „Þá sá ég að fólki gæti þótt það sniðugt sem yxi út úr heilanum- á mér, og fór að hafa á mér bók og skrifa ýmislegt niður. Þegar ég var að skrifa um Snorra á Húsafelli og mér leiddist við tölv- una, þá stalst ég til að skrifa ljóð og fyrstu ljóðin í bókinni urðu til. Á þessu ári settist ég niður við ljóðagerð eins og vinnu, í daga, vikur og mánuði. Þetta er skemmtilegasta iðja í heimi. Þetta er therapískt og ótrúleg nautn. Maður er alveg fijáls. í ljóðinu er algjört frelsi; þar eru allar víddir, öll lönd, allir tímar. Ég veit ekki hvort ljóð og nútímatónlist ná nokkurn tíma alþýðuhylli, og mér er alveg sama, það er álíka frekja og að ætlast til þess að allir hafi gaman af skák eða fótbolta. En meðan þessi þjóð hafði bara búfé, kirkju- ferðir og glímu að hugsa um var kveðskapur: inn þjóðinni allt, bæði tónlist og sagnalist. í dag er þessi afþreying bara ein af mörgum góðum, allt mannlegt afþreyingarefni - úr hvaða stétt og frá hvaða hópi manna sem það kemur - er fínt.” — Ljóðið hefur heillað þig? „Já, maður neglir niður einhver orð, og fer bara eitthvað. Ljóð er innlifun. Maður býr til lykla sem ganga að nýjum heimum: Þeir geta verið á Sprengisandi, á öðru árþúsundi, í fang- inu á risaeðlumömmu. Þangað fer maður í algjört skjól og hefur allt eins og maður vill. Það er svo fínt að lifa núna af því menn hafa betri aðgang en nokkurn tíma fyrr að allri menningu sem hefur verið til og allri þróunarsögunni, í máli, myndum og tónum. Maður safnar hugmyndum og fær við það í skynjuninni aðgang að menningarfjölkynngi.” DAUÐINN GEFUR LÍFINU GILDI — Þetta er ekki sagnfræðileg ljóðabók, en það er ferðast um tímann og þú virðist hafa góðan aðgang að sögunni. „Kannski er það þjálfun í innlifun. Ef mað- ur er lengi, kannski árum saman, staddur í skrifum á annarri öld, þá fer maður að renna hratt milli hama og milli alda.” — Dauðinn er víða nærri, og birtist oft á jákvæðan hátt, allt að því gleðilegan. Þannig er ánægjulegt að ganga um kirkjugarðinn. Morgunblaðið/Einar Falur - ÞORUNN VALDIMARSDOTTIR TALAR UM SAMRUNA MENNINGAR, DAUÐ- ANN OG NÝJA LJÓÐABÓK Þórunn talar um hversu gaman sé núna þegar menningarsvæði heimsins eru að renna saman: „Hvert svæði bætir annað upp, hvítir eiga tækni, fá dans og tónlist frá svörtum, kínverskan mat og japanskt verkvit. Það hef- ur aldrei verið eins skemmtilegt að velta menn- ingu fyrir sér. Heimurinn er galopinn og full- ur af fíneríi!” ÆTLA AÐ SKRIFA HREINT BULL — Þessi samruni tengist ferðalögunum, sem eru áberandi þema I bókinni. „Það er mjög nauðsynlegt að hafa eitthvað til að keyra sig áfram, setja sér takmark. Þegar fólk er komið á miðjan aldur fer það að verða áríðandi. Þá er orðið ljóst að draum- arnir rætast ekki; alveg eins og í uppáhalds dægurlagatextanum mínum: Mína hinstu þrá fær ekkert sefað, með BG og Ingibjörgu. Þessi rosalega þrá er til staðar og svo er maður bara kominn á miðjan aldur og sér í gegnum þrána og draumana. Ef maður er sjálfur tveir fætur þá er nauðsynlegt að setja upp þriðja punktinn til að toga sig áfram. Maður setur sér takmark, takmarksins vegna. Býr sér til ferðalag svo lífið verði bærilegra.” — Þú hefur verið að skrifa sagnfræðibæk- ur, bókina með Megasi og nú Ijóðabók, en heldur þú ekki áfram að skrifa ljóð? „Jú, alveg örugglega. Ég ætla núna að fara að skrifa skáldskap eftir mínu höfði, Fuglar er fyrsta bókin sem ég skrifa sem ekki er hugmynd annarra. Ég ætla að skrifa bók fyrir sjálfa mig, án þess að hugsa um hvað sé æskilegt, sölulegt, þægt, siðlegt, smekklegt og litgreint, eða góðar bókmennt- ir.” — Er það ekki hrein sjálfselska? „Ég er ekki ennþá búin að leyfa bullheila- hvelinu að komast almennilega að. Þegar ég lauk BA-prófí hélt Háskólarektor ræðu sem var full af debet kredit; að nú ættum við að skila því sem í okkur hafði verið lagt. Ég held ég sé komin yfir þá sektarkennd, og sé búin að skrifa nóg af sagnfræði. Þjóðfélagið þarf einhveija bullara. Bull er þjóðarlíkaman- um nauðsynlegt.” I GAMLA KIRKJUGARÐINUM innan við hliöiö er kort til leiÖsagnar „rauöi punkturinn er þar sem þú ert” þarna ertu þá á kortinu rauöur Ijósnœmur punktur gengur um strikaö yftrborÖ ósagðar hvelfingar undir og punktarnir neÖan viÖ nöfnin trjágreinar herskarar tauga strjúkast mjúklega viÖ þig sporÖakast örlaga horfitn embœtti og titlar og bros tólf ára telpu rauöi punkturinn er taktvís útrauÖur flamingófugl fylgir þér út um hliðiÖ út af kortinu út í lifandi storminn og eftir þessa göngu um garÖinn er hann þar sem þú ert „Maður gengur fram hjá skilti og þar er manni sagt að maður sé rauður punktur. Það má bæði skilja á jarðbundinn og yfírskilvitleg- an hátt. Hjartað er rauður punktur og allir þessir dánu með útbrunna rauða punkta. Þarna er dauðinn: Gleðjist, þér munuð deyja! En það er erfitt fyrir þá sem þola ekki tilhugs- unina. Fagnaðarerindið segir að menn muni ekki deyja og það er gott að geta gripið til þess, en margir taka það bókstaflega og ýta gengur um kortlagÖan garöinn hjarta þitt dansar um kortiÖ fijúgandi depill á skjá finnur útgönguhlið þar er annaö kort og enn er punkturinn þar sem þú ert — í bókinni er mikið um fugla og flug. „Eitt einkenni á þessum ljóðum er frumstæð trúarskynjun, maðurinn er dýr og tré, og lík- aminn landið. Skilin milli manns, lands og dýra leysast upp. Sköpunarverkið allt býr í hveijum manni. I sumum ljóðanna verður ljóð- vitundin ein skepna með fugli, dýri, tré, skógi eða landslagi. Hafi fólk dreymt að það fljúgi skilur það hvað ég er að fara, í slíkum draum- um verður maður eitt með fugli; maður verð- ur mannfugl. alltaf hugsuninni um dauðann frá sér. Það að vita að maður deyr gefur lífinu gildi. Ég sá svo flottan frasa í Mannlífi um dag- inn: Darvinískur existensíalismi. Það fínasta I heimi, á við margar inargar guðsþjónustur, er að horfa á náttúrulífsmynd frá Amazon. Þar deyr allt svo fallega. I endurreisninni á sextándu öld og fram á þá sautjándu voru skáld og listamenn með dauðann á heilanum. Shakespeare orti 130 sonnettur um fegurð upplausnarinnar, lofsöng um lífið með enda- lausum útleggingum um hina sáru hrörnun, lífið verður svo fallegt af því maður þarf að deyja. Sum ljóðin mín eru á þessum nótum, á nótum darvínskrar tilvistarspeki eða í ný- endurreisnarstíl. Þetta hljómar svo gáfað en er einfalt, ég er haldin sögulegri þráhyggju af því ég lærði sögu svo lengi, ég er alltaf að tengja allt aftur í tímann.” HEIMURINN ER GALOPINN Eg gaf konu lopapeysu og hún gaf mér þessa batíkmynd,” segir Þórunn og bendir á mynd á veggnum. „Þetta er kiwifugl. Ég fór á kaf í heiðna hugmyndafræði á yngri árum, dulspeki og stjörnuspeki, og þá sá ég að höfuð- skepnur mínar eru vatn og jörð. Þess vegna hefur mér fundist ég vera skyld þessum kiwi- fugli, því hann er vængjalaus vaðfugl. Þetta er nú bara leikur, það er hægt að hugsa svona án þess að kiikkast.” Þórunn hlær: „Það sein voru einu sinni fullorðinsleikir eni barnaleikir í dag. í málverkum Goya róla fullorðnir sér. Fólk gerir sér lífið alltof þungt. Það er þessi lútherska; að bera ábyrgð á eigin lífi. Því fylg- ir svo mikil kvöl. Maður verður að fá að vera ófullkominn, breyskur og vitlaus.”

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.